Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. desember 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI ÁRNI BERGMANN skrifar brennt barn eldinn. Hann telur þó, að pólskir verkamenn hljóti að setja slik mál: sjálfstjórn, at- vinnulýðræði, á dagskrá siðar —svo fremi sem stjórnvöld endurheimti traust þeirra með þvi að koma einhverju skárra lagi á efnahaginn. Blekking afhjúpuö Júgóslavar sýnast sömu skoð- unar. Um það ber m .a. vitni nýleg grein eftir Ranko Petkovic, sem birtist i timaritinu Medjunarodna Politika. Hann minnir á það, að þau réttindi sem pólskir verka- menn hafi fengið viðurkennd séu svosem ekki annað en það sem þeim hafði verið marglofað i nafni sósialismans og þjóðar- hags. Þvi sé það sem gerst hefur i Póllandi mjög ótviræð afhjúpun á andstæðum milli stjórnar sem þykist vinna i þágu alþýðu og sannra hagsmuna verkamanna: Þær hafi skapað ástand sem gerði uppreisn verkamanna óum- flýjanlega. Enn einu sinni, segir Petkovic, hafa kenningar um árekstralausa samvinnu stjórn- enda og almennings i sósialisma reynst blekking. Staðan I Póllandi þegar þessar linur eru skrifaöar: Pólski kom múnistaflokkurinn hefur varað þjóðina við þvi að landið sé i hættu, ieiötogar pólska hersins hafa lagt á ráðin um það hvernig bregðast skuli við neyðarástandi. Mikill sovéskur her er i við- bragðsstöðu við austur- og vesturlandamæri Póllands. Sérstætt fjölmiðlaspil i grann- rikjunum hefur og hert á ótta manna um að ihlutun sovéska hersins væri á dagskrá. Blöð i Austur-Berlin og þó einkum Prag fara svipuðum orðum um þróun mála i Póllandi og höfð voru i so- véskum málgögnum rétt fyrir innrásina i Tékkóslóvakiu 1968. Rude Pravo i Prag dró meira að segja fram beinar hliðstæður við það sem blaðið kallaði umsvif andsósialiskra afla i tengslum við vestræna heimsvaldahagsmuni i Póllandi nú og þörf fyrir „bróður- lega aðstoð” sovéskra 1968. So- vésk blöð taka þessi skrif siðan upp og endurprenta með velþókn- un. Þetta getur þýtttvennt: Annað- hvort er i grannlöndunum verið að byggja upp réttlætingu á inn- rás — eða Sovétmenn reyna með vopnaskaki og áróðursherferð að hræða Pólverja til að setja strangar skorður við þeirri þróun frjálsra verkalýðsfélaga sem gjörbreytt hefur pólitisku and- rúmslofti i Póllandi. Pólskir verkamenn: Ef þeir fá friö, hvaða hlutskipti ætla þeir sér? Pólland í hættu r Ulfar og lömb Forysta Pólska kommúnista- flokksins sýnist reyna að ná tök- um á þvi verkefni sem erfiðast er: að sjá til þess að úlfar séu mettir og lömbin haldi samt lifi. Með öðrum orðum: koma i veg fyrir sovéska „bróðurað- stoð ” — með þvi að forðast meiriháttar átök við hin nýju samtök verkamanna og halda aftur af þeim i leiðinni. Þvi heyr- ast þær fregnir nokkurnveginn samdægurs aö pólitiskir ráöa- menn Póllands skamma „viss öfl” i verkalýðsfélögunum nýju fyrir að „misnota verkfalisrétt”, efna til „stjórnleysis og upp- lausnar” — og þeir vikja úr æðstu stöðum i flokknum þeim mönnum sem skrifaðir eru fyrir bæði spill- ingu og andstöðu við verkalýðs- hreyfinguna nýju. Um leið og þeir biðja um greiðslufrest á lánum á Vestur- löndum og fá miljarð dollara i gjaldeyrislán frá Sovétmönnum til að fleyta sér yfir þann mat- vælaskort sem mestu veldur um óánægju pólsks almennings. Ef... Ef svo fer, að sovéskur her fer inn i Pólland til að útrýma þvi til- ræði við pólitiskt alræði rikjandi flokks er verkalýðsfélögunum nýju þá er tvennt vist: I fyrsta lagi mun verða barist i Póllandi og það af hörku. 1 annan stað mun kalt strið steypast yfir álfuna með margföldum ofsa og þeir sem reyna vildu að hefta nýja spretti i vigbúnaðarkapphlaupi verða áhrifalausir. Ef heimurinn hinsvegar sleppur við að horfa á þann harm- leik allan, eins og allir sæmilegir menn vona, þá standa eftir sein áður óleyst mörg og mikilvæg vandamál sem tengd eru fram- tiðarþróun verkalýðsfélaganna óháðu. Hæpin öfl Stundum heyrast raddir sem spyrja: Halda menn ekki, að i tvi- ræðu ástandi eins og er i Póllandi fari ekki af stað allskonar vafa- söm öfl, afturhaldsöfl, kapitalisk öfl og guð má vita hvað? Það getur svosem vel verið. En i fyrsta lagi draga slik fyrirbæri á engan hátt úr ábyrgð þeirra, sem með völd hafa farið i Póllandi, á alvarlegu efnahagsástandi og pólitiskri trúnaðarkreppu. Og at- hugi menn það einnig, að ef að einhverjir hópar eða einstakl- ingar i verkalýðsfélögunum óháðu sýnast vilja ganga svo langt að engu er likara en að verið sé að espa Rússa til að