Þjóðviljinn - 21.01.1981, Page 13

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Page 13
Miftvikudagur 21. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Steinandlit i gamla kirkjugarð- inum i Hitardal. Ólafur Briem, magister, telur í bók sinni Heið- inn siður, að þetta sé kaþólsk helgimynd og hafi hún slðar tengst nafni Bárðar Snæfellsáss. stöðum i ánni og trúlega eyðilagt klak þar i einhverjum mæli. Telja fiskifræðingar að sandurinn geti átt þátt i tregfiski i ánni. Sú skýring hefur og komiö fram, aö selur við ósa árinnar fæli fiskinn frá aö ganga upp i hana. Stað- reynd er, að útsel hefur fjölgað þarna mjög, enda ekki veiddur. Menn frá Hafrannsóknarstofnun- inni voru þarna við einhverjar at- huganir en ekki er mér kunnugt um niöurstööur þeirra. Sjálfsagt er þarna um að ræða fleiri sam- verkandi ástæður. Annars var mun minni veiði i ám i héraðinu yfir- leitt en áður.Álftá var eiginlega sú eina, sem var eins og hún hefur átt að sér að vera. Athygli varkti, að minnsta laxinn virirtist vanta i árnar. Fyrir kemur i miklum frostum aö grunnstingull sest i Grjótá svo hún þornar. Talið er, að með þvi að auka vatnsrennsli i ána aö vetrinum, megi bæta úr þessu. Þvi lét veiöifélagiö gera stiflu við neðanvert Grjótárvatn i þeim til- gangi að safna þar vatni til miöl- unar i Grjótá, einkum að vetrar- lagi. Kvikmyndalistin heim- sækir Hítardalinn Og nú er farið að byggja við Hitarvatn. I sumar risu þar af grunni tveir bæir, ásamt gripa- húsum. Eiga þeir að bera svipmót Sögualdarbygginga. Það er kvik- myndafélagiö Isfilm, sem aö þessum framkvæmdum stendur. Mun það hafa i hyggju að nota þessar byggingar við kvik- myndun á Gisla sögu Súrssonar, sem talað hefur verið um að fram fari i vetur og að sumri. Þá gerðist það og að i Hitar- dalsrétt komu i haust tveir menn frá Isfilm, röbbuðu viö bændur og tóku myndir. Er ekki örgrannt um að það hafi hvarflað að ein- hverjum að e.t.v. hefðu þessir sendiherrar veriö að skyggnast um eftir álitlegum leikaraefnum. Og þar sem allur er varinn góður tóku karlmenn aö láta sér vaxa skegg, en svo sem sagnir herma voru fornmenn flestir skegg- prúðir nema þá Njáll sálugi á Bergþórshvoli, en honum væri nú sjálfsagt ofaukið i Gisla sögu Súrssonar. Og látum viö spjalli þar með lokiö að sinni. — gb/mhg — Ég held að afkoma bænda hér um slóðir hafi a.m.k. verið betri sl. ár en árið 1979. Kemur þar ekki hvað síst til, að tíðarfar var lengstum með af- brigðum gott að því undan- teknu, að haustið var dálít- ið rysjótt. Þannig fórust Guðbrandi Bryn jólf ssyni bónda á Brðarlandi á Mýrum orð, er við áttum tal saman nú nýlega. Enginn uppgjafarhugur Af hagstæðri heyskapartið leiddi það, aö heyfengur i haust var meö lang-mesta og besta móti. Bændur freistuðust þvi til að fjölga sauðfé nokkuð, en tala nautgripa mun áþekk og árið áöur. Að visu munu tveir bændur hafa hætt mjólkurframleiðslu en kýr þeirra voru keyptar af mönnum hér innan sveitar. Nokkuð er hér af hrossum og mun þeim fjölga fremur en hitt. Jarðir hafa engar farið i eyði hér i Hraunhreppi hin siðari ár. Ibúatalan var 113 manns 1. des. 1979 ogheld, að hún sé svipuð nú. Töluveröar framkvæmdir hafa verið hjá bændum, bæði við ræktun, — einkum þó framræslu, — en einnig viö byggingar. Einn bóndi byggði fjós, annar hlööu, og fjárhús voru i byggingu á tveimur bæjum. tbúðarhús voru engin byggð en aðkallandi fer þó aö verða aö byggja upp á nokkrum jöröum i hreppnum. Vatnsveituf ra mkvæmdir — Hvað um félagslegar fram- kvæmdir? — Þaö