Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.01.1981, Blaðsíða 17
Miövikudagur 21. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Sinfóníutónleikar á morgun: Síðustu tónleikar á fyrra misseri Einleikari er Lawrence Weeler i fyrsta sinn fram opinberlega meb Sinfóniuhljómsveitinni i New Haven. Hann var vió framhalds- nám i Juillard-tónlistarháskólan- um og hlaut þaöan meistaragráöu Næstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar tslands sem eru jafnframt hinir síöustu á fyrra misseri þessa starfsárs veröa i Iláskóla- biói á morgun,fimmtudag 22. jan. Efnisskráin veröur sem hér segir: Berlios: Haraldur á ttaliu Schumann: Sinfónia nr. 1 (Vor- sinfónian) Sjtórnandinn, Paul Zukofsky, er fæddur i Brooklyn Heights, New York, áriö 1943. Fjögurra ára gamall hóf hann nám i fiölu- leik og átta ára aö aldri kom hann tvitugur aö aldri, en þess má geta, aö þegar hann var á sautjánda ári haföi hann þegar komið þrisvar sinnum fram á tónleikum i Carnegie Hall. Paul Zukofsky er i dag talinn fremstur meöal þeirra fiöluleikara sem flytja samtimatónlist. Hann er mjög eftirsóttur einleikari, stjórnandi og kennari. Hann hefur haldiö námskeiö viö Tón- listarskólann i Reykjavik og náö fram ágætum árangri hjá þátt- takendum. Zukofsky hefur nýlega hafið störf sem aðalstjórnandi The Colonial Symphony Orchestra i New Jersey. Einleikarinn, . Lawrence Wheeler, er islenskur i aöra ætt, fæddur i Georgiufylki i Banda- rikjunum. Tiu ára gamall byrjaöi hann aö leika á fiðlu, en 17 ára sneri hann sér aö vióíu og lýkur námi i vióluleik og kammertónlist frá Juilliard-tónlistarskólanum 1971. Aö námi loknu veröur hann 1. vióluleikari i sinfóniuhljóm- sveitinni i Minnisóta og þar lék hann m.a. i fyrsta sinn einleiks- hlutverkið i „Haraldi á Italiu”. Arið 1975 varöhann 1. vióluleikari i sinfóniuhljómsveitinni i Pitts- burg en er núna búsettur i Houst- on i Texas þar seni hann kennir vióluleik og stundar af kappi kammertónlist, jafnframt þvi sem hann kemur viöa fram sem einleikari. Mikil aukning umferðarslysa Alvarleg aukning umferöar- slysa varöhér á landi á árinu 1980 og lætur nærri aö eitt hundraö fleiri einstaklingar hafi slasast i umferöinni þaö ár miöaö viö áriö á undan eöa 711 á móti 615. Alvar- lega slasaöir (326) og látnir (25) uröu samtals 351 á árinu svo segja má aö nær daglega hafi maöur slasast alvarlega i um- feröarslysi. í fréttatilkynningu frá Umferö- arráði, þar sem ofangreindar upplýsingar koma m.a. fram, segir að ráöið hafi þungar áhyggjur af þeirri fjölgun slysa sem hér hefur oröiö frá árinu 1979 og hvetur þaö eindregið til þess aö fólk hugleiöi þessi alvarlegu mál. Veröur hér drepiö á nokkur atriöi úr ársskýrslu Umferöarráðs fyrir áriö 1980: Um þaö bil fjórir hjólreiða- menn slösuðust aö jafnaöi á Ríkisverksmiðjudeilan A sáttafundi i rikisverksmiöju- deilunni i fyrrakvöld lagöi vinnu- málanefnd rikisins fram tilboö til launþega og i gær var unniö að þvi aö athuga þetta tilboö og þvi enginn formlegur sáttafundur boöaöur. Aftur á móti hefur veriö boöaö- ur sáttafundur i dag kl. 10 f.h. og gera menn þvi skóna aö draga muni til tiðinda á þeim fundi, en sem kunnugt er hefst verkfall i rlkisverksmiðjunum á miönætti annaö kvöld hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. —S.dór hverjum mánuði ársins, samtals 46, en 26 áriö 1979. 34 voru yngri en 14 ára. 48 börn sex ára og yngri slös- uöust i umferöinni,þar af 25 gang- andi vegfarendur. Eitt þeirra lét lifið. 2 ökumenn vélhjóla 15—20 ára létu lifiö i umferðarslysum en mikil aukning varö á vélhjóla- slysum. Þau voru 54 talsins en 39 áriö áður. 9 fótgangandi vegfarendur létu lifið, en 121 slasaðist aö auki. Flest voru dauöaslysin i um- ferðinni i Reykjavik, 8 talsins, en 4 i Kópavogi. 