Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 18
18 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Ilelgin 6.—7. desember 1980
Afmæliskveöja
til Helgu Rafns
Félagi Helga.
Að undanförnu hef ég veriö á
kafi i fortiðinni „þar sem skiptast
á ylur og gjóst” og oft hefur mynd
þinni brugðið fyrir. Þarna tróna
Bolsastaðir við Helgafellsbraut-
ina, hús vonda fólksins. Aður var
litlum drengjum ógnað með
Tyrkjanum, nú voru þeir horfnir i
sögunnar sarp, en Bolsarnir
komnir i staðinn; þið tókuð
kannski ekki óþæga stráka, en þið
voruð svo mikið á móti okkar
gámla góða guði og öllu þvi fagra
og bliða i veröldinni, læddust i
skuggum, fóruð fram með undir-
ferli. En þegar ég hækjumaður
steig inn fyrir þröskuld hússins
hitti ég þar fyrir hreinskiptiö
glatt og skapheitt mannval sem i
krafti greindar og gagna hafði til-
einkað sér nýja lifsskoðun og
barðist fyrir henni af þvi ólgandi
fjöri að ungir menn hrifust með út
islaginn. Siðan hafa margir sjóir
brotnað á klettum Eyjanna og
öðrum brjóstum, en samt, enn
stendur þessi heiðsvali um ykkur
hjónin tsleif og þig að ógleymdum
Jóni bróður þinum. Það var
heilsusamlegt að vera félagi ykk-
ar i Kommúnistaflokki tslands.
1 trúnaði sagt.ég hef verið að
basla við að setja saman skruddu
um „Aratuginn okkar”, það er að
segja margslungið mannlif
Eyjanna á timum kreppunnar
miklu, en gengur bölvanlega, það
sækir svo margt á i senn og allt
snýst i hvirfil og lætur ekki höndla
,sig. Þetta var mikið lif og fiski-
bærinn á eldfjöllunum ekki lakarí
mynd af heiminum en hver önn-
ur. Ég var 16 ára 1930. Þá hafði
gengið yfir Eyjar besta vertið i
manna minnum. Sjómenn höfðu
verið uppá kaup og premiu og
voru nokkuð ánægðir með upp-
gjör á Lokum. Um sumarið riðu
hoffmenn á Þingvöll og sungu
(opinberlega) Sjá dagar koma ár
og aldir liða og enginn skilur tim-
ans þunga nið, og (i tjöldunum)
Sælt er að vera fátækur elsku
Disa min. Það rigndi i Eyjum.
Dag eftir dag og viku eftir viku
hékk skýjakorgurinn yfir með
sunnansudda, góð lundaveiði en
ekkert gekk að sólþurrka þann
gula. Kommar spáðu kreppu.
Hver djöfullinn er nú það, spurðu
menn, kannski sjóskrimsli, og
glottu uppá spámennina. A rak-
arastofunni var einkum rætt um
spennandi atvinnuhætti ianda-
bruggaranna og stúlkuna með
rauða hattinn. Hver var stúlkan
með rauða hattinn? En um haust-
ið þegar fiskurinn hafði loksins
náðst undir þak var hann orðinn
verðlaus undirstaða lifsafkom-
unnar brostin. Bráðlega var
stærsti atvinnurekandi byggðar-
lagsins gerður fallitt og ýmsir
svokallaðir betri útvegsbændur
fóru sömu leið svo ekki sé minnst
á smáútgerðina. Bátar og hús
voru tekin upp i skuldir og dugði
ekki til. Fjölskyldur stóðu á göt-
unni. Múgatvinnuleysi og i kjölfar
þess skortur sjúkdómar vonleysi.
Var hann ekki friður heimurinn
sem blasti við okkur erfingjun-
um? Hvað var til ráða? Ekki var
björgulegt að halla sér að frjáls-
hyggjunni i dentið, sjúkdómurinn
KREPPAN var einmitt bein af-
leiðing af frumskógaskipulags-
leysi kapitalismans og sannaöi
fánýti hans. Einn æðsti krata-
broddurinn bleytti góminn (hátið-
lega). Kreppan er eins og vindur-
inn sem enginn veit hvaðan kem-
ur né hvert fer (verðurfræðin á
bernskuskeiði). Þá hófum við upp
raddir ,,i drengilegum söng” :
Það þarf vakandi önd, það þarf
vinnandi hönd til að velta i rústir
og byggja á ný. (Ihaldið hefur
aldrei fyrirgefið Einari Ben þessa
setningu enda var honum ekki
boðið á Þingvöll). Og við sung-
um: Lýður bið ei lausnarans, leys
þig sjálfur. Og enn sungum við:
Kvað við uppreisnarlag, lýsti af
öreigans brá þegar árgolan snerti
þinn fald. Og þarna i svartnætti
kreppunnar urðum við bjartsýn
og kát, við áttum nýja lifssýn og
vorum ekki i nokkrum vafa um
framgang hennar. Þú sérð að ég
er ekki á flæöiskeri staddur með
fyrsta bindið! og ert væntanlega
sammála mér um það að sá sem
ekki skilur hver aflgjafi Flokkur-
inn varalmenningi á þessum dög-
um sá hinn sami stendur á gati i
sögu aldarinnar.
