Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. janúar 1981
Minning:
Jón Sigurðsson
járnsmiður
Fœddur 15. mars
1908
Dáinn 15. des. 1980
Um 1950 var mikill húsnæöis-
skortur i Reykjavik, eins og svo
oft bæöi fyrr og siöar. Foreldrar
minir voru þá að byrja búskap og
áttu þau eins og fleira ungt fólk
erfitt með aö fá þak yfir höfuðið.
Þeim varö það þá til happs aö
eiga góðan að þvi að bróðir
mömmu hafði byggt sér hús i
Skjólunum og bauð hann þeim nú
kjallaraibúðina til afnota.
Þarna stigum við systkinin
okkar fyrstu spor og eins og gerist
og gengur i tvibýlishúsum varð
mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna uppi og niðri. Við
fundum það lika fljótt að það var
alltaf vel tekið á móti okkur hjá
Frænda og Guðnýju. Þær endur-
minningar sem ég man fyrstar
eru flestar tengdar Frænda, og
það eitt að heita Frændi skrifað
með stóru F sýnir hve stóran sess
hann skipaði hjá okkur. Ég var
Kigendur Pálsbæjarlands á
Seltjarnarnesi, systkinin Guölaug
Siguröardóttir, Pálsbæ, Pétur
Sigurösson forstjóri, Hrblfsskála,
og ólafur Sigurösson, búsettur i
Sviþjóö, hafa afhent sóknarnefnd
Seltjarnarnessafnaöar aö gjöf lóö
undir kirkju austantil i Valhúsa-
hæð. Gjöfin var afhent f Páisbæ,
æskuheimili þeirra systkinanna,
s.l. viku.
Sóknarnefnd telur gjöf þessa
ómetanlegt framlag til samein-
komin talsvert á legg þegar ég
geröi mér grein fyrir þvi að
liklegast væri þetta ekki hans
rétta nafn.
Frændi var með afbrigðum
barngóður, og sannaðist þar að
það eru ekki aðeins bliðmælgi eða
gjafir sem börn laðast að. Hann
virtisthafa óþrjótandi tima þegar
börn áttu i hlut, hvort sem um
hans eigin börn eða annarra var
að ræða.
Oftátti hannþað til að fara einn
úngar i safnaðarstarfinu og bera
vott um stórhug og höföingssap
frumbyggja Seltjarnarness og
niðja þeirra, segir i fréttatilkynn-
ingu frá nefndinni, sem undan-
farin sex ár hefur undirbúið
kirkjubyggingu, en ekki getað
hafist handa fyrr en nú þar sem
staöiö hefur á afgreiðslu lóðar frá
bæjaryfirvöldum. Með gjöfinni er
þvi rudd brautin fyrir söfnuðinn
til að hefjast handa um bygging-
una.
með okkur krakkana i smá ferðir
eitthvað út úr bænum. Þetta voru
ekki merkilegar ferðir i margra
augum, en með Frænda gátu þær
orðið að ævintýri. Hann var mikill
náttúruunnandi og hreif okkur
með.
I kringum Frænda var alltaf lif
og hressileiki. Hann hafði mjög
skemmtilegan húmor og átti hann
það til að striða okkur, en vildi þá
lika gjarnan að við svöruðum fyr-
ir okkur. En hann gat lika verið
strangur ef þvi var að skipta og
mjög nákvæmur I öllu sem hann
tók sér fyrir hendur.
Frændi var næstelstur þeirra
sjö systkina sem kennd eru við
Litlu-Brekku á Grimsstaðaholti.
Ekki er ég nógu fróð til að segja
frá uppvexti hans eða ævistarfi,
að öðru leyti en þvi að 13 ára
gamall missir hann föður sinn og
er þá yngsta systkinið enn ófætt.
Flestir geta vist gert sér i hugar-
lund hvernig það hefur verið fyrir
fjölskylduna að sjá á bak fyrir-
vinnunni.
