Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 28. janúar 1981 1>JÓÐVILJINN — SIÐA 3 f——■---------- j Athyglisverð i uppástunga Í bæjarstjórnar I Bolungarvíkur: Bæjarstjórn Bolungarvikur samþykkti nýverið athyglis- verða tillögu frá Ólafi Krist- jánssyni þess efnis að bæjar- stjórnin leiti eftir samvinnu við Ólafsvikinga og ólafsfirðinga um samvinnu þessara þriggja kaupstaða um úrbætur á þeim hættulegu vegum er að þeim liggja, Óshlíðarvegi, Ólafsvíkur- enni og ólafsfjarðarmúla. Steinkast og snjóskriður eru algengt brauö á hættuvegunum þremur. Hér er veriö að hreinsa af Ólafsfjarðarmúlavegi. Samstarf um úrbœtur á hœttulegum vegum Ólafur Kristjánsson sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að flestir væru sammála um að of litlu fé væri varið til vega- mála hér á landi og að uppi væru ólik sjónarmið um hvernig þvi væri best variö. — Við teljum aftur á móti aö þessir þrir hættulegu vega- spottar hafi algera sérstöðu i vegamálunum og að brýn nauð- syn sé að á þeim verði gerðar lagfæringar til að draga úr hættunni sem er þvi samfara að aka eftir þeim. Við Bolvikingar höfum óskað eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins og samgöngumálaráðherra, en þar sem hann er erlendis um þessar mundir, verður fundurinn ekki haldinn fyrr en um næstu helgi. Að þeim fundi loknum munum við svo leita til Ólafsvikinga og Ólafsfirðinga, varðandi sam- vinnu um þetta mál, sagði Ól- afur. Sem kunnugt er hafa orðið mörg slys og alvarleg óhöpp á þessum þremur vegaspottum undanfarin ár, þannig að ljóst er að hér er hreyft athyglisverðri hugmynd um samvinnu þessara kaupstaða til lausnar vand- anum — S.dór. Fasteignaseðlarnir teknir að berast: Dæmi um tvöföldun á matinu í Kópavogi Atvinnuhúsnæði í Artúnshöfða hækkar um 55% meðan annað atvinnuhúsnæði hækkar um 43-47% Með framtalseyðublöðum sem eru að berast inn um póstlúg- urnar þessa dagana fá menn til- kynningaseðla frá Fasteignamati rikisins þar sem tilgreint er nýtt fasteignamat sem tók gildi 1. desember s.l. Fasteignamatið er skráð i gömlum krónum og mið- ast við verðlag eins og það var 1. nóvembcr 1980. Hækkun fasteignamats frá 1. desember 1979 er breytileg. 1 Reykjavik nemur meðaltals- hækkun á ibúðarhúsnæði um 57% en á atvinnuhúsnæði 43-^17%. Er hækkunin svipuð i öllum hverfum borgarinnar en þó hækkar at- vinnuhúsnæði i Artúnshöfða til jafnaðar um 55% en i nýja matinu var það fært upp til samræmis viö annað atvinnuhúsnæði i borginni. 1 grannsveitarfélögum Reykja- vikur hefur talsvert af ibúðarhús- næði verið endurmetið og hækkar það nokkuð umfram meðaltals- hækkanir. Mest er um endurmat i Kópavogi, og eru dæmi þess að fasteignamat einstakra húsa tvö- faldist. Astæöan fyrir þessu er m.a. sú að fbúðaverð i Kópavogi hefur á undanförnum árum nálg- ast ibúðaverð i Reykjavik hröð- um skrefum en einnig hafa miklar breytingar orðið i bænum frá þvi fasteignir voru þar siðast metnar árið 1970. Lögð hefur verið hitaveita, samgöngur bættar og gengið frá götum. en þættir sem þessir leiöa til hækk- unar söluverðs sem fasteignamat tekur mið af. Annars staðar á landinu hækkar fasteignamat um 48—50% en það er viðast mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu