Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7. desember 1980 FRÁ OLYMPÍUSKÁKMÓTINU Á MÖLTU: C0L0MBI4 F. R. of CHINA ICELAND Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason tefla hér á 1. og 2. borði gegn Kinverjum. Ingi R. liðs stjóri fylgist meö. tslensku stúlkurnar tefla hér gegn Kólombiu. F.v.: Sigurlaug Friðþjósdóttir, Ólöf Þráins dóttir og Aslaug Kristinsdóttir. Svona tefla stórmeistaraefni Sigur Helga gegn stórmeistaranum Jan Timman kórónan á frábæran árangur íslensku sveitarinnar Aðeins eitt orð er til yfir frammistöðu islensku skáksveitarinnar á ÓL- mótinu á Möltu— stórkost- leg. Árangurinn er enn athyglisverðari fyrir þá sök að stórmeistarar okkar/ þeir Friðrik ólafs- son og Guðmundur Sigur- jónsson, hafa litið sem ekkert komið þarna við sögu. Friðrik hefur aðeins teflt 3 skákir i 12 umferðum og Guðmundur er ekki í sveitinni. Það eru ungu strákarnir og Ingi R. Jóhannsson sem borið hafa uppi sveitina. Ungu mennirnir, Helgi, Margeir, Jón L. og Jóhann, eru allir um og innan viö tvitugt, lang yngsta sveitin á þessu Ól- móti, tefla eins og stórmeistarar og sennilega er þess ekki langt að biða aö þeir beri slikan titil ef svo heldur fram sem horfir. Sennilega er ekki á neinn hallað þótt sagt sé að sigur Helga ólafs- sonar yfir stórmeistaranum Jan Timman frá Hollandi, einum sterkasta skákmanni heims um þessar mundir, sé kórónan á þessari glæsilegu frammistöðu islensku sveitarinnar. Þetta er i annað sinn sem Helgi sigrar Timman, i fyrra sinnið var það á móti i Bandarikjunum. Þá gerðist það óvænta atvik að Helgi mátaði Timman, en eins og menn vita gerist slikt næstum aldrei, þegar svo sterkir skákmenn eigast við. Skákir eru gefnar áður en til mátsins kemur. En hér fer á eftir þessi glæsi- lega sigurskák Helga, sem hafði svart. Hvitt: Jan Timman Hollandi Svart: Helgi Ólafsson fslandi 1. d4-Rf6 2. Rf2-g6 3. Bg5-Bg7 4. Rbd2-c5 5. e3-cxd4 6. exd4-0-0 7. Bd3-Rc6 8. c3-d6 9. 0-0-h6 10. Bh4-Rh5 11. Hel-f5 12. d5-Re5 13. Bc2-Rf4 14. Rxe5-dxe5 15. Bg3-g5 16. Bxf4-gxf4 17. f3-Bd7 Einar Olgeirsson og Jón Guðnason ísland í skugga heimsvaldastefnunnar ,,Bókin skiiur eftir meira af fróðleik en margar endurminningabækur annarra stjórnmálaleiðtoga sem út hafa komið á undanförnum árum... Vinnu- brögð Jóns Guðnasonar við gerð bókarinnar eru mjög til fyrirmyndar... Það er þvi ábyggilega gleði- og ánægjuefni fyrir áhugamenn um sagn- fræði og stjórnmál að fá i hendur þessa bók, enda hefur Einar víða komið við i þjóðfrelsis- og verka- lýðsbaráttu undanfarna áratugi." — Dagblaðið, Alti Rúnar Halldórsson. Einar Olgeirsson er einn mikilhæfasti og harðskeyttasti stjórnmálaforingi siðustu áratuga. I þessari bók, sem unnin er i samstarfi við Jón Guðnason dósent, litur hann um öxl og fjallar um ,,frelsisbaráttuna nýju" sem þjóðin háði i dögun fullveldisins gegn ásælni voldugustu heimsvelda þessarar aldar. Saman við hina pólitisku sögu er fléttað bæði persónulegum endurminningum og upplýsingum sem síðar hafa birst, meðal annars i bandarísku og bresku leyniskjölunum sem nýlega voru gerð opinber. Þessi bók gef ur innsýn i það sem gerst hef ur bak við tjöldin i tengslum við örlagarikustu atburði þessarar aldar. Dregnar eru upp persónulegar svipmyndir af ýmsum stjórnmálaleiðtogum, sem þar koma við sögu,og mun ýmislegtaf þvi vafalaust koma á óvart. Mál og menning l|!|l Eitthvað hefur Helgi ólafsson til málanna að leggja þegar biðstaðan er skoöuð, ef dæma má eftir þessari Ijósmynd sem Einar Karlsson, Ijós- myndari og fréttamaður Þjóðviljans, tók suður á Möltu á dögunum. Ás- laug Kristinsdóttir (1. t.h.) brosir að tilburðum Helga, en þeir Ingi R. og Margeir virðast taka mark á honum. 18. Bb3-b5 19. Khl-Db6 20. Hcl-Hac8 21. c4-a6 22. cxb5-axb5 23. Rbl-Hxcl 24. Dxcl-Hc8 25. Dd2-Kf8 26. Rc3-Bf6 27. Rdl-b4 28. Rf2-Bh4 29. Kgl-Kg7 30. De2-e4 31. fxe4-fxe4 32. Hfl-f3 33. gxf3-Bh3 34. d6-exd6 35. Hdl-Hf8 36. Khl-dxf2 37. Hgl-dxgl+! (Leikur sem Timman hefur án efa sést yfir.) 38. Kxgl-exf3 og hvitur gafst upp. Islendingar gegn Ungverjum í dag Síðasta umferð Ölympíuskákmótsins á Möltu verður tef Id í dag. Islendingar munu tef la við Ölympíumeistara Ungverja, sem nú eru í efsta sæti á mótinu ásamt Sovét- mönnum með 35 vinninga. Sovétmenn munu í dag tef la við Dani. Fyrir síðustu umferð eru íslendingar í 8. tilll. sæti með 29,5 vinninga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.