Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 5
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 HINIR BROTTNUMDU ÍSLENDINGAR rism form. SosSalblaH t 4. þir.gm. RovKvíkmao, ritsljófí l>jódviijíms SÍGURDIIR OlinMUNDSSOK, btaðam, I>)óðviljans, SIÖFÖS iiAUTAUSQN', ' varöform Sósíoíjslafi., ribtjón Djódviíjöns. erkifjandann Hitler og siöan töku Póllands 1939, eöa innlimun Eystrasaltsrikjanna. 1940. Slikt heföi sannarlega verið vert aö fjalla um nær hálfri öld eftir þessa voðaatburði. Ég hygg, að menn eigi anzi erfitt með að fallast á það sjónar- mið Einars, að hernámið 10. mai 1940 hafi eingöngu lýst „ágengni erlends auðvalds og hervalds á tslandi”, eins og hann tekur til orða. Á þeim h'ma flæddi nazism- inn yfir Evrópu með ómældum þjáningum fyrir alþýðu Vestur- landa, sem lentu undir hrammi hans, og viðbúið, að hann gleypti alla álfuna. Bretland — hvað sem um framferði þess má segja i ný- lendunum — var þrátt fyrir allt borgaralegt lýðræðisriki, þar sem skoðanafrelsi og umburðarlyndi varrikjandi. Þetta rikistóð i raun eitt uppi á válegum timum i bar- áttu við villimennskuna, þar sem brugðið gat til beggja vona. Þaö var þvi' i fyllsta máta eðlilegt, að þeir vildu koma i veg fyrir, að nazisminn næði tangarhaldi á ís- landi og þrengdi þar með stórum athafnasvið Breta. Hernám Is- lands hlaut að vera óhjákvæmi- leg aðgerð til að styrkja stöðu þeirra og hinna andnazistisku afla. Manni skilst lika, að það hafi verið mörgum tslendingum léttir að vita, hverjir það voru, sem hér stigu á land vorið 1940, — þótt vitaskuld yrðiaðmótmæla sliku á formlegan hátt sem skerðingu á sjálfstæði og hlutleysi Islands. Auðvitað urðu menn að „standa á verðigegn hvers konar yfirtroðsl- um Breta”, eins og Einar segir. Það hlaut m.a. að vekja andstöðu þegar beita átti herliðinu i kjara- átökum alþýðu og fangelsun verkalýðsleiðtoga og stjórnmála- manna, þ.á m. Einars sjálfs og tveggja félaga hans við Þjóðvilj- ann vorið 1941.1 þvi sambandi má sérstaklega geta frásagnar Ein- ars um handtökuna og herleiðing- una til Bretlands, en það er fróð- legur og einkar læsilegur þáttur. Einnig er góður fengur að frásögn þeirri, sem Einar fléttar inn i styrjaldarsöguna um norska skáldið Nordahl Grieg, sem hingaðkom á þessum árum. Frá- sögn Einars er gædd aðdáun og yljuð hlýju i garð þessa þokka- fulla og þjóðholla skálds, sem fómaði lifi si'nu i baráttunni gegn fasismanum. 1 þriðja kafla bókar Einars 01- geirssonar eru meginþættir þrir: „Lýðveldisstofnun”, „Lifskjara- byltingin” og „Landhelgisbar- áttan”. Allt eru þetta stórfróð- legir þættir og lýsa viðburðarikri og merkri sögu, þar sem Einar sjálfur gegnir mikilsverðu hlut- verki og hæfileikar hans til jákvæðs árangursriks starfs i þágu þjóðarinnar hafa notið sin bezt. Svo var komið fyrir þeirri sósialistisku hreyfingu, sem hafði veriðhæddog hrakiná alla lund i upphafi styrjaldar, að tveimur árum siðar, — frá 1942, — varð fátt gert á sviði þjóðmála án þess fulltrUar hennar væru til kvaddir. Með orðum Einars: „Timabil valdajafnvægis þessara tveggja andstæðu valdastétta i islensku þjóðfélagi var hafið”. Hápunktur þessarar þróunar var lýðveldisstofnunin 1944 og myndun nýsköpunarstjórnar- innar sama haust, þar sem hinir tveir andstæðu pólar i islenskum stjórnmálum, Sósialistaflokkur