Þjóðviljinn - 21.01.1981, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. janúar 1981
Nýtt
hverfa-
leikhús
í Breið-
holtinu
sýnir
Eyvindur Erlendsson I hlutverki
sinu. Ljósm. HB/HH
eftir Aristofanes
Stofnendur Breibholtsleikhússins I salnum i Fellaskóla. T.v. Hilmar Hauksson, sem þýftir Plútus, Geir Rögnvaldsson, leikstjóri, Jakob S. Jónsson,
framkvæmdastjóri og Þórunn Pálsdóttir, leikkona. Ljósm. —gel.
( Fellaskóla er verið að
leggja síðustu hönd á æf-
ingar á leikritinu Plútus
eftir Grikkjan Aristofanes.
sem frumsýnt verður á
miðvikudagskvöld. Það er
hið nýstofnaða Breiðholts-
leikhús sem er að stíga sín
fyrstu spor, fyrsta hverfa-
leikhúsið sem stofnað er í
Reykjavík.
Það eru þau Geir Rögn-
valdsson, Jakob S. Jónsson
og Þórunn Pálsdóttir sem
að leikhúsinu standa og
sitja fyrir svörum um
fyrirtækið. Fyrsta spurn-
ingin sem manni dettur í
hug er sú hvernig í ósköp-
unum fólki dettur í hug að
stofna leikhús uppi í Breið-
holti.
„Það er von aö þú spyrjir”
svarar Jakob. „Við getum varla
svarað þvi sjálf. Það sem að
okkur snýr er, að okkur finnst
gaman að fást við leiklist. En það
er ekki mergurinn málsins. Ef við
ættum að reyna aö svara i alvöru
má benda á ákveðin atriði. Út-
hverfaleikhús eru ekkert nýtt
fyrirbæri. Leikhúsrekstur af þvi
tagi hefur verið reyndur viöa i
stórborgum erlendis og þótt gef-
ast vel. Það er svo kunnara en frá
þurfi að segja aö menningar-
framboð i Breiðholtinu er af
skornum skammti og þegar við
þrjú fórum aö bera saman bækur
okkar I haust, þá varð ofan á að
láta reyna & rekstur leikhúss i
Breiðholtinu i stað þess aö skrifa
greinar i blöð um það hvað við
værum afskipt þar efra, — láta
framkvæmdirnar tala i oröa staö.,
Breiðholtið varö fyrir valinu af
þvi að tvöokkar búa þar og ef ein-
hversstaðar er grundvöllur fyrir
hverfaleikhús þá er það i stærsta
úthverfi borgarinnar.”
— Hvernig fjármagniö þiö
fyrirtækið?
Jakob: Viö höfum leitaö til
fyrirtækja, einstaklinga og stofn-
ana og flestir hafa tekið okkur
mjög vinsamlega. Okkur hafa
borist framlög af ýmsu tagi sem
gerðu okkur kleift að stofna leik-
húsið, en auðvitað veltur það á
aðsókninni hvort okkur tekst að
halda áfram.
Þórunn: Auðvitað markast það
af aösókninni hvort raunveru-
legur grundvöllur er fyrir leikhús
af þessu tagi.
— Hvenær hófust æfingar og
hvaö getiö þiö sagt um leikritiö
sem veröur fyrsta verkefniö?
Geir: Viö hófum æfingar
skömmu fyrir jól, en töfðumst
vegna leikaraskipta. Þegar ljóst
varð að viö fengjum Fellaskólann
til aö sýna i, þá datt okkur i hug
griskt verk vegna þess hvernig
salurinn er innréttaður. Hann
minnir á grisku leikhúsin, gryfja
meö palla i kring þar sem áhorf-
Þórunn Pálsdóttir, Evert Ingólfsson
verkum sinum. Ljósm. HH/HB
endur sitja. Munurinn hér er
miklu meiri nálægð við áhorf-
endur. Viö duttum niður á leik- :
ritið Plútus sem okkur finnst eiga
mjög vel við okkar tima, þó aö
það hafi verið skrifað fyrir
rúmum 2000 árum. Plútus er
ádeiluverk og er siöasta varð-
veitta verkiö eftir Aristofanes.
og Eyvindur Erlendsson I hlut-
— Hvert er inntak leikritsins?
Þórunn: Það má segja að þaö
sé i ætt viö Lysiströtu sem var
sýnd hér fyrir nokkrum árum.
