Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 1
Pólitísk átök strax hafin innan DJOÐVIUINN S j ómannasambandsins: Þau kvörtuðu aldeilis ekki yfir kuldanum þessir krakkar i Breibholtinu, sem voru á skautasvellinu i krikanum milli Blöndubakka og Dvergabakka i gær. — Ljósm. — gel — Þriðjudagur 18. nóv. 1980 — 261. tbl. 45. árg. Þingmenn krata boða varamenn A laugardaginn var haldinn fundur i Sambandsstjórn Sjó- mannasambands lslands, þar sem kjósa átti tvo menn i fram- kvæmdastjórn sambandsins. Boða þurfti einn mann úr vara- stjórn til fundarins og var Sig- tryggur Antonsson úr Vest- mannaeyjum boðaóur, en hann sagðist ekki geta mætt. Var þá Kjartan Kristófersson boðaður á fundinn og þegar hann svo mætti var Sigtryggur einnig mættur. Sagði Sigtryggur fundarmönnum að Magnús Magnússon alþingis- maður hefði sagt að hann yrði að mæta á fundinum og voru það skilaboð frá Karii Steinari Guðnasyni alþingismanni. Þeir Kjartan og Sigtryggur fengu jafn mörg atkvæði á sínum tima i kjöri i varastjórn og þar sem á sambandsstjórnarfundin- um var orðið einum manni of margt var varpað hlutkesti um hvor þeirra skyldi sitja fundinn og kom upp hlutur Sigtryggs. Það furðulega við þetta mál er, að tveir alþingismenn taka þarna fram fyrir hendurnar á stjórnar- mönnum Sjómannasambandsins, þvi eftir að Sigtryggur tjáði starfsmanni St að hann gæti ekki mætt á fundinn, var Kjartan boð- aður af starfsmanni Sl. Mikil ringulreið rikti siðan á þessum sambandsstjórnarfundi, sem kannski er eðlilegt eftir það sem á undan var gengið. Hitt er ljóst að mjög mikil reiði rikir viða innan sjómanna- félaganna Ut um land allt vegna þessa máls og þá ekki siður hins að pólitisk viöhorf eru nú tekin fram yfir hin faglegu innan sam- bandsins, eftir að kratar og sjálf- stæðismenn náðu meirihluta i stjórn Sjómannasambandsins. I viðtölum sem Þjóðviljinn átti viö menn i gær kom i ljós að þessu máli er alls ekki lokið. —S.dór. Langur sáttafundur Sáttafundur i Hrauneyjarfoss- deilunni hófst kl. 14.00 sl. sunnu- dag og stóð hann enn seint i gær þegar Þjóðviljinn hafði samband við skrifstofu sáttasemjara, en smá hlé var gert á fundinum um miðjan dag i gær. Eitthvað þokaðist i deilunni um helgina og voru menn i gær bjart- sýnir á að eitthvað myndi gerast i gærkveldi eða i nótt. —Sidór Svavar Gestsson formaður Utgáfufélags Þjóðviljans Stöndum öll þétt um Þjóðvðiann ,,Ég veit það af kynnum mínum af sósialistum erlendis að þeim finnst það mörgum afrek að hreyfing sósialista á islandi skuli hafa haldið úti jafn vönduðu dag- blaði og Þjóðviljanum i nær hálfa öld. Það hafa ekki margar hreyf- ingar af svipuðuni toga leikið eftir. Skýringin á þessu afreki er fyrst og fremst sú aö Þjóðviljinn hefur alltaf átt að bakhjarli traustan og fórnfúsan hóp stuðn- ingsmanna — og velunnarra, sem hafa skilið þýðingu blaðsins sem Framhald á bls 9 Nefndin varð sammála um að rétt væri að setja skilyrðið um að starfsmönnum Arnarflugs yrði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða i fyrirtækinu, en einn nefndarmanna, Matthias A. Mathiesen taldi þó að ýmsar for - sendur þyrftu að breytast til þess að svo mætti verða. Ekki náðist i Matthias i gærkvöldi vegna þess- j ara athugasemda hans, sem bók- 1 uð eru i nefndarálitinu. önnur þyria Landhelgisgæsl- unnar, TF-GRÓ, er nú talin ónýt eftir að hún rakst á háspennullnu við Búrfell skömmu eftir hádegi i gær og hrapaði til jaröar. Tveir menn voru um borð I þyrlunni og sluppu þeir báöir ómeiddir. Stélfótur þyrlunnar lenti á háspennulinu við Búfellsvirkjun, skömmu eftir flugtak. Við