er óhætt aö segja að þær hafi verið verulegar. Margar jarðir hér voru illa settar með neysluvatn. Var það viða bæði litiö og illt. Höfuð-nauösyn var orðin á aö bæta úr þvi. I þvi skyni var ráðist I að leggja vatns- veitu frá Mel um Hraunhrepp vestan- og sunnanverðan að Hundastapa. Einn bær i Kol- beinsstaðahreppi, Krossholt, fær einnig vatn úr veitunni, en leiðslan þangað liggur frá Skip- hyl. — Hvar takiö þið vatnið? — Það er tekið úr lindum, sem eru við rætur Svarfhólmsmúla og leitt þaðan i tvo miðlunargeyma við Fiflholt. Þar tekur svo dreifi- kerfið við. Ennþá hefur ekki þurft að nýta nema annan geyminn til vatnsmiðlunar. Úppástunga hefur komið fram um,að á meöan svo stæöi, yrði hinn notaöur til öl- gerðar. Mætti siðan opna fyrir leiðslurnar eftir þörfum, sem auðvitað yrði einkum á hátiðum og tyllidögum. Er naumast aö efa Guðbrandur Brynjúlfsson segir fréttir af Mýrum að þetta yrði vinsæl framkvæmd og vel metin. Þessu verki, sem unnið var á tveimur árum, er nú lokið. Arið 1979 var keypt mest allt efni til veitunnar og kostaöi það kr. 42.881.272. Á sl. ári voru rörin svo plægð niður og býlin tengd veit- unni. — Veistu um heildarkostnað- inn? — Heildarkostnaöurinn viö þessa framkvæmd mun vera um 82 milj. kr. og varð 12 milj. kr. undir áætlun. Af þeirri upphæð greiðir rikið helminginn, sam- kvæmt ákvæöum jaröræktarlaga, sveitarfélagið 25% og einstakl- ingar 25%. Nokkrum bæjum notast þó ekki að þessari vatnsveitu eða frá Álftá að Hraínkelsstöðum. Er nú unniö að áætlunargerð um vatns- veitu fy rir þá. Sú veita gæti einnig náð til flestra bæja i Alftanes. hreppi. Óvist er ennþá hvenær framkvæmdir hefjast. Þess má og geta, þótt ekki verði það „skrifaö á reikning” okkar Hraunhreppinga, að Alftanes- hreppur hefur komið upp húsi fyrir fjallamenn. Er mér sagt aö það séu hin vistlegustu hýbýli. Afturkippur í laxveiðinni — Hvernig gekk laxveiðin I sumar? — Hún var góö I Alftá. Þar munu hafa veriö dregnir 270 laxar. Hinsvegar var léleg veiði i Hitará, þar komu á land 170 laxar, mun minna en undanfarin ár. Veiði I Urriöaá var lika slök. Það virðist vera eitthvaö óeðli- legt á seyði meö Hitarána,þvi fyrir hana hefur mikið verið gert undanfarin ár. Til dæmis stóð veiðifélagiö fyrir þvi að breyta farvegi árinnar viö Grettisbæli en þar hefur hún brotið land og borist I hana mikill sandur. Þá var og breytt farvegi Sandlækjar i Hitardal en hann hefur runniö i Hitará og boriö kynstur af möl og sandi 1 ána. Er ljóst, að þessi sandburöur hefur spillt veiöi- Guðbrandur Brynjúifsson, bóndi á Brúarlandi. Staöarhraun. Fagraskógarfjall I baksýn. A Staöarhrauni sat m.a. Jón prestur Jónsson. Hann dó áriö 1653 og var þá 103 ára. Það var sr. Jón, sem svo kvaö: ,,Niu á ég börn og nitján kýr /nær fimmhundruö sauöi/sjö og tuttugu sööladýrj Svo er nú háttaö auði”. En svo hefur gefiö á bátinn þvi ekki alllöngu seinna sagöi sr. Jón: „Niu á ég börn og niu kýr/ nær fimmtiu sauöi/ Sex eru eftir sööuladýrj Svo er nú komið auði”. Vatnið frá Svarfhóls- múla komið i kranana Vogur á Mýrum hefur löngum veriö heföarsetur. Þar bjuggu eitt skeiö þrlr ættliöir hver fram af öörum og báru allir bændurnir heitiö Helgi. Kunnastur þeirra var Helgi aiþingis- maöur i Vogi. 1 Vogi sátu tveir fyrstu iæknar Mýramanna. Hitardalur var um langan aldur talinn eitt af bestu brauöum landsins, enda sátu þar löngum merkir kennimenn. Nafnkunnastur þeirra er þó fræöimaöurinn sr. Jón Halldórsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.