Þjóðviljinn - 20.12.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.12.1980, Blaðsíða 21
Helgin 20,—21. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 Kristján Antonsson, Guðmundur S. Jónsson og Gunnar Ingimundarson. Ljósm. —eik. Hver vœri besta Elin Guðmannsdóttir og Kristin I. Tómasdóttir. afmœlisgjöfm ? — Hvaöa afmælisgjöf myndi að þínu mati koma Landspítalanum best á fimmtugsaf mælinu? Þessa spurningu lögðum við fyrir nokkra ráð- stefnugesti í anddyri Háskólabíós á dögunum og eins og að líkum lætur voru svörin hin fjöl- breytilegustu. Betri starfsaðstaða og kennslubyggingin Bætt heilsufar starfsfólks og betri vinnuaöstaða svo starfs- menn gætu sinnt sinum störfum væri besta afmælisgjöfin, sagði Kristin I. Tómasdóttir, yfirljós- móðir Kvennadeildarinnar. Kristin hefur starfað við Fæðingardeild Landspitalans i 26 ár og flutti á ráðstefnunni erindi um breytingar á aðstöðu starfsfólks til aldamóta. Hvað Kvennadeildina varðar, sagði Kristin, að þörf væri fyrir meira húsrými fyrir sængurkonur, en bætti við aö það stæði nú reyndar til bóta. Elin Guömannsdóttir tann- læknir I Heilsugæslustöö Arbæjarhverfis sagði að besta afmælisgjöfin væri að hraöa þeirri byggingu sem Háskólinn er að reisa sunnan Hring- brautar. Þessi bygging á að Pétur Jónsson hýsa tannlæknadeildina og læknadeildina og er mjög brýn, sagði Elin. Hún mun létta á spitalanum sjálfum og þaö er búið að biða eftir henni i mörg ár. Gott og áhugasamt starfsfólk Min ósk er að áfram, sem hingað til, verði við Landspital- ann gott og vel menntað starfs- fólk, sem er vakandi og áhuga- samt i sinum störfum, sagði Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjórnunarsviös á skrif- stofu rikisspitalanna. Pétur hefur starfað fyrir rikisspital- ana i 10 ár en stjórnunarsviöið, sem hann veitir forstöðu, tekur til starfsmannahalds, bókhalds, innkaupa og annars sem lýtur að rekstri og fjármálum spital- anna. Hvað framkvæmdir varöar, eru verkefnin óþrjótandi, sagði Pétur ennfremur. Sjúkrahús er likt og háskóli, — fram- kvæmdum lýkur i raun aldrei, það þarf alltaf aö bæta við. Fleira starfsfólk á deildir Jóhanna Sveinsdóttir sjúkra- liði sem starfað hefur i tæp 9 ár á Landspitalanum og Dögg Tryggvadóttir hjúkrunar- fræðingur sem hefur verið þar i rúmt ár voru sammála um að brýnast væri að fjölga starfs- fólki á deildum. Sem kunnugt er hefur skortur Jóhanna Sveinsdóttir og Dögg Tryggvadóttir á hjúkrunarfræðingum verið landlægur hér um árabil þannig að ljóst er að það þarf að gera fleira en fjölga stöðum ef ósk þeirra á að rætast. Það þarf einnig að gefa hjúkrunar- fræðingum sem oft eru frá vinnu i nokkur ár,meðan þær sinna barnauppeldi, kost á eftir- menntun og svo þarf auðvitað að fjölga plássum á barna- heimilum, sögðu þær Jóhanna og Dögg. K-byggingin Nægilegar fjárveitingar til að koma K-byggingunni Lgagnið á næstu tveimur árum, sagði Guðmundur S. Jónsson, for- stööumaður Eðlisfræði- og tæknideildar Landspitalans. Undir það tóku Kristján Antonsson á sömu deild og Gunnar Ingimundarson, starfs- maður á tölvudeild, sem tók til starfa i októbermánuöi s.l.. K-byggingin mun koma til með aö gerbreyta allri aðstöðu til krabbameinslækninga á Landspitalanum, létta á öðrum deildum, veita sérhæfða þjón- ustu og styrkja rannsóknaraö- . stöðu spitalans, sögðu þeir þre- menningarnir. —AI yngsta deild Landspitalans Oldrunardeildin Þetta er skömmtuð þjónusta, því miður segir Arsœll Jónsson læknir öldrunardeild Landspltala tslands er yngsta deild spltalans og tók