Þjóðviljinn - 18.11.1980, Page 6
6 SIDA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 18. nóvember 1980
Félagsbú leystu
margan vanda
Stuðningur
þingmanna úr
öllum flokkum
við tillögu
Þorbjargar á Hala
um ejlingu
félagsbúa i
sveitum
þingsjá
Þorbjtirg Arnórsdóttir vara-
þingmaður iagði (ram, á meðan
hún sat á þingi fyrr i haust, tillögu
um félagsbú i sveitum og aðstoð
við það búskaparform. Það kom i
hiut Helga Seljans að mæla
fyrir- tillögunni. Við umræður kom
i ljós ánægjuleg samstaða al-
þingismanna um meginefni til-
lögunnar, og áttu þar hlut að máii
þingmenn allra flokka.
Tillagan hljóðar svo: „Alþingi
ályktar aö skora á rikisstjórnina
að hlutast til um aö sett verði I
löggjöf fyllri ákvæði um félagsbú,
hvað varöar hagstæða lánafyrir-
greiðslu og aðra tiltæka aðstoð,
sem gæti oröið hvati þess að þetta
búskaparform yrði tekið upp i
rikari mæli”.
1 rökstuðningi með tillögunni
segir m.a.: Markmið flutnings-
manns með tillögunni er , að I
löggjöf veröi sett ákvæði er
stuölaö gæti að eflingu félagsbú-
skapar hér á landi i framtiðinni.
Kostir þess búskaparforms eru
ótviræðir frá rekstrarlegu, þjóð-
hagslegu og almennu félagslegu
sjónarmiði. Einyrkjabúskapur
sem er algengur viða um land
hefur óneitanlega i för meö sér
vissa ókosti sem beint eða óbeint
rýra kjör bændastéttarinnar ef
tekiö er mið af kjörum annarra
starfsstétta i landinu. A það eink-
um við takmarkaöa möguleika
sveitafólks á fridögum, svo og
takmarkaöa möguleika á orlofi,
mikið vinnuálag, einkum tima-
bundiö, og einnig timabundna
erfiðleika sem geta steðjað að
sökum veikinda.
Hvers konar samvinna og sam-
þætting i landbúnaöi gæti stuðlað
að hagkvæmari rekstri, meiri
möguleikum á verkaskiptingu,
fjölbreyttari framleiðslu og mun
þægilegri aðstöðu þess fólks er
við landbúnað starfa. Á þaö má
einnig benda að rekstur félagsbúa
hefur beint þjóöhagslegt gildi þar
sem um verulegan sparnaö getur
verið að ræða i innkaupum á inn-
fluttum tæknibúnaði sem nauö-
synlegur er við landbúnaðar-
framleiðsluna.
Aöeins 20 löggilt
félagsbú
Fram til þessa hefur nær eng-
inn hvati verið frá hinu opinbera
til stofnunarfélagsbúa, en jafnvel
frekar veriö hvatt til tvíbýlis- eða
fjöibýlisbúa sem eftir sem áður
eru sjálfstæðar rekstrareiningar.
Nú munu aðeins um 20 löggilt
félagsbú i landinu, en u.þ.b. 700
tvíbýlis- eða fjöibýlisbú. Áhrif
kvótakerfisins ætti að vera hvati
til stofnunar félagsbúa og má
segja að þar væri um eðlilega
hagræðingu að ræða í tengslum
við framkvæmd þess. En meö
tilliti til þeirrar hagkvæmni sem
rekstur félagsbúa gæti haft i för
með sér væri eðlilegt að þau nytu
einhverra fleiri ivilnana sem
mundu þá jafnframt verka sem
stefnumarkandi ákvæði af hálfu
hins opinbera. Greiðasta leiðin til
stefnumörkunar á þvi sviði er aö
stuöla að hagkvæmari stofnlán-
um eða viöbótarlánum til félags-
búa og gæti það átt við um lán til
byggingarframkvæmda, vél-
væðingar, ræktunarframkvæmda
o.f 1.. Einnig gæti slík fyrir-
greiðsla veriö i formi hærri
styrkja eða viöbótarstyrkja til
félagsbúa. Ýmsar aðrar aðgerðir
gætu komiö til greina, ekki hvað
sist i nánum tengslum við stefnu-
markandi ákvæði sem sett væru
af hinu opinbera og við ættu
hverju sinni.
