Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 23
Helgin (i.—7. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN— SfÐA 23 Dómur fallinn í Fjalarkattarmálinu: Þorkeli dæmdar 8 miljónir í gær var i borgardómi Heykja- vikur kveðinn upp dómur i máli Valdimars Þórðarsonar og Þor- kels Valdimarssonar gegn borgarstjóranum i Reykjavik fyrir hönd borgarsjóðs. Dóms- kröfur voru upp á 2,5 miljarða króna sem er framreiknað tap að mati stefnenda vegna þess að þeir hafi ekki byggt Morgun- blaðshöll á lóð Fjalakattarins fyr- ir 10 árum. Var ekki fallist á þá kröfu, en borgarsjóður hins vegar dæmdur til að greiða Þorkeli Valdimarssyni 8 miljónir króna með vöxtuin frá 20. maí s.l. Dóm- inn kvað upp Bjarni Kr. Bjarna- son, borgardómari, en mcðdóm- endur voru dr. Hagnar Ingi- marsson og Magnús Guðjónsson byggingameistari. 1 íorsendum dómsins segir að það sé ljóst að þegar þeir Silli og Valdifestu kaup á Fjalakettinum á sinum tima hafi það veriö ætlun þeirra að byggja stórhýsi á lóð- inni. Vegna ýmissa ástæðna varð ekki Ur þvi, m.a. vegna þess aö þeir voru ekki sáttir viö þaö skipulag sem íyrirhugað var á svæðinu og vegna þess að þar þurfti að rifa 3—4 hús, auk þess sem þeir voru ,,i óða önn” að kaupa fasteignir og byggja. Valdimar Þórðarson lagði aldrei inn umsókn hjá byggingar- yfirvöldum borgarinnar um að fá að reisa ákveðna byggingu á lóð- um félagsins (Silla og Valda) við Aðalstræti 6. Þegar fasteignin Fjalaköttur- inn var afhent Þorkeli Valdi- marssyni sem fyrirframgreiðsla upp i arf fylgdu engar kvaðir að öðru leyti en þvi, aö hún skyldi vera séreign hans ef hann giftist. ,,Eigi verður séð að stefnandinn Valdimar áskilji sér nokkurn rétt til skaðabóta Ur höndum stefnda”, segir i forsendunum. Valdimar greiddi og fasteigna- gjöld meðan hann átti eignina án nokkurs fyrirvara þar um. Á þessum forsendum er borgin sýknuð af öllum kröfum Valdi- mars. Varðandi kröfur Þorkels segir i forsendum að ósannað þyki aö hann hafi öðlast eignarrétt á bótakröfum eða endurgjaldskröf- um á hendur borginni vegna fyrri ára. Viðákvörðunbóta til Þorkels ber að lita til þess að hann hefur ekki, þrátt fyrir ábendingar af hálfu borgarinnar kært til yfir- fasteignamatsnefndar, að lóðin nr. 8 við Aðalstræti væri of hátt metin i fasteignamati með tilliti til óvissu um framtiðarnýtingu hennar. Þá hafa ekki veriö færð fram næg rök fyrir þvi að ekki hefði mátt nýta hUsið betur en gert hefur verið. I dómsorði segir: „Stefndi, borgarstjórinn i Reykjavik, f.h. borgarsjóðs skal vera sýkn af kröfu steínanda Valdimars Þórðarsonar i máli þessu, en málskostnaður felldur niður að þvi er stefnanda varöar. Stefndi greiði stefnanda Þorkeli Valdi- marssyni kr. 8.000.000 meö 43% ársvöxtum frá 20. mai 1980 til 1. jUni sama ár, 46% ársvöxtum frá þeim degi til uppsögu dóms þessa og siðan hæstu innlánsvexti frá þeim degi til greiðsludags eins og þeir verða ákveðnir á hverjum „Bækurnar eru komnar I Hag- kaup i gegnum Bókaverslun Snæ- bjarnar”, sagði Oliver Steinn Jó- hannesson formaður Félags isl. bókaútgefenda i gær. Hann sagði að tryggt væri að ekki færu fleiri bækur frá Snæbirni i llagkaup og fyrst um sinn hefði verið sett af- greiðslubann á Bókaverslun Snæ- bjarnar. Oliver Steinn sagði að þeir hjá Snæbirni hefðu lofað að ná þeim bókum aftur, sem farnar væru i tima og kr. 950.000 i málskostnað, allt innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagri aðför að lögum." Að sögn Bjarna Kr. Bjarnasonar var ekki íallist á kröfur stefnenda, hvorki aðal-, né varakröfur, en hins vegar mun sök talin hjá borginni fyrir aö hafa ekki unnið deiliskipulag fyr- ir Aðalstræti, sem Fjalakötturinn stendur við. Jón G. Tómasson borgarlög- maður sagði i gær aö hann gæti ekkert sagt til um hvort borgin áfrýjaði til hæstaréttar fyrr en hann hefði fengið dóminn i hendur og kynnt sér forsendurnar. — AI/—kd. Hagkaup, hvernig svo sem það tækist. Stjórn Félags bókaútgefenda hélt fund i gær, þar sem upp komst um strákinn Tuma. „Við stöðvum bóksöluna i Hagkaupi með þessu móti”, sagði Oliver Steinn, „hUn fjarar væntanlega Ut, þótt Bókaverslun Snæbjarnar takist ekki að afturkalla þær bækur sem Hagkaup hefur fengið”. — eös ,Svarti sauöurinn9 i Hagkaupsmálinu fundinn: Bækurnar eru frá Snæbirni Hörð gagnrýni á Þjóðleikhúsið rædd í útvarpsráði: „Leikhús verða að búa við