Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980 Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 örmagna hlaupara hjálpað að marklinunni I hinu árlega maraþon- hlaupi New York-borgar i október. Koma hlaup í veg fyrir hjartaáföll? Nýlega erlokið i New York hinu árlega maraþonhlaupi fyrir al- menning sem um 16 þúsund hlauparar taka þátt i. Vegalengd- in er 42.2 km og fæstir þátt- takenda gera sér vonir um sigur í hlaupinu. Fyrir mörgum þeirra vakir það eitt að ljúka hlaupinu, þvf að þeir eru sannfæröir um að langhlaup komi i veg fyrir hjarta- sjúkdóma. Kenningin um að langhlaup hindri hjartasjúkdóma er sérlega vinsæl meðal miðaldra karlmanna sem er hættara við þeim en öðrum. Einn af helstu talsmönnum þessarar skoðunar i Bandarikjunum er hjartasér- fræðingurinn dr. Thomas Bassler i Kaliforniu. Hins vegar hafa tveir aðrir sérfræðingar, þeir dr. William C. Roberts og Bruce Waller við Hjarta-, lungna og blóðrannsóknastofnun Bandrikj- anna, nýlega komist að annarri niðurstöðu. Þeir rannsökuðu dauðdaga 5 karlmanna á aldrin- um 40 til 53 ára sem allir létust á hlaupum. Einn af þeim var Goodloe Byron sem sex sinnum vann hið árlega maraþonhlaup i Boston. Roberts fann út að allir þessir menn höfðu stundað hlaup i a.m.k. 10 ár og hlaupið að meðal- tali frá 22 km og upp i 173 km á viku hverri. Aðeins einn þeirra hafði kvartað undan brjóst- þyngslum. Samt sem áður leiddi krufning i ljós heilmikla fitu- myndun i helstu kransæðum þeirra. Af þessu dró Roberts þá ályktun að hjartasjúkdómar hefðu verið megindánarorsök þeirra allra. Samt sem áður vildi Roberts ekki draga neinar viðtækari ályktanir út frá þessu. Hann segir að það sé með öllu ósannað að hlaupin sjálf hafi orsakað dauða mannanna heldur mætti þvert á móti segja að þeir hefðu dáið hvort sem var. Og hann bætir við að e.t.v. hafi hlaupin m.a.s. forð- að þeim frá að deyja fyrr. Margt bendir til þess að þetta siðastnefnda hafi við rök að styöjast. Kannanir sýna að hlaup — og reyndar öll li'kamleg áreynsla — komí i veg fyrir myndun hættulegs cholesterols i blóðinu. G. Harley Hartung við Læknaháskólann i Houston rann- sakaði218einstaklinga sem ýmist voru maraþonhlauparar, skokkarar eða kyrrsetumenn. Hann komst að raun um að blóð maraþonhlaupara innihélt mest af svokölluðu HDL en það kemur i veg fyrir fyrrgreinda cholesterol- myndun. Reyndar koma þar aðr- ar orsakir til greina þvi að maraþonhlauparar eru gjarnan afslappaðir menn sem borða heilsusamlega fæðu, reykja ekki og eru grannir. En ýmislegt fleira er lika inn i myndinni. Dr. Thomas Pickering við Cornellháskóla, sem einnig hefur kannað HDL i blóði, segir að óregluiegur hjartsláttur sé al- gengurhjá þeim sem æfa iþróttir og hann einn geti orsakað óvænt dauðsföll. Hann segir að e.t.v. séu maraþonhlauparar í minni hættu fyrir hjartaáföllum, þegar þeir eru ekki hlaupandi, en i meiri hættu meðan á hlaupunum stend- ur. En eiga þá hlauparar og skokkarar að hætta iðju sinni eða halda áfram? Fyrrgreindur Roberts segir að þeir eigi um- fram ailt að gera sér engar grill- ur. Ef þeir fá ánægju út úr hlaup- unum sé það tilgangur i sjálfu sér sem réttlæti þau fuUkomlega. (Byggt á Time) erlendar bækur The Fourth Man. The Story of Blunt, Philby. Burg- ess and Maclean. Douglas Sutherland. Secker&Warburg 1980. Allt frá því aö Burgess