Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. desember 1980
Hœkkun vörugjalds á ölf gosdrykki og sœlgœti
Langt frá því að
fylgja verðbólgu
Iðnrekendur i sælgætis- öl- og
gosdrykkjaiðnaði hafa harðlega
mótmælt ráðgerðri hækkun vöru-
gjalds á þessa vörufiokka. Hafa
þeir tilkynnt vinnumáladeild
félagsmálaráðuneytisins að
hugsanlega kunni að koma til
fjöldauppsagna i þessum starfs-
greinum,en við þær vinna nú um
800 manns. Samkvæmt upplýs-
ingum ráðherra eru sælgæti, öl og
gosdrykkir meðal þeirra vöruteg-
unda sem hvað lengst hafa verið
skattlagðir á islandi. Birtir i yfir-
liti um það hvernig tollvöru-
gjaldið hefur breyst á undanförn-
um 40 árum, kemur fram að það
hefur hvergi nærri fylgt verð-
bólguþróun, og sú hækkun, sem
áætluð er samkvæmt stjórnar-
frumvarpi, og gefa á 3.5 milljarða
króna á næsta ári, sé aðeins brot
af þvi sem verið hefði ef gjaldið
hefði fylgt veröbólgunni.
pingsjá
fólk og lagt tappagjald á hverja
flösku gosdrykkjar og öls. Heild-
argjald af gosdrykkjum var siðan
hækkað 1976 og 1978, en hefur
verið óbreytt siðan.
Hefði gjaldið á sælgæti og gos-
drykkjum breyst i samræmi við
breytingu á framfærsluvisitölu
væri það nú 60.8 sinnum hærra en
það var 1960. A gosdrykkjum er
það nú aðeins 4.5. sinnum hærra
en 1960, en yröi 25-34 sinnum
hærra en 1960, ef frumvarp
stjórnarinnar verður að lögum. A
sælgæti öðru en súkkulaði er
gjaldið nú 1.09 sinnum hærra en
Framhald á bls. 13
20 ára samanburður
t eftirfarandi töflu má sjá samanburð á gjaldinu 1960 fram-
reiknuðu skv. visitölu, gjaldinu eins og það er i dag og gjaldinu
eins og það er taiið verða skv. frumvarpínu.
Vörutegund Gjald i Gjald i
Gjald kr. skv. Gjald i i kr. skv
Brjóstsykur, tyggigúmmi, eining 1. 4/60 kr. nú frv. ca
karamellur og önnur, framreikn.
sætindi . ..lkg 2,528,10 45,60 190,00
Lakkris og lakkrisvörur • Ikg 842,70 45,60 190,00
Hreint súkkulaði alls konar
svo sem suðusúkkulaöi/iðn-
súkkulaði og súkkulaöihúð.... .. 1 kg 1.264,00 20,80 350,00
Atsúkkulaði,negrakossar ... ...lkg 2.528,10 45,60 370,00
Gosdrykltir alls konar ...11 213,40 16,00 120,00
Maltöl ..11 102,10 14,00 130,00
Annað öl ..11 306,40 17,00 130,00
Fjárlagafrumvarpið afgreitt til 3. umræðu
..Þeir kvarta hæst
sem fá mest fé”
Hækkað i rykkjum
Sérstök lög voru sett um gjald-
töku á ofangreindum vörum árið
1939, en fljótlega kom i ljós að
magngjald var óþénugt i verð-
bólgu og var þá gripið til þess að
setja ár hvert lög um bráða-
birgðabreytingu á slikum gjalda-
lögum. Samkvæmt lögum nr.
67/1959 átti þannig að innheimta
gjöld af innlendum tollvörum
með 560% álagi að undanskildum
gosdrykkjum, þar skyldi álagið
vera 680% og öli, er fá skyldi 740%
álag. Með setningu laga nr. 4/1960
um efnahagsmál var gjaldið enn
hækkað og átti samkvæmt 15.
grein laganna að innheimta
grunngjaldið ásamt álögum með
nýju 200% álagi.