gagnrýni” Geikrit sem frumsýnd hafa vcrið i Þjóðleikhúsinu að undan- föénu hafa fengið misjafna dóma og sum mjög harða, einkum Könnusteypirinn pólitíski eftir Ilolberg og Nótt og dagur eftir Táin Stoppard. Gagnrýnendur blaðanna hafa sumir hverjir verið óvenju óvægnir i dómum sinum um þcssar uppfærslur. Jón Viðar Jónsson hefur einnig gagn- rýnt Þjóðleikhúsið og fyrrnefndar sýningar harkalega i útvarps- þættinum ,,A vettvangi”. A miðvikudagskvöldið fjallaði Jón Viðar um leikritaval Þjóð- leikhússins og leiklistarstefnu og sagði meiningu sina umbUða- laust. Lagði hann til að Þjóðleik- hUsið yröi lagt niður ef stefna þess yrði ekki endurskoðuð og peningunum þá varið til frjálsrar leikstarfsemi. Varð uppi fótur og fit meðal ráðamanna ÞjóðleikhUssins, enda telst listagagnrýni til nýj- unga i Utvarpinu. Sveinn Einars- son ÞjóðleikhUsstjóri svaraði Jóni Viðari fullum hálsi i segir Ólafur R. Einarsson fulltrúi í útvarpsráði Morgunpóstinum á fimmtudag og þá um kvöldið kom Haraldur Olafsson, formaður ÞjóðleikhUs- ráðs, i Vettvangsþátt leikhUsinu til varnar. 1 fyrradag hélt starfsfólk Þjóö- leikhUssins fund um málefni leik- hUssins og að sögn eins starfs- manna kom þar fram sjálfsgagn- rýni, auk þess sem rætt var um gagnrýnina sem ÞjóðleikhUsið hefur sætt að undanförnu. Á fundi Utvarpsráðs i gær var fjallaö um bréf frá ÞjóðleikhUs- ráði végna þessa máls. Ekkert var samþykkt á fundinum um málið, en formanni ráðsins var falið að semja uppkast að svar- bréfi til ÞjóðleikhUsráðs, sem lagt verður fram á næsta fundi Ut- varpsráðs. I bréfi Þjóðleikhúsráðs er borin fram gagnrýni á málflutning Jóns Viðars i nafni Starfsmannafélags ÞjóðleikhUssins. Jafnframt segir i bréfinu, að ef með þurfi verði látið á það reyna fyrir dómstól- um, hver beri ábyrgð á slikum málflutningi. „Á fundi Utvarpsráðs var lesinn Utdráttur Ur umsögn Jóns Við- ars”, sagði Ólafur R. Einarsson Utvarpsráðsmaöur i samtali við Þjóðviljann i gær. „Útvarpsráðs- menn gagnryndu ýmsa þætti i málflutningi hans, en jafnframt voru allir sammála um að nauð- synlegt væri að RikisUtvarpið væri með leiklistar- og bók- menntagagnrýni. LeikhUsin verða að búa við gagnrýni, hvort sem er frá rikisfjölmiðlum eða öðrum”. — eös HAPPDRÆTTl ÞJÖÐVLJANS Skrifstofan op- in á laugardag Skil í happdrættinu berast nú óðum utan af landi og eru amk. sex staðir með á milli 90—100% skil fyrir útsenda miða, Djúpivogur, Stöðvar- fjörður, Fáskrúðsfjörður, Þórshöfn, ölafsvík og Hveragerði. Dregið var í happdrættinu 1. des., en vinnings- númerin þá innsigluð og verða ekki birt fyrr en að loknu uppgjöri. Eru umboðsmenn út á landi hvattir til að gera skil sem allra f yrst svo og þeir Reykvík- ingar sem fengið hafa heimsenda miða. — Skrif- stofan á Grettisgötu 3 verður opin í dag, laugardag, kl. 10—17. Símac 17504 og 17500. Söhimaður Viljum ráða nú þegar sölumann við ullar- iðnað okkar á Akureyri. Starfið er aðallega fólgið i markaðs- setningu i Evrópu og Bandarikjunum. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu i markaðsmálum og ullar- iðnaði. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Iðnaðardeildar Sambandsins, Glerárgötu 28, Akureyri fyrir 20. des. n.k.. Iðnaðardeild Satnbandsins Akureyri IONAÐARDEILD SAMBANDSINS AKUREYRI RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNAR óskast á hand- lækningadeild til 1 árs frá 1. janúar n.k.. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 19. desember n.k. Upplýsingar veita yfir- læknar deildarinnar i sima 29000. ADSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast i eldhús Landspitalans. Húsmæðra- kennaraprúf eða hliöstæð menntun áskil- in. Einnig óskast STARFSMENN vanir matreiðslu. Upplýsingar veitir yfirmat- ráðskona Landspitalans i sima 29000. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS Tvær stöður SÉRFRÆÐINGA i liffæra- meinafræði eru lausar til umsóknar. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. febrúar n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir liffærameinafræðideildar i sima 29000. Reykjavík, 7. desember 1980. Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. Blaðberabíó | Dr. Goldfood og bikinivélin. Sprenghlægileg gamanmynd ) með Vincent Price i aðalhlut- verki. — Á laugardag i Hafnarbiói kl. l — eh. Þjóðviljinn. S. 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.