Þjóðviljinn - 16.12.1980, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1980, Síða 3
Þriftjudagur 16. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Utifundur til stuðnings Gervasoni: Fjölmenni og Stuðningsmenn Patricks Gervasoni héldu fjölmennan úti- fund á Lækjartorgi siftast liftinn laugardag, til aft leggja enn einu sinni áherslu á kröfuna um aft honum veröi veitt landvistarleyfi hér. Bryndis Schram stjórnaði fund- inum, en ræðumenn voru Anton Helgi Jónsson rithöfundur, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar, Hreinn Hákonarson guð- fræðinemi, Heimir Pálsson menntaskólakennari, Pétur Pétursson þulur og Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Ræðumenn minntu allir á yfir- lýsingar Islendinga um mannúð og mannréttindi, visað var til gamalla hefða, sem sagt er frá i Islendingasögunum þegar menn lögðu allt i sölurnar fyrir þá sem lentu utangarðs, og urðu af menn meiri. Vitnað var til Bibliunnar og kristinnar siðgæðisvitundar og baráttuhugur Pétur Pétursson þulur minnti á að eiginlega væru liðhlauparnir fjórir, þar sem þeir ráðherrarnir Friðjón, Pálmi og Gunnar væru allir taldir liðhlaupar úr smum flokki. Það væri þvi ekki til of mikils mælst að Friðjón sýndi hinum fjórða miskunn. Sigurður A. Magnússon rifjaði upp heim- sókn Louis Armstrong hingað til lands og bar saman við skrifin gegn Gervasoni en þá fengu blaðamenn á stærsta blaði lands- ins að heyra það óþvegið fyrir að hafa átt viðtal við blökkumann þó frægur væri. Það væri grunnt á kynþátta- og útlendingahatri margra Islendinga. Fundinum barst fjöldi skeyta ög stuðningsyfirlýsinga alls staðar að af landinu og kom ber- lega i ljós að Gervasoni á viða stuðning og fólk er ekki af baki dottið í baráttunni fyrir málstað hans. — ká Birna Bjarnadóttir og Gunnar Torfason meft llkan af gangstéttarbiö- skýlinu sem fékk fyrstu verölaun. Ljósm:eik Verölaun í samkeppni um gangstéttarskýli SVR Einfalt og aðlaðandi Birna Bjarnadóttir innanhús- arkitekt og Gunnar Torfason byggingarvcrkfræftingur hlutu fyrstu verftlaun i samkeppni Strætisvagna Reykjavikur um gangstéttar-biftskýli sem reisa skai vift götur borgarinnar. Fyrstu verftlaun námu 1.5 miijón króna. Alls bárust 12 tillögur en I niðurstöðum nefndarinnar sem um þær fjallaði segir um hug- mynd þeirra Birnu og Gunnars, að hún uppfylli „allar þær kröfur sem gerðar voru til gangstéttar- biðskýlis á einfaldan og afar að- laðandi hátt. Einfalt og stilhreint útlit skýlis gerir það að verkum að það mun lifga upp á umhverfi borgarinnar”. önnur verðlaun 900.000 kr. hlaut hugmynd Guðfinnu Thordarson arkitekts og þriðju verðlaun 300.000 kr. hlaut tillaga Harðar Björnssonar. Nefndina sem fjallaði um hug- myndirnar skipuðu Finnur Björg- vinsson arkitekt, Guðrún Agústs- dóttir form. stjórnar SVR. Hjörtur Kolsöe vagnstjóri, Reynir Adamssonarkitekt og örn Sigurðsson arkitekt. — ká Vinnueftirlit ríkisins óskar að ráða starfsfólk i neðangreind störf: 1. Ritara. Kunnátta og reynsla i vélritun eftir handriti og segulbandi áskilin, auk góðrar kunnáttu i islensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 2. Skrifstofumann (1/2 starf). Góð vélrit- unarkunnátta og reynsla i almennum skrifstofustörfum áskilin. Laun skv. kjarasamningi rikisstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar öryggiseftirliti rikisins, Siðumúla 13, fyrir 30 desember nk. Frá útifundinum til stuftnings Patrick Gervasoni Barnabækur eftir Astrid Lindgren Astrid Lindgren er einn vinsælasti barnabókahöfundur sem nú er uppi. Henni hafa hlotnast fjölmörg alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og hún er eini barnabókahöfundurinn sem hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun. Mál og menning hefur gerst útgefandi Astrid Lindgren á íslandi. Enn eru fáanlegar tvær fyrstu bækurnar um Emil í Kattholti, Bróðir minn Ljónshjarta og Víst kann Lotta næstum allt. Og nú í haust gefum við út þrjár nýjar bækur. Enn lifir Emil í Kattholti Hér er þriðja bókin — og sú skemmtilegasta — um Emil í Kattholti frum- prentuð á íslensku. í þess- ari bók er sagt frá ýmsum skammarstrikum Emils, en líka frá því þegar hann drýgði dáð sem allir Hlyn- skógabúar glöddust yfir. Þýðandi Vilborg Dag- bjartsdóttir. Almennt verð kr. 8.890. Félagsverð kr. 7.560. IVlAddÍTi eftir Astrid Lindgren AH Madditt Madditt er ný sögu- persóna eftir Astrid Lind- gren sem íslenskir les- endur hafa ekki áður kynnst, sjö ára stelpa sem er engum lík þó að hún minni stundum á Emil í Kattholti. Eins og hann hefur Madditt verið kvik- mynduð og notið mikilla vinsælda. Þýðandi Sigrún Árnadóttir. Almennt verð kr. 8.890. Félagsverð kr. 7.560. Ég vil líka fara í skóla Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin og skemmti- leg saga um Lenu litlu sem fékk að fara í skólann með bróður sínum einn dag. Myndir eftir llon Wikland. Þýðandi Ást- hildur Egilson. Almennt verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.200. Mál og menning Munum Happdrætti Þjóðviljans 1980 Dregið var í Happdrætti Þjóðviljans þann 1. des s.l., en vinningsnúmer þá innsigiuð og verða ekki birt fyrr en að uppgjöri loknu. Skrifstofa Happdrættis Þjóðviljans, er að Grettisgötu 3, Reykiavík, símar 17504 og 17500. Enn er hægt að kaupa miða og verður svo þar til uppgjöri lýkur. Nú stendur yfir lokaáfakið í uppgjöri vegna happdrættisins, og er takmarkið að Ijúka því fyrir næstu helgi. Þess vegna eru þeir umboðsmenn sem enn hafa ekki gert skil hvattir til að gera það sem allra fyrst svo unnt verði að birta í vinningsnúmerin. Þeir sem hafa fengið heimsenda miða á Reykjavíkursvæðinu eru beðnir að snúa sér til skrifstof unnar Grettisgötu 3.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.