Þjóðviljinn - 21.01.1981, Síða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Síða 5
Miðvikudagur 21. janúar 1981 ÞJ6ÐVILJINN — StDA 5 Álit sérfræðings í Ronald Reagan tók við embætti í gær og standa nú veislur miklar og hátíða- höld í þrjá daga. Hátíða- bragur er allur meiri og dýrari en þegar Jimmy Carter tók við embætti og hefur tilstandið lokkað fram athugasemdir um að í furðu mörgum banda- rískum áhrifamanni leyn- ist einskonar söknuður eft- ir kóngastandi. Sérstakur vígslusálmur hefur verið saminn sem hefst á þessa leiö: Upp meb þumalpultana, Amerika, enn erum við voldugt gengi! Upp með þumalputtana, Amerika veifum stjörnudraumnum okkar! En nóg um það. Vitaskuld nota menn tækifærið þessa dagana til aö spá í spil um það hvernig for- seti Reagan muni reynast. Og þá er meðal annars gripið til fræða sem heita hvorki meira né minna en „pólitisk og sálfræðileg for- setakönnun”. Það eru mörg vis- indin sem almættið hefur fundið upp handa visindamönnunum sinum. Spáði um Nixon Mjög þekktur maður á þessu sviði heitir James David Barber, sem gaf út árið 1972 bók sem heit- ir „Skapgerð forseta”. Þar gerir hann grein fyrir þvi hvernig reyna megi að reikna það út af persónuleika, lifsskilningi og starfstil manns hvernig forseti hann muni reynast. Og það er að sumu leyti von að t.d. sænska stórblaðið Dagens Nyheter sendi á dögunum mann á fund Barbers til að ræða við hann um Reagan. Barber varð nefnilega frægur fyrir að spá furðanlega rétt um það hvernig forseti Nixon kynni að reynast. Hann spáði þvi á sin- um tlma, að „óvissa Nixons með sjálfan sig” og þær fyrirmyndir sem hann veldi sér og ýmislegt fleira gæti hæglega leitt til stór- slysa. Vill vera vinsæll Barber er ekki eins hræddur um Reagan en leggur á það áherslu, ab hann sé eiginlega „besti strákur” sem verði innan um hákarla — og það sé þá spurn- ingin hve lengi hann geti haldið þeim ánægbum. Forsetasálkönnuðurinn segir að Reagan sé einkar viðfelldin maður og velviljaður. Hann hafi ekki verið góöur leikari, en sem pólitiskur leikari sé hann aldeilis Reagan tekur við hyllingu á landsfundi Repúblikana ásamt f jölskyldu sinni; mun hann forðast að koma nálægt erfiöum málum til að halda i vinsældir? Hvernig forseti » verður Reagan? frábær og kunni prýðilega vel á sjónvarpsmöguleikana (Aðrir sem neikvæðari eru segja, að Reagan sé fljótur til svara, en þegar upp sé staðið finnist manni að hann hafi svosem ekki sagt neitt). Barber kallar Reagan „já- kvæða og óvirka týpu”. Slikum mönnum er svo lýst að þeir séu ekki sérlega miklir starfsmenn, en vilji nokkuð á sig leggja til að njóta vinsælda og góðs umtals fyrir þægilegheit og samstarfs- vilja. Hræddur við átök Ýmsar neikvæðar hliöar eru á slikum forseta, segir Barber. Ein er sú að hann er hræddur við átök og árekstra — vegna þess að slik- ar uppákomur stefna vinsældum hans í hættu. Auk þess er Reagan ekki góöur i að átta sig á staö- reyndum, hann er enginn pólitiskur hugsuður og hann er ekki góður samningamaður — einmitt vegna þess að hann vill gjarna vera öðrum til geös. Sllk persóna er nú umkringd Ihaldssömum ráðgjöfum af nýj- um skóla, sem eru haröákveðnir I að fylgja eftir sem hreinræktuð- ustum ihaldssjónarmiðum (Það- an er komin samlikingin um góða strákinn sem þarf að hafa hákarl- ana góða). Og af þvi að Reagan er einn þeirra, sem leggur ekki I árekstra, þá er eins liklegt, að „samstarfsvilji” hans komi fram i þvl að hann láti sig reka inn und- ir vilja og meömæli hinna ihalds- sömu harðlinumanna sem eru allt um kring eða visi frá sér óþægi- legum ákvöröunum. Vísar til harðjaxla? Sllkur maöur er liklegur til að segja við sjálfan sig þegar erfið mál koma upp (t.d. tengd mann- réttindum): „Ég er svo viðkvæm- ur og svo rómantiskur og þetta er svo erfitt og flókið mál, það er best að einhver annar fari með það”. Og svo verður það falið til afgreiðslu einhverjum harðjöxl- um, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna.... Þessi forsetakönnun er ekki ófróðleg þótt hún hafi þann galla að byggja fyrst og fremst á viss- um persónulegum eiginleikum, sem ekki eru settir i stærra sam- hengi. Reagan hefur sjálfur látiö út úr sér