Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.11.1980, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 18. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 VIL Helgarskákmót Jóhanns Þóris Hörð toppbarátta Þeir skákmenn sem enst hafa til að tefla á helgarskákmótum Jóhanns Þóris Jónssonar, eru nú svo gott sem komnir hringinn i kringum landiö. Byrjaö var f Keflavik, siöan haldiö til Borgarness, tsafjarðar og Bolungarvfkur, Húsavikur, Akureyrar, Neskaupstaðar og loks til Vestmannaeyja, en þar var sjöunda mótiö haldiö um siðustu helgi. Þátttakendur voru alls 54, sem er þaö næstmesta i þessum mótum; aöeins Akureyri geröi betur meö eitthvaö i kringum 60 manns. Eyjamenn buöu upp á einhverjar bestu aöstæöur til keppni i skákmóti sem hægt er aö hugsa sér. Teflt var I skjannabjörtum sal I nýja safnahúsinu, innanum og samanviö dýrindis Kjarvals- málverk, alls kyns muni aöra, sem hafa mikiö meö sögu Eyjanna aö gera. Var á stund- um erfitt aö halda einbeitninni vakandi því hinir fornu munir höföu geypilegt aödráttarafl. Hvaö styrkleika keppenda viövikur þá var hann vel i meöallagi, þrir alþjóölegir titil- hafar tóku þátt,tslandsmeistar- inn Jóhann Hjartarson, Ingvar Asmundsson, sem nú tók þátt i fyrsta sinn, öllum til mikillar ánægju (nema kannski þeim sem hann aö velli lagöi) og svo auövitaö sjálfur meistarinn, Benóný Benediktsson, sem aö vanda hafði ýmislegt til málanna aö leggja. Eins og ávallt var keppnin um efsta sætiö æði hörö og spenn- andi og réöust úrslit ekki fyrr en i siöustu umferö. Greinar- höfundur var svo ólánsamur aö bera sigur úr býtum, sem gerir allar útskýringar á gangi mála eilitiö erfiöar, en efstu menn uröu þessir: 1. Helgi ólafsson 5 1/2 v. 2.—3. Ingvar Asmundsson og Benedikt Jónasson. 4.—9. Jón L. Arnason, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Asgeir Þ. Arnason og Sævar Bjarnason. Frammistaöa Benedikts Jónassonarvakti mikla athygli, en hann tefldi af bæöi hörku og dirfsku allt mótið út. Kvenna- verölaunin gengu til Sigur- laugar Friöþjófsdóttur er hlaut 4 vinninga, sem er aldeilis frábær árangur. Henni fleygir fram á skáksviöinu þessa dagana. Siöasta umferöin er jafnan geysispennandi i mótum sem þessum og svo var einnig nú. Staöan fyrir hana var þessi: 1.- 3. Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Helgi ólafsson allir meö 4 1/2 vinning. 4.-7. Ingvar Asmundsson, Benedikt Jónasson, Guömundur Búason og Kári Sólmundarson. Úrslitin á efstu boröunum uröu þau aö greinarhöfundur vann Margeir Pétursson, Ingvar Asmundsson vann Johann Hjartarson, Bene- dikt Jónasson vann Guðmund Búasonog Jón L. Arnason vann Kára Sólmundarson. Crslita- skákin um efsta sætiö gekk þannig fyrir sig. Hvitt: Helgi ólafsson Svart: Margeir Pétursson Slavnesk vöm 1. d4-d5 14. Re2-a5 2. c4-c6 15. e4-R5f6 3. Rc3-Rf6 16. Be-3-0-0 4. Rf3-dxc4 17. h4-h5 5. a4-Bf5 18. g5-Re8 6. e3-e6 19. Rgf4-Dc7 7. Bxc4-Bb4 20. Rxg6-fxg6 8. 0-0-Rbd7 21. Bxe6+-Kh7 9. Rh4-Bg4 22. f4-Had8 10. f3-Bh5 23. f5-gxf5 11. g4-Rd5 24. exf5-c5 12. Rg2-Bg6 25. Bf4-Rd6 13. Db3-Db6 26- Df3 Athugasemd Hafnarfiröi 13.11. 1980. 