Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Forseta- kosningar í Frakklandi á næsta ári: Franski sósíalista- flokkurinn mun í janúar næstkomandi taka afstööu í máli sem veröur afdrifa- ríkt fyrir franska vinstri- hreyfingu. Formaður flokksins og höfuðsmiður/ Francois Mitterand, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér í forsetaframboð gegn Giscard d'Estaing á næsta ári. Þetta kemur á óvart, því að Mitterand Mitterand stendur betur að vfgi í fiokknum, en Rocard meðal kjósenda. af erlendum vettvangi Mitterand vill nú reyna í 3. skiptið hefur þegar gert tvær atrennur að forsetaem- bættinu án árangurs og menn töldu að hann leyfði nú yngri manni, Michel Rocard, að spreyta sig. Rocard hefur lýst því yfir að hann vilji ekki veikja forseta- framboð sósialista meö þvi að keppa við Mitterand og hætti þvi við framboð sitt. Þó kann að vera að til hans verði leitaö ef að Sósialistaflokkurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hann vilji ekki að Mitterand reyni i þriöja sinn. Möguleikaí Rocards Visbendingar frá kjósendum benda til þess, að Rocard sé sigurstranglegri en Mitterand. Samkvæmt skoðanakönnunum mundi Mitterand fá 19% atkvæða i fyrstu umferð og 41% I annarri umferð gegn Giscard, sem fengi fyrst 34% og sigraði siðan i seinni lotu með 59% atkvæða. Rocard mundi aftur á móti ná 25% at- kvæöa i fyrru lotu gegn 30% Giscards og hann fengi 49% at- kvæða i seinni lotu gegn 51% at- kvæöa forsetans sem nú er. Þar með væri oröið svo mjótt á mun- um, að sigurmöguleikar Rocard væru alveg raunverulegir. Þessi er staöan meðal kjós- enda, en samkvæmt atkvæða- greiðslum á þingi sósialista i Metz I fyrra er Mitterand svo all- miklu sterkari I flokknum. Stefna hans I málum vinstrisinna naut þar fylgis 47% fulltrúa, og hann getureinnig reitt sig á vinstriarm flokksins, CERES, sem átti um 15% fulltrúanna. Stefna Rocard naut fylgis rösklega 20% þeirra sem á þinginu sátu. Vinstrí samvinna Hér skal minnt á það, aö i Frakklandi er kosið i tveim um- ferðum bæöi til þings og i forseta- kosningum. Fyrri umferö er eins- konar liðskönnun helstu pólitlsku afla þvi aö enginn nær kjöri i fyrstu umferð nema sá sem fær hreinan meirihluta. 1 seinni um- ferð er svo kosiö aðeins um tvo frambjóðendur. Þessi kosninga- tilhögun varö m.a. mjög til þess aðfá kommúnista og sósialista til að gera með sér kosningabanda- lag og þá sameiginlega stefnu- skrá, þvl ef þeir ekkivikjuhvorir fyrir öðrum i seinni umferð þing- kosninga og styddu báðir sósialista til forsetakjörs, þá væru þeir dæmdir til að hafa miklu minna styrk á þingi en fylgi þeirra sagöi til um. En þegar á daginn kom, að þetta vinstra- bandalag var I reynd hagstæðara sóslalistum, sem voru i slöustu kosningum komnir velyfir þau ca 20% atkvæða sem kommúnistar hafa aö jafnaði getað reiknað með I Frakklandi, þá ákvað forysta kommúnistaflokksins að taka upp ýmislega óbilgjarna körfugerð gagnvart sóslalistum, sem svo réöi miklu um að sigurmöguleik- ar vinstri blakkarínnar runnu út i sandinn i forsetakosningunum 1974. Tvær línur Þrátt fyrir þetta hefur Mitter- and enn þá stefnu, að „andspænis þeim hægriöflum sem standa sameinuð á bak við Giscard” sjái hann ekki annað svar en aö reyna áfram einskonar