Þjóðviljinn - 21.01.1981, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Qupperneq 9
 Miövikudagur 21. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 1 auki Ur n or ki 1S] 3arnað ' = i'r^rr- * j>.rn r 'WWWWH „Tilgangurinn er að fá fólk til að hugsa um orku- mál svo að það geri sér grein fyrir þvi hvað orkan er, hvað það hef ur í höndunum og hvernig hægt er að spara" sagði Jón Ingimarsson verk- fræðingur, sem situr í orkusparnaðarnefnd, i samtali við Þjóðviljann. — Nú er hafin orku- sparnaðarvika og fyrsta spurningin sem lögð er fyrir Jón hljóðar á þá leið hver hafi verið aðdrag- andi þessarar sparnaðar- viku. Víða hægt Ariö 1979 fór 9,5% raforkunnar til heimilisnota. „Upphaflega var meiningin aö halda orkusparnaöardag. Þaö var ákveöiö i október áöur en þeir erfiöleikar viö raforku- framleiöslu sem nú er viö aö glima voru komnir fram. Viö ætliíöum aö benda á ýmsar leiöir til sparnaöar t.d. aö fjalla sérstaklega um bila, en eftir þvi sem málin þróuöust beindist at- hyglin æ meir aö raforkunni. Viö ræddum við Samband islenskra rafveitna og niðurstað an varö þessi vika. Viö munum senda út alls kyns leiöbeiningar til notenda um það hvernig hægt er að spara og hversu mikilli orku er eytt. Markmiðið er að reyna aö draga úr raforku- notkun. Við látum okkur dreyma um svona 10% minnk- un. Við viljum gera almenningi grein fyrir þvi hvaö raforka er og hvernig hægt er að nota tæki þannig að orka nýtist, sem best og henni sé ekki sóað.” — Hefur veriö gerð könnun á þvi hvort Islendingar beinlínis sói orku? „Nei, ekki bein könnun, en það er ljóst að Islendingar eyða mikilli orku. Viö erum 3. mestu orkuneytendur i heiminum eins og stendur og erum á leið upp i annaö sætiö. Viö vitum ekki nóg um þann tækjakost sem til er á heimilum, þó er hann áreiöan- lega svipaöur, ef ekki meiri en á öörum Norðurlöndum. Ef borið er saman einbýlishús hér og i Danmörku þá er sennilega álika mikið af tækjum á hvorum stað, og sum þeirra eru frek til orkunnar.” — Hvernig skiptist orkan milli heimila, iönaðar og stofn- ana? „Ef viö litum á áriö 1979, þá fóru 252 gigavattstundir til heimila eöa um 9,5%. Til hús- hitunar foru 389 glgavattstundir eöa 14.8%, samtals 24.3%. önnur almenn notkun sem eru þá stofnanir og fleira notuöu 166 gigavattstundir eöa 6.3%, en hins vegar fóru um 53.9% til stóriðjunnar.” — Hvernig er hægt aö spara t.d. á heimilum? spara orku Rætt við Jón Ingimarsson verkfræðing „Það er viöa hægt aö spara. Viö teljum aö einna mest sé hægt aö spara við húshitun. Það hefur verið gerö könnun á þvi og niðurstaðan varð sú aö meö t.d. tvöföldu gleri og betri ein- angrun þaka mætti spara veru- lega. Það var reiknað út að á 11 árum myndu slikar aögeröir borga sig upp. Þaö er lika hægt að lækka hita innanhúss, aö visu ekki á þessum árstima. I opin- berum byggingum má töluvert draga úr orkunotkun meö þvi t.d. aö slökka á dælum, loft- ræstikerfum og orkufrekum tækjum eftir þvi sem hægt er og meö aöhaldi i lýsingum. Viö höfum veriö að gera tilraunir hér á Orkustofnuninni, við ætlum að kanna fyrst hversu mikilli orku er eytt og sjá svo hvað hægt verður að gera til að spara. Svo fleira sé nefnt þá eru iðnaðarfyrirtæki oft með vélar i gangi lengur en nauösyn krefur, en þess má lika geta aö sum tæki, eins og t.d. rafreiknar þola þaö ekki aö á þeim sé slökkt um helgar, þeir hreinlega eyöi- leggjast.” — Hvað verður gert i fram- haldi af þessari viku, hver eru ykkar framtiöaráform? „Þaö er áætlaö að benda á leiðir til frekari orkusparnaöar og viö ætlum aö senda út ein- blööunga þar sem málin veröa rakin. Viö höfum skrifað til fyrirtækja og það á eftir aö koma i ljós hvaö út úr þvi kemur. Þaö er kannski ekki hægt aö segja aö viö stefnum aö nákvæmlega skilgreindum markmiðum, en við viljum að fólk hugi að þvi hvað það hefur i höndunum, aö þaö viti hvaö þaö kostar að eyöa orku. Ég get nefnt sem dæmi aö eitt litið frystihólf i isskáp kostar 150 nýkr. á ári, bara þessi litli hluti af isskáp. Hver uppþvottur i uppþvottavél kostar 1,50 nýkr. — Það er mikið talaö um orkukreppu i heiminum og olian hækkar stööugt I veröi. Tengist þessi sparnaöarvika ekki alveg eins þeirri þróun eins og þvi sem hefur verið aö gerast i raforku- málum undanfarnar vikur? „Viö erum að visu ekki eins illa stödd og margar aðrar þjóöir, meö allt okkar vatnsafl, en auövitaö kemur orkukreppan niöur á okkur. Einmitt þessa dagana eru vélar keyröar meö oliu til að framleiöa rafmagn og þaö kostar ekkert smáræöi. Meö þvi aö spara orkuna innanlands er hægt aö spara oliukostn- aöinn. Það á aö framleiöa um 15 megavött meö dieselvélum, til þess þarf oliu og hana veröum viö að borga. Allt ber aö sama brunni, fólk veröur aö huga aö þvi hvaö þaö er meö i hönd- unum. Þaö er alveg eins meö heimilistækin eins og bilana aö þau eyöa mismiklu, Erlendis t.d. i Danmörku fylgja leiöbein- ingar öllum tækjum, svo aö fólk geti valiö þaö sem er hag- kvæmast. Það er einmitt þaö sem viö viljum aö fólk geri.” —ká

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.