Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. janúar 1981 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Útvarpsviðtal Helga H. Jónssonar fréttamanns við Ellert B. Schram ritara útvarpsráðs og ritstjóra Vísis: HH: Algengt er að ráðningar fréttamanna á rikisfjölmiðlana veki talsverða athygli og umtal jafnvel deilur. Að þessu sinni hafa ýmis útvarpsráðsmenn látið i ljós megna óánægju með ráðningarnar. Tveir tugir manna sóttu um þessar stöður þrjár. Samkvæmt lögum á út- varpsráð umsagnarrétt, þegar mannaráðningar af þessu tagi eru annars vegar, en útvarps- stjóri einn ákveður hverjir skuli ráðnir. Atkvæði I útvarpsráði, þar sem sitja sjö menn: þrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, tveir fulltrúar Framsóknar- flokksins, einn Alþýðuflokks- maður og einn frá Alþýðu- bandalaginu, féllu þannig að Ásdis Rafnar og Oddur Ólafsson fengu hvort um sig sex atkvæði, en Einar örn Stefánsson og Erna Indriðadóttir eitt hvort, þegar fjallað var um föstu stöð- urnar, en Hörður Erlingsson fékk fimm atkvæði og Einar örn Stefánsson tvö, við atkvæða- greiðslu um sex mánaða starfið. Aður höfðu Margrét Indriða- dóttir, fréttastjóri og Kári Jónasson, varafréttastjóri mælt með þvi að fastráðnar yrðu þær Asdis og Erna og að Einar örn yrði lausráðinn til sex mánaða. Andrés Björnsson, útvarps- Margrét Jónsdóttir, Hildur Bjarnadóttir og Einar örn Stefánsson á fréttastofu útvarps; Ritari útvarpsráös hefur valið þeim nöfnin „málaliðar’ og „nytsamir sakleysingjar' „Málaliðar og nytsamir sakleysingj ar öfgaafla” stjóri, studdi álit fréttastjór- anna og undirritaði umsögn þeirra þvi til staðfestingar, enda fór svo að hann réð þá um- sækjendur sem fréttastjórarnir höfðu mælt með. „Áhrif kommúnista æriny' Siðan hafa orðið talsverð blaðaskrif um málið. Harðorð- astur hefur Ellert B. Schram, ritsjóri og útvarpsráðsmaður verið. 1 forystugrein i Visi á laugardaginn talar hann m.a. um „annarlegan pólitiskan þrýsting” i þessu máli, og i ristjórnarpistli i sama blaði kveður hann jafnvel en fastar að orði og segir þar orðrétt m.a.: „Áhrif kommúnista eru orðin ærin hér á landi. Þeir hafa töglin og hagldirnar hvar sem litið er: rikisstjórn, borgar- stjórn, verkalýðssamtök, menn- ingarmál. Og nú er yfirgangur- inn orðinn slikur að vandaðir menn eins og Andrés Björnsson, eru notaðir til að troða mála- liðum þeirra inn i fréttamanna- stöður opinberra fjölmiðla i blóra við hefðir og meirihluta. Hvenær er mælirinn fullur? Hvenær ætla lýðræðislega þenkjandi menn að skilja að hér verður að spyrna við fótum svo öfgafullir minnihlutahópar hreiðri ekki um sig á öllum sviðum þjóðfélagains.” Pólitískur þrýstíngur HH: EHet B. Schram, rit- stjóri. Þetta eru stór orð. Stendur þú að öllu leyti við það sem segir i þcssum greinum? — E.S.: Vitaskuld geri ég þaö. HH: — Hvaðan kemur þessi annarlegi pólitiski þrýstingur, sem þú talar um í sambandi við ráðningar á fréttamönnum? — E.S.: Ég hef vakið athygli á þvi i minum skrifum, að rikisút- varpiðsé eign landsmanna allra og það sé nauðsynlegt að friður riki um þessa stofnun. Útvarps- ráð, sem kosið er af alþingi, sem fulltrúar almannavaldsins, gegnir þar ákveðnu hlutverki i ákvörðunum um efnisval og mannaráðningar. Þar hefur ,Dettur ekki í hug eina mínútu að útvarpsstjóri