og Maclean hurfu og starfsemi þeirra I þágu Rússa var upp- götvuð, hefur Douglas Sutherland fylgst með máli þeirra og rann- sakaö tengsl þess við önnur mál og aöra einstaklinga. Hann gaf út bók um þá svarabræöur 1963 og I þeirri bók lét hann að þvi liggja að tveir aðrir menn væru sam- sekir þeim og bentu lýsingarnar til Blunts og Philby, þótt nafn Blunts væri ekki nefnt.l annarri bók sinni „The Climate of Treason” er sagan rakin áfram og þá með Philby, sem þá var uppvís orðinn; þar er fjallaö um fjóröa manninn, sem var Blunt, undirdulnefni. Sutherland skrifar nú þriöju bókina um þessi efni og hefur nú úr meiru að moða, eftir að upp komst um þrjótinn Blunt. Hann rekur sögu fjórmenning- anna, uppruna þeirra, nám I „réttum” skólum og slðan fram- haldiö. Hann fjallar um tengsl þeirra við samstarfsmenn I ráðu- neytunum og þá hollustu, sem menn úr sömu menntastofnunum sýndu hver öðrum. Mál Burgess og Macleans varð mikill blaðamatur á stnum tima. Það var á þeim timum, sem hug- myndir almennings á Bretlandi um vöndugleika og heiðarleika embættismannakerfisins voru að blikna og jafnframt var áhugi vissra blaðamanna og heift þeirra I garð svikaranna blandin samfélagsvitund þeirra sjálfra. Ííber die Kunst mit Vögelzu jagen. Miniaturen aus einer Handschrift des Falken-Buches von Kaiser Friedrich II. mit einem Geleitwort von Carl A. Willem- sen. Insel Verlag 1979. Einhver frægasta bók um fuglaveiöar með haukum, er sú, sem þessar myndir eru úr, sem hér eru prentaöar I litum og með nauösynlegum skýringum. Haukar voru mjög eftirsdttir á miðöldum og þá ekki sist islenski fálkinn, en íslandskonungur hafði einkarétt á fálkatekju hér á landi. Þetta miðaldasport hélst nokkuö lengi i Evrópu, en lagöist svo niöur þar, með tið og tima, en er ennþá eftirsótt iþrótt meöal Araba, sem greiða hátt verð fyrir fálka. Þórunn Sigurðardóttir skrifar Norræni menningarmálasjóðurinn gefur út um þessar mundir rit um barna- leikhús á Norðurlöndum og er þessi grein um barnaleikhús á íslandi skrifuð fyrir ritið Leiklist fyrir börn á íslandi Þegar litið er til baka á þróun leiklistar fyrir börn á íslandi, er nauð- synlegt að hafa i huga nokkrar sögulegar stað- reyndir, sem veita islenskri leiklist sér- stöðu meðal menningar- þjóða. Þær staðreyndir eru einkum fólgnar i hinum gifurlegu, al- mennu vinsældum sem leiklist nýtur á Islandi. Sá íslendingur, sem aldrei hefur komið i leikhús, mun vandfund- inn. Hjá þessari rúml. 200 þús. manna þjóð eru yfir 70 áhugaleikfélög og að jafnaði 1—3 frjálsir leikhópar, auk 3ja at- vinnuleikhúsa. Sætanýt- ing er mjög góð og áhorfendafjöldi á leik- sýningum á íslandi yfir árið miklu meiri en ibúafjöldi landsins. A nokkrum stöðum Uti á land hefur tekist að ná fleiri áhorfend- um á eina og sömu sýningu en öll- um ibúum staðar-ins. Og islensku áhugamannaleikhúsin eru yfir- leitt ekki að dútla við smáverk- efni heldur sýna að jafnaði heils kvölds leikrit með öllu tilheyr- andi, búningum, leikmynd, ljós- um o.s.frv. Það er tæplega hægt aðtala um að leiklist sé yfirstétt- arskemmtun á Islandi, þvi hún nær til allra stétta og sem dæmi má nefna að þegar togarar koma i land eftir velheppnaðar veiðar, gerir áhöfnin sér gjarnan glaðan dag með þvi að fara saman i leik- hús. Hvaðan kemur þessi áhugi? En hvernig skyldi standa á þessum