Þjóðviljinn - 06.12.1980, Blaðsíða 9
Helgin 6.-7. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
bókmennti
heldur þótt „milliliðurinn” Lárus
verkstjóri sé langþreyttur orðinn
á sinni niðurlægingu (sem hann
hafði svo skilað áfram með fram-
komu sinni heima fyrir) og geri
sérstæða privatuppreisn undir
lokin.
Árni Bergmann
skrifar um
Ólafur Haukur Simonarson:
Galeiðan. Mál og menning 1980.
Það er algengt að leikrit eru
skrifuð upp úr skáldsögum.
Galeiðan er öðrpvisi til komin,
fyrst var leikritið Blómarósir,
siðan skáldsaga. Aðminnsta kosti
gátu lesendur hafa séð leikritið
fyrst — sem skal að öðru leyti
látið liggja milli hluta i þessu
spjalli hér.
I þessari sögu eru engar aðal-
persónur, þetta er kollektifskáld-
saga um tvo hópa persóna.
Annarsvegar eru þeir sem
rikastir eru og voldugastir i þjóð-
félaginu, iðjuhöldar og þeirra
fólk. Hinsvegar það fólk sem
vinnur þau störf sem verst eru
launuð og verst þokkuð, Iðju-
konur.
Persónusafn
Verkakonum kynnast lesendur
i svipmyndum frá vinnustað, i
hamingjuleit helgarinnar, i' ugg-
vænlegum tiðindum heima og i
verksmiðju, og við heyrum for-
sögu þeirra, stuttar greinargerðir
um þær aðstæður sem hafa
skapað þeim kjör.
Af þessum dæmum verður til
furðu yfirgripsmikið yfirlit yfir
þau mál sem jafnréttishreyfing
siðustu ára hefur upp tekið. Jón-
ina er fráskilda konan i endalausu
kapphlaupi við timann sem er
alltaf hlaupinn frá henni, ofsótt af
þreytunni sem aldrei hverfur en
er frestað með nokkrum sjússum
á föstudagskvöldi, aldrei i- friði
fyrir áhyggjum af fátækt, pössun
og leigukjörum. Forsaga Jóninu
kemur með áminningum um of-
beldi i' hjónabandi inn i söguna.
Fjölskylda hennar er ábending
um það að það er ekki kynslóð
Jóninu sem hefur fundið upp
kynjastyrjöldina svonefndu: hún
heimsækir foreldra sina i Kefla-
vik og þeir hafa komið sér upp þvi
helviti i sambúð sem er sýnu
nöturlegra en dýrkeypt sjálfstæði
Jóninu. Við gætum gengið á
röðina: Hanna er sú sem biður
eftir giftum barnsföður sinum,
sem kannski kemur til að fá sér
lyftingu enhleypur af hólmi um
leið og hann veit af óvelkomnum
þunga og visar á auðmýkjandi
umsókn um fóstureyðingu.
Brynja er dóttir vel stæðrar fjöl-
skyldu, sem hefur „frikað út”
meðrosalegum og grátbroslegum
tilburðum vegna þess að hún
hvorki gat né vildi laga sig að
þeirri kröfugerð sem slegið var
utan um hana. Marta er sú sem er
lengst komin i jafnréttis- og
stéttarvitund og hefur til þess
tvöfalda heimanfylgju,sósial-
istann móður sina (sem fær að
vera „jákvæðasta” persóna sög-
unnar) og læknastúdentinn sem
hún átti að vinna fyrir meðan
hann væri að ljúka námi — en
varð á brott svo fljótt sem hann
gat frá organdi barni þeirra og
' öðru veseni. Og Rósa er sú sem
enn lifir i draumi um ástina miklu
og frestar þvi sem lengst að tala
eða hugsa um það sem er óþægi-
legt: hennar hjónaband verður
allt öðruvisi en þeirra.
Samnefnari
Höfundi gengur, sem fyrr segir,
vel að koma ótal algengum
dæmum um kúgun og auðmýk-
ingu fyrir i þessu persónusafni.
Aðferð hans býður að sönnu ekki
upp á það, að hver einstaklingur
fái rækilega krufningu. En hver
manneskja er dregin skýrum
dráttum, málalengingar eru á
brott reknar og málfar hvers ein-
staklings er oftast eðlilegt og sér-
kennandi. Lesandinn á auðvelt
meðaðtrúa þvi að samsvörun við
veruleikann sé i lagi. Samnefnari
og staðfesting á ömurlegu hlut-
skipti þessara kvenna i einkalifi
jafnt sem samfélagi verður svo
verksmiðjan með ærandi hávaða,
niðurdrepandi einhæfni færi-
bandsins, misrétti (karlarnir
vinnufélagar þeirra eru yfir-
borgaðir) — og yfir öllu vofir
slysið sem getur orðið hvenær
sem er.
Hinir
Á hinum pólnum eru þeir sem
drottna yfir þessum kvennaheimi
Þær eru loksins komnar
Nú geta allir eignast
veggsamstæður
fyrir
jól
Verðið er hreint ótrú/egt.
Aðeins gkr. 838.000.-
nýkr. 8.380.-
Góðir greiðsluskilmálar.
Staðgreiðsluafsláttur.
Trésmiðjan
Laugavegi 166.
22222 — 22229.
