Þjóðviljinn - 10.12.1980, Qupperneq 5
Miðvikudagur 10. desember 1980. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5
Málaferlin í Peking:
Nurnbergréttarhöldin
eöa Stalínshreinsun?
Afram heldur réttarhöldum yfir fereykinu svonefnda i Peking og sig i öðrum tilvikum með þvi að hún hafi farið að lögum. Hún hefur
hcrshöfðingjum þeim sem sakaðir eru um valdaránstilraun og fleiri borið höfuðið hátt fyrir rétti, og Dagblað alþýðunnar i Peking hefur
afbrot. Og áfram heldur hin frægasta meðal sakborninga, Jiang látið sér það gremjast og skrifað að hún hafi ekki gleymt leikaratil-
Qing, ekkja Maós formanns, að neita ýmsum sakargiftum og verja burðum sinum.
Þekktur bandariskur sér-
fræðingur i kinversku réttarkerfi,
Jerome Cohen, hefur fylgst meö
réttarhöldunum frá byrjun. Hann
telur, að það sé rangt að likja
þeim við hreinsunarréttarhöld
Stalfns á fjórða áratugnum. öllu
heldur minni þau á striðsglæpa-
réttarhöldin i Ntirnberg yfir
helstu leiðtogum nasista, sem
haldin voru nokkru eftir að seinni
heimsstyrjöldinni lauk.
Hefnd sigurvegara
Eins og i Niirnberg er hér um
að ræða hefnd þeirra sem fóru
fréttaskýring
með sigur af hólmi. I báðum til-
fellum sitja á ákaérubekk menn
sem frömdu mikil afbrot gegn
landsfólkinu og eru þvi hataðir af
miljónum manna, segir Cohen.
Hann minnir á það, að réttarsér-
fræðingar séu ekki á einu máli um
það réttlæti sem viðhaft var i
Níirnberg, vegna þess að þar voru
menn dæmdir eftir lögum sem
sett voru eftir að brotin voru
framin. Slikrar tviræðni verður
einnig vart i þessum réttar-
höldum, segir hann.
Kinverjar leggja áherslu á að
réttarhöldin fjalli ekki um póli-
tiskar yfirsjónir heldur afbrot
hvers og eins. En erlendir athug-
endur, og þeirra á meðal fyrr-
greindur, prófessor Cohen, telja
réttarhöldin pólitisk. Hann telur
þó, að það sé mjög erfitt að kveða
upp úr um það, hvað eru pólitisk
afbrot og bætir þvi við, að i Kina
séu menn dæmdir fyrir gjörðir
sem ekki eru refsiverðar á
Vesturlöndum.
Ekki pyntaðir
Hann telur að almenningur i
Kina vilji að sakborningum sé
refsað. Hann telur sig einnig sjá,
að þeir hafi ekki sætt pyntingum
eða heilaþvotti og sýnist sér, að
þeir séu betur á sig komnir en
aðrir þeir sem hann hefur séð
koma fyrir rétt i Kina. En hann
viðurkennir um leið, að hann viti
ekki annað en það sem sjá má i
sjón varpsútsendingum frá
réttarsal, og þar komi ekki allt
fram.
Hinn bandariski prófessor
hefur og sitt hvað við það að
athuga, að bersýnilega verður
þeim sakborningum sem játa og
eru samvinnuþýðir við dómara
umbunað, en þeim sem þrjóskast
Lífebaráttu-
ljóö eftir
Birgir Svan
Ljóð úr lifsbaráttunni heitir
fjórða ljóðabók Birgis Svans, sem
áður er þekktur bæði fyrir „hrað-
fryst” og „nætursöltuð” ljóð.
í bókarkynningu segir á þá leið,
að Ljóð úr llfsbaráttunni birta
myndir úr lifi reykviskrar sjó-
mannafjölskyldu. Drengurinn og
foreldrarnir, amman og nágrann-
arnir — allt er þetta lifandi fólk
sem mun hrifa lesandann með sér
inn i miskunnarleysi hversdags-
lifsins, inni drauma og erjur, sorg
og gleði.
Sviðið er i Vesturbænum, það er
litast um við höfnina, kikt inn i
frystihús og smiðjur, spjallað við
rakarann, verslað við brotajárns-
salann og tekið eftir Pétri Hoff-
mann þar sem hann mundar
öxina góöu...
Þetta er samfelldur bálkur og
fylgir honum mikið safn ljós-
mynda.
við refsað þeim mun harðar. En
hann er ekki i vafa um að sakar-
giftir séu réttar.
Kerfi fyrir rétti?