mikla leiklistaráhuga? Er ástæðuna að finna i skipulegu leikhúsuppeldi hinnar ungu kyn- slóðar? Þvi er tæplega hægt að svara játandi. Þvi miöur verður að viðurkenna að vanmats á bömum sem leikhúsáhorfendum hefur stundum gætt i islensku leikhúsi. Slik sjónarmið eru þó mjög á undanhaldi og á undan- förnum árum má greina nokkra vakningu i islenskum leikhúsum hvað snertir barnasýningar. Sú vakning kemur að einhverju leyti aðutan, i kjölfar þeirrar vakning- ar sem orðið hefur I nágranna- löndunum. Sú vakning er þó svo ung að henni verður ekki þakkaður hinn mikli leiklistaráhugi Islendinga i dag. Miklu frekar er hægt að láta sér detta i hug að flestir tslend- ingar hafi haft kynni af leiklist á unga aldri á þann hátt að þeir hafi búið að alla ævi. Hér á ég ekki við sérstakar barnasýningar, heldui> miklu fremur sýningar sem ætlaðar eru fullorðnum, en urðu eins konar fjölskyldusýningar sem allir sóttu, ungir og aldnir. Hér á ég við ýmiss konar gaman- leiki, reviur, ,,vaudeville”-leikrit og siðast en ekki sist, rammislensk, gömul leikrit sem njóta' gifurlegra vinsælda meðal landsmanna. Ekki er hægt að segja að öll þessi verk uppfylli þær lágmarkskröfur sem gera verður til góðra leikrita, en hins vegar er oft að finna I þeim ýmis- legt sem ungir áhorfendur kunna vel að meta, hlýju, gaman og nokkra spennu. Hin sigildu islensku verk hafa auk þess að geyma stemmningu sem gerir þau i senn heillandi og spennandi, — dulúð frá liðnum öldum. Trú- lega hafa flestir Islendingar sem komnir eru yfir miðjan aldur, kynnst leiklistarheiminum i gegnum þessi verk. A ýmsan hátt verður þvi að segja að slik leik- húsreynsla á unga aldri sé mjög ákjósanleg, börnin hafa séð þessi verk með fjölskyldum sinum og eignast þar sameiginlega reynslu með foreldrunum. Oft var hálf fjölskyldan þar að auki að stúss- ast i kringum þessar leiksýning- ar, ekki sist á litlum stööum úti á landi. Og væri ekki einhver úr fjölskyldunni að fást viö leiklist, þekktu krakkarnir þó að minnsta kosti prestsfrúna eða skólastjór- ann þegar þau brugðu sér I gervi einhverra hinna þekktu persóna i þessum gömlu verkum. Þar sem flestir eldri Reykvikingar eru að- fluttir utan af landi má gera ráö fyrir að stór hluti þeirra Islend- inga sem komnir eru á eða yfii „Óvitar” Guðrúnar Helgadóttur eru án efa vinsælasta og áhugaveröasta íslenska barnaleikritið sem fram hefur komið siðustu árin. Þaö var frumsýnt I Þjóðleikhúsinu 1979 I leikstjórn Brynju Benedikts- dóttur, en leikmynd gerði Gylfi Gislason. Skugga-Sveinn og Ketill skrækur e^u meöal vinsælustu léikpersona i islenskum leikritum fyrr og siöar, og hafa margir islendingar kynnst leiklist á unga aldri í gegnum þessar persónur. Myndin er úr syningu Leikfélags Akureyrar á -/Skugga- Sveini" áriö 1978. Leikstjóri var Sigrún Björnsdóttir. Leikbrúðuland frum- sýndi s.l. vetur ,,Sálina hans Jóns mins" i leikstjórn Brietar Heðinsdóttur. Brúöur og leikmynd gerði Messiana Tómasdóttir. ,,Loki þó" eftir Böðvar Guðmundsson var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur árið 1973. Lejkstjóri var Stefán Baldursson; leikmynd gerði Magnús Pálsson. miðjan aldurhafi þegið leiklistina þannig með móðurmjólkinni. Vert er að itreka að auk þess semáhorfendurá þessum sýning- um voru úr öllum stéttum þjóð- félagsins (amk. þar sem allir ról- færirmenn