Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 16
DlOBVIUINN
MiÐvikudagur 28. janúar 1981
Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Sauðárkrókur:
Skemmdlr í
vatnsflóði
Vatn flæddi
inní 10 til 15
íbúðarhús
1 fyrradag skall á rok og rign-
ing á Sauðárkróki með þeim af-
leiðingum, að asahláka varð og
vatn streymdi niður. Nafirnar
svonefndu og holræsi höfðu ekki
undan þannig að flæddi inni hús.
Að sögn Gunnars Péturssonar
verkstjóra hjá Sauðárkróksbæ
fiæddi inni milli 10 og 15 ibúðar-
hús, og urðu af miklar skemmdir
viða. Gólftcppi og húsgögn
skemmdust mikið.
Þá flæddi vatn inni kjallara
sundlaugarinnar, en þar eru
iþróttaæfingasalir. Náði vatn þar
mönnum uppá mið læri. Þá komst
allmikið vatn inni kjallara barna-
skólans og orsakaði rafmagns-
truflanir, en aðrar skemmdir
urðu þar ekki.
Gunnar sagði að starfsmenn
bæjarins hefðu unnið samfleytt i
einn og hálfan sólarhring að
bjarga þvi sem bjargað varð i
flóðinu. Það hefði verið mjög
erfittað eiga við þetta vegna þess
að ræsin i bænum höfðu ekki
undan þessu mikla vatnsmagni.
Siðdegis i gær var flóðið i rénum
og ræsin farin að hafa undan.
— S. dór.
Kýr og hross drápust í snjóflóöi:
Hélt að hóllinn
væri til skjóls
— sagði Þorbjörn Gislason bóndi að Lundi
— Ég verð nú að segja það eins
og er, að frekar taldi ég hólinn til
skjóls en að af honum stafaði
hætta, sagði Þorbjörn Gislason,
bóndi að Lundi i Lundareykjadal i
samtali við Þjóðviljann i gær, en
hóll sem stóð fyrir ofan fjós hans
rann af stað og varð aö skriðu,
sem féll á f jós og hlöðu með þeim
afleiðingum að 10 kýr og 2 hross
drápust i fyrrakvöld.
Þorbjörn sagði að hóll þessi
hefði staðið svona 40 til 50 m. fyrir
ofan fjósið, milli þess og fjallsins.
Þarna hafa aldrei fallið skriður
sem valdið hafa skaða, aðeins
smá snjóskriður uppi hliðinni. Þvi
sagðist Þorbjörn frekar hafa litið
á hólinn sem skjól ef stærri
skriður féllu. En undanfarna
daga hafði mikil úrkoma verið i
Lundareykjadal og i vetur hafði
sest mikill snjór á hólinn. Þessi
úrkoma virðist hafa grafið undan
honum með fyrr greindum afleið-
ingum.
Fjósið og hlaðan sem skriðan
féll á voru bæði gömul hús og
standa nú aðeins gaflarnir eftir.
Þorbjörn sagði að bæði skepn-
urnar og húsin hefðu verið
tryggð. Hann sagði ennfremur að
sennilega væri heyið sem i hlöð-
unni er nær alveg óskemmt, þótt
skriðan hafi farið yfir það.
Þorbjörn sagðist hafa verið að
hugsa um að hætta við kúabú-
skapinn og snúa sér einvörðungu
að fjárbúskap, þvi væri hann alls
óráðinn i hvort hann myndi
endurnýja i fjósinu hjá sér. Að
lokum má geta þess aö skriðan
féll um það bil klukkustund eftir
að mjöltum lauk að Lundi, svo
sannarlega skall hurð nærri hæl-
um að þarna yrði enn alvarlegra
slys.
— S. dór
Langþráð atlaga við svellið
Loksins, loksins voru menn og rigningar nógu langt komin I samstarfi
sinu til að ráðast á hvimleiða svelibunka á gangstéttum og viðar. En
getum við ekki hvenær sem er búist við þvi að hringrás ófærðar og
hálku hefjist á nýjan leik? — Ljósm. eik.
Guðmundur H. Garðarsson blaöafulltrúi SH:
Hagsmunum okkar ógnað
— ef Norðmenn fara að veiða í bandartskri landhelgi
Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan-
um i gær, benda likur til þess, að
Norðmenn og Bandarik jamenn
undirriti samkomulag á næstunni,
þess eðlisað Norðmenn fái leyfi til að
veiða fisk innan bandarískrar land-
helgi. Einnig gæti svo farið að þeir
myndu leggja aflann upp í
Bandaríkjunum. Talað er um að
Norðmenn fái að veiða útaf vestur-
ströndinni og allt til Alaska. Hvaða
afleiðingar gæti þetta haft varðandi sölu á islenskum
fiski vestra? Með þessa spurningu sneri Þjóðviijinn
sér til Guðmundar H. Garðarssonar blaðafulltrúa SH.
Guðm. H.
Garðarsson.