Sjálfsagt hefur þetta átt sinn
þátt i að móta skapgerð Frænda
sem örugglega lá ekki á liði sinu
við að framfleyta fjölskyldunni.
Þrátt fyrir þetta tókst honum að
fara i iðnnám og lauk hann prófi i
járnsmiði. Mestan hluta starfs
sins vann hann i Stálsmiðjunni I
Reykjavik.
Hann giftist 1931 Guðnýju Guð-
jónsdóttur og eignuðust þau tvo
syni, Sigurð og Guðjón,sem báöir
eru kvæntir og eiga börn. Frændi
var innilega bundinn fjölskyldu
sinni; óþreytandi var hann að
segja sögur af barnabörnunum og
er þaö nokkuð dæmigert fyrir
hann að nokkrum dögum fyrir
andlátið vildi hann endilega kom-
ast heim af sjúkrahúsi til að sjá
fyrsta langafabarnið sitt.
Ég vil með þessum iinum fá að
þakka Frænda, fyrir hönd okkar
systkinanna, fyrir samveruna og
þau áhrif sem hann hafði á okkur.
Það var mannbætandi að fá aö al-
ast upp i nálægð hans. Mættu sem
flest börn eiga kost á sliku.
Guðnýju, sonum og fjölskyldum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Minningin um góðan mann lifir.
Systurdóttir.
Stjórn Kennara-
sambandsins:
Óeðlilegt að
stjórnvöld
grípi inn í
kjarasamninga
Stjórn Kenna ra sa mbands
tslands hefur samþykkt eftirfar-
andi ályktun um bráöabirgöalög
rikisstjórnarinnar:
„Stjórn Kennarasambands
Islands telur nú sem áður óeðli-
legt að stjórnvöld gripi inn I
nýgerða kjarasamninga, enda
gefa kjarasamningar BSRB sist
tilefni til þess.
Bráðabirgðalögin frá 31. des.
s.l. munu valda um 7% kjara-
skerðingu á timabilinu frá 1.
mars fram til 1. júni, þótt draga
kunni úr henni næstu veröbóta.
timabil með þvi að afnumin eru
skerðingarákvæði svonefndra
Ólafslaga, en með afnámi þeirra
er að visu komið nokkuð til móts
við kröfur launþegasamtakanna.
Þá mótmælir stjórn K1
eindregiö þvi ákvæði bráða-
birgðalaganna er veldur skerð-
ingu visitölubóta kauptaxta sem
hærrieru en 7.250nýkr. á mánuöi.
Þótt margt bendi til þess að
efnahagsráöstafanirnar kunni aö
hamla gegn vexti verðbólgu
næstu mánuði er ljóst að hér er
ekki um neina varanlega lausn
efnahagsvandans að ræða. Þvi er
skorað á stjórnvöld að vinna
þegar að þvi að móta heildar-
stefnui þessum málum, er taki til
sem flestra þátta efnahagsmál-
anna, og miðist við að kaup-
máttur launa haldist óbreyttur.”
ÚTBOÐÍ
Tilboð óskast í loka fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 25. febr. n.k. kl. 14 e.h..
INNKAUPASTOFNUN reykjavikurborgar
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í þenslustykki fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrif-
stofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 3. mars 1981 kl. 11 f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVIKURBORGAR
Fnkukjuvegi 3 — Sími 25800
Þarna mun kirkjan væntanlega risa. Byggingarlóöin séð frá suðvestri.
Pálsbær til vinstri og Mýrarhúsaskóli eldri til hægri.
Seltimingum gefin
lóð undir kirkju
Getur þú verið Topp-laus?
A vörusýningunni Heimilið ’80 efndi Sól h/f til samkeppni um
besta slagorðið fyrir TOPP-svaladrykkinn, sem fyrirtækið hafði
þá nýverið hafið framleiðslu á. Þátttakendur i samkeppninni
skiptu þúsundum, en það var einróma álit dómnefndar að svar
Guðlaugar Ingibergsdóttur: „Getur þú verið Topp-laus?”,skyldi
hijóta verðlaunin. A myndinniséstGuðlaug taka við verðlaunun-
um úr hendi Daviðs Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóra.
