Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. janúar 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ Hallgrimur prófar framljósin aftaná. vidtalið Rætt við Jóhannes Gunnarsson á V erðlagsstofnun: Fólk er mjög vakandi og leitar mikið til okkar Markmiðið með samvinnu Neytendasamtakanna og Verö- lagsstofnunar, sem kveðið er á um i efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar er að efla verð- skyn neytenda, sagði Jóhannes GunnarssOn, . fulltrúi á Verðlagsstofnun, en Jóhannes hefur látið neytendamál mikið til sin taka og er formaður Borgarfjarðardeildar Neytenda* samtakanna. Við höfum greinilega orðiö vör við það, bæði hjá Neytenda- samtökunum og einnig hér á skrifstofu verðlagsstjóra, að fólk er mjög vakandi og leitar mikið til okkar. Þetta er Jóhannes Gunnarsson fulltrúi á Verðlagsstofnun hefur unnið mikið að neytendamálum og er m.a. formaður Borgarfjarðar- deildar Neytendasamtakanna. ánægjuleg staðreynd og við væntum þess að svo verði áfram. — Hvernig vinnið þið að þvi aðefla verðskyn? Viö reynum að benda fólki á hvað vörurnar kosta. en það er hægt að gera með ýmsu móti — t.d. má benda á hæsta og lægsta verð á sömu vöruteg- und, eins og oft hefur verið gert; einnig er hægt að taka fyrir eina tegund þvottaefnis en þar koma til mismunandi pakkningar og þyngdareiningar og fleira. Sam- vinna Neytendasamtakanna og Verðlagsstofnunar er fólgin i verðlagskynningu af þessu tagi, en verðlagseftirlit er i höndum Verðlagsstofnunarinnar fyrst og fremst, og i framhaldi af hertri verðstöðvun frá ára- mótum er reynt að efla það. — Nú finnst ýmsum þeir hafi rekiö sig á að vörur hafi verið hækkaðar upp I kjölfar rnynt- breytingarinnar, — og tvöföldu verðmerkingarnar, rauðar og hvitar. eru viða horfnar. Tvöföld verðmerking á að vera fram til mánaðamóta jan- úar-febrúar en siðan á hún að fjara út. Mjög margir og reyndar allflestir hafa merkt mjög vel en það eru alltaf ein- hverjir sem gera það ekki. Verðgæslumenn Verðlagsskrif- stofunnar eru fimm talsins og eiga að hafa eftirlit með Stór - Reykjavikursvæðinu, Suður- landi, Vesturlandi og Reykja- nesi. Þaö er auðvitað tak- markað hvað við komumst yfir, en við höfum reynt að fylgjast með þvi hvernig menn vinna i sambandi við myntbreytinguna og i stórum dráttum má segja að flestir geri það eins og reglur gera ráð fyrir. — Nú hafa menn orðið varir við að þrátt fyrir verðstöðvun, eða verðfrystingu og óbreytt gengi frá áramótum hafa vörur hækkað og það er enn sama svarið sem fæst: „Þetta er ný sending”. Hver er skýringin á þessu? 1 desembermánuði var mikið gengissig og jafnframt voru leyfðar ýmsar hækkanir á vör- um og þjónustu rétt fyrir ára- mótin. Gengissigið og þjónustu- hækkanirnar hafa verið að skila sér inn i verðlagið nú i janúar- mánuði en þegar þessar breyt- ingar eru komnar, á ekki að verða breyting á verði nema rikisstjórnin heimili það og þá aðeins að við blasi rekstrar- stöðvun eða annað álika. Verð ætti þvi að fara að verða stöðugt uppúr næstu mánaðamótum eða svo. — AI Ætlar afturábak kringum landið Margt er sér til gamans — eða frægðar — gert. Hallgrimur Marinósson ætlar t.d. að keyra afturábak hringinn i kringum landið á næsta ári. Með þessu tiltæki hugsar hann sér að kom- ast i heimsmetabók Guinness. Frá þessu fyrirhugaða tiltæki segir i nýjasta tölublaði Samúels, sem hefur samvinnu við Hallgrim um skipulagningu ferðarinnar. Þar kemur fram ma., að ýmsar breytingar á ökutækinu verða nauðsynlegar, svo sem að flytja luktirnar aftaná, breyta speglakerfinu og fleira. Hallgrimur sjálfur er þaulvanur bilaiþróttum, hefur þrisvar tekið þátt i bilaralli og varð sigurvegari i fyrstu jeppa- keppninni sem hann tók þátt i. Enn hefur hann ekki ákveðið hvaða bilategund hann notar, en jeppi eða stutt smábifreið með stórum afturglugga munu talin heppilegust. Gert er ráð fyrir að túrinn taki viku til tiu daga. Hér áður var krökkum bannað að ganga afturábak og sagt, að þannig gengju þau móður sina i gröfina.. En sjálfsagt gildir annað um að aka afturábak... Eftir aö flugmálastjóri var settur af sem formaður Flug- ráðs og flugrekstrarstjóri Fiug- leiöa settur í hans stað eru menn þá hissa á þvi að samiö hafi ver- ið frumvarp um aö Flugráð skuli lagt niður og flugmála- stjóra veitt aukin völd! — Ekki ég, — ég þekki nefni- lega Agnar Koefoed-Hansen. Molar Þroski Að vera alltaf svolitið barn i sér — það er að vera raunveru- lega fullorðinn. Évgeni Evtúsénkó Af hjarta litillátur Osk min er: Einfalt hús með stráþaki, en gott rúm, góður matur, ný mjólk og nýtt smjör, blóm i gluggakistunum og nokk- ur falleg tré fyrir framan dyrnar. Og vilji guð fullkomna hamingju mina mættu sex til sjö af óvinum minum hanga i trján- um. Heinrich Heine. Fjöriö á Hernum Hvers vegna ætti djöfullinn aö hafa einkarétt á fjörugum söngvum? William Booth, stofnandi Hjálpræðishersins. Sænskan Svo var það þessi sem kom til Sviþjóðar og skildi ekki eitt einasta orð. Eftir fyrsta mán- uðinn var hann búinn að læra eitt orð og það var ET PROBL- EM. Svo leið og beið og eftir tvo mánuöi var hann búinn að læra eitt orð til viðbótar og það var: ET SVART PROBLEM. Eftir þrjá manuði var hann farinn að geta tekið þátt i samræðum við Sviana, þó hann heföi ekki lært nema tvö orð til viðbótar hinum tveim. Hann kunni nefnilega: ET MYCKET SVART SOCIALT PROBLEM!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.