Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980 vfsna- mál 4t Umsjón: Adolf J. Petersen A/—1 Hörð eru kára handtökin Þaö er nú orðið nokkuð langt siðan að Visnamál voru hér á ferð; ástæðan fyrir þvi er fyrst og fremst timaskortur hjá rit- ara þeirra, þvi fleira þarf hann að gera en fletta sinum gömlu visnablöðum verður hér ekki fleira um þetta sagt. Nú er komið fram á jóláföstu " með tilheyrandi veðráttu næst- um þvi' að segja innan húsa sem utan, með venjulegum fyrir- gangi innan húss og stórhriðum utan húss, minnstakosti nii ný- verið á norðausturlandi en all- góðu veðri á suðvesturlandi. Misjafnt skammtar hún móðir min skyrið, er haft fyrir mynd- rænt orðtak, og mun það nú sem fyrr gilda innan húss sem utan. Sjálfur Fornólfúr (Jón Þor- kelsson) gat ekki oröalaust þolað dragsúginn og kvað: Enn þá er hann ekki hlýr úti frost og bylur, veltir sjó, en veðra gnýr vondan galdur þylur. Hörð eru kára handtökin, húsum vindar rugga, nepjan æpir náhljóð inn, næðir um hurð og glugga. Ofninn hefur ekki við upp að þiða skáinn, hamslaust sogar hvassviðrið hitann Ut i bláinn. Einhverntima eins þér fer i ævikólguhrfðum, eldurinn kulnar—ylinn þver,— þótt eitt sinn brynni á skiðum. Fram undan eru áramóú um ein slik kvaö Fornólfur: Eytt hef ég þar ári til, úti er þessi vetur, farnir eru i feigðar gil fimmtiu og átta vetur. Árin fjúka eins og rok, undan mér þau strjúka, þarflaust er mér þetta fok— ég þurfti mörgu að ljUka. En heldur vandséð horfið er, hins er til að finna, alltaf gengur undan mér með ári hverju minna. Verður margt sem ógert er, og annarra manna bfður, það er hart að hugsa sér, hvernig timinn lfður. Dragsúgurinn er öllum til ama, heilsuspillandi hrörlegum mönnum? skafrenningurinn er slæmur lika og getur dregið og hefur dregið dauðann á sleða- skriflieftir sér. Hvort vestur- is- lendingurinn Guttormur J. Guttormsson yrkir um þann skafrenning sem þyrlast um í vesturheimi eöa á Islandi þá eru áhrifin .af skafrenningnum þau sömu, Guttormur gérði þar engan mun á, en kvað: Yfir hjarnsins hvita klett hleypir norðanveður. Skefur af einum skefldum blett, skafl á öðrum hleöur. Hátt um skýja hengibrýr hljómar stormsins gjalla, upp hann þyrlar snjó og snýr snæri úr togum mjalla. Samanföst og sundurlaus sópast fönn um glærur.-— Upp á kaldan klakahaus kembast vetrarhærur. Eykst og minnkar efni skafls. Eyðist það sem safnast. Fyrr en lýkur ærslum afls allir skaflar jafnast. Ljóst er, gegnum leiksins þátt eitt sem breytist, fátt er, lækkar það, sem hóf sig hátt, hverfur það sem lágt er. ,,Margt býr i þokunni”, ekki hvaðsist i skammdegisþokunni, þegar bæði jólasveinar og huldufólker á ferli, og svo allar þær furður sem Hannes Haf- stein taldi vera i þokunni: Stelur ofan af öllum fjöllum úrug hnausþykk grúfuþoka. Lausir yfir lægstu hjöÚum læðumekkir fölir voka. Niður úr gráum slóða slæöast, sleikjast niður milli rinda, kringum börð og brotholt læðast, búa þar til falska tinda. Sýnist foldin, fjöllum krýnda, fáránleg sem umskiptingur. Hvergi finn ég fegurð týnda, falsaður allur sjón arhringur. 1 siðustu visunni er sem Hannes sé kominn inn i sal al- þingis og sjái þar ýmsa þoku- skugga: Ó, ég þekki þessa mekki. Þeir eru viða og oft á sveimi. Þussast jafnvel þings um bekki þeirra læðupoka streymi. Þaö er fleira en það sem hér hefur verið nefnt, sem getur tekið völdin i skammdeginu. Stormar og stórsjóir hafa lika sinn veldissprota og veifa hon- um nokkuð oft. 1 Rammaslag kvað Stephan G. Stephansson: Stormur þróast, reigir rá. Rán um flóann eltir, kólgum sjóarkletta á köldum lófa veltir. Heim að vörum hleypum inn hátt á skörum rasta. Bára ör, á arminn þinn önd og fjöri ég kasta. Skipið stansarf skýst á hlið skeið til landsíns horfna. Bárur glansa og glotta viö, glatt er á dansi norna. Mastrið syngur sveigt i keng, seglið kringum hljómar, raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fingurgómar. Létt um gang um græði svif, gleymi angri minu, þegar hangi um hel og lif, haf, i fangi þinu. Leggðu barminn alvot að aftanbjarma gljáa. Strjúktu harm úr hjartastað, hrönnin armabláa. Þar sem þetta verður siðasti þáttur Vfsnamála á þessu ári, , þá er ekki annað eftir en þakka lesendum og velunnurum sam- starfið á árinu. Hvort Vfsnamál verða á ferðinni á næsta ári skal ósagt látið, en óskum lesendum góðs farnaðar á þvi ári meö visu Steinunnar Finnsdóttur i Höfn: jöllum þeim ég óska góðs, !er á hafa hlýtt um stundir, og dyggva eyju funa flóðs , fel ég blessan undir. Sjóliðinn Waldemar Lundberg af sænska herskipinu Oscar II sem kom hér með sendi- nefndina á alþingishátiðina. Myndin er tekin efst á Skólavörðustig. Alþingishátiðin 1930. Erikson fulltrúi Svla flytur hátíðinni heillaóskir. Úr fjölskyldualbúmi ; Hótel Borg fánum skreytt í tilefni af alþingishátiðinni. Stúdentar marséra eftir Austurstræti sumarið 1930. Takið eftir húsinu þár sem nú er verslunin Viðir. í þvi eru Tóbakshúsið, Sápuhúsið og L.H. Milller. Konungshúsið á Þingvöllum. Myndin er tekin á alþingishátiðinni 1930 og ef rýnt er I myndina kemur I ljós að þaö eru engir smákallar sem standa I anddyrinu. Það eru þeir Kristján X., þáverandi konungur tslands, og Gústaf Adolf, þáverandi krónprins Svla, siöar konungur. I. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.