sáu sýningarnar) hef- ur hinn félagslegi þáttur, sam- vinnan við aö koma upp sýning- unni, áreiðanlega ekki haft minnst að segja. Þarna vann saman fólk, sem hvergi annars staðar hafði tækifæri á að vinna saman, sjómenn og sýslumenn, kennslukonur, bændur og búalið og i kringum þetta snigluðust krakkarnir og fylgdust með af áhuga. Þáttur atvinnuleikhúss En svo litið sé frá þessum „fjölskylduviðburðum” sem leik- sýningar áhugafélaga úti á landi voru fyrr á öldinni (og eru enn), má heldur ekki gleyma þætti at- vinnuleikhússins, sem án efa á ekki siður stóran þátt i þessari þróun. Leikfélag Reykjavikur, sem senn er 85 ára gamalt, hefur alla tið sýnt hinni þjóðlegu islensku leiklist sérstaka virð- ingu, en fyrsta barnaleikritið var sýnt þar árið 1931. Það var litli Kláus og Stóri Kláus, en á næstu áratugum voru barnasýningar á sýningarskránni af og til og voru verkin bæði þýdd og islensk. Þó verður aðsegja að barnasýningar verði fyrst að föstum lið i islenskri leiklist þegar Þjóö- leikhús Islendinga er opnað árið 1950. Þaðhefur æ siðan sýnt amk. 1 barnaleikrit á ári á stóra svið- inu, auk ýmissa minni sýninga i kjallarasviði eða utan hússins. Þar hefur kennt ýmissa grasa, islensk verk og erlend skipst á, en meðal höfunda sem sérstakra vinsælda hafa notið má nefna Thorbjörn Egner. Sum verka hans hafa verið sýnd þar oftar en einu sinni á þessum 30 árum. Erfitt er að meta þessar sýningar jjegar litið er til baka, en þó virðist strax i upphafi hafa verið reynt að vanda til þeirra. Kraftmikill ballettskóli i leik- húsinu virkjaði mikinn fjölda barna og hefur áreiðanlega átt sinn þátt iað glæða áhuga barna á leiklist og dansi. Óneitanlega hafa verið bæði hæðir og lægðir i þessari þróun barnasýninga hjá islenska Þjóðleikhúsinu og um tima má greina þreytumerki á sýningunum. Þær urðu hasar- fengnar skrautsýningar, sem ekki virtust unnar af sömu list- rænu natni og krafist var i sýn- ingum fyrir hina eldri. Innan um hafa þó jafnan verið góðar og vandaðar sýningar og nú á seinni árum hefur ekki verið hægt að kvarta undan minni alúð við barnasýningar. A þessum árum frá þvi islenska Þjóðleikhúsið tók til starfa hefur Leikfélag Reykja- vikur einnig sýnt barnaleikrit, en þó lagt þau á hilluna timabundið af og til. Þar hefur einnig verið blandað saman ielsnskum og erlendum verkum og i baöum leikhúsunum hefur veriö farið með sýningar út fyrir bæinn og I skóla. Hópvinnuverkefni hafa verið unnin fyrir börn sem bæði hafa haft uppeldislegt gildi og skemmtanagildi. Þá má ekki gleyma Alþýðuleikhúsinu sem er kraftmesti frjálsi atvinnuleik- hópurinn, og hefur undanfarin ár farið með barnasýningar i skóla og út á landsbyggðina, auk þess sem þær hafa verið sýndar i „hei maleikhúsi” hópsins Lindarbæ. Og fyrir yngstu börnin hafa sýningar Leikbrúðulands gegnt þýðingarmiklu hlutverki um margra ára skeið. öll þessi ár hefur verið mikið um verkefni sem höföa til allra aldursflokka, og hin sigildu islensku verk, sem fyrr er getið um, erualltafaf ogtil á fjölum at- vinnuleikhúsanna Ný vakning En hver er þá sú vakning sem vart hefur orðið i barnasýningum á Islandi undanfarin ár? Og á hvern hátt er hún önnur en I ná- grannalöndunum ? Hinar innihaldslausu skraut- og hasarsýningar, sem voru um tima of algengar i islensku leik- húsi, hafa vissulega fætt af