Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 12
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 18. nóvember 1980 Flugfreyjur hafa samið: Hluta- störf og launa- laus frí í vetur Deilu Flugfreyjufélagsins og Flugleiða h.f. lauk sl. laugardag meö samkomu- lagi sem er allsérstætt, en leysir þó mikinn vanda, eins og Jófriður Björnsdóttir for- maður Flugfreyjufélagsins sagði i gær. Samkomulagiö felur i sér að allar flugfreyjurnar sem sagt hafði veriö upp störfum frá 1. des. nk. eru ráðnar áfram. Þær eru 128. Af þeim munu 8 vera i launalausu frii til vors, en hinar 120 munu skipta með sér 73 störfum. Sumar flugfreyjur verða i 50% starfi, nokkrar veröa i hlutastarfi, hluti tekur sér launalaust fri um einhvern tima. Jófriöur sagði að i samn- ingum Flugfreyjufélagsins væriákvæöi um að þær'hefðu rétt á aö taka sér launalaust fri og margar hefðu óskað eftirþvi aö vera i hlutastarfi, þannig að þetta samkomulag kæmi sér vel fyrir margar flugfreyjur. Þess má geta að i launalausu frii halda flug- freyjur öllum félagslegum réttindum sinum og að þetta er i fyrsta sinn sem flug- freyjur vinna hálft starf hjá Flugleiðum. Allar þessar 128 flug- freyjur munu svo fá fullt starf að vori, ef starf Flug- leiða gengur samkvæmt áætlun þvi yfir sumariö er alltaf fjölgað i flugfreyjulið- inu. —S.dór. Bankamenn boða verk- \ fall 3. des Stjórn Sambands isl. bankamanna boðaði i gær til verkfalls félaga innan sam- bandsins frá og með 3. desember nk. hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tima. Þessi ákvörðun var tekin eftir fund sem stjórnin boöaöi til með varastjórn, sa mninganefnd banka- manna og formönnum aðildarfélaga sambandsins i gær. Sem kunnugt er felldu bankamenn samningsdrög þau er samninganefnd þeirra hafði undirritað með fyrirvara á dögunum. Var þá samþykkt að reyna að fá samninganefnd bankanna aftur aö samningaborði, en það hefur ekki tekist að þvi er segir i fréttatilkynningu SIB i gær. Föstudaginn 14. nóv. sl. var haldinn fundur sem rikissáttanefnd boöaöi til með þessum aöilum og kom þá i ljós, að samninganefnd bankanna haföi ekkert það fram aö færa sem orðið gæti til þess að samningar tækj- ust. Þvi gæti svo farið að bönkunum yrði lokað á jóla- föstu, skuldurum til óbland- innar gleði en lánþurfandi til ama. — S Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn hlaösins iþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- 81333 81348 greiðslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81663 Eldur kom upp I reykhúsi á Kvíabryggju sl.sunnudag og réöu heimamenn ekki við hann, og varð að kalla til slökkviliö Grundarfjarðar, sérstaklega vegna þess að heyhlööu sem er fast við reykhúsið var hætta búin. Slökkviliðinu gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu all-miklar á reykhúsinu. Fréttaritari Þjóövilj- ans á Grundarfirði tók meðfylgj- andi ljósmynd þegar verið var að ráða niðurlögum eldsins. — S.dór Heitt vatn finnst vestan Eyjafjaröar: 50 sekúndulítrar af 80° heitu vatni fást með dælingu úr nýnri borholu við Botnslaug Jaröborinn Narfi hefur að undanförnu verið við boranir viö Botnslaug I Hrafnagilshreppi I Eyjafirði. Þar hefur verið borað i þrjár vikur og fyrir hálfum mánuði opnaðist vatnsæð á 483 metra dýpi, sem gaf um 20 sekúndu litra af rúmlega 80 gráðu heitu sjálfrennandi vatni. Aðfara- nótt sl. laugardags kom borinn niður á aðra vatnsæð á rúmlega 800 metra dýpi, sem gefur helm- ingsaukningu. ,,Við fáum nú um 40 sekúndulilra sjálfrennsli úr þessari holu og hitastigið er 80—84 gráður”, sagði Vilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri á Akureyri i gær. Vilhelm sagði að þetta væru ánægjuleg tiðindi, þvi hingað til hefði öllu vatni fyrir Akureyrar- svæöið verið dælt upp austan megin fjaröarins. „Þetta er hins- vegar við vestanverðan fjörðinn og gefur visbendingu um að einnig megi finna vatn þar”, sagði hann. Holur þær sem áöur hafa verið boraðar á vesturbakk- anum hafa ekki gefið árangur fyrr en nú. Með dælingu má að öllum lik- indum ná þarna meira vatns- m.agni en fæst með sjálfrennsli og taldi Vilhelm að þannig gæti holan gefiö um eða yfir 50 litra á sekúndu. Hitaveituframkvæmdum á