Ég sleppi stórátökunum núna,
góðir menn hafa lika nokkuð þar
um f jallað. En mér finnst ástæða
til að minnast þess smærra, þú
manst hvernig þetta var i Eyjum:
um skeið störfuðu bæði kvenna-og
karlakórar, leikhópar, leikfélag,
með heilskvöldssýningar, tafl-
klúbbur, dansflokkur, spilafélag,
leshópar og þátttakan hreint
ótrúleg. A öllum tyllidögum
hreyfingarinnar til fjölda ára
sungu báðir kórarnir, leikhópar
sýndu „reviur” með tilheyrandi
söngvum oft hraðsoðið frá rótum
og fjallað um efni úr bæjarlifinu
eða landsmálastappinu. Það er
misskilningur að Morthens-
gúanóið sé fyrsta bylgjan sem
fjallar um hversdagsíeikann. En
við reyndum að gera textana
þannig úr garði að fólk skildi hvað
við vorum að segja og litum þó
ekki á þetta sem list. Hann Jón
okkar Rafnsson var ekki bara
verkalýðsforingi i þessum venju-
lega skilningi; fyrir nú utan að
vera hvers manns hugljúfi, söng-
maður, og dansari, var hann
skáld gott og hjálpaði okkur um
forláta háðbragi þegar svo bar
undir. Seinna kom svo Arni úr
Eyjum með sitt frábæra skop-
skyn og ekki má gleyma honum
Geira okkar sem alltaf var boðinn
og búinn að leggja til tónana. Vist
höfðum við góða aðstöðu þar sem
Alþýðuhúsið var, en við notuðum
það lika og ég held að við höfum
rækt þessa hliö nokkuð vel; sum-
um finnst þetta blabla, en það var
nú siður en svo, það var litið við
að vera hjá fólki og maður er
manns gaman, samveran dró úr
sviða kreppunnar, skapaði sam-
stöðu og styrk til hinna alvarlegri
átaka.
Æ manstu þessa hressu flokks-
félaga okkar, Gvend kringlótta,
Gunsa Marel, Tóta á Háeyri,
Sigurjón i Brekkuhúsi, Gvend
Jóeis, Halla I Garðshorni, Jóa i
Stighúsi, Ingiberg i Hjálmholti og
Lóurnar báöar, Stinu Óla, önnu,
Mörtu, Mundu, Döggu og Unu
skáldkonu svo nöfn séu nefnd. Og
þá Hadda og Sigga Gutt, Gest og
Labba. Þvilikt hörkulið og svona
bráðskemmtilegt fólk. Unu-
Gvendur sofnaði að visu stundum
ef menn urðu afspyrnu langorðir,
en hann var nú lika sihlaupandi á
eftir rollunum sinum. Og ihaldið
með Jóa Kela og Tangavaldiö i
broddinum reyndi að klóra i
bakkann, það útilokaði okkar lið
frá vinnu eins og það gat og þoröi,
jafnvel frá atvinnubótavinnunni,
sumir i banni svo árum skipti t.d.
Bergur i Hjálmholti en stóðu
hnarrreistir samt. Segið mér af
svona fólki i dag, á morgun. Og
svo löngu seinna kom það grát-
broslega: þegar Tangakallinn
var hættur umsvifum orðinn fjör-
gamall, leiddist heima, gömlu
kergjuna vantaði mótspilara, þá
spyr hann einn dag: Ilvar er hann
Ingibergur i Hjálmholti, er hann
dauður hann Bergur? Nei hann
var á lifi þó kominn væri til ára
sinna. A púm, skaut sá gamli.
Láttu hann koma Jónas. Og Berg-
ur kom, liklega fyrsta sinn inn-
fyrir dyr konsúlsins, og það var
þvargað og þvargað um liðna tið
og áttu vist báðir góðar stundir.
Or því ég fór að minnast á
Tangakallinn get ég ekki stillt
mig: Hannes á Brimhólum var
afgreiðslumaður fyrir Búnaðar-
félagið og hafði aðsetur sitt i
gömlu Drifandahúsunum þarna
neðan við Tangabúðina. Hannes
orðhagur og striðinn og eldaði oft
grátt við þann gamla. Nú er það
einhverjusinni að hann er að
vikta út áburð, þá kemur sá gamli
og segir: Þú ert að vikta Hannes.
