Þjóðviljinn - 21.01.1981, Page 2

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. janúar 1981 Kærleiksheimilid Hjóladellan hefur tröllriðið Englendingum eins og fleirum. En þeir láta sér ekki allir nægja bara þessi venjulegu 10 gira ný- tfsku eða þau gamaldags dönsku. Hér eru tveir félagar i hjólaklúbbnum Plonk’s Peddl- ers og hafa tekið ofn og hliöar- grind i sina þjónustu. Klúbbfé- lagar hjóla vitt og breitt um landið og safna fé til góðgeröar- starfsemi. sporum RAFORKU viðtalið Rætt við Ævar Kjartansson, Grímsstöðum V etur- seta á Gríms- stöðum — Þetta er djöfuls frost- gaddur hér núna, sagði Ævar Kjartansson á Grimsstöðum á Fjöllum er við áttum tal við hann á föstndaginn var. — Ég held að frostið hafi komist fast að 25 stigum i gær en það er nú talsvert minna i dag. Bót va‘r þó imáli, að logn var i gær.annars hefði nú kuldinn tekið i hnjúk- ana. Þetta er búinn að vera fremur veðrasamur vetur, ákaflega litið um logn og stillur en hér er ekki mikill snjór. — Og þú fórst i að hafa vetur- setu þarna á Fjöllunum? — Já, eg er hér eiginlega vetrarmaður og kenni svo krökkunum hérna. Bróðir minn býr hérna en kona hans er við nám i Handiða og myndlistar- skólanum i Reykjavik i vetur og hann er þá einnig I höfuðstaðn- um og gerir bara svona hitt og þetta. Þau búa i minni ibúð syðra iveturen égtók að mér að sjá um bú þeirra hér og kann þvi bara ljómandi vel. — Fjárhirðingin hefur verið Ævar Kjartansson: Vetrar- maður á Grimsstöðum. fljót að rifjast upp fyrir þér? — Furðanlega, já, en annars hef ég ekki komið nálægt henni frá þvi ég var um fermingu og þar til nú. — Og þú kennir krökkunum lika segirðu. Er þá kennt þarna heima hjá ykkur á Grims- stöðum? — Já, og þetta er nú ekki bein- linis fjölmennur skóli. Krakk- arnir eru fimm. Tveir af þeim eru frá Möðrudal. Þeir búa hér yfir vikuna en fara svo heim um helgar. Við kona min hjálpumst að við kennsluna. — Þú sagðir að snjór væri ekki mjög mikill hjá ykkur. Er þá sæmilegt akfæri? — Nei, þótt snjór sé ekki blöskrunarlega mikill þá eru vegir ófærir venjulegum bilum og rétt I þessu var snjóbíll að fara i póstferð ofan i Mývatns- sveit. Og eðlilega er heldur dauft yfir félagslifinu, litið um bölL —Hvað eru mörg býli i byggð á Fjöllunum? — Það eru núei$nlega fjögur býli hér á Fjöllunum og svo eru Hólssel og Nýhóll I byggö. Þessi býli eru i Fjallahreppi en svo eru Möðrudalur og Viðidalur á Efra-Fjalli en þeirbæirtilheyra Austurlandinu, Múlasýslunum. — Svo að við víkjum aftur að færinu, er lengi búið að vera ófært hjá ykkur? — Af og til siðan um jól. Ég held að búið sé að fara eina póstferð á bil siðan um hátiðar en þegar allt er með felldu er farin ein póstferð i viku til Mý- vatnssveitar. Færi mátti heita sæmilegt fram undir jól a.m.k. tókst alltaf að þvælast þetta. — Finnast þér ekki mikil við- brigði að vera allt i einu kominn úr höfuöborginni og norður á Hólsfjöll? — Jú, aö mörgu leyti en að oðru leyti er bara hvild i þvi. Og þó að menn séu einangraðir i bókstaflegri merkingu hérna þá er það nú svo, að margir, sem I þéttbýlibúa, eru, þráttlfyrir allt, ekkert siður einangraðir. Hins- vegar má segja, að þetta sam- félag hér á Fjöllunum sé einum of litið. Það er i raun og veru of litið til þess áð hægt sé að halda uppi venjulegu félagslifi og svo eru f jarlægðirnar miklar. — Eruð þið með snjóbila þarna? — Það er hér einn snjóbill sem hreppurinn á en á hverjum bæ eru vélsleðar og þeir eru mjög þarfir þjónar hér. — Er nokkurntima messað hjá ykkur? — Nei, ekkert núna. Oftast hefur þó verið messað hér einu sinni um jólin, en það fórst fyrir i þetta skiptið. Þaö er Skútu- staðaprestur, sem þjónar. — Er það ekki af sem áður var aö sauðfé sé beitt þarna að vetrinum? — Jú, það hefur minnkað mjög mikið hér eins og annars- staðar. Hér hefur engin skepna verið látin út siðan talsvert löngu fyrir jól, en ég held, að bændur séu birgir af heyjum. — mhg Stjörnuspá fyrir húsdýrin Ellerti Schram áskilur sér rétt til aö fjalla um þaö á öðrum stað að kommúnistar skrifa Svart- höfða á laun til þess að eyði- leggja orðstir borgaralegrar pressu innanfrá.... I Molar Tilviljunin er duinefni sem guð notar þegar hann viil ekki skrifa sjálfur undir það sem hann hefur gert. X Menn vita ekki ailt, en þeir segja allt. X Það er betra að skilja litið en misskiija einhver ósköp. X I hátignarlegum jöfnuði sin- um banna lögin jafnt rikum sem fátækum að sofa undir brúnum, elta á götunum og stela sér til matar. Það er greinilegt að viö liggj- um langt að baki Bandarikja- mönnum eða Englendingum á vissum sviöum. Sem kannski er eins gott. EBa hvað segir fólk um bækur I Bandaríkjunum eins og „Húsdýrin okkar og stjörn- urnar þeirra”, þar sem i fúlustu alvöru er birt stjörnuspá fyrir dýr. EBa um bresku konuna sem nýlega kom þar fram i sjón- varpi og sýndi hvernig hún gæti lesiö skapgeröareinkenni katta og hunda úr linunum i þófum þeirra. Það sem allt sló út var þó þegar hún gat spáð þvi fyrir gullfiski eftir að hafa „túlkað titringinn i vatninu i skálinni hans”, að hann mundi eiga fyrir höndum langt feröalag!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.