Arið 1962 eru sett lög um aðstoð
til fatlaðra og lagt nýtt gjald á
hvert kg. sælgætis nema súkku-
laði i þvi sambandi. betta gjald
var siðan hækkað 1965 og hefur
heildargjaldið á brjóstsykur,
tyggigúmmí, karamellur og
önnur sætindi verið óbreytt siðan.
eða kr. 45.58. Arið 1966 var sam-
þykkt sérstök aðstoð við vangefið
Skattur á verslun og
skrifstofuhúsnœði
framlengdur
2,5 mil-
jardar
1981
A árinu 1979 var i fyrsta sinn
lagður á sérstakur skattur á
skrifstofu- og verslunarhúsnæði
og var sá skattur framlengdur á
árinu 1980.
Nýlega hefur verið lagt fram
stjórnarfrumvarp á Alþingi frá
fjármálaráðherra um aö eig-
endur verslunar- og skrifstofu-
húsnæöis greiði þennan skatt
einnig á árinu 1981 og er áætlað að
skattur þessi skili til rikissjóðs
tæpum tveimur og hálfum milj-
arði króna á næsta ári en á yfir-
standandi ári var hann áætlaður
1440 miljónir.
835 miljón kr.
hœkkun
til skólabygginga
og 700 miljón kr.
hækkun til
sjúkrahúsa og
heilsugæslu-
stöðva
Fjárlagafrumvarpiö var af-
greitt til þriðju umræðu sl.
laugardag, en stefnt er aö þvi að
Ijúka afgreiðslu þess i vikunni.
Útgjaldahlið frumvarpsins
hækkaði við þriðju umræðu
samkvæmt breytingartiilögum
fjárveitingarnefndar um nærri
3.5 miljarða króna. Hér er fyrst
og fremst um hækkanir á fram-
kvæmdaliðum að ræða, þvi
hækkun á gjaldföllnum stofn-
kostnaði nemur riflega 2.8
miljörðum króna. Hækkun á
rekstrarliðum nemur aðeins rif-
iega 600 miljónum króna.
Helstu hækkanir til fram-
kvæmdaliða fjárlagafrum-
varpsins eru 835 miljón kr.
hækkun vegna skólabygginga
700 miljón króna hækkun vegna
sjúkrahúsa- og heilsugæslu-
stöðva, vegna dagvistarheimila
300 miljónir, vegna iþrótta-
mannvirkja 50 miljónir kr.,
vegna hafnarframkvæmda, þar
með talinn hafnarbótasjóður,
Geir Gunnarsson: Sjálfgefið að
ýmsir aðilar munu bera sig illa.
430 miljón kr. hækkun og vegna
flugmála 400 miljón kr.
Geir Gunnarsson formaður
fjárveitingarnefndar sagði við
þriðju umræðuna að það hefði
verið meginreglan i störfum
fjárveitingarnefndar að þessu
sinni að standa gegn óskum og
kröfum um hækkun útgjalda, en
erindi um aukin fjárframlög
hefðu borist svo hundruðum
skipti. „1 raun má segja, aö
nefndin reyni eftir þvi sem rok
standa til aö verja þann niður-
skurð sem Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun og hæstvirt rikis-
stjórn hefur framkvæmt á fjár-
lagabeiðnum stofnana rikisins
og annarra aðila viö samninga
fjárlagafrumvarpsins. Segja
má að breytingartillögur t
nefndarinnar séu aðallega'
tvennskonar. Tekið hefur verið
tillit til einstakra hækkunar-
beiðna þegar I frumvarpinu
hefur ekki verið gert ráð fvrir
neinni hækkun sem nálgast al-
mennar verðlagsbreytingar, og
nefndinni hefur ekki þótt ástæða
til raunlækkunar i þeim mæli.
Að öðru leyti er aðallega um
að ræða tillögur um nokkra
hækkun á framlögum rikisins til
verklegra framkvæmda frá þvi
sem gert er ráö fyrir i fjárlaga-
frumvarpinu, einkum þar sem
um er að ræða niðurskurð að
raungildi í málaflokkum sem
stöðugt hafa verið skornir niður
undanfarin ár i þeim mæli að
nefndin taldi ekki fært, án við-
bótarfjár, að koma saman til-
lögu um skiptingu sem sam-
rýmdust óhjákvæmilegum
framgangi verka, sem þegar
eru komin áleiðis.
