Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1980, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Þriðjudagur 16. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 frá lesendum Gefðu honum gleðileg jól Tiu boðorð Guðs munu vera elstu lög heims sem skráð hafa verið. Þar stendur: Þú skalt ekki mann deyða, Það er einmitt það sem Pat- rick Gervasoni vill ekki gera. Vegna þess flýr hann land sitt. Hann vill ekki drepa aðra menn. Herra dómsmálaráðherra: Getur þú dæmt Guðs lög ömerk? Þú berð við herlögum, máli þinu til stuðnings. Vilt þú svara: Hver bjó þau lög til? Hver gaf Þekktirðu þau? Eins og margir aðrir gyðingar af hans kynslóð fluttist Ileinz Alfred litli (til vinstri á mynd- inni á siðu 2) ásamt foreldrum sinum frá Þýskalandi til Banda- rikjanna 1938. Varð siðar utan- rikisráðherra meðal annars: llenry Kissingcr. þeim rétt til að brjóta niður sið- gæðisvitund mannsins og taka lifsrétt hans? t hvaða tilgangi urðu þessi lög til? Til að verja land og þjóð i strið, mundir þú svara. Strið ver Nokkrar spurningar til herra dómsmála- ráðherra Friðjóns Þórðarsonar engan. Strið er óhamingja mannsins, mesti og hræðilegasti ósigur hans. í striði glatar maðurinn öllum siðferðilegum þroska. Rán, svik, lygi og manndráp verður slóðin sem hann skilur eftir sig. Patrick Gervasoni vill ekki vera striðshetja. Eiga minn- ingar um rotnandi lik manna, kvenna og barna i brennandi borgum. Hann segir satt og sök hans er ekki önnur en hann er flóttamaður sem leitar skjóls hjá okkur. — Lifið sjáft er hug- sjón hans. Hver dæmdur maður verður að vinna eið af hreinni samvisku að segja satt i máli sinu. Það hefur Patrick gert. En verður dómari ekki lika að hafa hreina samvisku gagnvart réttlæti og sannleika? Herra dómari: Þú ert langtum meiri persóna ef þú leyfir þessum unga manni að lifa samkvæmt Guðs lögum. Þú skalt ekki mann deyða. tslensk þjóð má ekki verða sér til skammar. Þjóð sem hefur hælt sér af lýðræðislegum hugsjónum, mannfrelsi og menntun. Að veita ekki skjól einum flóttamanni sem leitar griða og ásjár mun vekja alheimsádeilu á ökkur öll, fyrir litilmótlegan aumingjaskap og ræfilshátt. Við erum hersetin þjóð. Þúsundir hermanna dvelja meðal okkar — án skilrikja, þvi timi þeirra er löngu útrunninn hér — er það löglegt? I nafni jólanna sem eru fram- undan skora ,ég á þig, herra dómsmálaráðherra: veittu Pat- rick Gervasoni skjólið sem hann leitar að. Okkur hefur tekist að bera virðingu fyrir þeim gegnum aldirnar. Hvernig sem trú okkar kann að vera eru þau samt ljósið sem bendir okkur mönnunum á réttlæti og frið. Gefðu honum Gleðileg jól. Ég skora á alla presta og kennimenn sem flytja Guðs orð yfir söfnuði landsins að standa traustir og heils hugar með þeirri trú sem þeir boða. Ég spyr: Er það ekki ykkar mál, að allir meitn þjóni þeim lögum sem Guð sjálfur gaf? Þú skalt ekki mann deyða. 12. desember 1980 Steinunn Þ. Guðmundsdóttir rith öfundur. Barnahorniö Umsjón: Magnúsog Stefán Grímurog sálfræð- ingurinn Framhaldssaga (Hér hefst framhalds- saga, sem þeir Magnús og Stefán völdu. Þetta er kafli úr bókinni Grimur og sálfræðingurinn, sem Setberg gaf út fyrir mörgum árum. Sagan er birt með leyfi útgef- anda). Grimur auglýsingameistari Búið var að opna nýja sælgætisbúð í þorpinu. Hún hét ,,Hjá Möllu". Grimur og félagar hans fögnuðu þessari nýbreytni, því að hjá Möllu var allt tuttugu og fimm aurum ódýrara en hjá Mósa. Við þetta vænkaðist hagur útlaganna að mikl- um mun, en til þess leyni- félagsskapar töldust Grimur grallari og Þeir Helgi, Davíð og Hinrik. Verndari félagsins var tíkin Blanda, kynblend- ingur sem Grímur