og fer allt niður i rúman þriðjung af sam- bærilegu húsnæði þar. Húseigendur eru beðnir að gæta að hvort upplýsingar á seðlunum eru ekki réttar, þ.e. heiti hús- eignar, matsfjárhæðir i gömlum krónum og skráður eigandi. Mikilvægt er að gæta að þvi hvort nafnnúmer eiganda séu rétt, en nafnnúmerið er kennimerki tölv- unnar sem úr fasteignaskránni vinnur og verður að vera rétt til þess að vinnsla gangi eðlilega. Aftan á fasteignaseðlinum er auka-reitur ætlaður fyrir athuga- semdir af þessu tagi. Kærum ber að koma til Fast- eignamats rikisins Suðurlands- braut 14. Kæra þarf að vera skrif- leg og rökstudd, og eru sérstök eyðublöð fyrir kærur á skrifstofu Fasteignamatsins. Minniháttar leiðréttingar má hins vegar rita aftan á tilkynningaseðilinn og senda til Fasteignamatsins en vakin skal athygli á, að ekki er tekið á móti kvörtunum, kærum eða athugasemdum i sima. Til þess að menn geti áttað sig á þvi hvort augljósar skekkjur eru i matinu er rétt að reikna hækkun- ina frá árinu áður.en hér á siöunni eru einnig nokkur dæmi um nýja matið. Rétt er að bera saman mats- fjárhæðir á tilkynningaseðlum FMR og álagningarseðlum sveitarstjórnarinnar, en fasteigna gjöld er ekki heimilt að reikna af annarri upphæð en þeirri sem stendur á tilkynningaseðli FMR. — AI Óróleiki á fasteignamarkaðinum 1980 Meiri hækkun úti á landi óvenjulegar verð- sveiflur einkenndu fast- eignamarkaðinn i Reykja- vik á nýliðnu ári, en frá nóvember 1979 til septem- berloka 1980 hækkuðu fasteignir að meðaltali um 49,6%. Tölur um verðþróun á siðasta ársf jórðungi 1980 munuekki liggja fyrir fyrr en í febrúarmánuði/ og telja starfsmenn Fast- eignamats ríkisins erfitt að spá i hverjar þær verða. í fyrsta sinn i fimmtán ár reiknaði Fasteignamat rikisins verðbreytingar á fasteigna- markaði frá mánuði til mánaðar á árinu 1980 i stað ársfjórðungs- leaa bar sem verðsveiflurnar voru engu likar. 1 aprilmánuði 1980 slaknaði skyndilega sú spenna sem einkennt hafði markaðinn allt frá árinu 1978 og þá lækkaði fasteignaverð um 5,9% frá mánuðinum á undan. I júlimánuði varö aftur lækkun um 5,4% frá júnimánuði og hækkunin frá mars 1980 til september sama ár varð ekki nema 14,5%. A sama tima fóru greiðslukjör enn versnandi og sveiflaðist út- borgunarverð i kringum 76% en var árið 1978 um 70%. Hækkun i kaupstöðum úti á landi virðist hafa verið hlutfalls- lega meiri en i Reykjavik en verö á byggingarlóðum á höfuðborgar- svæðinu hefur hækkað umfram verðhækkun á ibúðarhúsnæði. Bendir þaö til þess að lóðaskortur sé á höfuðborgarsvæðinu öllu aö mati Fasteignamatsins. Þá var á siðasta ári mikil sölutregða á at- vinnuhúsnæði sem endurspeglast i þvi að Yfirfasteignamatsnefnd ákvað að atvinnuhúsnæði skyldi hækka um 45% i fasteignamati 1. desember s.l. á meðan ibúðarhús á höfuðborgarsvæðinu voru hækkuð um 60%. Þessar upplýsingar komu m.a. fram á blaðamannafundi hjá Fasteignamati rikisins i gær, þar sem kynnt var útsending fast- eignamatsseðla, en fasteigna- matið er sem kunnugt er gjald- stofn fasteignagjalda sem sveitarfélögin leggja á húseig- endur. Fasteignamat rikisins fylgist náiö með fasteigna- markaðnum enda eiga breytingar á fasteignaverði við kaup og sölu að vera