Þjóðviljinn - 18.11.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Page 7
Þriöjudagur 18. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 á daaskr r )Ahugalið alþýdunnar er andófssamtök, sem risa munu öndverd gegn vaxandi , hægrihneigð Alþýðubandalagsins, sporna gegn undanhaldi vinstri sjónarmiða, en glæða baráttuhug flokksmanna til kröftugrar vinstri sóknar Reinald Brauner: Ahugalið alþýðunnar — ný vinstrisókn „Fyrir tilstyrk hinna vinnandi stétta, alþýöunnar til sjávar og sveita, hafa völdin veriö tekin af herrum auövaldsskipulagsins islenska. Og hún vill, aö völdun- um sé beittgegn þeim.” Meö svo djörfum oröum hófst ávarp flokksþings Alþýöuflokksins til islenskrar i alþýöu i nóv. 1934. Þá um sumariö höföu oröiö kafla- skipti i sögu stjórnmála á lslandi — Alþýöuflokkurinn, flokkur blásnauös verkafólks, vann mik- inn kosningasigur og tók fyrsta sinni sæti i rikisstjórn. Vinstri- stjórn haföi veriö mynduö, „Stjórn hinna vinnandi stétta”. Alþýöa manna geröi sér háar hugmyndir um hina nýju stjóm og vænti mikils af umbjóöendum sinum, enda voru vinstri fyrir- heitin mörg og fögur. En illa fór um efndirnar. Til þeirra skorti jafnaöarmenn þrek og samstarfs- flokkinn, Framsóknarflokkinn, pólitiskan vilja. Vinstristefnan haföi beöiö skipbrot. Sjö árum áöur voru einnig tlmamót i' islenskum stjórn- málum. Þá haföi Framsóknar- flokkurinn, sem I þann tiö var nokkuö róttækur „vinstrimanna- flokkur”, brotíst til valda og steypt gamla ihaldinu af stóli. Þetta var fyrsta vinstristjórnin i sögu tslands og er ekki ofmælt, aö viö enga rikisstjórn, hvorki fyrr né siöar hafi jafn miklar vonir veriö bundnar. Enda var Jónas frá Hriflu á þessum sokkabands- amm sinum jafnan valiö sæmdarheitiö „æstastí bolséviki tslands”. En ári eftir valdatöku þessarar horsku vinstristjórnar þeirra framsóknarmanna skrifar Einar Olgeirsson i Rétti: „Ar er iiöiö sföan islenska alþýöan i haröri kosningahrfö varpaöi af sér oki fhaldsstjórnarinnar... Vonum alþýöu uxu vængir... Alþýöa öll bjóst viö aö endurreist yröu vigi þau i verslun lands, er reist höföu veriö gegn ágangi erlends auövalds, og rifin niöur af ihaldi. Vonirnar voru rettmætar og fyrirætlanir flokkanna stórar. Arerliöiö. Er auövaldi tslands aö einhverju hnekkt? Hvar ber þaö skaröa skildi?....” OgEinarsvar- ar fyrir sjálfan sig og almenning um leiö: „Allt er óhreyft að heita má.... Allsstaöarhefirveriö tekiö meö silkihönskum á ihaldinu....” Þannig haföi fyrsta vinstristjórn- in fariö I hundana. Siöan hefur gengið á meö vinstristjórnum I landinu ásamt „sögulegum sátt- um” á borö viö nýsköpunarstjórn og Thoroddsensstjórn, en jafnan gert uppstyttu meö löngum ihaldsárum. Skemmst er aö minnast örlaga vinstristjórnar- innar, sem settist aö völdum á haustdögum 1978. A þaö ber að lita, aö fáar rikisstjórnir, ef nokkrar, hafa notiö ámóta fulltingis landsmanna, skilnings og langlundargeös en einmitt ráöuneyti Ólafs Jóhannessonar hiö siöara. Rikisstjórnin naut þvi hinna ákjósanlegustu skilyröa til aö brjóta blaö i stjórnmálasögu landsins með þvi aö taka upp ger- breytta efnahagsstefnu. En