Þjóðviljinn - 10.12.1980, Síða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1980, Síða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 10. desember 1980. — 280. tbl.—45. árg. jBankamenn aö j semja? Jóla- blaö Þjóðviljans Jólablað Þjóðviljans, fyrri hluti, fylgir blaðinu i dag. Meðal efnis: Vestur-Berlin, borg í gerjun, frásögn eftir Sigurð A. Magnússon: Eggjapúns, smásaga eftir Tove Ditlevsen: Er þetta ekki sonur hans Jóseps og hennar Mariu? Ágúst Vig- fússon rif jar upp kynni sín af Jóhannesi úr Kötlum: barnasaga, ljóð, greinar o.m.fl. Verkfall bankamanna: i í ■ i ■ i ■ i ■ i ■ L — Við höfum unnið sleitu- laust undanfarna daga, það hefur aldrei unnist betur en i dag og við vinnum enn af kappi, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson foringi rikis- sáttanefndar, er hann var spurður tíðinda úr banka- mannadeilunni, rétt um mið- ■ nætti i gær. * i viðtölum við ýmsa aöila i gær, sem tengdir eru banka- mannadeilunni, rikti óvenju mikil bjartsýni um að lausn deilunnar væri á næsta leiti og þau ummæli Vilhjálms um að aldrei hafi unnist betur cn i gær styðja þetta. I ■ I ■ I -S.dór Undanþága fyrir lyf Erum annars strangir á hvers konar undanþágur segir Jón ívarsson í verkfallsnefnd SÍB — Þetta hefur allt verið i föst- um skorðum hjá okkur i dag,og ekkert það hefur komið upp varð- andi verkfallið sem við höfum þurft að skipta okkur af, sagði Jón ivarsson,sem á sæti i verk- fallsnefnd bankamanna,i viðtali við Þjóðviljann i gær. Aftur á móti hafa okkur borist all margar beiðnir um undanþág- ur, sagði Jón, en það eina sem gefin hefur verið undanþága fyrir er afgreiðsla á lyfjum, og við treystum þvi að innflytjendur þeirra segi það satt að skortur sé á þeim lyfjum, sem þeir báðu um afgreiðslu á. Annars er reglan hjá okkur sú,að það er verkfall hjá bankamönnum og undanþágur ekki veittar nema i neyðartilfell- um. Jón sagði að mest af þeim undanþágubeiðnum sem borist hefðu væru frá innflytjendum, sem vildu leysa út vörur. Ein undanþágubeiðni barst frá fyrir- Áburðarverksmiðjan: 50% stækkun fyrirhugud Ákveðið á nœstunni hvort tekið verður þýsku eða frönsku tilboði i verksmiðjuna Um nokkurra ára skeið hafa átt sér stað umræöur um stækkun Áburðarverksmiðjunnar i Gufu- nesi, sem orðin er alltof litil. Hún framleiðir aðeins 43 þúsund lestir af áburði á ári, en heildar notkun á áburði hér á landi er um 70 þús- Nú tekur ÁTVR við ávísunum! Afengis- og tóbaksverslun rikisins hefur ákveðið að taka við ávisunum sem greiðslu fyrir áfengi á meöan verkfall banka- manna stendur. Verða ávisan- irnar að vera stílaðar á ATVR og gefnar út fyrir sömu upphæð og keypt er fyrir. Fyrir nokkr- um árum hætti ATVR að taka við tékkum vegna misferlis, en verslunarstjórar i áfengisútsöl- unum höfðu þá lent i vandræð- um vegna innistæðulausra ávisana. und lestir. Nú hefur verið ákveðið að hefjast handa um að stækka verksmiöjuna um 50%,cn að sögn Ifjálmars Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Aburðarverk- smiðjunnar,hefur enn ckki verið ákveðið hvenær hafist verður handa. Annars varðist Hjálmar allra frétta af málinu, sem hann sagði vera á viðkvæmu stigi, en eftir svo sem eins og tvær vikur myndi málið skýrast. Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst er það ákvörðunartaka um tilboð i verksmiðjustækkunina sem á stendur. Þarer um að ræða franskt og v-þýskt tilboð, sem liggja mjög nærri hvort öðru en eru þó ólik hvað gerð búnaðar snertir. Heyrst hefur að tslend- ingar hallist fremur aö franska tilboðinu, en Þjóðverjarnir eru mjögýtnirog munu ætla að senda menn til tslands i þvi skyni að fá stjdrn Aburöarverksmiðjunnar til að taka þýska tilboðinu. Aðspurður sagði Hjálmar Finnsson, að Aburðarverksmiðj- an hefði öll tilskilin leyfi til aö hefjast handa við stækkun verk- smiðjunnar og það væri ekki spurning um hvort, heldur hvenær hafist yrði handa. —S.dór Verkfallsverðir bankamanna ráða ráðum sínum i húsakynniim SiB i gær. (l.jósm. —gel- tæki sem sagðist þurfa að fá út- leysta ávisun svo hægt yrði að greiða laun hjá fyrirtækinu um næstu helgi. Þvi miður getum við ekki sinnt slikum málum, sagði Jón. Þá sagði Jón að margir byðu sigfram til starfa á verkfallsvakt og annað sem sinna þyrfti i verk- fallinu og að það væri mikill baráttuhugur i bankamönnum. — Auðvitað vona allir að verk- Yoko Ono Lennon og John Ono Lennon. Myndin er tekin i haust I tilefni nýrrar plötu þeirra hjóna, fyrstu Lennon plötunnar i sex ár. John Lennon myrtur í New York fallið leysist sem fyrst, en við er- um ákveðnir i að ná fram okkar rétti; það er búið að fella ein samningsdrög og eina sáttatil- lögu, sem sýnir að menn lúta ekki að hverju sem er og það þýðir ekkert að sýna bankamönnum annað en raunhæf samningsdrög eftir þá samningalotu sem nú stendur yfir, sagði Jón. Það var mikill mannfjöldi i húsakynnum SIB, þegar Þjóö- viijamenn bar þar að garði i gær, fólk sem býður sig fram til starfa fyrir stéttarfélag sitt i verkfall- inu. Að lokum skal það tekið fram að i fyrradag náðist fullt sam- komulag milli SÍB og Seölabank- ans um hverjir mættu sinna þar störfum. Það er ekki rétt sem i Þjóðviljanum sagði i gær aö þar hefði. deila átt sér stað. —S.dór John Lennon, tónskáld, tcxtahöfundur, söngvari og bi'till var myrtur i New York borg i fyrrakvöld. Að þvi er segir i fregnum sat 25 ára gainall maður fyrir honum er hann kom heim ásamt konu sinni Yoko Ono og hóf á þau skothrið eftir að hafa skömmu áður beðið um eiginhandar- áritun á nýja plötu þcirra. Lennon lést þegar i stað, cn Yoko siapp ómcidd. John Lennons verður eflaust lengi minnst af þeirri kynslóð sem nú er að lifa sin mannddmsár. Hann og félag- ar hans I The Beatles voru undanfarar þeirrar miklu uppreisnarbylgju sem reis hvað hæst árið 1968. Þeir komu af stað bitlaæðinu svo- kallaða; börn og unglingar risu gegn viðteknum hefðum, létu hár sitt vaxa, klæddust nýrri tisku og gerðu tónlistina að miðpunkti lifsins. Lengst verður Lennons þó minnst fyr- ir lögin sem hann samdi og söng. Hann var eitt af táknum sjöunda áratugsins, sem hafði mikil áhrif á ungt fólk, en hann var um leið maður sem hafði boðskap að færa, boðskap ástar og friðar (All you need is love). Sælir eru friðflytjendur þvi þeir munu rikið erfa,segir á einum stað; vist er um það að arfur John Lennons lifir áfram i tónlist- inni og minningum þeirra sem á hann hlýddu. _ká • r sja opnu Spáð tannskemmdum i skepnum: Varað við heyi af öskufalls- svæðinu Mælingar á flúormagni i bein- um Ursláturlömbum af öskufalls- svæðunum, sem tekin voru til rannsóknar i haust, sýna aö beinin hafa tekið til sin verulegt flúormagn á öskumenguðu landi. Búast má við, að eitthvað muni bera á tannskemmdum i skepn- um sem eru að taka út vöxt á þessum svæðum. Ariðandi er að tryggja öllu búfé á öskufallssvæðinu næga stein- efnagjöf i vetur. Komið hefur i ljós, að verulegt öskumagn hefur borist i hlöður með öskumenguðu heyi. Flúor- magn i sliku heyi er svo hátt, að varastber að gefa það ungviöi, og helst ætti ekki að fóðra annað bú- fé á þvi eingöngu, ráðleggur sam- starfsnefnd rannsóknastofnana um flúormælingar vegna siðasta Heklugoss i fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér i gær.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.