Myndarleg bókagjöf
Nýlega barst Búnaöarsambandi Suöurlands myndarleg
bókagjöf. Gefandi bókanna er Baldur óskarsson rithöfundur,
en fósturforeldrar hans, Þorsteinn Þorsteinsson og Sigriður
ólafsdóttir, sem bjuggu að Asmundarstöðum I Holtum
1925—1955,voru eigendur bókanna. Þorsteinn gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sveit sina.var m.a. oddviti um árabil og
formaöur búnaöarfélagsins.
Bækur þessar eru búnaðarblaðið Freyr, V-L árgangur,
Búnaðarrit,XLV-LXXVI árgangur og ailmargar fræðibækur
aðrar um landbúnaðarmálefni. Auk þess er fróðleg ritgerð eftir
Þorstein um Búnaðarfélag Holtamanna sem hann gegndi for-
mennsku I.
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands þakkar góða gjöf og það
traust og hlýhug sem gefandinn sýnir Búnaðarsambandinu og
búandfólki á Suðurlandi með gjöf þessari. (Fréttatilkynning)
Vigdis Stefánsdóttir rekur fyrstu hannyrðaverslunina i Breið-
holti. — Ljósm. — gel—
Hannyrðaverslun í Breiðholti
Nú þurfa Breiðhyltingar ekki alla leið ofani bæ til að fá sitt-
hvaö smálegt til að sauma eða efni til hannyrða. Opnuð hefur
veriö fyrsta hannyröaverslunin i hverfinu, Verslunin Manna i
Fellagöröum. Eigandi er Vigdis Stefánsdóttir.
Auk hannyijþavara og prjónagarns er á boðstólum i búðinni
smábarnadót og föt, nærföt og sokkar á alla fjölskylduna,
J „simplicity” snið og vefnaðarvara og smávara ýmiskonar.
Thorvaldsensfélaginu þakkað
Skjöldur sem minnir á Thorvaldsensfélagiö hefur veriö settur
upp á vegg hússins viö Dyngjuveg þar sem nú eru rekin dag-
heimiliö Dyngjuborg og skóladagheimilið Langholt, en þar var
áður vistheimili fyrir börn innan 3ja ára aldurs, Vöggustofa
Thorvaldsensfélagsins, og húsnæði ætlað 3—4 ára börnum, sem
félagið afhenti Reykjavikurborg að gjöf 1963—1968.
Við breyttar aðstæður og reyndar breyttar hugmyndir um nýt-
ingu vistheimila minnkaði þörf fyrir sólarhringsvistun ung-
barna. Með heimild Thorvaldsensfélagsins hefur verið tekiö tillit
til þessara þróunar og húsnæðiö nýtt fyrir dagvistarstofnanir,
fyrst að hluta, en frá 1979 hefur allt húsnæðið verið nýtt sem
dagvistarheimili. Eru nú rekin i þessu húsnæði dagheimilið
Dyngjuborg fyrir 60 börn og skóladagheimilið Langholt fyrir 22
börn. Samtals eru þarna þvi 82 börn i dagvistun allan daginn.
Félagsmálaráð Reykjavikurborgar bauð nýlega fulltrúum
Thorvaldsensfélagsins i heimsókn i Dyngjuborg og Langholt til
að kynna þeim breyttan rekstur og þakka félaginu mikil og giftu-
drjúg störf i þágu yngstu borgara Reykjavikur um einnar aldar
skeið. Gerður Steinþórsdóttir, formaður félagsmálaráðs, flutti
kveðjur og þakkir af hendi Reykjavikurborgar til félagskvenna i
Thorvaldsensfélaginu og Unnur Ágústsdóttir, formaður Thor-
valdsensfélagsins, svaraði fyrir hönd Thorvaldsenskvenna i og
lét I ljós ánægju með nýtingu gjafarinnar.