það snerist þyrlan 180 gráður og skall til jarðar. Annað flothylkið brotn- aði og spaðarnir hjuggust i jörðu og bognuðu. Einn maður var i vélinm auk flugmannsins og slösuðust þeir ekki. Flugmaður- inn mun hafa blindast af sólinni og þvi ekki séö linuna. Þessi litla þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-GRÓ kom til landsins fyrir um 6 árum. Samkvæmt upplýsingum Gæsl- unnar siðdegis i gær er talið trú- legt að þyrlan sé ónýt. Flakið var sótt austur að Búrfelli og ekið með það til Reykjavikur i gær- kvöld. —eös takmörkun á atkvæðisrétti stórra hluthafa. Halldór sagði að nefndin hefði ekkert við það að at- huga að slikar viðræður færu fram, en i nefndaráliti væri á það bent að samkvæmt hlutafélaga- lögum þarf samþykki allra hlut- hafa til takmörkunar á rétti hlut- hafa til að beita atkvæðisrétti sin- um eða skylda þá til að selja hluti sina. Halldör sagði hins vegar að ef menn vildu takmarka hlut eins flutningafyrirtækis i öðru mætti gera það með þvi að breyta lög- um. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, sem nú er talin ónýt. tla þyrlan ónýt Allar likur eru nú á að frumvarp um rikisábyrgð fyrir Flugleiðir verði að lögum i dag en boðað hefur verið til fundar i neðri deild kl. 16 og er áætlað að ljúka báðum siðari umræðum um málið á kvöldfundi ef nauðsynlegt reynist. Halldór Endanlegt mat á fasteign- um Flugleiða liggur enn ekki fyriren Rlkisábyrgðarsjóður hefur undanfariö látið endurmeta eignirnar til að kanna veðhæfi þeirra. Hösk- uldur Jónsson ráðuneytis- stjóri I fjármálaráðuneytinu sagði I gær að cndanleg skýrsla væri væntanleg siðar I þessari viku og von væri á mati erlendra sérfræðinga á flugflotanum i pósti næstu daga. Útlit er fyrir að alþingi af- greiði Flugleiðafrumvarpið áður en þessi gögn liggja frammi þvi boðaður hefur verið fundur I neðri deild þess i dag til að fjalla um áiit fjárhags- og viðskipta- nefndar sem lauk störfum i gær. Höskuldur sagði að þar sem hér væri um heimilda- lög að ræða, þyrfti það ekki að koma að sök þó veðhæfnin lægi ekki skýr fyrir, þvi það væri endanlega rikis- stjórnarinnar að veita ábyrgðirnar ef lögin yrðu samþykkt en að tilskildum fullum veðum. — AI J Ilalldór Asgrlmsson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar sem undanfarið hefur haft frumvarpið til með- ferðar sagði i gærkvöldi að 6 nefndarmenn af 7 hefðu skilað meirihlutaáliti sem útbýtt verður I dag og ieggja þeir til að frum- varpið verði samþykkt. I meiri- hluta nefndarinnar eru fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðistlokks, en Vil- mundur Gylfason, fulltrúi Al- þýðuflokksins skilaði séráliti og vill hann lögfesta skilyrðin sjö eins og flokksbróður hans i efri deild. Halldór sagði að i nefndarálit- inu væri rakin sú vinna sem nefndin hefði lagt i meðferð máls- ins og m.a. tekið tillit til svara Flugleiða við skilyrðum sjö, en þau bárust meðan nefndin var að störfum. Halldór sagði að það væri einkum tvö skilyrði, sem Flugieiðir teldu annmörkum háð að uppfylla. Þeir telja i fyrsta lagi að ekki sé hægt að halda aðalfund i febrúar og kjósa nýja stjórn þar sem ársreikningur verða ekki til- búnir á þeim tima. Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar bendir á að samkvæmt hluta- félagalögunum kýs hluthafa- fundur stjórn félagsins en ekki aðalfundur, þannig að unnt er að verða við skilyrðinu með þvi að halda hluthafafund i febrúar. Hitt atriðið varðar skilyrðið um viðræður við rikisstjórnina um FLUGLEIÐIR: Verður frumvarpið að lögum í dag?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.