Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. nóvember 1980 Kærleiksheimilið Viðtalið Menning og skríti- legheit Einhver hefur litað á handlegginn á þessum manni. ■ ja. Gætið heyrnar- innar er svín eiga í hlut Þaö eru fleiri en hljómsveit- irnar okkar, sem skaöleg áhrif geta haft á heyrn manna. Þeir eiga þaö til aö vera æöi hávaöa- samir „hljómleikarnir” á svfnabúunum og þaö jafnvel svo, að þeir, sem þar vinna, geta átt á hættu aö heyrn þeirra skeröist verulega eöa aö þeir missi hana jafnvel alveg, aö þvi er rannsóknir, sem á þessu hafa veriö geröar.sýna. Nú er þaö kunnugt, aö hávaöi á vinnustaö má ekki fara yfir 90 desibel,en i svinahúsi, þar sem haföar voru 120 gyltur og fóör- aröar ávenjulegan hátt.mældu rannsóknarmenn 112 desibela hávaöa. baö er svona rétt eins og þegar ræstir eru þotuhreyfl- ar. Heppilegra sýnist þvi aö gleyma ekki eyrnahlifunum, þegar fariö er i svinahúsin. — mhg Molar Málstaður ,,Er sósialisminn draumur? Hann er ekki draumur, heldur málstaöur,- menn og konur hafa dáiö fyrir hann, ekki fyrr á öld- um, heldur á okkar timum; þau eru i fangelsum fyrir hann, þræla i námum, eru I útlegö, veröaöreigarvegna hans; trúöu mér, þegar menn þola slikt vegna drauma, þá rætast þeir aö sföustu.” William Morris LJss þaö er enginn vandi aö ferðast. Sá sem stillir sig um það á hverjum degi aö hringja til Akureyrar getur fariö til ítallu næsta sumar fyrir þaö sem hann sparar. — Ég verö aö segja þaö eins og er, aö mér leiðist alltaf þegar ég heyri talaö um klúbba. Viö eigum þó nafn I staðinn fyrir þetta enska eöa ameriska orö, sem sagtfélag. Þaö þætti skrltiö ef viö færum aö kalla verkalýös- félögin, slysavarnafélögin, kvenfélögin og fleiri ágæt félög klúbba. Svo mælti Magnús frá Hafnarnesi siöast þegar viö tók- um meö okkur tal. — Hvaöa klúbbatal er þetta i þér, naf.ni? — Jú, hér i Eyjum hafa tekiö til starfa tveir nýgræöingar, sem hafa menningu og list aö markmiöi, ljósmynda- og myndlistarfélög, og þvi skyldu þau heita klúbbar? Þetta er góöra gjaldia vertog vonandi veröa þessir nýgræöingar, sem •reyndar eiga sér langan aödraganda, aö sterkum meiöi, sem gnæfa munu upp úr arfareitum ómenningar, sem reynir aö kæfa allt jákvætt i fæöingunni. — Og fleiri félög? — Jú, hér hefur einnig veriö stofnaö sögufélag,en litiö hefur þaö látiö aö sér kveöa, enn sem komiö er. Svo heyröi ég ávæning af þvi aö stofnaö heföi veriö skálda- og ritlistarfélag. Þaö viröist hafa sofnaö svefninum langa, þótt ekki hafi ég heyrt getiö um útför þess né kistu- lagningu, þvi siöur erfidrykkju. Kannski er þaö einhversstaöar aö velkjast i úthafi kerfisins biöandi eftir björgunarmönn- um, sem þvi miöur pukrast hver i sinu horni, — ég ekki undan- skilinn —, eins og mýs yfir ost- bita. Þaö hefur lengi veriö draumur minn aö hér mætti fæöast ritlistarfélag, þar sem viö, mýsnar yfir ostbitanum, gætum átt skjól, hist og boriö saman bækur okkar. — Væri ekki tilvaliö aö slikt félag gæfi út timarit? — Jú, auövitaö ætti aö gefa hér út bókmennta- og lista- timarit, þar sem allir gætu tjáö sig, ekki bara listamenn i ýms- um greinum, heldur einnig alþýöufólkiö, sem nú vinnur myrkranna á milli á meöan Heródesar og Pilatusar deila um kjör þess, fleytandi rjómann ofan af tertunni. Þetta mætti vera ársfjóröungsrit i liku broti og Blik Þorsteins Viglundsson- ar. Meö ofurlitlu af auglýsing- um og einhverjum markaöi á „fasta” landinu ætti þaö aö geta boriö sig. Hér er margt afi prýöilega ritfæru fólki og ég hef grun um aö fleiri föndri viö ljóöa- og sagnagerö en almennt er vitaö um. — Svo þú óttast ekki efnis- skortinn? , — Onei, og þó skal ég segja þér, að þaö læöist stundum að mér sá skuggalegi grunur, aö fólk sé hrætt viö aö veröa kallaö skritiö, ef þaö opnar sig. Ég hef veriö kallaöur skritinn og er þaö enn. Ég tók þaö nærri mér fyrst en er farinn aö venjast þvi. Ég veit vel, aö minn hugsunarhátt- ur er frábrugöinn þvi sem gerist um ýmsa aöra. Ég er ánægöur meö þann árangur, sem ég hefi náö á þeirri þyrnibraut sem ég valdi mér ungur, ánægöur meö aö vera kallaöur skritinn. Þaö er annars undarleg árátta aö lita á flesta listsköpun og þá ekki sist bókmenntir sem geggjun. Margir andans menn veraldarinnar voru álitnir geggjaöir, kannski voru sumir þaö eöa uröu vegna skilnings- leysis samtimans. En mér er spurn: Hvar værum við stödd ef verk þeirra heföu ekki orðiö til? Ef Ofullgeröa sinfónian heföi ekki orðiö til, Lilja Eysteins, Islendingasögurnar, verk Picassos, Kjarvals, Þðrbergs, Kiljans, svo fátt eitt sé nefnt? Við værum molbúar, steinald- armenn. Vertu blessaöur, nafni. — mhg < P -I o Ég viröist hafa vakið einskonar viöskiptalega samúö kennarans Þvi betur sem hún kynnisti mér, þvi meiri afslátt fæ ég'J I einkunnabókina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.