Ódýrari
búrekstur
Arni Gunnarsson þingmaöur
Alþýöuflokksins tók fyrstur til
máls i umræðum um tillöguna:
Hér er á ferð ein af þeim tillögum,
sem gæti að mörgu leyti auö-
veldaö og gert minna úr þeim
vanda sem nú er viö að striða i is-
ienskum landbúnaði. Félagsbú-
um fylgja margir kostir, t.d. auk-
inn og betri nýting vélakosts, en
það er einhver alvarlegasti
þátturinn I rekstri I landbúnaði i
dag hversu laklega vélakostur er
nýttur, einfaldlega vegna þess að
þaö þarf að leggja mikla áherslu
á t.d. heyöflun stuttan tima á ári,
þegar vélakostur er þá notaður
skamman tima og fleira af þvi
tagi. Þarna kemur einnig fram
nýting, bætt nýting á húsrými,
m.a. ef um félagsbú er aö ræða.
Ég vil lika nefna annað atriöi sem
er ekki slður mikilvægast og þaö
er auðveldari stjórnun á fram-
leiöslu. Félagsbú af þvi tagi.sem
hér eru til umræðu, þau eru
stjórnunarlega miklu hagkvæm-
ari einingar I búrekstri. Og sann-
leikurinn er sá að ef þetta form
kæmist á I rlkara mæli heldur en
nú er hér á landi, þá er það min
eindregna skoðun að þarna væri
m.a. fundin leið til þess aö draga i
fyrsta lagi úr miklum kostnaði
við búrekstur og til þess að auö-
velda stjórnun á framleiðslu.
Ég skal rökstyöja þetta m.a.
með þvi að benda á það sem full-
trúar bænda hafa sjálfir sagt og
haldið fram aö stórbýlin væru að
mörgu leyti þau hagkvæmustu og
það ætti að stuöla að þvi að
stækka búin. A þennan hátt er það
gert, að vísu á öðrum grundvelli
heldur en búskapur er almennt
rekinn.
Auöveldari
kynslódaskipti
Steinþór Gestsson frá Hæli,
þingmaöur Sjáifstæðisflokksins,
kvaðst einnig vilja taka undir efni
tillögunnar: Ég tel það mikilvægt
að það séu sett einhver skýrari
ákvæði I lög einmitt um félagsbú.
Eg tel að reynslan af félagsbúum
hafi verið slik I Islenskum land-
búnaöiaö þáð sé til hagræðis i bú-
skapnum og það sé til vinnuléttis
fyrirþá aðila sem aö félagsbúum
standa.
Mér er það ljóst að vegna þess
að vantaö hefur i lög ákvæði sem
eru greinileg um félagsbúin, þá
hafa menn, sem annars hefðu
kannske snúiö sér að þvi aö
mynda félagsbú, farið fram á
styrkingu jarða og tvíbýlisaö-
stöðu, sem ég tel I flestum atrið-
um vera óþægilegra rekstrar-
form heldur en hitt sem er félags-
búið. Auk þess tel ég rétt aö benda
á þaö að einmitt þaö ef væri
búið að forma greinilega ákvæði
og reglur um félagsbú þá er það
sennilcga auöveldasta leiðin til
þess aö með auöveldum hætti geti
orðið kynslóðaskipti I ábúð á jörö-
unum.
Jón
Rétt að skoða
málið
Jón Helgason bóndi I Seglbúö-
um, þingmaður Framsóknar-
flokksins, sagöist vilja lýsa stuðn-
ingi slnum við efni tillögunnar.