1 tilefni af mjög villandi rammagrein á forsiöu dagblaðs yðar 12.11.1980 undirritaðri AI og þar sem ég er þess fullviss að blað yðar vill heldur hafa það er sann- ara reynist fer ég fram á að þér birtið eftirfarandi: Það er alrangt að meirihluti heilbrigðisráös Hafnarfjarðar beri einhvern slæman hug til mengunarvarna bæjarins. Það bera margir fyrri ályktanir og niðurstöður ráösins vitni um. A umræddum fundi 11. nóvember s.l. kusum við i meirihluta að at- huga nánar alla málavexti varð- andi atvik það er skeði aðfarar- nótt mánudags hjá'Lýsi og Mjöl hf., þar eð fyrir lá að fyrirskipuð var lögreglurannsókn i málinu. Ennfremur lágu ekki fyrir ýmsar upplýsingar varðandi málefni Lýsi og Mjöl hf. er ráðið hafði fal- iö heilbrigðisfulltrúa og fulltrúa Alþýðuflokksins i ráöinu aö afla þann 25. mars 1980. Meðan svo var og með tilvisun til eftirfar- andi bókunar er fram kom frá meirihlutanum á fundinum töld- um við óráð að flana að nokkru i þessu annars viðkvæma máli. Fyrrnefnd bókun var svohljóð- andi: „Með tilvisun til fundar- gerðar þann 25. mars sl. um mál efniLýsiogMjölhf. leggurráðið til að endanlegri ákvörðun varð- andi lokun fyrirtækisins verði frestað til næsta fundar þann 25. nóvember n.k. Fram að þeim fundi heimilar ráðið heilbrigðis- fulltrúa að stöðva rekstur fyrir- tækisins fyrirvaralaust ef sam- bærilegt ástand skapast og átti sér stað 8,—10. þ.m.” Meö kærri kveðju og fyrirfram þökk, isleifur Bergsteinsson. Athugasemd blaðamanns: Ekki verður á það fallist að frétt Þjóðviljans þann 12.11. s.l. hafi verið „mjög villandi” eins og fram kemur i athugasemdinni hér að ofan. 1 fréttinni var greint frá þvi hvernig verksmiðja Lýsis og Mjöls hf. jós grúti ogmjöli yfir bæinn aðfararnótt mánudagsins og hafa önnur dagblöð staðfest þessa frétt Þjóðviljans og m.a. birt myndir af óþrifnaðinum. t fréttinni var einnig frá þvi greint að meirihluti heilbrigðisráðs Hafnarf jarðar felldi tillögu minnihlutans (Alþýðubandags og Alþýöuflokks) um að verksmiðj- unni skyldi lokað nema hreinsunarbúnaður væri i full- komnu lagi. Staðfesti Isleifur Bergsteinsson að þetta væri rétt i samtali við undirritaða. Um hug meirihlutans til mengunarvarna eru skiptar skoðanir, en verk- smiðjan hefur sem kunnugt er verið starfrækt i nokkur ár án starfsleyfis. Skoðun undirritaðrar á þvi atriði hefur ekki breyst þó meirihlutinn hafi nú heimilað heilbrigðisfulltrúa að stöðva reksturinn fyrirvaralaust ef verksmiðjan færi aftur að spúa grúti og mjöli yfir bæjarbúa. Finnst vist flestum að ekki ætti að þurfa að leita heimildar til slikra ráðstafana, en einmitt i skjóli þessa slaka eftirlits hlýtur verk- smiðjustjóri Lýsis og Mjöls að hafa haldið áfram að keyra véíarnar þar til simalinur voru orðnar glóandi vegna viðbragða ibúanna I næsta nágrenni. —AI Vinstrí andstaðan í verkalýðshreyfingunni Ráðstefna 22. og 23. nóvember kl. 14—18 báða daga i Sóknarsalnum, Freyjugötu 27. Dagskrá: Þróun og starfshættir verkalýðssamtakanna, Árni Sverrisson reifar málið ASi-þingið. Guðmundur Hallvarðsson vekur máls á tillögum sem fyrir þvi liggja. Framtiðarstarf andstöðunnar, frummælandi Valur Valsson. Nánari upplýsingar er hægt aö fá hjá: Guðmundi Hallvarðssyni i s. 77114, Rúnari Sveinbjörnssyni i s. 18407, Jósef Kristjánssyni i s. 76924 og Þorláki Kristinssyni, i s. 21360. Allt baráttufólk velkomið Undirbúnin gshópurinn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur verður haldinn þriöjudaginn 18. nóv. kl. 21.00 aö Kveldúlfsgötu 25 niöri. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Málefni Alþýöubandalagsins: Rikharö Brynjólfsson formaöur kjördæmisráös. 3. önnur má. Fulltrúar á landsfund eru sérstaklega hvattir til aö mæta á fundinn. Stjórnin. Brynjóifsson. Rikharöur Orðsending til formanna flokksfélaga Vinsamlegast skiliö kjörbréfum á skrifstofu flokksins áöur en lands- fundur hefst og geriö upp skattinn til miöstjórnar til þess aö létta störf- in viö opnun fundarins á fimmtudag. — Framkvæmdastjóri Til félagsmanna i Alþýðubandalaginu i Reykjavik. Enn er þaö allt of algengt aö félagsmenn hafi ekkigreitt útsend félags- gjöld. Stjórn félagsins hvetur þvi þá sem enn skulda aö gera upp viö félagiö nú um mánaöamótin. og styöja meö þvi hina margþættu og nauösynlegu starfsemi félagsins. — Stjórn ABR. Landsfundarfulltrúar ABR Landsfundarfulltrúar ABR eru boöaöir til fundar þriöjudaginn 18. nóvember kl. 20. 