Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 12
83.5 HOLLOGGOÐ NÆRJNG FYRIR LITIA Einu sinni var lítill bókaormur. Hann át bókstaflega allar bækur sem hann komst í, því hann var algjör bókaormur. En svo fékk hann magapínu. Sumir halda að hann hafi étið of margar vondar bækur sem hafi orðið að æðislegum köggli í maganum á honum. Ef þú þekkir litla bókaorma þá skaltu kynna þér vel hvaða fóður þú velur þeim. Guðrún Helgadóttir: ENN AFJÓNI ODDI OG JÓNI BJARNA Hér kemur þriöja bók Guðrúnar Helgadóttur um tvíburabræöurna vinsælu. Óvænt tíöindi gerast í fjölskyldumálum þeirra . . . Skemmtilegar myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Nú eru allar þessar bækur Guörúnar fáanlegar, leikritiö Óvitar komiö í endurskoðaðri gerð. Sigrún Eldjárn: ALLT í PLATI! Hér hefur Sigrún Eldjárn gert skemmtilega barnabók alveg á eigin sþýtur, sögu og myndir. Þetta er ævintýri um tvo Reykjavíkur- krakka sem fara í hugsanaleik, — og þá getur margt Magnea frá Kleifum: KRAKKARNIR í KRUMMAVÍK Magnea frá Kleifum er góökunn fyrir lifandi þarnasögur. Þetta er bók um systkinin fimm í Krummavík og segir frá mörgu sem á daga þeirra drífur þarna í sveitinni. Sigrún Eldjárn teiknaöi myndir í söguna. Aðgengilegt lestrarefni fyrir lítil börn. Gunnilla Wolde: TUMI OG EMMA Bækurnar um Tuma og Emmu eru stöðugt endurprentaðar. Nú koma líka tvær nýjar: Emma og Pétur og Emma og ryksugan. Annette Tison & Talus Taylor: BARBAPAPA Barbaþaþa þekkja allir. Hér eru þrjár harðspjaldabækur um þá fyrir yngstu lesendurna: Barbapapasirkusinn, Barbapapa og dýrin og Barbapapa úti Og svo eru smábækur um Barbapapafjölskylduna, sex hefti: Barbaljóð býr til glermuni, Barbasnjall býr til klukkur, Barbamamma býr til hús, Barbavænn viö bústörfin, Barbapabbi í perluleit, Barbapabb; býr til hljóðfæri. H.C. Andersen og Ulf Löfgren: NÝJU FÖTIN KEISARANS OG ELDFÆRIN Tvö af ævintýrum H.C. Andersens, með skemmtilegum myndum Ulf Löfgren, þar sem vel nýtur sín sþaugið í þessum verkum ævintýraskáldsins góða. — Sígildar þýðingar Steingríms Thorsteinssonar. Bækur sem mæla með sér sjálfar. Ole Lund Kirkegaard: HODJA OG TÖFRATEPPIÐ Hodja og töfrateppið Æ . Hodja langaði út í heim. Og hann var svo heþpinn að honum áskotnaöist töfrateppi . . . Þetta er fjórða bók þessa vinsæla höfundar á íslensku, — hann myndskreytir bækurnar sjálfur meö mjög fyndnum teikningum. SÖGUR ÚR BIBLÍUNNI í MYNDUM OG MÁLI Þetta er frábærlega falleg bók, endursögn Biblíunnar í aðgengilegu formi meó fögrum litmyndum. DAGURINN HANS ÓLA Fjórar litríkar og skemmtilegar bækur um daglegt líf lítils drengs, og vininn hans besta, hann Tóta trúö. 6 HERRAMENN Sex litlar bækur, fyndin og skemmtileg lesning fyrir alla meö myndum: Herra Kjáni, Herra Subbi, Herra Draumóri, Herra Sæll, Herra Skellur, Herra Hnýsinn. —^ Þrándur Thoroddsen þýddi textann. ÞROSKANDI MYNDSPJALDABÆKUR Þetta eru fjórar bækur handa litlum börrium sem lýsa daglegu lífi þeirra: Tommi leikur sér, Benni fer aö sofa, Anna boröar og Sigga fer í bað. Svend Otto S.: GRIMMSÆVINTÝRI DALUR DÝRANNA Óvenjulega litrík og skemmtileg bók, um hina útdauðu og alfriðuðu íbúa Einskisdals, Villa Vængstyrk, sem er fiðrildi sem segir sex, og ýmsa fleiri. Og borgarstjórinn hér er Enginn Panda . . . Ævintýri með myndum og fræðitextar. Fögur bók, fróðleg og eiguleg í senn. Þýöendur: Þrándur Thoroddsen og Örnólfur Thorlacius. Ein fegursta bókin á markaðnum í ár. Nokkur frægustu Grimmsævintýrin eins og Mjallhvít og Stígvélaði kötturinn, prýdd afbragðs góðum myndum danska myndlistarmannsins viöurkennda, Svend Otto S. Og ekki spillir íslenskur búningur Þorsteins skálds frá Hamri. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923og 19156

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.