Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980 Á roöskóm gegnum Iffiö Hjalti Jóhannsson bætir um betur vegna afmælis- viðtals við Jens í Kaldalóni Jens i Kaldalóni. Jóhannes Þórðarsoii póstur. SKORBITIOG FLEIPA i Þjóðviljanum 9. og 16. nóvem- ber s.l. birtist afmælisspjall við Jens i Kaldalóni, í tilefni sjötugs- afmælis hans. Þar eð spjallið var i lengra lagi, varð eigi hjá því komist að fella talsvert úr. Eitt og annað hefði gjarnan mátt fljóta með. Hyggst ég nú gera bragar- bót og seiia það helsta uppá veraldarvafsturslinu vinar mfns, er varð á milli færis og vað- beygju, svo og leiðrétta mis- sagnir. Prentvillupúkinn var það létt- stigur að lesendur hafa yfirleitt getað ráðið I máliö, nema ef vera skyldi ártaliö, er brúna yfir Mór- illu i Kaldalóni tókaf. Þaðáttisér stað 1967, og brúin endursmlðuð sumarið eftir. Má þvi segja, aö skorbitinn sé einskonar botn á roðskónum. Leiðréttingar 1. 1 fyrri hluta spjallsins var vikið að Hinu islenska bók- menntafélagi og það sagt vera stofnað upp úr Lærdómslista- félaginu. Þetta getur þótt vafa- samt, rek ég þvi stofnár bók- menntafélaganna. Fyrsta bókmenntafélag á lslandi var ósýnilega félagiö, stofnað um 1760. Sumarið 1779 stofnuðu tólf islenskir námsmenn i Kaupmannahöfn hið fslenska Lærdóm slistaféla g. Lands- uppfræðingafélagið var stofnað á Alþingi 1794, ein einsog sagöi I spjallinu, var Bókmenntafélagið stofnað 1816. A þessari upp- talningu sést, að Landsupp- fræðingafélagið var stofnað á eftir Lærdómslistafélaginu. Hins- vegar voru Ósýnilega félagið og Landsuppfræðifél. stofnað á Islandi en hin félögin i Kaup- mannahöfn, Bókmenntafélagið raunar bæði I Höfn og Reykjavik. A þann veg má e.t.v. telja Hið islenska bókmenntafél. arftaka Lærdómslistafélagsins, hvort kann að þykja eðlilegra, læt ég lesendum eftir. 2. Rangt var farið meö föður- nafn Hreggviðs, fyrri manns Sigriðar móöur Jens, og hann sagður Jónsson. Rétt er: Hregg- viður Þormóðsson. 3. Dálítil brenglun var i sam- setningi um Guðmund vinnu- ’ mann á Sandeyri. Rétt er snilldin svona: „Heilinn i Guðmundi vegur ekki pund, upp úr höfðinu standa fjórirstiklar. Af þessu geta menn gert sér I hugarlund, að gáfurnar I Guömundi eru ekki miklar.” 4. í sfðari hluta spjailsins greindi Jens frá þvi, er Ungmennafél. Isafold byggði samkomuhús, og sagði: Siðan réðst félagið i byggingu húss, á þeim árum er ekkert fékkst. Þetta var hið ágætasta hús, vigt 1940 og gefið nafnið As- garður. Skorbiti Jens vék nokkuð að land- póstunum, og fórust honum orð á þessa lund: Sá póstur sem ég man hvað best eftirhér um slóðir, var Höskuldur Jónsson á Hallsstöðum i Naut- eyrárhreppi.siðarí Tungu iDala- mynni. Þetta mun hafa verið á árabilinu 1920—’25. A þessum tima gekk einnig póstur á milli Sandeyrar og Bæja á vetrum. Ég man að visu eftir Jóhannesi pósti Þórðarsyni, er fór aðalpóst- ferðir á sjó og landi i hálfan þriðja tug ára, á milli Isafjarðar og Hjarðarholts i Dölum. Jóhannes fór ávallt Þorskafjarðarheiði, en er hann lét af störfum, var leiðinni breytt. Var þá farið frá Arngerðareyri, um Steingrims- fjarðarheiöi til Staðar i Hrilta- firöi. Arngerðareyri var enda- stöð, og þvi allt sjóslark úr sögunni, sem var áhættu- og taf- samt. Hjóh: Hvernig var samgöngu- málum háttað? Jens: Þá er ég var kominn til vits og ára, voru samgöngur I nokkuð föstum skorðum. Póstbát- urinn, sem nefndur var Póst- Gunna, var fyrsti báturinn sem égminnist, og varhér I áætlunar- ferðum I