vinstri viman fór fljótlega að renna af almenningi. Aö völdum reyndist sitja rikisstjórn, sem hvorki varð kennd viö vinstri né hægri, hvorki fugl né fisk. Vonir landsmanna um árangursrika vinstristefnu i þjóömálum uröu brátt aö engu. A þaö vildi skorta, aö samstarfsflokkar Alþýöu- bandalagsins í rikisstjórn heföu til þess pólitiskan vilja aö reka einaröa vinstristefnu. Og af vafa- samri, já, beinlinis háskalegri tillitssemi við duglausa verka- lýösforystu lét Alþýöubandalagiö deigan siga, Þrátt fyrir stór orö og digurbarkaleg yfirlýsingar i fjölmiðlum og endalausar bókan- ir á rikisstjórnarfundum fóru leikar iöulega á þá leið, aö ráö- herrar fiokksins lögöu niöur róf- unaog genguaökjaraskeröingar- kröfum Alþýöuflokks og Fram- sóknarflokks. Lágkúra Alþýöu- bandalagsins I þessari rikisstjórn gekk svo langt, aö flokkurinn stóö aö þeim frægu Ólafslögum, þar 'sem sjálf grunnlaun verkafölks voru skert, innleidd illræmd hávaxtastefna og visitölubætur skoröaðar viö viöskiptakjör. Þá tók steininn úr, er rikisstjómin samþykkti aölögfesta geröardóm I kaupdeilu sjómanna og út- geröarmanna. Haraldur Guömundsson gekk úr vinstri- stjórninni 1934—1938, þegar framsóknarmenn knúöu fram geröardómslög á sjómenn meö stuöningi ihaldsins. En þristirniö Svavar, Hjörleifur og Ragnar hypjuöu sig hvergi, heldur sátu i flosmiklum ráöherrastólunum einsog illa geröir hlutir. Og rúmu ári eftir valdatöku vinstri- stjórnarinnar gefur sjálfur Þjóð- viljinn stjórninni þessa einkunn I forystugrein: „Allsstaöar er þaö efst I huga fólks aö sjaldan eöa aldrei hafi verið eins erfitt aö ná endum saman i rekstri heimil- anna eins og nú” (21. september 1979). Og enn segir I forystugrein- inni: „Alþýöubandalagiö ber aö sinu leyti ábyrgö á stefnunni vegna þess aö þaö hefur ekki enn fylgt eftir eindregnum mót- mælum sinum og andófi gegn Ólafslögunum meö úrsögn úr rikisstjórninni”. Þannig var enn ein vinstri- stjórnin i sögu Islands farin út um þúfur. „Vinstri” stefna Alþýöu- bandalagsins i rikisstjórninni ein- kenndist af linnulausum undan- slætti og eftirgjöf á stefnumálum vinstrimanna. Reynt var aö ráöa bót á efnahagsvanda þjóöarinnar meö hægriúrræöum, sem aö sjálf- sögöu fólu i’ sér umtalsveröa lifs- kjaraskeröingu. Munurinn á hægristjórn Geirs Hallgrimssonar og vinstristjórn Ólafe Jóhannessonar var aöeins sá, að nú var haft „samráö” viö verkalýðsforystuna um, hversu mikil kjaraskerðingin skyldi vera. A þessu má sjá, aö allar svo- kallaöar vinstristjórnir hafa bruðist hlutverki sinu — lausn efnahagsvandans meö vinstri- úrræöum. Engin þeirra hefur ris- iö undir nafni. Aldrei hefur orðiö stefnubreyting i efnahags- og at- vinnumálum viö valdatöku vinstristjórnar. Þannig hefur vinstristefna á Islandi beöiö gengisfall meö hverri nýrri vinstristjórn. Vinstri menn á hœgri göngu Fullyröa má, aö vinstrihreyf- ing, bæöi hér á landi sem annars staöar, hafi siöustu áratugi veriö hreyfing til hægri. Þannig hefur Alýöuflokkurinn siglt hraöbyri til hægri allt frá þvi á þriðja áratugnum og er svo komiö fýrir þessari flokksnefnu i dag, aö hann þykist