— Vissulega gæti þetta ógnað
islenskum hagsmunum, sagði
Guðmundur, en hann benti jafn-
framt á að ef þessar veiðar verða
stundaðar útaf vesturströndinni,
þá væri hættan minni, þar sem
þar veiðist aðrar fisktegundir en
viðerum að selja vestra. Þó sagði
hann að þar veiddist þorsktegund
sem þætti góð til matar, en sá
þorskur væri dulitið frábrugðinn
þeim sem við veiðum.
Þá sagöist Guðmundur vita til
þess að i gangi væru viðræður
milli Kanadamanna og V-
Þjóðverja um að þeir siðarnefndu
fái leyfi til að veiða innan land -
helgi Kanada gegn tollaivilnun-
um Kanadamanna i Þýskalandi.
Varðandi samkeppnina við
Kanadamenná mörkuðum vestra
sagði Guðmundur að fram til
þessa hefðu þeir verið með fisk
sem hefði þótt mun verri en
islenski fiskurinn og hefði verið
seldur ódýrari. Nú i seinni tið
væru Kanadamenn aftur á móti
farnir að leggja áherslu á að vera
með betri fisk og dýrari. Ef þeim
tekst að bæta sina vöru og eins ef
fólk vill fremur kaupa ódýrari
fisk, þá eykst samkeppnin til
muna á Bandarikjamarkaði,
sagði Guðmundur H. Garðarsson.
— S.dór.
Næsta stórvirkjun:
/
Akvörðun
tekin
fyrir
þinglok
Akvarðanir um næstu stór-
virkjun verða teknar fyrir þing-
slit i vor og eru einkum tveir
virkjunarstaðir nú til athugunar
þ.e. Blanda á Norðurlandi og
Fljótsdalsá á Austurlandi. Þessar
upplýsingar komu fram hjá Hjör-
leifi Guttormssyni orkumálaráð-
herra i svari við fyrirspurn frá
Eyjðlfi Konráð Jónssyni um þetta
efni i gær. Sagði ráðherra að
brýnt væri að afla heimilda til
næstu stórvirkjunar á yfirstand-
andi þingi.
t framhaldi af fyrirspurninni
urðu miklar umræður um hvar
væri heppilegast að reisa næstu
stórvirkjun og voru skoðanir
þingmanna á þvi máli nokkuð
skiptar þó allir væru sammála
um að brýnt væri að taka
ákvörðun i þessu máli. Eyjólfur
Konráðog Árni Gunnarsson töldu
virkjun Blöndu hagkvæmasta, en
Birgir isleifur Gunnarsson,
Magnús H. Magnússon og
Steinþór Gestsson töldu Sultar-
tangavirkjun á Suðurlandi hag-
kvæmari virkjunarkost. Guð-
mundur G. Þórarinsson vildi láta
ráðast i Sultartangavirkjun ef
ekki næðist samstaða um Blöndu-
virkjun. Nokkrir aðrir þingmenn
tóku til mála, þó að ekki tækju
þeir afstöðu til staðarvalsins.
Fram kom hjá orkumálaráð-
herra að virkjun á Austurlandi
væri i hópi hagstæðustu virkjana
óháð þvi hvort um væri að ræða
þar orkufrekan iðnað. Jafnframt
sagði hann að þar eð deila væri
um virkjun Blöndu heima i héraði
væri nú lögð áhersla á umræðu-
og kynningarfundi um málið þar
nyrðra. 1 dag er m.a. fyrirhug-
aður fundur með fulltrúum ráðu-
neytisins og heimamanna á
Blönduósi. Gefinn hefur verið út
kynningarbæklingur um virkjun i
Blöndu og Fljótsdalsá fyrir ibúa
viðkomandi sveitarfélaga.
— þm
Skemmdir á
vegum minni
en menn
óttuðust
Mikill vöxtur hefur hlaupið i ár
og læki víða um land i þeirri
miklu úrkomu sem verið hefur
undanfarna daga. Viða hafa
krapastiflur orðið til þess að ár
hafa farið úr farvegi sinum og
skemmt vegi. Eins hafa snjóflóð
fallið á vegi og tafið umferð.
Hjá vegaeftirliti Vegagerðar
rikisins fékk Þjóðviljinn þær upp-
lýsingar i gær, að vegaskemmdir
hefðu orðið minni af völdum
vatnselgs, en.búist var við, þegar
ár fóru að flæða yfir vegi.
I Norðurárdal flæddu tvær ár
yfir veginn,Litlaá og Dýrastaðaá,
en þær fóru útúr farvegi sinum
vegna krapastiflu. Þarna urðu
óverulegar vegaskemmdir en
nokkrar þó. Eins fór Austurlands-
vegur úr sambandi i fyrradag hjá
Hofi i öræfum þegar skarð kom i
veginn vegna vatnselgs. Þar var
þó orðið fært aftur i gær, búið að
gera við skemmdirnar.
Þá hafa snjóskriður fallið viöa
á vegi en i gær var unniö við að
ryðja snjó af vegum og var talið
að þvi verki lyki i gærkveldi.
Stærsta skriðan féll i Dýrafirði
milli Ketilseyrar og Þingeyrar en
hún var 70m. breið og 1.5 m. djúp.
— S.dór.