Það hefur i búskap vitanlega
Nýting rikisjarða i þágu aldraðs sveitafólks:
Hagfelld, mannleg
og pjóðhagsleg lausn
Helgi Seljan fiutti nýlega fram-
sögu fyrir þingsályktunartiliögu
sem hann flytur ásamt Stefáni
Jónssyni og Skúla Alexanders-
syni um nýtingu rikisjaröa i þágu
aldraöra. Þar eð tillagan hefur
tvívegis áður veriö flutt, kvaöst
Helgi visa til ýtarlegrar fram-
sögu sem þá var haldin og skráö
er I þingtiðindum, en vildi nú
ieggja áherslu á nokkur megin-
atriöi.
Ástæða er til að leggja áherslu
á aö hér er um könnun aö ræða:
könnun á þeim möguleika aö nýta
rikisjarðir I nánd þéttbýlisstaða
með góða heilsugæsiuaðstöðu
sem dvalarheimili fyrir aldraða,
eöa festa kaup á jörðum i þessu
skyni.
Hugmyndin að þessu er meðal
annars komin frá þeim sem gerst
ættu að vita, þ.e. frá sveitafólki
sem hefur orðið að fara á dvalar-
heimili i þéttbýli, þvert gegn
innsta vilja sinum, af þvl að ekki
var um aðra kosti aö ræöa. Fólkiö
gat ekki lengur rekiö sjálfstæðan
erfiöan búskap, en þó hefðu enn
enst kraftar til þess að hafa smá-
búskap meö höndum. En fólkið
var rekiö I það að sitja að mestu
auöum höndum þó það vildi
leggja hönd á plóginn að ein-
hverri verðmætasköpun I þjóð-
félaginu, og þá eölilega helst
þeirri sem tengist llfsstarfi þess.
Hér þarf að kanna ýmsa þætti,
form, umhverfi, fyrirkomulag.
Sem betur fer er nú oröið algengt
að komið sé upp dvalarheimilum
með vinnuaðstöðu til endurhæf-
ingar og tómstundaiðju. Þessi
stefna er orðin alls ráðandi,
smáar einingar i staö stórra hæla.
Tengsl viö heilsugæsluaöstöðu
eru sjálfsögð og þess þarf að
gæta að- fjarlægðir séu ekki of
miklar. Kanna þarf hvort hægt er
aö nýta aðstöðu sem fyrir er, svo
sem húsakost.
Um þaö er að ræða, að aldraða
fólkið geti búið viö svipaðar að-
stæður og lifsstarf þess hefur
miðast við, en að sjáifsögðu með
þeirri aöstoö sem nauðsynlegt
reynist, bæöi varðandi vissa yfir-
stjórn, ráösmann eöa forstöðu-
manna. aðstoð varðandi véla-
Helgi Seljan
notkun, og ef meö þarf, einhverja
heimilishjálp.
Erlendis eru dæmi um svipuð
form, sem hafa þótt gefast vel, og
hlýtur könnunin að taka mið þar
af.
Aöalatriðið I málinu er, að
reynt sé aö leysa aö hluta vanda-
mál varðandi lifsvenjubreytingu
og hina snöggu röskun sem
verður á högum öllum, þegar
aldrað sveitafólk bregður búi. Ég
er þess fullviss, að bændur búa nú
lengur en vera skyldi á jörðum
slnum, vegna þess að þeir treysta
sér ekki til þess að hverfa frá llfs-
Framhald á bls. 9.
verið vlða samvinna enda þótt
þaö hafi ekki verið I föstu formi.
Þar er algengasta formið
fjölskyldubúskapurinn, og I þeim
búskap taka þátt allir sem vinnu-
færir eru i' fjölskyldunni. Og
algengustu kynslóðaskipti á
jörðum eru þau að það sé sonur
eða dóttir sem tekur við eftir að
vera búin að vinna að búskapnum
lengri eða skemmri tlma með
foreldrum slnum.