grundvöllur nýs fast- eignamats. — AI Bráðabirgða- lögin lögð fram í gær Bráöabirgöalög rikisstjórnar- innar um ráðstafanir til viðnáms gcgn verðbólgu voru lögö fram á Alþingi i gær til staðfestingar. Frumvarpið verður bráðlega tekið til umræöu á þinginu. Þá var lögö fram i gær þings- ályktunartillaga um staðfestingu á samkomulagi um gagn- kvæmdar heimildir Islendinga og Færeyinga til veiða á kolmunna, en samkomulag þetta var undir- ritað þann 13. janúar s.l. Silja Aðalsteinsdóttir: is- lenskar barnabækur i 200 ár. Ný bók frá MM: s Islenskar\ barna- j bækur j 1780- i 1979 ! Út er komin hjá Máli og I menningu bókin „lslenskar I barnabækur 1780—1979” eftir J Silju Aðalsteinsdóttur cand. 1 mag., og cr þetta i fyrsta I sinn sem gefin er út islensk • barnabókmenntasaga. Bókin er 402 bls, og fylgja I henni ýtarlegar skrár yfir I allar þær islensku barna- ■ bækur sem komið hafa út i J 200 ár og höfundur gat haft I uppi á. Er ekki að efa að I mörgum mun þykja fengur 1 að þvi að fá allar þessar upp- J lýsingar á einni bók. Bókin skiptist i 12 hluta, og I er i henni m.a. að finna yfir- J lit yfir þróun barnabóka á ■ Vesturlöndum, islenskar I barnabækur á 19. öld, ævin- I týri, bernskuminningar, , hvunndagssögur, af- þreyingarsögur og fleiri teg- I undir barnabóka. Lokakafl- I inn fjallar svo um þær , barnabækur sem út hafa komið hérlendis siöan 1970, og mun sá kafli eflaust vekja hvað mesta forvitni og jafn- vel deilur. Silja Aöalsteinsdóttir ■ samdi kandidatsritgerð um I islenskar barnabækur I 1960—1970 árið 1974 og var | hún gefin út 1976. Nýja bókin « hefur verið i smiðum i fimm I ár, og hefur höfundur tviveg- I is hlotið styrk úr Visinda- | sjóði til að vinna að henni. ■ Sigurður Helgason fisksjúkdómafræðingur: Astæða til að rannsaka villt Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær, hefur komið í Ijós út i Noregi, að laxagengd hefur stór- minnkað í ám þar i landi og hafa sérfræðingar komist að því að snýkjudýrið Gyrodaetylus veldur þar miklu um. Nú er það staðreynd að þetta snýkju- dýr hefur fundist í ám og vötnum hér á landi, en engar þær rannsóknir hafa átt sér stað hér sem sagt gætu til um hversu miklum skaða það veldur i ám og vötnum íslands. Sigurður Helgason, fisk- sjúkdómafræðingur sagði i stuttu samtali við Þjóðviljann i gær að hann teldi nauðsynlegt aö fram færu hér á landi rannsóknir á villtum laxaseiðum, bæði til að ganga úr skugga um hvort þetta snýkjudýr veldur umtalsverðu tjóni og eins ýmissa annarra orsaka vegna. Ekki vildi hann tjá sig neitt um þaö, hvort hann teldi liklegt að Gyrodaetylus væri mikill skað- valdur i islenskum ám, en hann veldur einkum skaða á seiðum. 1 haust átti sér stað all-mikil umræöa hér á landi um ástæður þess hve litið af minni laxi hefði gengið i ár hér i fyrra. Kenndu menn ýmsu um, sumir töldu að klak hefði misfarist, sumir að Færeyingar veiddu svo mikinn seiði lax i sjó aö skaöi hlytist af hér á landi. Það er þvi vissulega rétt sem Sigurður Helgason segir að rann- saka þurfi laxaseiði i islenskum ám og ekki sist nú eftir að visindamenn i Noregi telja sig vita að snýkjudýr þetta sé mesti skaðvaldurinn i ám þar. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.