sýna klærnar — þá væri það mikil ein- földun aö telja, að þar þurfi endi- lega að vera að verki einhverjir vestrænir skuggabaldrar.Sé ný og mikil þjóðfélagshreyfing af stað farin, þá verður hún ekki hamin eins og skólabekkur hingað krakkar og ekki lengra! Hluti hreyfingarinnar mun ölvast af nýbreytninni og bera i hita leiks- ins fram stærri kröfur en raun- sæið leyfir. Muni menn lika annaö: það er gamall og nýr leikur leynilögreglunnar i margs- konar þjóðfélögum að senda sina menn inn i hreyfingar sem reyna á að gera hættulegar og skaðlegar i almenningsálitinu. Þessir út- sendarar eru jafnan þeir menn sem hvetja aðra til þess að berja á lögreglunni, kveikja i, kasta jafnvel bensinsprengju i hita leiksins. Þetta þekkja menn af viðskiptum FBI við bandariska stúdenta-hreyfingu, KGB viö so- veska andófsmenn og italskrar lögreglu við vinstrihópa. Hvað ber að gjöra? Vandi verkalýðsíélaganna er i stuttu máli sagt þessi: Þau hafa knúð fram kauphækkanir og réttarbætur og viðurkenningu á tilverurétti sinum. En þau hafa vitaskuld ekki bætt úr efnahags- kreppu Póllands. Nema siður væri. Þeir umbótasinnaðir hag- fræðingar eins og Kuczynski og Tadeusz Kowalik, sem hafa verið ráögjafar Samstöðu, verka- mannasambandsins nýja, viður- kenna að þetta sé ekki nema eðli- legt. Verkamenn hafi þurft svig- rúm til aðskipuleggja samtök sin fyrst og fremst og forystumenn þeirra geti ckkifarið að taka á sig ábyrgð á efnahagskreppu, sem þeir fengu engu um ráðið. En um leið hafa þeir reynt að útskyra fyrir hinni nýju og um margt óreyndu forystu verkamanna, að kauphækkanir einar muni skammt duga og eiginlega þurfi að fara varlega i þeim efnum. Rétt eins og verkalýðshreyfing á Vesturlöndum mun pólsk verkalýðshreyfing standa frammi fyrir þvi, fyrr en siðar, að gera það upp við sig, hvaöa áhrif hún vill hafa á mótun efnahags- stefnunnar.á stjórn fyrirtækjaog þar fram eftir götum. Með öðrum orðum: það verður áfram spurt um dreifingu valds. Eins og blaðalesendur vita hafa þeir Walesa og aðrir forystumenn Samstöðuveriðfremur hlédrægir i þessum efnum. Þeir segjast ekki ætla að verða pólitiskur flokkur. Látum svo vera: en þeir hafa lika verið heldur neikvæðir i garð hugmynda um sjálfstjórn verka- manna I hverju fyrirtæki. Fyrr- greindur Tadeusz Kowalik rekur þetta til þess, að stjórnvöld hafi áður (upp úr umbrotatimanum 1956) reynt að freista verka- manna með sjálfstjórnarráðum, en þau hafi ekki fengið raunveru- leg áhrif og völd og þvi forðist Von Júgóslavans Petkovic segir að þróun mála i Póllandi sanni lika, að ef að þjóð- félag sem vill sósialiskt heita, ekki þróast i lýðræðisátt með ýmsum formum beinnar þátttöku framleiðenda i ákvarðanatöku, þá verði til það skrifræði sem setji spurningarmerki við allt það sem viðkomandi þjóðfélag taldi sig hafa náð á sósialiskri braut. Petkovic er bersýnilega að láta uppi það viðhorf, að það sé bæði æskileg leið og kannski hin eina færa, að Pólverjar reynir að þróa með sér verkamannasjálfsstjórn með svipuðum hætti og Júgó- slavar hafa reynt. Hann vonar að verkalýðssamtökin nýju leiði til „nýrrar skiptingar pólitisks valds” þá mundi „kreddu- mynstrið” hrynja og einhver „já- kvæð reynsla safnast af sósial- isma i Póllandi”. Svo mæla Júgóslavar. En þvi miður: þeirra orð gætu verið marklaus orðin fyrr en varir — eins og Petkovic viður- kennir reyndar sjálfur hann segir fordæmi minna á að Pól- land kynni að verða þvingað aftur inn i fyrri kreppur með einum eða öðrum hætti. Júgóslavar tala jafnan kurteislega, en allir vita hvað við er átt. — AB. Félagasamtökin Vernd setja upp heimili til aðstoðar föngum sem eru að aðlagast samfélaginu eftir afplánun refsivistar. TIL STYRKTAR ÞESSU HÖLDUM VIÐ FRAM KOMA: SIGFÚS HALLDÓRSSON OG GUÐMUNDUR GUOJÓNSSON VIÐAR ALFREÐSSON KARLAKÓR REYKJAVÍKUR HALLI OG LADDI MANUELA WIESLER GAROAR CORTES OG OLOF HAROARDÓTTIR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR HORNAFLOKKUR KÓPAVOGS BRIMKLÓ Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói/ Úrvali við Austurvöll og Skífunni Laugavegi 13. Bókakynning kl. 15.30 á sunnudag Á bókakynningu Máls og menningar i Norræna húsinu á sunnudaginn verður m.a. lesið úr nýjum bókum eftir Guðberg Bergsson, Guðlaug Arason, Einar 01- geirsson, Líneyju Jóhannesdóttur, Ólaf Hauk Símonarson, Sigurð Pálsson og William Heinesen. Veriö velkomin Mál og menning & Bílbeltin hafa bjargað y UMFERDAR RÁD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.