hún til starfa 1976. Hún er tilhúsa i Hátúni og þarsem vandi aldraðra hefur veriö ofarlega á baugi i opinberri umræðu upp á siökastiö ræddum viö viö Arsæl Jónsson lækni á öldrunar- deildinni og spuröum hann um starfsemi hennarog öldrunar- lækningar. öldrunarlækningar er yngsta sérgrein læknisfræöinnar, sagði Arsæll og ekki nema um 30 ára gömul. Viö eigum enn engan sér- fræðing sem fengiö hefur sér- fræðimenntun i þessu fagi viður- kennda en vonandi rætistúr þvi á næstu árum. 1 Sviþjóö eru nú tveir aö sérhæfa sig i þessari grein svo mér sé kunnugt en sjálfur var ég i Bretlandi, þar sem menn eru mjög langt komnir i þessum fræðum. — Hvert er sérkenni öldrunar- lækninga? Það er að vandamál aldraöra fá forgang, en heilbrigðisvandinn sem fylgir ellinni er mjög breyti- legur og tengist félagslegu um- hverfi fólksins. Sjúkdómum aldraöra er veitt betri athygli, sem þýðir nákvæmari sjúkdóms- greiningu og meiri lýkur til að finna hagnýta lausn á vanda þeirra, meö góöri samvinnu við aðra aöila, dvalarstofnanir, félagsmálastofnanir og aðstand- endur. — Hvernig er starfsemi öldrunardeildar Landspitalans háttað? A deildinni eru 64 legupláss og njóta um 500 manns þjónustu hennar á ári hverju, þvi auk rúm- anna er þar göngudeild og einnig er fariö i heimavitjanir. Við höfum mikið samstarf við heimilishjálpina og heimahjúkr- unina og höldum vikulega fundi með þessum aðilum. Þetta er skömmtuð þjónusta þvi miður og við getum aöeins tekið inn á deildina sem brýnast er. — Hvar kreppir skórinn mest i þessum vanda? Það er i sambandi við heila- bilað fólk, þvi ýta allir frá sér og við eigum enga sérstaka þjónustustofnun fyrir þann hóp. — Hversu stór hluti aldraöra á viö geöræn vandamál að striða? Við höfun engar tölur um það hér á landi, en erlendis er talið að 5% allra eldri en 65 ára þjáist verulega af sjúkdómum sem valda heilabilun. Þetta hefur verið kallaður „Hinn þögli far- aldur” enda eru þessi vandamál Aldrað fólk sem á við heilabilun að strlða verður algerlega út- undan I heilbrigðiskerfi okkar, segir Arsæll Jónsson, læknir á öldrunardeild Landspitalans. Ljósm.: — eik. ekki höfð í hámæli. Hér á landi er hvergi gert ráö fyrir þessu fölki i heilbrigðisþjónustunni, margir eru inni á dvalarstofnunum og elliheimilum, en erfiöleikarnir þar sem þetta fólk er inni á heim- ilum eru ótrúlega miklir. — Hvernig má bæta úr þessu og eru einhverjar úrbætur i sjón- máli? Það þyrfti að vera sérstakt heilbrigðisteymi, sem annaðist aðstoð við þessa sjúklinga og aðstandendur þeirra með stofn- anir að bakhjarli. Þvi miður sé ég ekki fram á neinar úrbætur i þessum efnum á allra næstu tim- um og það er slæmt, þvi þetta fólk verður algerlega útundan i heil- brigðiskerfinu. — Kemur hlutfall aldraöra til meö að aukast mikið frá þvi sem nú er með hækkandi meðalaldri eins og spáð er fram til alda- móta? Hlutfalliö mun áreiðanlega haldast óbreytt i kringum 10% fram til aldamóta. Eftir striðið komu nokkrír mjög fjölmennir árgangarsem ekki koma til með að auka hlutfallslegan fjölda aldraðra fyrr en eftir 2020, en hvort svo veröur, fer eftir þvi hvernig tekið veröur á þeim heil- brigðisvandamálum sem fylgja hækkandi aldri. Mikilvægt i þvi sambandi er að saman fari efling á heilbrigöisþjónustu aldraðra á stofnunum og I heimahúsum þvi þannig fer saman hagkvæmni þjóöhagslega séð og velferö ein- staklingsins. Þaðer mikilvægt aö fólkgetiveriðsem lengst f heima- húsum og þjónustu við það fólk þarf að efla. —Ái

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.