hafi tekið þessa ákvörðun á eigin spýtur” verið gætt ákveðins jafnvægis á milli ólikra lífsviðhorfa, sem uppi eru i þjóðfélaginu og það endurspeglaðist i þvi áliti sem útvarpsráð gaf um þá umsækj- endur sem sóttu um stöðu á fréttastofunni. Þessa ákvörðun hundsaði útvarpsstjóri, virti hana ekki viðlits. Með þvi var brotin gömul hefð og gengið gegn meirihluta útvapsráðs og mér dettur ekki i hug, eina ein- ustu minútu, að útvarpsstjóri hafi tekið þessa ákvörðun upp á eigin spýtur. Ég leyfi mér að fullyrða og draga þá ályktun, aö þarna komi til þrýstingur, ýmist innan húss eða af pólitiskum ástæðum. Útskýri síðar — HH.: Og hvaðan kemur hann, þessi þrýstingur? Frá hvaða mönnum? — E.S.: Ég segi nú eins og út- varpsstjóri að ég áskilji mér allan rétt til þess að útskýra það siðar ef að þörf krefur. — HH.: Er ekki einmitt rétta stundin til þess að gera það nú? — E.S.: Ég tel það ekki tima- bært eins og sakir standa. Málið er óútrætt i útvarpsráði og ég hef sett fram þessa fullyrðingu og hún er ekki út i loftið. Málaliðar kommúnista — HH.: þú segir Hka I rit- stjórnarpisli svokölluðum i Visi á laugardaginn að „áhrii kommúnista séu orðin ærin hér á landi” og slðan segir þú orð- rétt: „Og nú er yfirgangurinn orðinn slikur að vandaðir menn eins og Andrés Björnsson eru notaðir til að troða málaliðum þeirra inn i fréttamannastöður opinberra fjölmiðla I blóra við hcfðir og meirihluta.” Hverjir eru þessir málaliðar komm- únista? — E.S.: Fyrst vil ég segja það, að það er ekkert laun- ungarmál að ég eins og fleiri, hafa af þvi miklar áhyggjur hversu Alþýðubandalagið, kommúnistar eða vinstri sinnað fólk, hvað sem við köllum það, hefur sölsað undir sig mikil völd og mikil áhrif i þessu þjóðfélagi. Og ég held að þetta sé afar var- hugavert fyrir þjóðfélagið vegna þess að hér er um að ræða minnihlutahóp: öfgafullan minnihlutahóp. Og þegar að þvi kemur að verið er, eins og ég hef tekið til orða, að troða fólki, sem hefur slikar skoðanir, upp á rikisrekinn f jölmiðil, inn á opin- bera fjölmiðla i blóra við hefðir og meirihluta, þá tel ég það vera hættulegt skref sem geti dregið dilk á eftir sér. Einlit hjörð — HH.: En hverjir eru mála- liðarnir? — E.S.: Það fólk, sem útvarp- stjóri skipaði i þær stöður, sem deilur hafa staðið um, er fólk, sem hefur i blöðum og i rikisút- varpinu tjáð sig mjög afdráttar- laust um sinar pólitisku skoð- anir. Og ég held, hvort heldur sem það fólk er flokksbundið á einum eða öðrum stað, að þá er fólk af þvi tagi málaliðar, nyt- samir sakleysingjar þessara öfgaafla, sem ég var að tala um áðan. — HH.: En eru þá ekki aðrir fréttamenn, sem styðja aðra flokka málaliðar þeirra sömu flokka, samkvæmt þessari skil- greiningu? — E.S.: Ja, við getum enda- laust velt fyrir okkur, hvað átt er við með „málaliöum”. Sann- leikurinn er sá, að við getum ekki bannað neinum að hafa pólitiska skoðun, hvorki þeim sem vinna á fréttastofu útvarps né öðrum þegnum þessa þjóð- félags. Ólik lifsviðhorf eru uppi i þessi landi og vitaskuld hef ég ekkert á móti þvi aö fólk frá vinstri gegni slikum störfum. En það má ekki skapast sú staða, að þær skoðanir, það fólk, öðlist nánast einkarétt á þvi að fá slikar stöður, — að það sé ein- lit hjörö, sem safnist fyrir hjá útvarpinu úr einni ákveðinni