margt sem skipar hon- um I flokk með „hákörlum” ágengrar ihaldsstefnu. Hann reyndi svo að breyta um Imynd i kosningaslagnum og sýnast nær miðju I bandariskum viðhorfum og tókst það, enda „frábær pólitiskur leikari”. Hitt er svo rétt að I áhrifamestu stöðum Reaganstjórnarinnar verður meira en nóg af „hákörlum” — og þaö er þegar farið að fara um „sardinurnar”, svo notuö sé alþekkt liking úr sögu Amerlku- rikja. áb tók saman. Carter kveöur með ræðu um: Kjamorkuhœttu, náttúru- auölindir og mannréttindi Jimmy Carter hélt síðustu sjónvarpsræðu sína sem forseti í fyrri viku og þykir hafa komist vel frá því: hann ýtti til hliðar karpi um hvernig stjórn hans hefði staðið sig í einstökum málum og lagði alla áherslu á þrjú mál: hættuna á kjarn- orkustríði, þverrandi náttúruauðlindir og mannréttindamál. Fyrir fjórum árum nefndi Carter til nokkur þau mál sem hann kvaðst vona, að menn mundu muna stjórnartið sina fyrir þegar hún væri liðin: Þá átti kynþáttamismunun að vera úr sögunni, hin bandarlska fjöl- skylda átti að hafa eflst og styrkst, allir áttu að hafa vinnu, bandariska þjóðin átti aftur að vera stolt af stjórn sinni og þar fram eftir götum. L_________....... Nú lýkur valdatima Carters fjórum árum fyrr en til stóö — og hvort sem væri: langt er hann vitaskuld frá þvi aö hafa náð þeim markmiðum sem fyrr voru nefnd; það er hægur vandi að minna á það, að leiðtogar jafnt I vestri, austri og suðri eigi mjög erfitt með að láta póli- tiskar og efnahagslegar áætl- anir standast, enda er nú um stundir allmikið verðfall á slikri áætlanasmið i hugum manna. En eins og verða vill þegar ein- hver er að hverfa af pólitisku sjónarsviöi þá hallast menn heldur til aö týna fram eitthvað það sem valdhafinn gerði já- kvætt, og Carter nýtur llka góðs af þvi. Háskinn mesti Sjálfur tók hann ekki þann kost, sem sumir ráðgjafar hans eru sagöir hafa mælt með, að tina til eitt og annað sér til málsvarnar i sinni lokaræðu. Hann talaði um þau þrjú mál- sem aö hans dómi skiptu mestu og voru að ofan nefnd: atóm- hættu, þverrandi auðlindir og mannréttindi. Hættan á kjarn- orkustriði verður æ meiri með hverjum degi sem liöur, sagði Carter. Þvi meir sem vopnabúr risaveldanna stækka og eftir þvi sem önnur lönd fá abgang að kjarnavopnum þeim mun fremur getur það oröið spurning um stuttan frest áður en þessum vopnum verður sleppt lausum „fyrir sakir vitfirringar, örvæntingar, óhapps eða rangr- ar túlkunar atvika”. Eins og við mátti búast sagði Carter á þá leið að Bandarikin mættu ekki vanrækja her sinn, en þeir yrðu að taka þátt i þvi með öðrum löndum að „finna leiðir til að hafa eftirlit með og draga úr þeim skelfilega háska sem felst i gifurlegum kjarn- orkuvopnabirgðum heimsins”. Hér er Carter með nokkrum hætti að halda áfram vörn fyrir það SALT-samkomulag sem hann gerði við Sovétmenn og Reaganliðið vill ekki til neins nýta. Fleiri skeyti til Reagans Um náttúruauöæfi sagði Cart- er að veröldin yröi árið 2000 miklu siður til þess fallin að tryggja mannfólki lif en nú, ef menn ekki snúa viö blaði og takast I alvöru á við vandamál eins og vatn, matvæli, jarðefni, fólksfjölgun og mengun. Hér er og sending til Reagans, sem ætlar sér að kveða niður það sem hann kallar „öfgastefnu I náttúruverndarmálum ’ ’. Carter sagði aö Bandarlkin þyrftu nauðsynlega að leggja áherslu á mannréttindamál vegna þess aö það hefðu I raun verið „mannréttindin sem fundu Ameriku en ekki öfugt”. Enn er Carter með mannrétt- indatali að senda Reagan skeyti, en ráðgjafar hans hafa ótvirætt látið það I ljós, að Carter kvebur Reagan eftir sjónvarpseinvigið rétt fyrir kosningar; nú er það aftur talið við hæfi að taia heldur vel um Carter. mannréttindamál muni ekki lengur skipta neinu verulegu máli þegar afstaða Bandarikj- anna til annarra rikja og fram- vindu mála I þeim verður á döfinni. Carter heldur hú til slns heima I Georgiu. Það er haft fyrir satt að hann ætli að skrifa tvær bækur. Aðra um sam- komulagiö milli Israela og Egypta sem kennt er við Camp David, en þeim viðræðum stjórnaði Carter um tima sjálfur. Hin bókin verður um forsetaferil hans I heild. áb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.