En þar m.eð er að sjálfsögöu
ekki nema fátt eitt sagt. Sænski
vinstrisinninn og rithöfundurinn
Anders Ehnmark segir i nýlegri
grein um réttarhöldin: Ef að
ákærurnar eru réttar, þá eru þar
með upp vaktar alvarlegar efa-
semdir um það stjórnarfar sem
við lýði var, og þá um dómara og
ákærendur dagsins i dag sem
einnig þá voru i áhrifastöðum, já
um allt byltingarskeiöiö fram að
siðustu mannaskiptum I valda-
stólum... Hvort sem sagt er að
ásakanirnar séu réttar eða
rangar, eru útskýringar allar
mjög ófullnægjandi. Þvi lengur
sem haldið er áfram, þeim mun
sterklegar hafa menn það á til-
finningunni að það sé sjálft eins-
flokkskerfið sem eigi að kalla
fyrir rétt. Kerfi sem getur ekki
greitt úr ágreiningi og and-
stæðum nema með makki og
skyndilegum útskúfunum,
kannski ekki með öðru en dýna-
miti.
AB
Bestu barna- og
unglingabækurnar
valcíís óskarsdótt
sbwi’oa S«f;«ilriK’,WÍW
born eru líka fólk
Astrid Lindgren:
K. M. Peyton:
Sýndu að þú sért hetja
Eftir höfund bókanna um Patrick Penn-
ington. Æsispennandi saga um Jóna-
tan, 16 ára son milljónamærings, sem
lendir í klóm mannræningja, og um við-
brögð hans, fjölskyldu hans og Péturs,
vinar hans. Þýðandi Silja Aðalsteins-
dóttir
Verð kr. 8.890. Félgasverð kr. 7.560.
Jóhanna Álfheiður Steingrímsdóttir:
Veröldin er alltaf ný
Gaukur og Peria lenda í ýmsum ævin-
týrum og uppgötva veröldina í samein-
ingu. í túninu fundu þau þyngdarlög-
málið en dularfyllstur og mest spenn-
andi er þó sandkassaheimurinn. Þang-
að kemst fullorðna fólkið ekki, því það
er veröld sem Gaukur og Perla eiga út
af fyrir sig.
Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350
Ásrún Matthíasdóttir:
Vera
Vera er 5 ára og býr hjá pabba sínum,
en mamma hennar á heima úti í bæ.
Vera er hress stelpa og sjálfstæð og
ekki alltaf sátt við það sem talið er gott
og hollt fyrir litla krakka...
Verð kr. 7.905. Félagsverð kr. 6.720.
Valdís Óskarsdóttir:
Börn eru líka fólk
Viðtöl Valdísar við tíu börn á aldrinum
3-10 ára um lífið á jörðinni, uppi í
himninum hjá Guði-og hjá Ijótu skrött-
unum inni í jörðinni. Bráðskemmtileg
fyrir börn - og fróðleg fyrir fullorðna.
Verð kr. 8.645. Félagsverð kr. 7.350.
Gunilla Bergström:
Góða nótt Einar Áskell
Flýttu þér Einar Áskell
Svei-attan Einar Áskell
Þrjár fyrstu bækurnar um Einar Áskel,
fimm ára strák sem býr einn með
pabba sínum og hefur alls staðar orðið
uppáhald yngstu barnanna. Þetta eru
gullfalleg hversdagsævintýri, fyndin og
prýdd skemmtilegum teikningum höf-
undar. Þýðandi Sigrún Árnadóttir.
Verð hverrar bókar kr. 3.950. Félags-
verð kr. 3.360.
Madditt
Madditt er ný sögupersóna sem ís-
lenskir lesendur hafa ekki áður kynnst,
sjö ára stelpa sem er engum lík þó að
hún minni stundum á Emil í Kattholti
því að hún gætir sín aldrei.. .fyrr en
eftir á. Þýðandi Sigrún Árnadóttir
Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560.
Astrid Lindgren:
Ég vil líka fara í skóla
Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin
og skemmtileg saga um Lenu litlu sem
fékk að fara í skólann með bróður sín-
um einn dag. Þýðandi Ásthildur Egils-
son.
Verð kr.4.940. Félagsverð kr.4.200.
Haraldur Guðbergsson:
Þrymskviða
Baldursdraumur
Tvær undurfallegar bækur með snilld-
arlegum teikningum Haralds Guð-
bergssonar við lítið sem ekkert styttan
texta Eddukvæðanna. Erfiðustu orðin
eru skýrð í bókunum. Er hægt að hugsa
sér skemmtilegri aðferð til að kynnast
fornum heirrii?
Verð hvorrar bókar kr. 8.890. Félags-
verð kr. 7.560.
Astrid Lindgren:
Enn lifir Emil í Kattholti
Hér er þriðja bókin - og sú skemmtileg-
asta - um Emil í Kattholti frumprentuð
á íslensku. í þessari bók er sagt frá
ýmsum skammarstrikum Emils, en líka
frá því þegar hann drýgði dáð sem allir
Hlynskógarbúar glöddust yfir. Þýðandi
Vilborg Dagbjartsdóttir
Verð kr.8.890. Félagsverð kr. 7.560.
Mál tty og menning