áraraðir, en fórst inn á Arngerðareyri. Ferðir voru þrisvar i hálfum mánuði, en á vissum timum svo- kallaðar tvöfaldar ferðir, aðal- lega fyrir hátiðar. Báturinn fór inn að Arngerðareyri, sem var endastöð, og lá þar yfir nóttina, fór svo úteftir daginn eftir. Þegar bændur hófu mjólkursölu til Isa- fjarðar 1932, var ferðum fjölgað, og farnar tvær ferðir i viku, þá á einum degi fram og til baka. Fagranesið gamla var keypt 1942, og Djúpbáturinn h.f. stofnaður. Félagið tók formlega til starfa i byrjun árs 1943, og fyrsti framkvæmdastjórinn var Matthfas Bjarnason alþingis- maður. Það þótti gifurleg samgöngubót er Fagranesið hóf ferðir sinar, enda á margan hátt þénanlegt. Þetta prýðisgóða skip brann 1963, þá var smiði nýs skips rétt að segja lokið, þess Fagraness er enn þjónar okkur. Það er ekki fyrir neina aukvisa að stjórna þessu skipi, þó Inn - Djiip sé. Hér eru oft svo hörð veöur, þreifandi sorta byljir, og ekkert nýmæli, að báturinn hefur lónað hér fyrir framan i tvo tima án þess að finna bryggjuna, og orðið að fara við svo búiö. Hver traustleikamaðurinn eftir annan hefur verið þar við stjórn og ekki er hann sistur, sem nú stendur þar á stjórnpalli. Hjóh: Hvernig var aðstaðan fyrir þessa Djúpbáta? Kjartan Ha'lidórsson frá Bæjum tvistar af sinni landskunnu fimi viö Lilju Heigadóttur frá Unaðsdal. Kjartan I hlutverki frúarinnar sem auövitað heitir Lóna-Bæja! Jóhann Hjaitason kennarií Lyng- hoiti 1936-1947. Jens: Hún var engin. Það fóru allirfram á árabátum og var oft fast sótt, og þurfti mikla leikni og aðgæslu, sérstaklega hér að norðanverðu i vestan sjógangi. Enþegarb ry gg jur komuhérhver af annarri, urðu þáttaskil I sam- göngumálum. Kjartan Halldórs- sonfrá Bæjum var upphafsmaður þeirra. Hjóh: Hvaö um vegaerð? Jens: Vegagerö hefur þokast nokkuð sæmilega áfram. Hvað Djúpveginum viðkemur, var reynt að flengjast yfir sem lengsta kafla, vegna fjársveitis árum saman. Flumbrast inn og út firöi, og fram i dali, þvi var varanleikinn látinn vikja fyrir hraðanum. Mörgum þessum leiðum þarf að sinna með endur- byggingum, til þess þarf stór- aukið fjármagn. Hjóh: Hvar fyndist þér að framtiðarvegur ætti að liggja, til tengingar þjóðbraut? Jens: Um þá hluti ræði ég ekki að svo stöddu. Vegurinn yfir Þorskafjarðarheiöi hefur verið i kyrrstöðu siðan Lýður Jónsson lauk við hann fyrir frekum þremur áratugum, með þeim frumstæðustu tækjum sem hugs- ast gat, nema e.t.v. tvö siðustu árin. A hinn bóginn veröur ekki annað sagt en aö við höfum haft ágæta vegageröarmenn, sem nýtt hafa þá smánarlegu hungurlús er þeir hafa haft úr að spiia hverju sinni Litiðþykirfjárframlagið til vegagerðar nú; enn minna var það i tiö Lýðs Jónssonar. Hjóh: Hvernig eruð þið i' sveit settir með heilbrigöisþjónustu? Jens: Um hana hefur mikiö verið rætt, en læknisþjónusta hefur löngum hangið á veikum þræði. Hér hafa margir ágætis menn I læknastéttstarfað.Enþaðer með þessa hluti sem aðra,- þegar tæknin tók stórstigum fram- förum, þá undu þessir menn þvi ekki, að vera einangraðir án tækja. Annars hefur Fagranesið veriö okkar bjargvættur lengst af. Þeir Djúpbátsmenn hafa aldrei sett fyrir sig, hvort heldur hefur verið helgur dagur eða slæmt sjólag, einlægt boðnir og búnir I sjúkratilfellum. Ég tala nú ekki um, eftir að flugfélagið Ernir á Isafirði hóf sjúkraþjónustu, varö stórkostleg breyting til hins betra, að vart verður á betra kosið. Þessir menn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.