og Sjálfstæðisflokkur, tóku hönd- um saman um nýsköpun atvinnu- veganna á þeim grundvelli, sem Einar Olgeirsson hafði öðrum fremur mótað i sinni frægu ný- sköpunarræðu i' september 1944. Þarkom framsýni hans og stjórn- list skýrast i ljós um leið og þar birtist trU hans á glæsilega fram- tið þjóðarinnar, ef hUn bæri gæfu til að feta réttan veg. Það er merkilegt að lesa i þessum kafla frásögn Einars um það, hversu náin tengsl urðu á milli hans og Ólafs Thors i sambandi við mynd- un nýsköpunarstjórnarinnar, hvernig þessir fornu andstæð- ingar sliðruðu sverðin og létu framar öðru þjóðarheiil ráða ferðinni, og sannar það vel, hvernig andstæð öfl eru stundum knUin við sérstakar aðstæður til ábyrgðartilfmningar, sem gengur þvert á öll kenningakerfi. Það má þvi óhikað leggja áherzlu á ummæli Ólafs Thors við Einar, þegar stjórnin var i burðarliðn- um: „Einar, við erum báðir miklir gæfumenn, ef þetta tekst”. Og þetta tókst, þrátt fyrir Urtölur og hrunsöng i ýmsum áttum, og þótt samstarfið varaði aðeins i tæp tvö ár urðu hinar „sögulegu sættir” gæfa islenzku þjóðarinnar og báðum þessum óvenju litriku og hæfileikamiklu stjórnmála- mönnum til ævarandi sóma. Hitt hef ég aldrei skilið, hvers vegna Einar hafnaði þvi að verða at- vinnumálaráðherra i stjórninni og þar með aöalstjórnandi sjávarUtvegsmála á Islandi, sem hann vildi gjörbylta, enda var ÓlafurThors mjög óánægður með þær málalyktir að sögn Einars. Iþessum kafla eru ýmsar bráð- skemmtilegar persónulegar endurminningar um samskipti einstaklinga, — frásagnir, sem Einarhefði mátt vera örlátari á i bókinni, þvi að þær gæða frásögn- ina lifi og fylla út i myndina. Þvi að, eins og Einar segir um þessa tima: „Það var margt furðulegt ogósennilegt, sem gat gerst bæði i orði og verki á þessu einkenni- lega og sérstæða tlmabili tslands- sögunnar, þegar andstæðustu stéttirnar ogleiðtogar þeirra tóku höndum saman i rúmt hálft annað ár um að efla velferð þjóðarinnar og veita henni reisn”. Ég má til með að vitna i eina bráðfyndna sögu, sem Einar segir um ólaf Thors frá þessum árum: „Eins og nærri má geta var þaðekki alls staðar litið mild- um augum, að kommUnistar ættu sæti i rikisstjórn Islands; ekki mun Bandarik jastjórn hafa fagnað þvi', allra sist eftir 1945... Eitt sinn voru bandarískir fyrir- menn hér á ferð, og hélt Ólafur þeim góða veislu, sem vera bar. Þeir spurðu Ólaf, hvemig stæði á þvi, að hann hefði tekið kommún- ista i stjórn hér. „Þeir höfðu svo góð meðmæli”, svaraði ólafur aö bragði. Þeir fjórir urðu hissa og spurðu: „Frá hverjum?” „Frá Roosevelt og Churchill”, svaraði ólafur og varð ekki frekar rætt”. Fjórði og siðasti kafli bókar- innar, sem ber yfirskriftina „Ameriska heimsvaldastefnan og Island”, tekur yfir hátt i helming bókarinnar aö magni. Þar gerir höfundur ýtarlega grein fyrir gangi herstöðvamálsins frá sinu sjónarhorni allt frá þvi Bandarik- intóku að sér vernd tslands sum- arið 1941, siðan herstöðvabeiðni þeirra 1945, Keflavikursamning- inn 1946 og þá um leið hvernig ný- sköpunarstjórnin splundraðist, kalda striðið og Marshallaðstoð- in, inngangan i Atlantshafs- bandalagið 1949, koma Banda- rikjahers 1951, og loks baráttan fyrir þvi að segja upp herstöðva- samningnum. 