átti. Útlagarnir létu nýja kaupmanninn njóta viðskiptanna fyrsta laugardaginn eftir að opnað var. Grímur versl- aði fyrir krónu og fimmtíu og krafðist þess að fá allt i 25 aura skömmtum. Hann staðhæfði, að hjá Mósa væri alltaf hægt að fá keypt fyrir 25 aura. Rauðhærða stúlkan fyrir innan búðarborðið lét undan honum að lokum og afgreiddi hann með fýlusvip. Hún bað hann höst að f ikta ekki við sýn- ingarkassana og muldr- aði, um leið og hún rétti honum pokana — ,,eintóm pappírs- og timaeyðsla" — og ,,aldrei hef ég nú vitað annað eins!" Grimur gekk út úr búðinni og tróð kramar- húsunum f imm i yf irf ulla vasana, en hafði það sjötta uppi við. ,,Ég er ekkert viss um," sagði hann við Davíð og Hinrik — Helgi var ekki með þeim — ,,ég er ekkert viss um að ég komi þarna aftur. Fáið ykkur einn brenndan Bis- marck... Nei, mér líkaði ekki, hvernig hún talaði við mann og horfði á mann." ,,En það er svo ódýrt, maður. Aðalatriðið er að gerá góð kaup — mér finnst það að minnsta kosti. Fáðu þér anis- brjóstsykur", sagði Hensi og dró upp sinn poka. (f ramhald) Holdið er torvelt að temja Kristmann Eiðsson, þýðandi hjá Sjónvarpinu, hefur greini- lega orðið fyrivr áhrifum frá Snjólaugu Bragadóttur, þvi hann nefnir þáttinn sem við sjáum i kvöld úr framhalds- my nda f lokknum „Övænt endalok” sama nafni og Snjólaug notaði á eina af bók- um sinum: Holdið er torvelt að temja. Þættir þessir eru sem kunnugt er byggðir á smásög- um eftir norsk-breska ■tLk Sjónvarp TTkl. 22.10 rithöfundinn Roald Dahl, sem einkum er frægur fyrir spenn- andi. afþrey ingarsögur. Endalokin eiga að koma mönnum á óvart, og þvi viss- ara að segja sem minnst um efni þáttarins i kvöld... — ih Ríki 1 ríkinu? Gorgur frændi og skápurinn hans Valdis óskarsdóttir byrjaði i gær að lesa sögu sina „Skápurinn hans Gorgs frænda’’ i Morgunstund barnanna. Við náöum ekki sambandi við Valdisi, en spurðum Gunnvöru Braga um söguna. — Þetta er skemmtisaga, bráðfyndin, — sagði Gunnvör. — Valdis er sjálf i sögunni, og frásögnin hefst á þvi að hana vantar fataskáp, og útvegar sér hann. En þá kemur i ljós að það er draugur i skápnum, Gorgur. Hann er ósýnilegur fyrst, en brátt fer hann að taka ansi mikinn þátt i lifi nýja eigandans. Gorgur frændi er eiginlega annarskonar búálfur, — sagði Gunnvör. Valdis Öskarsdóttir hefur sem kunnugt er gefið út Mjjþ. Sjónvarp kl. 22.45 Valdis Öskarsdóttir rit- höfundur #Útvarp kl. 9.05 margar barnabækur, þ.á m. Búálfana, Fýlupokana og nú siðast viðtalsbókina Börn eru lika fólk. Sagan um Gorg frænda verður lesin i 6 morgunstund- um. — ih Skyldu ckki margir sjónvarpsáhorfendur vera mér sammála um það, að „umræðuþættir i beinni útsendingu” séu litt fræðandi og litt skemmtilegt sjónvarps- efni? I slikum þáttum þokar viðfangsefnið alltof oft fyrir þörf þátttakenda til að koma sinum sjónarmiðum á framfæri, klekkja á hinum og hafa siðasta orðið. Ahorfandinn er oftast engu nær um viðfangsefnið, en hef- ur að sjálfsögðu kynnst viðhorfum þátttakendanna til þess. Vitanlega getur það verið ágætt, en hætt er við að ýmsar hliðar málsins verði útundan þegar fjallað er um það á þennan hátt. 1 kvöld er einn slikur þáttur á dagskrá: umræðuþáttur i beinni útsendingu um verka- Er verkalýðshrevfingin „rfki i rikinu”? — spyr Jón Baldvin i kvöld. Myndin var tekin 1. mai. lýðshreyfinguna. Spurt er hvort hún sé „riki i rikinu”. Umsjónarmaður er Jón Bald- vin Hannibalsson ritstjóri, og meðal þátttakenda eru Asmundur Stefánsson, forseti ASl, puðmundur Sæmunds- son, háskólamenntaður verkamaður, Sigurður Lindal prófessor ofl. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.