634 ökumenn lentu i umferöar- slysum áriö 1980 og voru 172 þeirra átján ára eöa yngri. _ai VIÐTALSTÍMAR þingmaima og borgarfulltrúa Laugardaginn 24. janúar milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettisgötu 3: Guðmundur Þ. Jónsson, Guðrún Helgadóttir. Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Stjórn ABR ALÞYÐUBANDALAGIÐ ísbjörninn er mikið skemmdur: Hiröum kannski beinin — segir Helgi Hallgrímsson ísbjörninn sem Kaldbakur fékk i vörpuna vestur á Kögurgrunni á dögunum er svo skemmdur aö ekkert er hægt aö gera meö hann, nema kannski hiröa úr honum beinin. Menn frá Náttúrugripasafni Akureyrar skoðuöu björninn i gær, en skipverjar á Kaldbaki gáfu safninu dýriö. Aö sögn Helga Hallgrimssonar náttúrufræðings er dýriö frekar ungt, ekki fullvax- iö og skaddaö á höföi. Vantar á björninn neöri kjálkann og er það ef til vill ástæöan til þess aö hann drapst. Náttúrugripasafnið á engan is- björn og er hugsanlegt aö þaö nýti sér beinin frekar en ekki aö sögn Helga. —AI Alþýðubandalagið Breiðholtsdeild — Reykjavik — Félagsfundur Breiðholtsdeild Alþýðubandalagsins i Reykjavik boðar til félagsfundar nk. miðvikudag 21. janúar kl. 20:30, i kaffistofu KRON viö Noröurfell. Ragnar Arnalds fjármálaráöherra mætir á fundinn. Félagar, fjölmennið. Stjórn 5. deildar ABR. Ragnar Opið hús á Grettisgötu 3 Alþýðubandalagið i Reykjavik hefur opiö hús á Grettisgötu 3, fimmtu- daginn 22. janúar kl. 20:30. Dagskrá: 1) Sýnd kvikmynd úr sumarferö ABR 1980. 2) Sýndar ljósmyndir úr sumarferð ABR 1980. 3) ,kvartettinn syngur nokkur lög. Kvartettinn skipa: Baldur Óskarsson, Einar Gunnarsson, Gunnar Guttormsson og Hreiðar Pálmason. Félagar f jölmennum og njótum góöra veitinga, sem félagsdeildirnar i Arbæ og Breiðholti sjá um. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagið i Reykjavik Innheimta félagsgjalda Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik beinir þeim eindregnu tilmæl- um til þeirra félaga sem enn skulda félagsgjöld að þeir greiöi þau sem fyrst. Hægt er að greiða útsenda giróseöla i næsta banka eða koma viö á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 3 og gera upp þar. Verum ávallt minnug þess aö félagið fjármagnar starfsemi sina i Reykjavik eingöngu með framlögum félagsmanna. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Félagsfundur veröur haldinn föstudagskvöldiö 23. janúar kl. 21 á Kveldúlfsgötu 25. Skúli Alexandersson og Baldur Óskarsson koma á fundinn. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna og taka meö sér gesti. — Stjórnin. Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 24. janúar verða til viðtals á Grettisgötu 3 á milli kl. 10 og 12 Guðmundur Þ. Jónsson og Guðrún Helgadóttir. — Stjórn ABR. Alþýðubandalag Héraðsmanna Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtu- daginn 22. jan. 1981 kl. 20:30 i fundarsal Egils- staðahrepps. Helgi Seljan mætir á fundinn. — Stjórnin. Helgi Seljan Æskulýðsfélag sósíalista Almennur fundur verður haldinn laugardaginn 24. janúar næstkomandi og hefst kl. 14 á Grettisgötu 3 (rishæð). Dagskrá: 1. Upplestur 2. Ferðasaga frá Kúbu. 3. Erindi: Samstaðan á vinstri væng stjórnmála. 4. Onnur mál. Félagar f jölmennið. Nýirfélagar einnig velkomnir. Veitingasala. Félagsmálanámskeið Félagsmálanámskeið verður á vegum félagsins á næstu vikum. Ráðgerter aðfyrsti hlutinn fari fram þriðjudaginn 27. og fimmtudaginn 29. janúar. Leiðbeinandi verður Baldur öskarsson. Þátttaka tilkynnist til Sölva Ölafssonar í sima 17500 frá kl. 2—5 alla daga. Allir velkomnir. Þjálfum okkur í ræðumennsku og verum þannig reiðubúin að koma á framfæri skoðunum okkar. Starfsmaður Jafnframt vill stjórn félagsins vekja athygli á því að hún hefur ráðið Sölva Ólafsson starfsmann f élagsins og mun hann haf a aðsetur á Grettisgötu 3, milli 2—5 í síma 17500. Eru félagar sem áhuga hafa á starfi félagsins hvattir til að hafa samband við hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.