1 eðli sinu telur Einarherstöðvamálið vera allt af þeim rótum runnið, að banda- riskir heimsvaldasinnar hafi á kerfisbundinn hátt unniðað þvi að innlima Island i hernaðarkerfi Bandarikjanna og til þess hafi þeir notið stuðnings innlendra afla, semstjórnasthafi afýmsum miður hollum hvötum vægast sagt. Flest af þessu er áður kunn- gert, en til stuðnings máli si'nu vitnar Einar i leyniskýrslurnar, sem dregnar hafa verið fram i dagsljðsið að undanförnu og eru margar heldur dapurlegur lestur. Um þetta segir Einar: „Mér er óhætt að fullyrða, að við sósial- istar tókum siður en svo djúpt i árinni, þegar við vorum að af- hjúpa fyrirætlanir Bandarikja- manna og Breta gagnvart Islandi og launráð rikisstjórnarinnar. Ég sé nú af leyniskjölunum, að við höfum farið of vægilega i sak- irnar”. Andstæð sjónarmið stórs hluta þjóðarinnar eru i þvi fólgin, eins ogkunnugt er, að telja herstöðina i Keflavik og þátttöku i Atlants- hafsbandalaginu framlag Islend- inga til varnarsamstarfs vest- rsmna þjóða til eflingar friði og frelsi. Um rök með og móti her- setu, þessa máls, sem klofið hefur Islendinga i tvær fylkingar og e.t.v. valdið meiri deilum en nokkurt mál annað (verðbólgan saritir þó á!), skal ekki fjölyrt hér. Þar standa ósættanlegar stað- hæfingar hvor gegn annarri. Hitt er annað mál, og það rekur Einar ýtarlega, enda stutt óyggjandi staðreyndum, að málatilbúnaður allurhefur verið með ólikindum í herstöðvamálinu, ýtt undir tor- tryggni og gefiö ýmsum getgát- um um óheilindi byr undir vængi. Hér má minna á neitun Banda- rikjanna : um að efna loforð sitt um brottför hersins i striðslok og beiðni um herstöövar á Islandi til 99 ára haustið 1945. Ekki minni maður en Bjarni Benediktsson hefur sjálfur vottað það i ritsmið (Þáttum úr fjörutiu ára stjórn- málasögu, 1970), að þessi fram- koma hafi orðið til þess að „vekja tortryggni i garð Bandarikj- anna”. — Siöan má við bæta tvi- skinnungi i málinu fyrir kosn- ingar 1946, Keflvkursamninginn sama ár, inngöngu tslands i At- lantsbandalagið, sem knúin var fram með miklu offorsi á met- tima 1949 með loforöum um her- stöðvalaust land, neitun meiri- hluta Alþingis að bera þessar ör- lagarilíu ákvarðanir undir þjóðaratkvæði, og loks kvaðningu bandarfsks herliðs til lslands vorið 1951, sem ákveðið var á leynifundum alþingismanna, án þess að leggja málið fyrir Alþingi og þar með i raun framið stjórnarskrárbrot. — Þessi ófagra saga er rakin vandlega i bók Einars og gagnlegt að hafa hana hér i heild. Einar dregur upp myndir i svarthvitum litum eins og stjórn- málamanna er siður, og vissulega gefa ýmsir ógeðfelldir atburðir verstu kaldastriðsáranna tilefni til fordæmingar. En i ljósi sög- unnar þyrfti margt endurmats, bæði frá hægri sem vinstri. Um flest getur maður verið samdóma Einari varðandi fyrrgreindan málatilbúnað, svo og fánýti her- stöðva á tslandi, en ef freistað er að li'ta á forsendur þessara stór- mála i nýju ljósi, verða verk póli- tiskra andstæðinga hans ekki ein- vörðungu skýrðar sem athafnir illa þenkjandi manna i öllum til- fellum, þvi að baki atburðarásar er ekki bara heimsvaldastefna Bandarikjanna i' fullum gangi i einhverju tómarúmi, heldur oft á tiðum andsvar við stefnu og at- hafnir annars risaveldis: RUss- neska bjarnarins i austurvegi. Með framsókn hans i Evrópu i striðslok skapaði hann ótta- blandnar tilfinningar meðal fjölda manna og það þvi miður ekki að ástæðulausu. 