Akureyri og nágrenni miðar vel. Ekki verður lagt meira af dreifi- kerfinu i vetur, en stærsta verk- efni Hitaveitu Akureyrar nú er uppbygging kyndistöðvarinnar. „Þar hyggjumst við taka inn bak- rennslisvatnið sem við höfum til ráðstöfunar, hita það upp og skila þvi aftur inn i framrennslið og auka þar með framrennslis- vatnið”, sagði Vilhelm. A þetta væri lögð mikil áhersla og kyndi- stöðin kæmist að likindum i gagnið fyrir áranót. Þá er farið að siga verulega á seinni hlutann með lagnir fyrir dreifikerfið. — eös mjólk 7,8% minni en í fyrr M jólkurf ra mleiðslan hefur minnkað mjög siðari hluta þessa árs, aö þvi er Guömundur Stefánsson, fulltrúi hjá Fram- leiðsluráði sagði blaöinu. Fyrstu 10 mánuöi ársins nam innvegin mjólk nálega 93 1/2 milj. ltr. A sama tima I fyrra var mjólkin 101.375 milj. Itr. Samdrátturinn ncmur 8 milj. ltr. eöa 7,8%. Til septembcrloka nam samdráttur- inn 0,6% og hcfur hann þannig aukist I okt. — Og ég á frekar von á þvf aö enn dragi i sundur^ sagöi Guömundur Stefánsson. Ef litið er á haustmánuðina sér- staklega þá minnkaöi mjólkin i sept. um 8,2% en hrapaði siðan i okt. niöur i 19,2%. Þarna er þess aö gæta,aöi okt. kom hret svo kýrnar voru skyndilega teknar inn á gjöf en við þá snöggu breyt- ingu hefur nytin hrapað niður. Kjarnfóðurskatturinn hefur svo aftur átt verulegan þátt i minnk- andi mjólkurframleiðslu i sumar. Við spurðum Guðmund hvort þetta leiddi dcki til þess að flytja yrði mjólk og rjóma frá Noröur- landi til Reykjavikursvæðisins i vetur. — Að minnsta kosti rjóma, sagöi Guömundur, — þvi hann varö aö flytja i fyrra þótt mjólkin væri þá mun meiri sunnanlands enhúnernú. Umhvortþörf yröi á að flytja mjólk vildi Guömundur ekkert segja að svo stöddu. Hugsanlegt er að framleiðslan sunnanlands aukist á ný. Að sjálfsögöu má gera ráð fyrir minnkandi osta- og smjörfram- leiðslu. Og fyrstu 9 mánuði ársins minnkaði smjörframleiðslan um 300 tonn eða 24% . Hinsvegar jókst ostaframleiðslan um 7%. Stafar þetta af þvi, að meiri áhersla var lögð á ostana en smjöriö, enda hafa þeir selst betur og neysla þeirra eykst stööugt. Reikna má með litilli ostaframleiðslu næstu mánuöi, sem aftur dregur út úr- flutningsbótaþörf. Birgöir af smjöri eru nú um 600 tonn eða mun minni en þær hafa verið langa hríö. — mhg Prentarar samþykktu samkomulagiö: Kaup- hœkkun um 11% A félagsfundi i HtP, sem haldinn var í gærdag sam- þykktu prentarar samkomu- lag það, sem stjórn félagsins undirritaði með fyrirvara i gærmorgun eftir nærri 3ja sólarhringa samningafund. Samkomulagið var sam- þykkt með 137 atkvæðum gegn 30 en 11 seðlar voru auðir. Aðalatriði hins nýja sam- komulags er að kaup hækkar um 11 til 11,5%, mest hjá þeim sem lægst laun höfðu innan félagsins. NU stendur fyrir dyrum að sameina bókagerðarmenn i einu félagi um næstu áramót, og náðist samkomulag um ýmsar breytingar á kjara- samningum félaganna þriggja, sem miða aö þvi að samræma kjör manna i þessum þremur stéttum: prentara, bókbindara og grafiskra. Ólafur Emilsson formaður HtP sagðist vera sæmilega ánægöur með þetta sam- komulag, miðað við að ekki þurfti að koma til verkfalls. Hann sagði að menn gætu einnig spurt sem svo hvort hægt hefði verið að ná meiru fram með átökum. Slikt væri alltaf matsatriði, sem hver yrði að gera upp við sig. — S.dór Gervasoni-máliö: Væntum svars fyrir 2. des. segir Hrafn Bragason Gervasoni — Við höfðum samband við Amnesty Internationa! i London á sinum tima og báð- um um rannsókn þeirra á máli Gervasonis og hvaða afstöðu deildin hér á landi ætti að taka i málinu, sagði Hrafn Bragason borgar- dómari i samtali við biaðið i gær. Hann er formaður ts- landsdeildar samtakanna. Friðjón Þórðarson dóms- máiaráöherra hefur gefiö i skyn i fjölmiðlum að undan- förnu, aö hann muni visa Patrick Gervasoni úr landi 2. desember næstkomandi. — Við vitum ekki betur en að verið sé að kanna máliö i London, sagði Hrafn Braga- son, — og vonumst til að heyra frá þeim a.m.k. fyrir 2. desember. Hann sagði að Amnesty á Islandi væri nú fariö að lengja eftir svarinu og gerðár yrðu ráðstafanir tilaö reka á eftirað það bær- rir mánaðamót.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.