dcki eiga samleið með öör- um hægrimönnum. Hin fræga andlitslyfting Alþýöuflokksins fyrirkosningarnar 1978reyndist á endanum ekki annaö en ófrýnileg hægrigríma. Alþýöubandalagiö hefur fylgt hægti kjölfar Alþýöu- flokksins I hægriátt og hefur reyndar tekiö aö sér aö gegna því hlutverki, sem jafnaöarmenn brugöust — hlutverki krataflokks I islenskum stjórnmálum. Hitt er þó vafamál, hvort Alþýöubanda- lagiö sé I dag nokkru róttækari krataflokkur, en Alþýöuflokkur- inn var viö alþingiskosningamar 1934, sem vitnaö var tíl hér aö framan. Þá lögöu jafnaöarmenn fram stefnuskrá, sem ósvikiö vinstrabragö var aö. Sé litiö yfir farinn vel liggur i augum uppi, aö saga vinstri- manna á Islandi hefur veriö raunasaga eindreginnar hægri- hreyfingar. Stofnun Sósialista- flokksins áriö 1938 upp úr Kommúnistaflokknum gamla og vinstra armi Alþýöuflokksins, stofnun Alþýöubandalagsins 1956 upp úr Sósialistaflokknum og hannibalistum og loks vaxandi itök framsóknarbolsa I Alþýöu- bandalaginu á siöari árum — allt hafa þetta veriö afdrifarik hægri- spor. Og frá styrjaldarlokum hafa sósialistar átt aöild aö fimm rikisstjómum, ýmist undir for- ystu ihaldsmanna eöa fram- sóknarmanna. Stjórnaraöild sósialista hefur ævinlega veriö réttlætt meö þeim heföbundna hætti, aö henni væri ætlaö aö verja alþýöuna fyrir aöfömm auöstéttarinnar jafnframt þvi sem verkalýösstéttinni væri feng- iöaukið olnbogarými og betri vig- staöa í auövaldsþjóöfélaginu. En allar vinstristjórnir frá því aö ísland varö fullvalda riki hafa i raun veriö myndaöar I þeim höf- uötilgangi aö leysa efnahags- vanda auövaldsþjóöfélagsins. Þær hafa jafnan veriö kreppu- stjórnir. Staöreyndin er hins- vegar sú, að þegar til hefur átt aö taka, hafa samstarfsflokkar sósialista I rikisstjórn ekki veriö reiöubúnir tíl aö ráöa fram úr vandanum meö vinstri lausn. Þvi hafa allar vinstristjórnir gripið til hægri úrræöa i efnahagsmálum. Og enda þótt á þaö megi benda, vinstristjórnum til málsbóta, aö þær hafi þrátt fyrir allt komiö þýöingarmiklum réttindamálum alþýöu i höfn, sem sist beri aö vanmeta, þá breytir þaö ekki hinu aö þær hafa allar brugöist eiginlegu ætlunarverki sinu — lausn efnahagsvandans meö vinstriúrræöum. Reyndin hefur veriö sú, aö sósialistar hafa jafn- an tekiö aö sér aö vinna skitverkin fyrir auövaldiö. Þeir hafa tekiö aö sér þaö hlutverk aö ráöa fram úr efnahagskreppum auðvaldsþjóöfélagsins, þegar auövaldiö sjálft hefur staöiö ráöþrota. Þessu óvinsæla hlut- verki hafa sósialistar jafnan gegnt meö mikikilli pryöi — á kostnaö alþýöu. Enda hafa sósialistar ævinlega hreykt sér af þvi aö geta stjórnaö auövalds- búinu betur en ihaldiö. Þannig hafa allar vinstri stjórnir veriö bjargráöastjórnir auövaldsþjóö- félagsins. Vegir og vegleysur til sósialisma Slæm reynsla af svonefndum vinstristjórnum ætti aö veröa sósialistum tilefni til ýtarlegrar samviskurannsóknar. Sósialistar hafa aldrei átt erindi sem erfiöi i borgaralega rikisstjóm. Þvert á móti hafa þeir ekki aöeins oröiö aö slá af kröfum sinum svo sem eölilegt má teljast i samsteypu- stjórnum, heldur hafa þeir oröiö