011 rök hniga þó að þvi, eins og Einar bendir á, að ótti við árás Sovétrikjanna á Vesturveldin hafi verið fráleitur, þegar tekið er tillit til, hvernig þau voru á sig komin eftir styrjöldina við fasismann, flakandi i sárum eftir óheyrilegt mannfall og stór hluti þeirra rjukandi rUstir. Jafnfrá- leitt finnst mér það vera, að Bandarikin hafi stefnt að árásar- styrjöld gegn Rússum, enda hefðu þeir þá látið til skarar skriða meðan þeir voru „sterk- asta riki heimsins, sem réðu ein yfir kjarnorkusprengjunni og áttu öflugasta flota heims”, eins og Einar segir, — enda gerðist slikt ekki. Það má sem sagt margt vera sannmæli I skilgreiningu Einars á heimsvaldastefnu kapitalismans, — en þvi verður þá ekki i móti mælt, að auðvaldsrikin hafi fengið kjöma átyllu til athafna sinna, þ.e. að þær séu til varnar útþenslu og óhugnanlegu eðli stjórnarfars Sovétrikjanna. Þetta er Einari auðvitað ljóst, þar sem hann kemst svo að orði um hin svokölluðu sósialistisku riki: „ — þau héldu stundum illa á spöðun- um, frömdu ýmis afglöp og óhæfuverk, sem ekki eru afsakanleg, þótt allar aðstæður hafi verið feiknaörðugar. Það hefur orðið bæði þeim og sósial- ismanum til hnekkis, en vatn á myllu heimsvaldasinnanna”. Hér má að minum dómi tæpast vægara fara i sakimar, þvi að saganhefursýnt, að hiðaustræna stjórnarfar á litið sem ekkert skylt við þann sósialisma, sem tekur mið af frelsi og lýðræði fólksins, heldur einhverju allt öðru, kannski fyrst og fremst stórveldishagsmunum hins rúss- neska risaveldis, sem hefurorðið æ berara að þvi að reka heims- valdasinnaða pólitik. Hinn bitri sannleikur er nefnilega sá, að við margir, sem frá okkar ungu dög- um höfum talið okkur sósialista, frábiðjum okkur samstöðu með þeirri afskræmdu mynd af sósial- isma, sem Sovétrikin og fylgiriki þeirra hafa skapað. Þar urðu endanleg skil árið 1968, þegar Sovétrikin réðust með her sinn inn i Tékkóslóvakiu og brutu á aftur „mannúðlegan sósialisma”, sem friðsöm smáþjóð " var aö reyna að koma á undir forystu einlægra og þjóðhollra sósialista. Og löngu fyrr voru miklar efa- semdir famar að bæra á sér um eðli hins austræna kerfis, þótt ýmsir af gamalli og misskilinni hollustu sinni við „verkalýös- rikið” hefðu ekki hátt um þær. Þegar hin sósialistiska fylking er farin að lita svo á málin, hvað mun þá um aðra? — Þetta er mik- ill harmleikur, sem Einar 01- geirsson hefur stundum fjallað um á liðnum árum 1 timariti si'nu, Rétti, þótt hann fari ekki frekar út i þá sálma i þessu riti. „Okkur var ljóst, að baráttan gegn ásælni og herstöðvum Bandarikjamanna tæki áratugi”, segir Einar réttilega, þvi að bandariska herveldið sleppir tæp- ast auðveldlega þeim tökum, sem það einu sinni hefur náð hér- lendis. Ég er anzi smeykur um, að hitt risaveldið muni þvi miður með framferði sinu verða stór hindrun á leið okkar til her- stöðvalauss Islands: I gær Tékkóslóvakia, i dag Afganistan, og um morgundaginn lifa menn milli vonar og ótta um örlög pólskrar alþýðu, — þeirrar al- þýðu, sem ýmsir höfðu talið sér trU um, að réði þar fyrir landi. 