Enda þótt einstakir fram-
kvæmdaþættirhafi þannig verið
hækkaðir talsvertog jafnvel þar
á meðal þættir sem ekki hafa
lækkað að raungildi undanfarin
ár, svo sem framlag til sjúkra-
húsa og heilsugæslustöðva, sem
hækka samkvæmt tillögu fjár-
veitingarnefndar um 700
miljónir króna frá fjárlaga-
frumvarpi, þá er heildarupp-
hæðin i raun svo knöpp miðað
viö þær framkvæmdir sem nú er
unnið við aö sjálfgefið er að
ýmsir aðilar beri sig illa”.
Geir Gunnarsson gat þess
einnig að jafnvel mætti búast
við þvi að þeir sem hæstu fjár-
veitingarnar fengju bæru sig
verst, enda hefði sú verið raunin
áður. Hæstu fjárhæðir duga ekki
til þess að ljúka áætluðum
áföngum með þeim hraöa sem
ráðgeröur var og sóst var eftir.
Helgi Seljan og
Egill Jónsson alþm.
Flugvalla-
áætlun
fyrir
Austurland
Helgi Seljan (AB) og Egill
Jónsson (S), báðir þingmenn
Austurlandskjördæmis, hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar
um skipulagða uppbyggingu flug-
valla i Austurlandskjördæmi.
Gert er ráð fyrir að rikisstjórnin
hlutist til um þessa áætlunargerð
og að hún verði i fullu samráði við
aðila i kjördæminu sem um flug-
mál fjaila.
t greinargerð með þessari
þingsályktunartillögu segir að
með tilkomu flugsamgangna hafi
einangrun afskekktra byggðar-
laga á Austurlandi verið rofin og
samgöngur milli Austurlands og
annarra byggðarlaga tekið á sig
nýja mynd. í upphafi voru allar
aðstæðurmjögófullkomnar, bæði
það er varðaði flugvelli og
öryggisbúnað, og þrátt fyrir vissa
skipulagningu i þessum efnum
eru aðstæður enn viða ófull-
komnar.
A siðari árum hafa einstaka
sveitarstjórnir á Austurlandi
komið á fót nefndum til að fjalla
um málefni flugvalla i viðkom-
andi byggðarlögum. Þessi áhugi
heima fyrir hefur mætt velvilja
hjá flugmálayfirvöldum. Með til-
lögunni er enn frekari áhersla
lögð á að koma þessum málum i
fastara form og tryggja um leið
að sjónarmið og hagsmunir allra
byggðarlaga á Austurlandi verði
teknir til greina við þá ááetlun
sem þingsályktunartillagan gerir
ráð fyrir.
Síðasta
vísna-
kvöld
ársins
t kvöld veröur siöasta visna-
kvöld ársins á Hótel Borg. Salur-
inn verður jólaskreyttur og jóla-
glögg verður á boðstólum.
„Brotnir bogar”, fiöluflokkur
af Skaganum, koma fram, Berg-
þóra Arnadóttir syngur og Eng-
lendingurinn Tom Melting leikur
á gitar. ónefnd hljðmsveit,
skipuð nokkrum Visnavinum
ásamt fleirum, flytur lög við ljóð
norska verkalýðsskáldsins Rud-
olfs Nilsen.
Þrjú ljóðskáld lesa úr nýút-
komnum bókum sinum. Þau eru
Birgir Svan Simonarson, Gisli
Sigurkarlsson og Bergþóra
Ingólfsdóttir.
Kynnt veröur nýútkomin
snælda með 12 lögum, úrvali
nokkurra visnakvölda. Snældan
verður til sölu á staðnum.
I lokin munu „Brotnir bogar”
leiða gesti út á Austurvöll, þar
sem stiginn verður dans i kring-
um jólatréð en ærslast mjög i
hófi.
RÍKISSKIP
Sími: 28822
BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK:
VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga
AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga
Biöjið um áætlun