Húsgagnaversiun
GUÐMUNDAR
Smidjuvegi 2 — Sími ^5100
úr nokkrum f jarska — þvi það er
að mestu hlaupið yfir milliliðina i
þjóðfélagsstiganum; helst að ein
persóna, Lárus verkstjóri, fari
með þeirra hlutverk. í þeim yfir-
fulla heimi ræða konurnar fjálg-
lega um hibýlaprýði meðan karl-
arnir flytja ræður um upp-
byggingu atvinnuveganna, sem
geta orðið vel spaugilegar um
leið og þær likjast mikið „ekta”
ræðum um þessi efni; hér slær
höfundur á háðstóna, en i kvenna-
lýsingunni barði beiskjan taktinn.
Það er ýmislegt vel til fundið i
lýsingunum á formanni iðnaöar-
Þar
sem
ins og varaformanni, Má Blöndal
sem á verksmiðjuna þar sem hálf
sagan gerist, einkum þeim þætti
hennar sem veit að sjálfumgleði
þeirra. Um leið verðum við öðru
hverju vörviðþað sem oft gerist i
pólitiskum skáldsögum, að and-
stæðingarnir liggja eins og'of vel
við höggi, ekki sist Már forstjóri,
sem vel gæti átt heima i annars-
konar verki, farsaættar. Hið al-
menna, tipiska, þokar i lýsingu á
„rika” heiminum til hliðar þvi
hversdagsraunsæi sem ræður lýs-
ingunni á Iðjukonunum.
Árekstrar
Sagan er safn svipmynda i
bland við upprifjanir. Atburðir
gerast ekki margir innan hennar;
við sjáum fyrst og fremst afleið-
ingar af þvi sem þegar hefur
gerst. Enda er sögutiminn
stuttur: frá föstudagsmorgni yfir
„tómstundir” helgarinnar og inn
i næstu viku. Heimarnir, hóparnir
tveir, mætast helst tvisvar. Már
vill taka afkastamikla verkakonu
út úr hópnum og yfirborga hana
— hún neitar; þaö er viss sam-
staða til, þrátt fyrir allt. Eftir
helgina er tilkynnt um væntan-
legar uppsagnir (á konum
einungis) vegna versnandi sam-
keppnisaðstöðu og ein kvennanna
slasast i vél sem allir vissu fyrir
iöngu að var hættuleg. Þaðer lögð
Vel er liklegt að lesanda finnist
hann svikinn um framvindu i
þessari sögu. Það er eMilegt: hún
sýnist endaslepp. Kannski hefur
vanda verkafólks i tviráðri bið-
stöðu i samfélaginu slegið inn i
söguna. Hér er átt við það, að höf-
undur gæti vel sagt sem svo að
hann héldi sig við likindi veru-
leikans og basta. Atvik eins og
vinnuslysið geta hleypt baráttu-
hug i fólkið, en það getur enginn
vitað hvað af honum verður. Eins
vist að hann týnist i pappirsstriði
milli verksmiðju, verkalýðs-
félagsog Oryggiseftirlits rikisins.
„Ég hef alltaf hneigst að þvi að
hlutirnir ættu að verka skýrir”,
segir Mai'ta, „en maður rekur sig
á að allt er loðið, allir hland-
volgir”.
Andstæðurnar
Ólafur Haukur Simonarson er i
þessari sögu utan við þá tvo
strauma sem einna sterkastir eru
um þessar mundir hjá sagna-
smiðum: þann sem einkennist af
frjálsum leik imyndunaraflsins
og þann sem hefur sjálfsmynd
höfundarins að þungamiöju.
Hann glimir við þjóðfélagsraun-
sæið. Hann lýsir tveim hópum
sem einna lengst veröur á milli i
þjóðfélaginu. Ef einhver væri á
þeim buxum að vilja i hverri
raunsæissögu fá einskonar „rétt
hlutföll” i veruleikamyndina, þá
gæti hann vel spurt: Hvar er allur
sá mikli grúi fólks, sem hefur
miðstéttarkjör og miðstéttar-
hugarfar um flest og setur hina
stóru istru á þjóðarskrokkinn —
þvi þessi hópur er lang fjöl-
mennastur? Jamm. Það er lik-
legt, að Olalur Haukur láti af
ásettu ráði litið fyrir þvi fólki
fara. Með þvi að fá einkum þeim
stað i skáldsögu sinni sem snauð-
astir eru og þeim sem gull-
tryggðastir heita ber hann fram
andmæli við þeim litilþæga póli-
tiska skilningi, sem telur að allar
andstæður i samfélaginu séu að
hverfa með áfangasókn allra inn
að miðju (Einhver sagði reyndar
að hinir dugmiklu væru að ryðja
öðrum braut uns allir stæðu á
tindinum!). Það sem sterkast
verður i hinni pólitisku skirskotun
sögunnar, sem birtist i fyrr-
greindum andstæðum, er þaö,
hve rækilega hún minnir á það, að
i efnuðu þjóðfélagi er að mörgu
leytÞerfiðara aö vera fátækur en
þá og þar sem öreigar eru
sannarlega meirihiuti i þjóð-
félagi. Um leið og höíuðviöíangs-
efni hans er að sýna að öreigar
samtimans eru fyrst og fremst
konur; hlutskipti þeirra er kúgun
á tveim hæðum. Þar með er lika
komið að þeirri sérstæðu hindrun
á vegi jafnréttisbaráttu, að konur
hitta fyrir á vinnustað ekki
stéttarbræður, heldur eru karlar
þar með nokkrum hætti millistétt
á uppleið, meðan þær sjálfar
brjótast um i hörðum vitahring.
AB
6
niður vinna — stéttarvitundin vex
mundi það heita á pólitisku máli.
Allar standa konurnar saman,
a.m.k. á þessu augnabliki. En má
vera að samstaðan gufi upp innan
fárra daga; einni vél verður hent,
allar konurnar endurráðnar i bili
— um þaðverður engu spáð. Ekki