sér andstæðu si'na. Kröfur til efnis og boðskapar urðu um tima mjög háværar og jafnvel enn fyrirferö- armeiri en kröfur um bætta list- ræna framsetningu. Enn idag eru menn nokkuðósammála um þessi atriöi hér á tslandi sem viðar, en þó má segja að þurrt upplýsinga- leikhús.sem gerirlitlar listrænar kröfur, en þeim mun meiri pólitiskar, hefur aldrei náð veru- legri fótfestu á tslandi, hvorki fyrir börn né fullorðna. En menn krefjast þess að barnaleikrit, engu siður en leikrit fyrir full- orðna, hafi eitthvað að segja sin- um áhorfendum, boðskap, sem jafnframt skal framsettur af list- rænum metnaði. Krafan um boð- skaphefur ekki verið eina krafan sem sett hefur verið fram, heldur gera menn sér æ beturgrein fyrir þýðingu hinnar listrænu upplifun- ar sem barn verður aðnjótandi i leikhúsi. Uppeldislegt hlutverk leikhússins er þvi ekki aðeins fólgið i' þvi að benda þeim á stað- reyndir um lifið og tilveruna, sýna þeim veruleikann og vanda- Alþýðuleikhúsið hefur sýnt leikrit fyrir börn bæði i skólum og i Lindarbæ. „Vatnsberarnir” eftir Herdisi Egilsdóttur voru sýndir I skólum veturinn 1978—9. Leikstjóri var Þórhildur Þorlcifs- dóttir, lcikmynd gerði Þórunn S. Þorgrimsdóttir. mál hans, heldur ekki siður aö gefa börnum innsýn inn i heim listarinnar, með öllu sem þvi til- heyrir tónlist, skáldskap,leiklis^ myndlist. Þegar innihaldslaust rusl ryðursér stöðugt lengra inn i heim bamsins verður sá þáttur æ þýðingarmeiri. En um leið og menn hafna móralslausum hasarsýningum fyrir börn, hafna þeir einnig einfaldaðri og ein- strengingslegri lífsmynd, sem stundum sést i nýlegum bama- leikritum, framsett án skáldlegs neista. Hvers virði er hin listræna upplifun? Krafan er þvi', að barnaleikrit innihaidi ekki aðeins manneskju- legan og skynsamlegan boðskap, heldur einnig skáldskap. Þar er- um við einmitt komin að stærsta vanda islensks barnaleikhúss. Enn sem komið er eru alltof fá góð islensk barnaleikrit til. Þvi eins og öll góð leiklist, byggir barnaleikhúsið framtið sina að verulegu leyti á þvi að góðir höf- undar skrifi góð leikrit. Þó að það sé góðra gjalda vert að hópar setji saman verk um eitthvert hinna aösteðjandi vandamála i heimi barnsins, verður leiklist fyrirbörn aldrei nema svipur hjá sjón þar til hún uppfyllir allar listrænar kröfur leikhússins, og þá ekki sist — kröfuna um góðan skáldskap. 1 öllu þvi flóði sem streymir inn á markaðinn af lélegu, fjölþjóðlegu barnaefni, sem allt likist einni allsherjar sjónvarpsauglýsingu verður hin fagurfræðilega oglistræna upplif- un barnsins i leikhúsinu seint of- metin. Og þarna hefur leikhúsið möguleika sem engin önnur list- grein hefur — heldur ekki skólinn eða heimilin, — og þann þátt verður leikhúsið að rækja. Skorturinn á góöum skáldskap er því höfuðvandi islensks barna- leikhúss i dag, en vonandi verður það ekki lengi Það er mjög mikil gróska i leikritun á Islandi, og vonandi kemur að þvi áður en langt um liður að islenskir höf- undar noti sinar bestu hugmyndir i barnaleikrit. Verk sem skrifuð eru i einhverjum tengslum við þann raunveruleika eða þá sögu- legu og þjóðernislegu imynd sem börnin þekkja, hljóta öðrum fremur að veita þeim þá tilfinn- ingalegu, vitsmunalegu, félags- legu og listrænu upplifun sem leiklist getur veitt. ]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.