Þjóðviljinn - 10.12.1980, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.12.1980, Síða 13
Miðvikudagur 10. desember 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Kynningarfundur Amnesty um Mið-A usturlönd: Ögmimdur Jónasson stýrir umræðum i tilefni Mannréttindadags Sanieinuðu þjóðanna, sem er i dag, heldur islandsdeild Amnesty International almennan fund kí. 20:30 í kvöld í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut. Þetta á að veröa kynningar- fundur um Mið-Austurlönd. Það hefur lengi verið á starfssviði Viltu lesa bók á band fyr- ir blinda? Um þessar mundireru liðin 5 ár siðan Borgarbókasafn og Blindrafélagið hófu samstarf um framleiðslu og dreifingu hljóð- bóka. Meðal þess sem Blindrafélagið leggur fram er aðstaða til hljóð- upptöku, og fer innlestur bókanna fram i hljóðbókagerð Blindra- félagsins að Hamrahlið 17, Reykjavik. Á siðustu mánuðum hefur verið unnið að stórfelldum endurbótum á húsakynnum og tækjakosti hljóðbókagerðarinnar að tilstuðlan Lionsklúbbsins Njarðar sem gaf þangað fullkom- inn upptökubúnað, svo að nú er fyrir hendi aðstaða sem er fylli- lega sambærileg við þaðsem ger- ist i bestu hljóðbókagerðum á Norðurlöndum. Allur lestur bóka fer fram i sjálfboðavinnu. Vegna þess að starfsemin hefur legið niðri um nokkurt skeið vantar nú fólk sem vildi taka að sér lestur á nýútkomnum bókum. Blindir og sjónskertir njóta aðeins þeirra jólabókmennta sem lesnar eru inn hjá Hljóðbókasafninu eða ætt- ingjar lesa fyrir þá. Það er alkunna að nýjar bækur eru meðal helstu umræðuefna um jól, en komist jólabækurnar seint eða alls ekki á kassettur fyrir blinda og sjónskerta eru þeir af- skiptir þeirri umræðu. Þvi er mjög brýnt að sem mest sé lesið sem fyrst — með leyfi höfunda — af nýútkomnum bókum. Það væri þvi vel þegið að fólk sem tóm hef- ur til að deginum gæfi sig fram til lestrar á svo sem einni jólabók. Upplýsingar eru gel'nar i Hljóð- bókasafninu að Hólmgarði 34 i sima 86922 eða i hljóðbókagerð Blindrafélagsins að Hamrahlið 17, simi 33301 Gull- rúsínan í pylsu- endanum Ásgeir Hannes Eiriksson gripur til ýmissa uppátækja til að hafa lif og fjör og viðskipti við pylsu- vagninn sinn i Austurstræti. Nú hefur hann fengið starfsmenn Sláturfélags Suðurlands til að setja forláta gullrúsinu með inn- greyptum demanti i pylsu nokkra i stórum pylsupakka og fær ein- hver viðskiptavinurinn þess«pylsu næstu daga eða i siðasta lagi á Þorláksmessu. Gullrúsinan er smiðuð hjá Gulli og Silfri að Laugavegi 35 og virt á hálfa miljón króna eða þar um bil. Sá sem kaupir pylsu hjá As- geiri Hannesi á næstunni og verö- ur var við hart þegar hann bitur i hana veit þar með að hann hefur fengið gullrúsinuna i pylsuendan- Amnesty að kynna málefni ein- stakra heimshluta. Þá er ein rannsóknardeild Amnesty i London helguð Mið-Austurlönd- um. Til umræðna um málefni þessara landa hefur islandsdeild- in fengið fréttamennina Áslaugu Ragnars, Friðrik Pál Jónsson og ögmund Jónasson, ennfremur Björn Þorsteinsson, kennara og forstöðumann Þróunarhjálpar islands, og Kristján Búason, dósent við Guðfræöideild Háskóla islands. ögmundur mun stjórna umræðunum. Þá hefur Askell Másson tónlistarmaður lofað að vera deildinni innan handar um val hljómlistar frá þessum heimshluta. öllum er heimil þátttaka i fund- inum. Tilgangur hans er að auka þekkingu almennings á þessum löndum og reyna að skapa áhuga- verða umræðu um ástand þessa heimhluta sem svo mjög hefur verið i fréttum. Hagkvæmara Framhald af bls. 2 menn á þvi að hafa útborgun sem