Já, ég er að þjóna almenningi,
ekki gerir Tanginn þaö. A púm,
vildu vikta mig. Ég veit ekki
hvort viktin tekur svona istru-
kalla — hann hafði stóra pallvikt
eins og þá tiðkaðist. Nú nú, stigðu
á. Sá gamli stigur á viktina og
Hannes er lengi að dedúa við að
ná sem fullkomnustu jafnvægi
með alla nákvæmustu lóðum. Þá
er það búið. A púm, og hvað er ég
þungur? Akkúrat þetta sem
Hannes tiltekur. A, þú svikur
kallinn, það er þá öll þjónustan,
svikur vikt og stelur af almúgan-
um, segir sá gamli nokkuð svo
hróðugur. Ja það kann að vel að
vera, segir Hannes ósköp
auðmýktarlega, það er nefnilega
þannig að búnaðarfélagið á vikt-
ina én lóðina fékk ég á Tangan-
um.
Það mun hafa verið á haust-
kvöldi ’37 að ég lá á spitalanum
heima með heyrnartólin á eyrum.
Allt i einu heyrast brak og brestir
og Sigurður Einarsson tekur aö
þylja um glæpi Jóseps bónda i
Kreml og átveislu byltingarinnar.
Og þessi einhver orðsnjallasti
maður siðan á dögum Njáluhöf-
undar, hann þrumar nú af þeim
vellandi fitonsanda að maður fór
að skjálfa undir sænginni og is-
nálar efans stungust illyrmislega
i sálarnóruna. Nema hvað, kvöld-
ið eftir ert þú komin og lest ýfir
mér: Elsku Asi minn, heldurðu ég
trúi þvi, að þú sért soddan
karakteraumingi að láta svona
kratabullu hræra i þér. Þér tókst
að bjarga mér. Ariö eftir var
Laxness á heimleið frá Rússiá
meö Gerska ævintýrið i fórum
sinum, steig á land i Eyjum og við
Nonni bróðir þinn gengum með
honum austur á Skans. Rithöf-
undurinn var svo upptekinn af
Moskvumálaferlunum að ekkert
annað komst að. Búkarin, Búka-
rin, þvilik stórmerki, ja þeir ját-
uðu allir þessir kallar, sagði
skáldið. Og þá þurfti ekki vitn-
anna við, úr þvi séniið, nýkomið
af vettvangi atburðanna var
sannfærður, þvi skildum við þá
efast smáfuglarnir. Það var nú
þá.
Einu sinni komst ég til svo
hárra metorða að verða sendur á
5IÚTBOÐÍ
Tilboð óskast i smiði á dagheimili/leikskóla við Ægissiðu i
Reykjavik.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3
gegn 300.000 kr. skilatryggingu. Tiiboðin verða opnuö á
sama stað miðvikudaginn 7. jan. 1981 kl. 11 f .h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORC-AR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
heillandi og heilafrumurnar
ómengaðar af óþægilegum spurn-
ingum: er kannski allt bardús
mannsins unnið fyrir gýg? Eða
var Þórbergur mestur spekingur
þegar hann fullyrti: undirstaða
tilverunnar er meinlaust grin (?).
Þinn sami
Ási.
flokksþing, þá var reyndar kom-
inn Sósialistaflokkur, nú jæja, til
að hneyksla ekki úr hófi nefni ég
hvorki stund né stað, en það var
vel mætt og nú hófust ræðuhöldin.
Þarna komu þeir i pontuna hver
af öðrum að austan vestan norðan
sunnan og sá mikli orðaflaumur,
þvilikar kjaftakvarnir og 99% um
allt og ekkert, blaður og meira
blaður, mannlegt auðvitað, en
átti betur heima við fjárhúsvegg-
inn en á flokksþingi. Ég varð yfir
mig hissa og hneykslaður, hvar er
ég staddur, en þá kom sending frá
góðum öflum alheimsins sem
margoft hafa bjargað lifi minu;
ég sá allt i álfabirtu spaugsins og
eftir það leið mér alveg unaðs-
lega. Þegar heim kom stældi ég
málflutning og tilburði helstu
kappanna með þeim afleiðingum
að mér var hótað brottrekstri úr
flokknum. Sumir eru viðkvæmir
fyrir spaugi þegar það snýr að
þeim sjálfum. En svo mikið er
vist að siðan hef ég aldrei verið
kosinn á þing.