aö varpa öllum helstu stefnumál- um sinum fyrir róöa til þess aö bjarga auövaldsbúinu fyrir horn. Þvi rekstur auðvaldsbúsins breytist ekki viö þaö, aö skipt sé um ráðamenn. Og þessi sannindi þekkja allir góöir sósfalistar. Efnahagsvandi auövaldsskipulagsins veröur ekki leysturfalmanna þágu/iema meö eölisbreytíngu á gerö þjóöfélags- ins. öll önnur úrræöi eru hrossa- lækningar, sem aldrei duga til langframa. Höfuöástæöan íyrir þessari öfughneigöu greiöasemi vinstri- manna viö auövaldiö er helst sú, aö þeir hafa ekki aöeins viljaö fara aöra leiö til sósialisma en kreppukommamir vilduhér á ár- um áöur, heldur hafa þeir einnig misst sjónar á stefnumarki sinu. Þaö, sem helst olli væringum milli kommúnista og jafnaöar- manna hér i árdaga, var sá ágreiningur, hvaða leið skyidi farin til sósialisma. Kommúnistar kröföust umsvifa- lausrar byltingar, kollsteypu kapitaliskra þjóöfélagshátta tafarlaust. Kratar vildu heldur ganga þingræöisleiöina til sósialisma. Þannig uröu kosn- ingar kjarabarátta. Siöan hefur mikiö vatn runniö til sjávar. Kratar hafa nú gefist upp á stéttabaráttunni, snúiö baki viö byltingunni, en láta sér nægja aö sniöa verstu agnúana af kapital- ismanum. Og kommúnistarnir gömlu em orönir samkvæmis- hæfir i þingsölum borgarastéttar- innar. Einnig þeir hafa stungiö byltingarhugsjóninni undir ráö- herrastól. Ný vinstri sókn gegn leiftursókn Þannig sér enn ekki fyrir end- ann á hægrigöngu vinstrimanna á íslandi. Þvi er þaö alrangt, sem félagi ráðherra, Svavar Gestsson, hefur haldiö fram opinberlega — þremenningunum til forláts — að frá þvi kosiö var til alþingis vorið 1978, hafi verið sðtt fram til .félagslegra viöhorfa”, eins og ráðherrann orðaöi þaö. Sannleik: urinn er hinsvegar sá, aö stjórn- málaþróun siöustu áratuga hefur ekki auðkennst af vinstri sókn, heldur vinstri vörn og vinstra undanhaldi. Þessi staöreynd er þvi uggvænlegri sem hitt er aö veröa bersýnilegra, aö dagar kratiska velferöarrikisins munu sennvera taldir. Hagvöxtur hefur farið ört þverrandi i iönrikjum Vesturlanda, atvinnuleysi stór- aukist og auölindir á þrotum. Og almenningi og stjórnmáramönn- um er að veröa ljóst, aö ihalds- úrræöin gömlu duga ekki lengur. Og þau duga ekki fremur i hönd- um sósialista en annarra. Velferöarævintýri kratanna er brátt á enda runnið. Enda hafa þeir viöast hvar horfiö frá hefbundinni umbótastefiiu sinni og em þess nú albúnir aö taka upp hægrisinnaöa samdráttar- og niöurskuröarstefnu. En ihaldiö sjálft er nú grimulausara en nokkm sinni fyrr og stendur á leiftursóknaráformum sinum fastar en fótunum, eins og trúar- játningu, enda þótt almenningur hafi I siðustu kosningum af dráttarlaust hafnað herstjórnar- list hægrimanna. A þessu má vera ljóst, aö viö auknar viösjár i þjóöfélaginu dugar engin „vinstri miöja” að stil framsóknarmanna. ducar engin „söguleg skyldurækni” viö þingræöisskipulagiö aö hætti Gunnars Thoroddsens. Nú er mál að hægrigöngu vinstrimanna á Islandi linni. Snúa veröur vörn i sókn, sókn tíl sósialisma eftir leiöum stéttabaráttu — nýja vinstri sókn. Metnaöur sósialista er ekki sá, aö