hæsta, ekki sist vegna skattalaganna. Útborgun er nú að jafnaði 75—80% kaupverðs. Þetta er óguðlega hátt hlutfall, sagði Stefán. Niðurgreiddar lóðir — Borgin greiðir nú hátt i 10 miljónir með hverju húsi sem lóð er úthlutað undir. Þvi væri hagkvæmt að út- hluta þessum peningum beint i stað þess að greiða niður lóðirnar. Reykjavikurborg fengi af þvi beinan fjárhags- legan hagnað að úthluta til dæmis 7 miljónum króna til barnafjölskyldu svo hún geti keypt eldra húsnæði i stað þess að byggja i Breiðholtinu, sagði Stefán Ingólfsson að lokum. Þaö verdur Framhald af bls. 7 með Islendingum,spyr einhver? — Það er auðvitað öðruvisi. Allt. Landið. Aðstæður. Veðrið. Þaðhefði ekki verið hægt að gera þetta nema með Islendingum sem þekkja aðstæður, tæknimönnum og leikurum. Aðrir hefðu löngu verið búnir að gefast upp. Vissu- lega hef ég orðið fyrir áhrifum hér. Það er mikil reynsla að vinna með nýju fólki, öðruvisi fólki. Erfitt? Jú. En það er erfitt yfir- leitt að vera Þjóðverji og eiga enga sögu lengur, ekkert. Kannski er það þessvegna sem ég er hér. —vh Athugasemd Kramhald af bls. 10. þingi ASl og sagöi frá þvi, eins og raunar blaðamenn annarra blaða sem sátu þingið, þegar Karl Steinar fór á bak við krataliðið og bauð Alþýöubandalaginu uppá samvinnu, langar mig að gera stutta athugasemd við þetta bréf. Um ástarjátningar þessara ágætu Alþýðuflokkskvenna til Karls Steinars i fyrri hluta bréfs- ins læt ég mig engu varða, enda eiga utanaðkomandi ekki að blanda sér i slik mál. En hvað varðar frásögnin af þvi þegar Karl Steinar bauð Alþýðu- bandalaginu uppá samstarf vii ég taka fram, að morguninn, sem þetta barst út á þinginu, daginn, sem Vi'sir sagði frá þessu, hafði Alþýðuflokksfólk á þinginu ekki hugmynd um tilboð Karls Stein- ars. Karvel Pálmason sagðist ekki hafa heyrt á málið minnst og að þetta væri gert án samráða við sig. Hann hefur raunar staðfest þetta óbeint i viðtali við Morgun- blaðið i siðustu viku, þar sem hann segir um þetta mál: „Hinsvegar virðist það vera að innan hóps kommúnista sé æði marga menn að finna, sem gjör- samlega er útilokað að ræða við i trúnaði”. Og þótt þær. Guðriður og Ragna séu að reyna að bera i bætifláka fyrir Karl Steinar með þvi að segja, að hann hafi haft samráð við kratahópinn þegar hann bauð Alþýðubandalaginu uppá sam- vinnu, þá vita þær ósköp vel að þetta er ósatt. Mig grunar eftir að hafa séð þessa hjartagæsku þeirra að þær séu i „góðramanna hópnum” i Alþýðuflokknum, samkvæmt skilgreiningu Vil- mundar á flokksfélögum sinum. Þá segja þær stöllur að Karl Steinar hafi notið fulls stuðnings kratahópsins á þinginu, en hann hafi óskað eftir að hætta i mið- stjórn ASl til þess aö kona kæmist að. Að sögn kunnugra lenti Karl Steinar alltaf i 4. sæti þegar kosið var innan kratahópsins um hverja ætti að setja á lista upp- stillingarnefndar. Maður brosir að brandaranum um að Karl Steinar hafi sýnt eitthvert göfug- lyndi og staðið upp fyrir einhverj- um úr miðstjórn ASt; Karl Steinar stendur ekki upp fyrir einum né neinum i framapoti sinu i pólitik. Og þú, Guðriður min, ættir kannski kvenna sist að tala um illa meðferð á konum við kjör til stjórnar ASt; þeir fóru ekki svo fallega með þig félagar þinir i Al- þýðuflokknum, þegar þeir felldu þigúr miðstjórn, þar sem þú áttir sæti á siðasta kjörtimabili. Hitt er aftur satt og rétt, að meðferðin á ykkur Bjarnfriði við miðstjórnarkjörið er flokkum ykkar og raunar öllum þingfull- trúum á þingi ASt til skammar. Þvi, að jafnvel þótt Þórunn hafi verið harðari að pota sér áfram innan kratahópsins á siðasta þingi en þú Guðriður min, þá var ástæðulaust að fara svona með þig. Með von um að sárin grói fljótt og að einhverntimann komi að þvi að eining riki innan Al- þýðuflokksins, þannig að ,,góða fólkið” „viðunandi fólkið” og „skitapakkið” nái saman. S.dór. Ragnar Framhald af bls. 16 frumvarps frá rikis- stjórninni um sérstaka tekjuöflun til styrktar iðnaðinum i stað aðlögunar- gjaldsins, sem fellur niður um áramót. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár var gert ráð fyrir tekjum af aðlögunargjaldinu upp á 2,8 miljarða króna. — Hjör- leifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra hefur itrekaö gert tillögur um framlengingu aðlögunargjaldsins, þannig að það félli niður i áföngum á tveimur næstu árum, en um það hefur ekki fengist sam- komulag i rikisstjórninni. Við minnum á Happdrætti Þjóðviljans 1980 Innheimtustarf Maður með bíl óskast til innheimtustarfa i nokkra daga. Uppiýsingar gefur framkvæmdastjórinn. pjoovujm Siðumiila 6 ALÞYÐUBAN DALAGIÐ Happdrætti Þjóðviljans Alþýðubandalagsfélagar i Reykjaviksem tekið hafa að sér aö dreifa og innheimta happdrætti Þjóðviljans 1980 eru hvattir til að ljúka störfum og gera skii sem fyrst. Hafið samband við skrifstofuna og fáið gefið upp hverjir eru búnir aö greiða. Alþýðubandalagið i Reykjavik Opið hús á Grettisgötu 3 Alþýðubandalagið i Reykjavik gengst fyrir opnu húsi n.k. fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Grettisgötu 3. Þórhailur Sigurðsson leikari les kafla úr bók Einars Olgeirssonar „Island i skugga heimsvalda- stefnunnar”. Einar Olgeirsson mætir og rabb- ar við fólk um efni bókarinnar, einnig verður tónlist og fjölda- söngur. Félagar fjölmennum og njótum góðrar kvöldstundar yfir kaffi og Kinar O. Þórhallur kökum. Jólaglögg veröur borið fram fyrir þá sem það vilja. Stjórn ABR Vestmannaeyjar - eyjar OPIÐ HÚS verður að Bárugötu 9 frá kl. 4—7 laugardaginn 13. desember. Garðar Sigurðsson veröur á staðnum. Vestmanna- Garðar Félagsgjöld ABR Félagar i Alþýöubandalaginu i Revkjavik sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld fyrir I980er hvattir tíl aðgera þaðsem allra fyrst. Stiórn ABR Alþýðubandalagsfélagið i Bolungarvik Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 10. des. að Holtabrún 14 (heima hjá Gisla Hjartar) kl. 20.30. Dagskráin: Fréttir af landsfundi — önnur mál. Stjórnin. — í blööunum eru skrifaöar æsifréttir um unglingavandamál og aftur unglingavandamál, sem er í rauninni vandamál þeirra fullorönu . . . — Tískuhönnuöir, plötusalar, útgefendur unglingatímarita og eiturlyfjasalar, allir keppast þeir viö aö sjúga af unglingunum peninga og gera þá aö sérstæöum þjóðflokki . . . „Ásdís sá hvar Sævar fékk æöiskast, öskraöi eins og Ijón á dauöastundu og reiddi hnefann til höggs. Hann skall í maga Gunnu og hún veinaöi. Ásdís stífnaöi. — Stoppaöu æpti hún. — Stoppaöu, hún er ófrísk . . .“ — Ég veit þaö, sagöi Erla viö son sinn og var klökk. — Ég get ekkert aö því gert. Ég er róni og ræfill. Ég er alki. Ég er djöfulsins alki . . . — Kíktu inn viö tækifæri, bauö Ásdís. — Viö skulum þá ræöa þessi mál betur. Ég hef alltaf þörf fyrir samræöufélaga. Tónninn í oröum hennar var hlýr og tælandi. Bókin „Gegnum bernskumúrinn" er skrifuð af unglingi um unglinga. Hún lýsir á spennandi hátt mnbyrðis baráttu íslenskra ungmenna og átök- um þeirra við umhverfi sitt. — Gegnum bernsku- múrinn er bók sem á erindi til okkar allra. BÓKAÚTGÁFA ÆSKUNNAR

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.