átt. Hverjir troða inn mála- liðum? — HH.: En áttu með þessari málaliðanafngift við það að þeir sem nú hafa verið ráðnir eða einhverjir þeirra muni ganga ákveðinnar stjórnmálastefnu i störfum sinum sem frétta- menn? — E.S.: Mér er nú illa við að draga beint þessa einstaklinga inn i þessa umræðu, þvi að ég skal taka það fram aö ég efast ekki um að allir þeir sem eru á fréttastofunni og þar á meðal þeir sem nú eru ráðnir, reyna að gegna þessu starfi sem best og af heillindum. En það vitum viö báðir, Helgi, að i öllu okkar starfi og i öllu okkar lifi, þá mótast okkar afstaða, — kannski óviljandi, af þeim lifs- viðhorfum, sem við trúum á. — HH. — En hverjir standa að þvi , Ellert, að troöa þessum mönnum inn i fréttamanna- stöður, eins og þú kemst að orði i greininni? — E.S.: Ég tók svo til orða, að einhver annarlegur pólitiskur þrýstingur ætti sér þarna stað. Og ég leyfi mér aö endurtaka það að hér sé verið að troöa fólki inn á rikisútvarpið, þegar það liggur fyrir að útvarpsráð hefur nær einróma mælt með öðrum einstaklingum sem sækja um. Þá er ekki hægt aö nota aðra lýsingu á þessari ákvörðun út- varpsstjóra heldur en að það sé veriö að troða fólki inn, gegn heföum og gegn meirihluta. Áskil mér rétt — HH.: En hverjir troða þeim? — E.S.:Ja, —það skulum við láta liggja milli hluta i augna- blikinu, vegna þess að ég áskil mér allan rétt til þess aö tjá mig betur um þaö, ef aö tilefni gefst til i útvarpsráði og þá i fram- haldi af þeim umræðum sem þar fara fram. — IIH.: Nú fengu þau Oddur Ólafsson og Asdis Rafnar sex atkvæði i útvarpsráði en Erna Indriðadóttir og Einar örn Stef- ansson eitt hvort, þegar greidd voru atkvæði um föstu stöðurnar tvær. Getur verið að i þessari atkvæðagreiðslu hafi ráðið pólitisk sjónarmið sem þá kannski mætti með einhverjum rétti kalla annarleg lika? — E.S.: Nú veit ég ekki hvað hefur vakað fyrir öörum út- varpsráðsmönnum en ég geri þó ráö fyrir þvi að sá skilningur hafi verið uppi hjá þeim, sem hefur rikt um langan tima, — aö reyna að gæta ólikra sjónar- miða, að reyna að hafa sem breiðastar skoðanir meðal þeirra manna sem eru ráðnir til rikisútvarpsins. Þannig að ef að það hefur verið tekin pólitisk ákvörðun af einhverjum útvarpsráðsmönnum, að þá hefur það verið með þetta i huga, — að gæta jafnvægis, að gæta þess að enginn, hvorki stjórnmálaflokkur né stefna hefði nánast einkarétt á þvi að sitja upp með störf hjá rikisút- varpinu eða fréttastofunni. Mægöir og skyldleiki — HH.: En telur þú eðlilegt að þú takir þátt i atkvæðagreiðslu, þegar einn umsækjenda er mágur þinn? — E.S.: Ef að skyldleiki eða mægðir við mig valda þvi að menn eru vanhæfir. þá verð ég auðvitað að sitja upp með það. Hins vegar vek ég athygli á þvi, úr þvi að svona er spurt, að það hefur nú sjaldan verið talinn löstur á umsækjendum hjá rikisútvarpinu þegar menn hafa veriö skyldir eða tengdir þeim sem fyrir hafa verið þar og i þvi sambandi er þá óhjákvæmilegt að geta þess að það fólk sem þarna var ráðið, gegn vilja meirihluta útvarpsráðs, er tengt eða skylt ýmsum yfir- mönnum rikisútvarpsins. (Viðtaliö hér aö framan er skráð orörétt eftir tónbandi frá Rikisútvarpinu. Fyrirsagnir, millifyrirsagnir og mynda- textar eru frá hendi Þjóð- viljans.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.