Sumarkvöldin voru töfrandi i
Eyjum, einkum þau rauðu fannst
manni. Eitt slikt fyrir margt
löngu hitti ég ykkur mæðgur inni
á Eiði, Erla hefur verið á að giska
15 ára og orðin næstum þvi eins
glæsileg og þú. Ég hef vist verið i
essinu minu þvi ég spann uppúr
mérheila sinfóniu i tali og tónum,
ja um nvað? draum okkar? fram-
tiðina? Ég man það ekki. Ég man
bara að ég heyrði gjallandi hlátra
ykkar rjúfa kvöldkyrrðina og gott
ef ekki tók undir i Dufþekju. Þá
var enn sú tið að umhverfið var
fagurt, heimurinn undur og lifið
Afmæliskveðja
til Helgu
Kæra Helga
Ég hafði orð á þvi viö Friðu i
Blóðbankanum, aöekki væri hrist
fram úr ermi sæmileg afmælis-
kveðja til Helgu tengdamömmu
minnar. Ég bar þaö undir hana
hvort ekki væri bjargráö i þessu
efni að minna helst á sögurikt
timabii i Vestmannaeyjum milli
tveggja heimsstyrjlada og hafa
sem inngang nokkur vel valin orö
um Tyrkjaránið. Þessi
uppástunga setti imyndunarafliö
af stað og Friða sagöi strax: „Ef
henni hefi verið rænt, hefði henni
ekki verið skilað. Danakóngur
heföi ekki getaö borgað hana út'.
Eftir nokkra gandreiö hugans
komst ég að þeirri niöurstööu, aö
engin islensk kona af gerð
tengdamömmu minnar hefði orð-
ið eftir i Alsir forðum nema sú
hefði verið niðjalaus. Þessu til
stuðnings tel ég vera, aö félags-
legar breytingar og meiri háttar
árangur i réttindabaráttu alþýðu,
að maður tali nú ekki um
framgang hugsjóna sósialismans
tafðist úr hóli fram i þessu
framandi landi og hefur ekki að
neinu leyti likst þvi sem geröist
300 árum eftir Tyrkjarán i
Vestmannaeyjum og lýst hefur
verið svo ógleymanlega i „Vor i
verum”. Og seint gleymist okkur
hve snilldarlega hún Friða min og
okkar lýsti hinum válegu at-
buröum fyrri tima i barnaskóla-
teikningum sinum.
Á þessum dögum ert þú búin að
vera sivirk róttæk baráttukona i
60 ár og siðari helmingi þeirrar
minningarriku ævi hef ég átt þess
kost að fylgjast með. Það er
freistandi að láta ljós sitt skina á
sviði sagnfræði og sérstaklega þó
ættfræði, sem við kunnum bæöi þó
nokkuð fyrir okkur I. En.slikt
setur fljótt slagsiðu á stutta
afmæliskveðju. Eitt er ég viss um
að vinurinn okkar Olafur Arnar
Þórðarson ætlast til þess af mér,
að ég flytji þér mikilsmetinni
ömmu — langömmu alúðar þakk-
ir íyrir allt meölætið, stuðning,
pössun, gjafir og margháttuö
skemmtilegheit, sem hann hefur
notið hjá þér eins og mamma
hans gerði og systkini hennar og
foreldrar þeirra.
Þinn ólafur
ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ
Alþýðubandalagsfélagið i Bolungarvik
Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 10. des. að Holtabrún 14
(heima hjá Gisla Hjartar) kl. 20.30
Dagskráin: Fréttir af landsfundi — önnur mál.
Stjórnin.
Mþýðubandalagið vSelfossi og nágrenni
l iiiiiiiii' uin liæjariiuílin
Fundur verður haidmn um stefnumörkun i
malelnum Sellossbæjar manudaginn 8. desem-
ber og hefst kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Framsögu-
maöur: Sigurjon Erlingsson. bæjarlulltrúi —
St joriiin.
Félagsluinlur.
Alþyðubandalagið a Sellossi og nagrenni heldur
félagslund mánudaginn 15. desember nk. og
helst hann kl. 20.30 aö Kirkjuvegi 7. Fundarefni:
Fréttir af landslundi og malelni flokks og lélags.
— Stjórnin.
Sigurjoii.
Félagsgjöld ABR
Félagar i Alþyðubandalaginu i Reykjavik sem enn hafa ekki greitt
félagsgjöld fyrir 1980er hvattir til aðgera þaðsem allra fyrst.
Stjórn ABR
Alþýðubandalag Akraness og nágrennis
Almennur stjórnmálafundur
Almennur stjórnmálafundur
verður haldinn i Rein mánudags-
kvöldið 8. desember kl. 20.30.
Framsögu hefur Svavar Gests-
son, formaður Alþýðubandalags-
ins. Fundarstjóri: Skúli
Alexandersson alþingismaður.
Fundurinn er öllum opinn. —
Stjórnin.
Skúli Svavar