vinstribanda- lag, þótt bitur reynsla fyrri ára bjóöi, að þar verði öðruvisi á mál- um haldið. Hann mun, ef til fram- boðs hans kemur, reyna I rikari mæli en áður að leggja áherslu á þann mun sem er á sóslalistum og kommúnistaflokknum. En um leiö vill hann að þvi er varðar þjóðnýtingar á nokkrum stór- fyrirtækjum og fleiri mál, negla sósialistaflokkinn niður það nálægt kommúnistaflokknum, að foringjum þess flokks gefist ekki smuga á að saka sósialista um undanlátssemi og svik við sósial- ísmann. Michel Rocard hefur hinsvegar lagt áherslu á það, að vonlltið sé aö endurvekja til lífs það vinstra- samstarf, sem beið ósigur 1974. Hans stefna hefur veriö sú, að reyna aö laða aö sér kjósendur frá miöju, sem óttinn við vinstra- bandalagið hefur hingað til neglt upp viö hægriblökkina I franskri pólitik. Þær skoðanakannanir sem fyrr voru nefndar benda til þess, að hann hefði haft verulega möguleika á sllkri atkvæöa- smölun. En ef aukaþing Sósial- istaflokksins tekur tilboði Mitter. ands I janúar, þá mun ekki á það reyna aö þessu sinni. / Ovissa En meöan eftir þvi er beöið sýna allir kurteisi: Rocard dregur sig I hlé, Mitterand biður liösmenn sina aö stinga hvern annan ekki meö þyrnum rósar- innar sem er merki flokksins. Það eru ekki öll kurl komin til grafar I foringjamálum franskra sósial- ista — það er meira að segja lik- legt, að kommúnistar og stuön- ingsmenn þeirra vilji, þrátt fyrir miöjufiskirl Rocards, frekar reyna aö efla hann til forseta, en að tölta I þriöja sinn inn i kjör- klefann á eftir Mitterand. áb tók saman. fij LANDSVIRKJIIH ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð- um i byggingu undirstaða o.fl. fyrir hluta af 220 kV háspennulinu, Hrauneyjafoss — Brennimelur (Hrauneyjafosslina 1), i samræmi við Útboðsgögn 423A. Verkinu er skipt i tvo hluta sem samtals ná yfir 61 km með 177 turnstæðum. Verklok fyrir báða hlutana er 1. nóvember 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik, frá og með 17. nóv. 1980, gegn óafturkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 30.000. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 11.00 föstudaginn 19. desember 1980, en þá verða þau opnuð i viðurvist bjóðenda. _____________________________ I Við tilkynnum aðsetursskipti og nýtt símanúmer: 8 59 55 Mco stórbættri aðstöðugetuiri við txxðið stórbætta þjónustu,því cnn höíum við harösníuö lió,scm brcgóur skjótt vio ! Nú Parf enginn aö bíða lengi eftir viðgeröamanninum. bú hrinair og hann er kominn innan skamms. Einnig önnumst við nýlagnir og gerum tilboð. ef óskao er. • • • RAFAJFL W Iramleiðslusamvinnu- félag iönaðarmanna SMIÐSHÖFÐA 6 - SfMI: 8 59 55 Tunglstöðin ALPHA Spennandi og skemmtileg ævintýramynd. Hvað geríst þegar tunglið springur og tekur á rás út i geiminn, — hvaða dularfullu kraftar eru að verki, og hversvegna? Martin Landau og Barbara Bain. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Frá Heilsugæslustöð ■tj Kópavogs Hjúkrunarfræðlngar óskasti heimahjúkrun frá 1. jan. til 1. júni 1981. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra i sima 40400. Fóstrur athugið Fóstra óskast á Dagheimilið Sunnuborg nú þegar. Upplýsingar hjá forstöðumanni i sima 36385.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.