1 íok bókarinnar kemst Einar svo að orði: „Hinn spillti kjarrri i yfirstétt Islands er höfustoö ameriska auðvaldsins á Islandi. Stjórnmálaflokkar hennar, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, eru fremkvæmda- stjórar hennar Megnið af forystuliði þeirra er þægt og auð- sveipt lið, ekki sist nú orðið, hvað þingmennina snertir, en fyrrum átti frelsi landsins nokkra stoð hjá sumum forystumönnum þeirra”. — Þetta má vera satt og rétt, svo langt sem það nær. En það væri rökrétt niðurstaða af gervallri frásögn Einars, að Al- þýðuflokkurinn félli einnig inn i þessa formúlu, þvi að skv. orðum hans hafa fáir islenzkir stjórn- málamenn verið auðsveipnari bandariska valdinu en einmitt helztu forystumenn Alþýðu- flokksins um langa hrið, Stefán Jóh. Stefánsson og Guðmundur I. Guðmundsson. Og ekki hefur flokkurinn batnað i'málinu, nema siður væri. Þá skýtur skökku við, að Framsóknarflokkur er allur settur undir einn hatt i þessum efnum, þrátt fyrir það, að for- maður hans, Hermann Jónasson, — sem Einari annars farast yfir- leitt vel orð um, — var andstæður Keflavikursamningi, studdi ekki inngöngu i Nato og myndaði stjórn með sósialistum til að koma hernum úr landi. Auk þess hefur drjúgur hluti kjósenda- fylgis Framsóknarflokks löngum verið andvigur herstöðvum og fulltrUar þess hóps oft virkir i baráttu herstöðvaandstæðinga á liðnum árum. Er ekki einmitt að bUast við góðum bandamönnum i þjóðernislegri baráttu, þar sem er gamalgróin bændastétt með þjóðlegan metnaö i nánum tengslum við land og sögu? I þessari ágætu bók Einars 01- geirssonar er sögð mikil og marg- slungin pólitisk saga tslendinga á umbrotatimum. Margt Ur henni hefur Einar áður fjallað um i ræðu og riti, en einkar þarflegt var aö fá hana á þrykk, fyllri og á einum stað, og fyrir komandi kynslóðir er hér mikil fróðleiks- uppspretta að ausa af. Um skoð- anir höfundar og skilgreiningar munu menn ekki vera á einu máli sem að likum lætur, en fyrir is- lenzka sagnfræði er þetta mikil- vægt rit, og þaö kallar jafnframt á önnur, sem frá þessu timaskeiði munu greina með öndverðum við- horfum. Að öllu sliku er fengur. Rit Einars er i góðum og smekklegum búningi, fjölmargar myndir prýða það, og mér virðist hlutur skrásetjara, Jóns Guðna- sonar, i alla staði með ágætum og verk hans sérstaklega þakkar- vert. Prentvillur eru fáar og beinar staðreyndavillur eru það litilfjörlegar, að óþarft er að ti- unda þær. Kostur er, að neðan- máls er viða vlsaö til ýtarlegra lesefnis um viðkomandi efnis- atriði. Að siðustu vil ég þakka Einari Olgeirssyni fyrir að hafa leyst frá skjóðunni og Jóni Guðnasyni fyrir að skrásetja frásögn hans og skapa úr henni mikilsvert fram- lag til islenzkrar nútimasögu. Einar Laxness BlaOamenn Pjóðniiians nomu^ m mu m hein f sunnudaQsmopouninn Asainl þcim bontu s adrir isienzkir tamjar sem dvalíð hafa í iamjclsum Brcfa Stóroruslur vióa á vitfimunm I Kattáx hroúks < -*•>: tr. w< >ur*it tKcttUgm *u« .*<» •» <>*«*» -s '<*>)<•>'< '»»*»> xt* S»xw*»4; <« «yrfe»»»tM>»>iJk. -*.»> sr r.U•siK'.Sxn »>* JHsmst. A SssntrnrA-ftexMssustoss »•«; *»mr Isxiis tqjtgm ty>s> «*»*»»<<.»»;<» ««t xg Jgftis put i'X> x-%tl «*■ u%s< <•»'»«)«< l-> S>'<<< )(:< « o»S»:»-ili«e> *««>«<)[>»«« * Mt t!><«>*<■>■>.>. >x»x<» Strst txitty««« > <t,‘>u:« >xJr. UumttKX *>■»» »->•>*<.> >: í Pjöðverj«r buasl cbbi viö Vinn<i strldid íyir c« vorl Nýtt dagblað 6. ágúst 1941 segir frá heimkomu blaðamanna Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.