30 aö Freyjugötu 27. Stjórn ABR Vísnakvöld Þaö veröur visnakvöld á Hótel Borg i kvöld og byrjar klukkan hálfniu. Sungið verður sitt litið af hverju og visnavinir leika viö hvern sinn fingur. —eös Helgi Seljan Framhald af bls. 6. starfi sinu og vegna þess aö þeir hafa ekki aðstööu til aö halda þvi áfram i smærra mæli. Þetta mál tengist atvinnumál- um aldraöra i heild, en athugun á þvi mun nú vera i fullum gangi. Er þá von um aö aðgeröir fylgi i kjölfariö, annaöhvort meö ákveö- inni löggjöf um atvinnumál aldr- aöra meö eöa þætti I löggjöf og meö skipulagðri framkvæmd sem afleiöingu þess. Þá hefur og veriö bent á könnun sem fram hefur farið frá Fram- kvæmdastofnun rikisins, i kjölfar ályktunar alþingis, á smáiönaöi i sveitum, þjónustu sem fram- leiösluiðnaöi. Ótrúlega margir vildu hagnýta sér slika iönaöar- möguleika, ef þeir gæfust, og tryggt væri aö þeir stæöu sæmi- lega fjárhagslega. Þetta mun nú vera að komast af athugunarstigi yfir á framkvæmdastig. Tenging hér flutts máls við þetta er sjálf- gefin. Aö lokum sagöi Helgi Seljan: Einskis má láta ófreistaö i þá átt aö samfélagið ræki skyldur sinar við aldraða þjóöfélagsþegna sina. Hér er um liö aö ræöa i þeirri viö- leitni. Hann gæti reynst farsæll ef grunur okkar flutningsmanna reynist réttur, aö hér geti veriö um hagfellda, mannlega og þjóð- hagslega lausn aö ræöa. Svavar Framhald af bls. 1 baráttutækis’ Þetta sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra og stjórnar- formaður Útgáfufélags Þjóðvilj- ans m.a. i samtali við blaðið i til- efni þess að miðar i happdrætti Þjóðviljans hafa nú verið sendir út. „Rekstur Þjóðviljans hefur oft verið erfiður, en á siðustu árum hefur margt lagst á eitt til þess að gera allan blaöarekstur i landinu erfiöan viöfangs, og bætast hin nýju vandamál, svo sem vaxta- pólitikin og gifurleg hækkun á blaöapappir I kjölfar oliukrepp- unnar, ofan á þau gömlu, sem ekki þarf aö tiunda fyrir lesend- um blaösins. Þessu hefur verið óhjákvæmilegt aö mæta meö ýtr- asta sparnaði i rekstri. Flest bendir til þess að rekstrarút- koman veröi betri i ár en i fyrra. En endar munu þvi aöeins nálg- ast svo mikið að skuldabyrði verði viðráðanleg, að stuðnings- menn og velunnarar blaðsins taki Happdrætti Þjóðviljans vel. Ég vil þvi hvetja alla sem þetta lesa til þess að bregðast ekki blaðinu og veita þvi af rausn hina árlegu lifgjöf eins og fjölmargir hafa gert á fimmta áratug. Þjóð- viljinn hefur alla sina tið haft sér- stöðu meðal islenskra blaða og mun rækja hana áfram um ókomin ár enda þótt sérstaða hans og hlutverk muni væntan- lega ekki gera hann að gróöa- vöru. Blaðið mun áfram standa á traustari grundvelli en gróðavon- inni eins og ég hef verið að lýsa hér að framan. Framundan eru miklar breytingar i fjölmiðlun og tækni, og ætli hreyfing sósialista sér hlut i þeirri þróun er það gifurlega mikilvægt verkefni að standa þétt um Þjóðviljann og gera blaðinu kleift að hefja nýja sókn”. — sagði Svavar að lokum. Dregið verður i Happdrætti Þjóðviljans 1980 1. desember næstkomandi. Aðalskrifstofa Happdrættisins er að Grettisgötu 3,simi 17500. Aðalvinningurinn er Daihatsu Charade bifreið, auk þess sem góöir feröavinningar eru i boði. — ekh Byggingarfélag Alþýðu Til sölu er 3ja herbergja ibúð i 2. flokki. Félagsmenn sendi umsóknir fyrir 30. þ.m. til skrifstofu félagsins, Bræðraborgarstig 47. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.