Aristofanes veltir fyrir sér spurn-
ingunni: Hvaðgeristef...? 1 þessu
verki er spurningin hvaö gerist ef
auöæfum jaröar er réttlátlega
skipt miili manna? Hjá Aristo-
fanes þýddi það m.a. að guðirnir
fengju ekkert að gera lengur, þvi
að i riki þar sem allir hafa þaö
gott er engin þörf fyrir guði.
Þarna er allt morandi i guðlasti
á þeirra tima visu og fjallaö um
spillt þjóðfélag.
Jakob: Okkur finnst við hæfi að
nýstofnaö leikhús leiti til upphafs
leikritunar á Vesturlöndum.
— Styðjist þiö viö griskar
hefðir, eru kórar eöa grimur not-
aöar i ykkar uppsetningu?
Geir: Viö breytum ýmsu i
okkar uppfærslu, það er enginn
kór og engar grimur og þannig
komumst við af meö 6 leikara,
sem bregða sér i mörg hlutverk.
Svo aö viö rekjum hverjir standa
að sýningunni þá leika þau Ey-
vindur Erlendsson, Þórunn Páls-
dóttir, Evert Ingólfsson, Sigrún
Björnsdóttir, Kristin S. Krist-
jánsdóttir og Kristin Bjarna-
dóttir. Hjördis Bergsdóttir gerir
leikmynd og búninga og Geir
Rögnvaldsson er leikstjóri.
Jakob: Sýningar verða á miö-
vikudögum og sunnudögum og
þess má geta að lokum að stjórn
Fellaskóla hefur verið okkur
einkar liðleg svo og Tómas hús-
vöröur. Það eru allir bjartsýnir
og spenntir að sjá hvernig þessi
tilraun gengur. Okkur finnst
verkið eiga erindi, manni dettur
stundum i hug að Aristofanes sé
einhver háðfugl niðri i miðbæ sem
fylgist vel með þvi sem gerist
utan við eldhúsgluggann.
— ká
Fyrirliggjandi
HLÝPLAST
Plasteinangrun í ýmsum stærðum og þykktum
Stærstu plastplöturnar á markaðnum
— Vönduð framleiðsla
Bjóðum einnig eidtefjandi (flame retardant)
plasteinangrun, t. d. í /oft, glerull, steinull og
á/einangrunarpappa
Ennfremur: Múrhúðunarnet, lykkjur, saum o. fl.
P.O. BOX 4 — KÓPAVOGI.
Símar: 40600 og 40840.
Bankamenn:
Andvígir bráða-
birgðalögunum
í átyktun stjórnar Sambnds
islenskra bankamanna sem
samþykkt var i sl. viku lýsir hún
sig andviga bráöabirgöalögum
rikisstjórnarinnar og telur, aö i
þeim og þeirri efnahagsstefnu,
sem jafnhliöa var kynnt, sé litlar
hugmyndir aö finna til varnar
vcrðbólgu aðrar en þær sem
felast i skeröingu kjarasamninga.
Minnt er á 4ra daga verkfall
bankamanna fyrir réttum
mánuði og sagt, að ef frátalin séu
þau 3% sem bankamenn knúðu
fram og voru vanefnd frá samn-
ingunum frá 1977, standi eftir
meöaltalshækkun launastiga sem
nemur 3.12%. A tvo fjölmennustu
launaflokkana nemi hækkunin
um 3.5%, fari lækkandi eftir þvi
sem ofar dregur og nemi aðeins
0,40% í 12. flokki, 2. þrepi.
Kjaraskerðing vofir yfir banka-
mönnum, segir stjórn SIB og þyk-
ir skjóta skökku við yfirlýsingar
um að kjör launamanna væru
ekki höfuðorsök verðbólgunnar
og um samninga i gildi, að einu
úrræði ríkisstjórnarinnar nú sé
skerðing visitölubóta.
Megininntak bráðabirgða-
laganna er visitöluskerðing og
þar með röskun á kjarasamning-
um, segir stjórn SIB og kveðst
áskilja sér allan rétt til aðgerða
og bendir i þvi sambandi á rétt
sinn til endurskoöunar á kaup-
liðum kjarasamninga veröi
gerðar breytingar á umsaminni
visitölu. Lýsir stjórnin að lokum
vanþóknun sinni á yfirlýsingum
stjórnvalda um samráð við
launamenn, sem reynist orðin
tóm, segir i ályktuninni.