geta stjórnaö auövaldsbúinu betur en ihaldiö, heldur hitt aö bylta þvi. Góður og gegn sósialisti, sem ekki hefur tapaö áttum og gengiö i heiönaberg hægrivillunnar, hefur skilgreint núverandi rikisstjórn sem biöstööustjórn. Þaö er biöstaöa I islenskum stjórn- málum, vopnahlé, en engar sögu- legar sættir. Svavar Gestsson ráöherra segir sig sitja i „stöðvunarstjórn á kauplæKK- unaröflin”. Þaö er beöiö eftir næsta leik i valdatafli islenskra stórnmála. Loft er lævi blandiö, sósislistar standa ánalegir meö hendur i vösum og biöa þess eins sem veröa vill. A meöan safnar auöstéttin og sporgöngumenn hennar á Alþingi i sig veörinu. Áhugaliö alþýðunnar Nú er von, aö menn spyrji: Hversu lengi hyggjast sósialistar gegna hlutverki hómópatans i islenskum stjórnmálum? Svo mikiö er vlst, aö undir núverandi kringumstæöum veröur ekki horft öllu lengur upp á aögeröar- leysi vinstrimanna. Nú er komiö aö skuldaskilum viö kratismann. Nú verður aö spyrna viö fótum ef Alþýöubandaíaginu á ekki aö miöaenn lengra i hægriátt. Þess- vegna hefur hópur félaga i Alþýöubandalaginu séö nauösyn þess, aö stofnuö veröi ný samtök sameignarmanna — Ahugaliö alþýðunnar -,er aö stuöli radikaliseringu Alþýöubanda- iagsins. Þaö er hald áhugaliös- manna, aö stöðu Alþýöubanda- lagsins i dag megi llkja við stööu Alþýöuflokksins i árdaga — áöur hann klofnaði. Þá þótti góöum sameignarmönnum eins og ölafi sáluga Friörikssyni, Hendriki Ottóssyni o.fl. ástæöa til aö stofna meö sér Áhugalið alþýöunnar I þvi skyni aö efla meö neöan- jaröarstarfsemi afdráttarlausa vinstristefnu i Alþýöuflokknum. Þvi miöur mættu þessir dánu- menn fádæma skilningsleysi, of- stæki og fordild flokksforyst- unnar þá, svo leiöir skildu meö krötum og kommum og Alþýöu- flokkurinn klofnaöi. Þaö er von áhugaliösmanna úr Alþýöu- bandalagi i' dag.sem orönir eru langþreyttir á afsláttarstefnu flokksins aö svo þurfi ekki aö fara nú. Tilgangurinn meö stofnun Ahugaliösins erhelst sá, aðbenda sósialistum á þá geigvænlegu hættu, sem aö þeim steöjar af þátttöku þeirra i borgaralegum rikisstjórnum. Hættan er nefni- lega sú, aö þeir tapi áttum, missi sjónar á stefnunni — gleymi erindi sinu á vettvangi stjórn- málanna. Ahugaliö alþýöunnar er andófssamtök, sem risa munu öndverö gegn vaxandi hægri- hneigö Alþýöubandalagsins, sporna gegn undanhaldi vinstri sjónarmiöa, en glæöa baráttuhug flokksmanna til kröftugrar vinstri sóknar i islenskum þjóö- málum. Ahugaliöiö er afleiöing áratuga vinstri vonbrigöa, beisk- ur ávöxtur vinstri óánægju innan raöa Alþýöubandalagsmanna, þrúgur reiöinnar. Og til þess aö hrinda ætlunarverki sinu, radikaliseringu Alþýöubanda- lagsins, i framkvæmd, munu áhugaliösmenn neyta allra tiltækra ráöa. A það veröur látið reyna til hins ýtrasta, hvort af- vegaleiddflokksforystan sjái ekki aöséri'réttan tima og taki sinna- skiptum. Sýni hún hinsvegar óbilgirni, munu áhugaliösmenn finna sig knúna meö hag vinstri- stefnu á Islandi fyrir sjónum aö safna glóöum elds aö höföi henni. Freiburg i haustmánuði 1980 Reinald Brauner.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.