En það er vissulega rétt að
skoða það nákvæmlega hvemig
hægt er að greiða fyrir þessu
formi meö ákvæðum I löggjöf, þó
að það megi vitanlega llka vara
sig á þvi að binda ákvæði of stift i
lög.
Við lok umræöunnar þakkaði
framsögumaður, Heigi Seljan,
þær góðu undirtektir sem tillagan
fengi. Vissulega væri rétt að fara
varlega i að binda ákveðin atriði I
löggjöf um of, en hér þyrftu engu
siður að koma til lagaákvæði
hvetjandi til að þetta búskapar-
form yrði upp tekið. Astæður
þeirrar nauðsynjar hefði hann
áður rakið og þingmenn bætt öðr-
um við i umræðunum, m.a. varð-
andi kynslóðaskiptin, sem vissu-
lega eru ekki sista vandamál
sveitanna, eins og nú horfir.
Málinu var visað til umfjöll-
unar I atvinnumálanefnd sam-
einaös þings.
Markús
til björg-
unar
1 framsögu sinni fyrir
þingsályktunartillögu um björg-
unarnet Markúsar B. Þorgeirs-
sonar sagði Helgi Seljan meðal
annars:
Björgunarnet Markúsar, sem
reyndar hefur nú fengið nafnið
björgunarnetið Markús, hefur
vakið verðskuldaða athygli og
hlotið hina lofsamlegustu dóma.
Telja margir sem gerst til þekkja
I okkar björgunarmálum að hér
sé um að ræða ótvlræða framför
og gildi þessara neta sé mikið og
ótvirætt.
öryggi á vinnustöðum er nú
mjög til umræðu. Við höfum ný-
lega sett um það viöamikla lög-
gjöf hvernig að skuli staðið með
öryggi á vinnustöðum. Sjómanns-
vinnustaðurinn er á hafi úti við
misjafnar aðstæður og óbliöar á
stundum. Og þar má einskis láta
ófreistaö að öryggi og björgunar-
tæki séu sem allra best. Hversu
oft heyrist ekki hörmuieg frétt
um það aö skipverji hafi fallið út-
byrðis og þrátt fyrir ýtrustu við-
leitni hafi allar björgunartilraun-
ir reynst árangurslausar. Það er
einmitt skoöun margra, sem i
hvivetna má treysta að einmitt
við þessar aðstæöur komi björg-
unarnet Markúsar sannarlega að
notum tJr þvi þarf hins vegar að
fást skorið óyggjandi, svo gera
megi viðeigandi ráðstafanir
varðandi reglugerðarsetningu
um að björgunarnetin skuli vera
um borð I bátum og skipum ef
niðurstöður úttektar verða ótvi-
ræðnar i þá átt.
Hið sama gildir um öryggi á
hafnarsvæðum. Þar þarf einnig
að hyggja vel að hvert notagildi
björgunarnetanna gæti verið til
að ná mönnum úr sjó. Dómbærir
aðilar telja að visu á þvi engan
vafa. Hér er of mikiö i húfi til að
unntséaöskella viö skollaeyrum,
og tel ég að svo sterk rök hnigi að
þviað taka beri upp björgunamet
Markúsar að sjálfsagt sé áð
hreyfa málinu á þann veg sem til-
lagan segir til um. Þar hlýtur að
þurfa að koma til tafarlaus úttekt
þar sem svo margir viðurkenndir
aðilar telja löggildingu sjálf-
sagða.
Ég legg ekki út af fyrir sig neinn
dóm á það hvort um skilyrðis-
lausa lögleiöingu eigi að vera aö
ræða. Ég vil láta framkvæma á
þvi hlutlausa úttekt, þannig að af
séu tekin öll tvimæli um þetta, en
tillagan er einnig ákveðin I þá átt.