Þjóðviljinn - 28.01.1981, Blaðsíða 5
Miövikudagur 28. janúar 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
Fregnir af borgarastyrj-
öidinni í Mið-Ameríkurik-
inu El Salvador eru mjög
ruglingslegar. Talsmenn
st jórnarinnar þreytast
ekki á að halda þvi fram,
að sóknarlota skæruliða-
samfylkingarinnar FMLN
hafi farið út um þúfur —
en úr öðrum stöðum berast
fregnir um að skæruliðar
hafi nú þegar um 25%
landsins á sínu valdi. Þá
vekur það og mikla athygli
að hin pólitísku samtök
stjórnarandstöðunnar
FDR (Lýðræðissinnaða
byltingarfylkingin) hefur
að sögn reynt að semja við
Bandaríkin um vopnahlé
og pólitiska lausn í El
Salvador.
EL SALVADOR:
t L SALVADOR
—— Skæruliöar i E1 Salvador eru sumir allvel vopnum búnir, en aörir illa, og enginn virðist hafa góðar
heimildir um stvrk þeirra.
r
Ihlutun með aðstoð
USA eða vopnahlé?
Einn af talsmönnum FDR, sem
nú er á ferð um Evrópu, Gabriel
Lara, sagði á blaðamannafundi i
Kaupmannahöfn i siðustu viku,
að fylkingin, þar sem sameinast
hafa sósialdemókratar, bylt-
ingarsinnaðir skæruliðar,
kommúnistar og verulegur hluti
kristilegra demókrata, vildi
forðast erlenda ihlutun i borgara-
striðið.
FDR sér ýmis merki á lofti um
að Bandarikin muni auka ihlutun
sina um mál E1 Salvador. Eitt
dæmi er aukin aðstoð við þá
stjórn sem hefur staðið að fjölda-
morðum á andstæðir.gum sinum i
meira en ár. Þá hafa skæruliða-
sveitir fregnir af þvi, að dregið
hafi verið saman liö i Guatemala
og Honduras, og standi Banda-
rikjamenn á bak við áform um að
senda þær sveitir á vinstrisinn .
aða skæruliða i E1 Salvador ef
að stjórnarherinn reynist þess
ekki megnugur að vinna sigur á
þeim. Bandarikjamenn kjósa
helst að aðrir vinni slik verk fyrir
þá, en þeir munu reiðubúnir til
beinnar hernaðarihlutunar ef
annað um þrýtur.
Leyniviðræður
Engu að siður hafa Bandarikja-
menn haft leynilega samband við
fulltrúa FDR i Honduras til aö
hafa uppi áþreifingar um póli-
tiska lausn. Astæðan mun einkum
sú að Bandarikin óttast að
vinstrifylkingin færistæ lengra til
róttækni eftir þvi sem borgara-
styrjöldin dregst á langinn og
vona að þeir geti náð einhverju
samkomulagi við menn eins og
sósialdemókratann Guillermo
Ungo, sem nú er forseti FDR, og
Rubén Zamora, kristilegan
vinstrisinna.
Miðjan hvarf
Eftir að einræðisherra E1
Salvador var steypt af stóli seint
á árinu 1979 reyndu Banda-
rikjamenn fyrir sitt leyti aö
stuðla að jarðaskiptingu i E1
Salvador. Pólitiskir fræðimenn
bandariskir höfðu komist að þvi,
að i landi þar sem um 30% ibú-
anna eru landláusir bændur væri
mikil hætta á marxiskri byltingu.
Þvi vildu þeir stuðla að þvi, að
stórjörðum yrði skipt, og þar með
sköpuð all-fjölmenn stétt meðal-
bænda, sem siðan gæti orðið pöli-
tiskur bakhjarl miðjuöflum og
komið i veg fyrir róttæka bylt-
ingu.
Aform af þessu tagi hafa mjög
orðið i skötuliki. Astæðan er sú,
að hægrisinnaðir herforingjar og
lögregluforingjar hafa sameinast
landeigendavaldinu um að spilla
fyrir umbótunum og myrða þá
bændur sem reyndu að stofna til
samvinnufélaga um rekstur
þeirra jarða sem reynt var að
skipta. Mjög verulegur hluti
þeirra 10 þúsunda manna sem
morðsveitir hægriaflanna myrtu i
fyrra voru einmitt bændur sem
ætluðu að taka umbótaáformin
alvarlega.
Þessi þróun hefur leitt til þess
að hin pólitiska miðja hefur gufað
upp — sósialdemókratar og obb-
inn af kristilegum hafa slegist i
lið með FDR og skæruliðum
FMLN — þeirra á meðal hinn
,,hófsami” ofursti, Majano, sem
vikið var úr rikisstjórninni i
desember. Stjórnin hefur i reynd i
vaxandi mæli orðið handbendi
landeigendavaldsins og tengsl
hennar við Bandarikin það aug-
ljós að FDR vill snúa sér beint að
stórveldinu til að ræða um vopna-
hlé, eða eins og Ungo forseti
FDR segir: „Við viljum heldur
ræða við sirkuseigandann en
trúðana”.
Nicaragua
Fregnum um styrk skæruherj-
anna ber ekki saman: tölur leika
frá 5000 upp i 50 þúsundir manna
undir vopnum. Bandarisk blöð
hafa haldið þvi fram, að skæru-
liðar fái vopn og vistir frá
Panama, Costa Rica, Kúbu og
Nicaragua — og bandarisk
stjórnvöld hafa vegna þess fryst
þá fjárhagsaðstoð við stjórn
Sandinista i Nicaragua, sem lofað
hafði verið. Má vera að þar með
sé ýtt úr vör stefnu, sem miöar
ekki aöeins að þvi að sigra
vinstrisinna i E1 Salvador, heldur
koma i leiðinni fyrir kattarnef
með ýmsum ráðum, efnahagsleg-
um og hernaðarlegum, bylting-
unni i Nicaragua.-áb tók saman.
i „Hefðbundinn harðstjóri” hugsar til hreyfings
iBaby Doc sveiflar
Ísvipunni yfir Haiti
Krcppa og ráðlcysi i tengslum
B við þá trú, að nýr Bandaríkja-
■ forscti muni láta sig mannrétt-
J indamál litlu varða hefur leitt til
Inýrrar bylgju pólitfskra ofsókna
á Haiti eftir að þar hafði um
nokkurra ára skeiðverið reynt að
draga úr verstu hörmungum
þess stjórnarfars sem Francois
Duvalier leiddi vfir sina fátæku
þjóð.
Sonur hins illræmda forseta,
Jean-Claude (eða „Baby-Doc”
eins og hann heitir gjarnan i
blöðum), hóf þessa ofsóknaher-
ferð þegar i lok nóvember. Voru
þá hundruð stjórnarandstæð-
inga handtekin, óháöum blöö-
■ um og útvarpsstöðvum var
! lokað og starfsmenn þeirra
handteknir. Þaö voru hinar ill-
ræmdu leynilögreglusveitir
Tontons Macoutes, stofnaðar af
föður forsetans, sem handtök-
urnar frömdu. Eins og viö mátti
búast var þvi lýst yfir, að þessar
handtökur væru framkvæmdar
til að koma i veg fyrir kommún-
istasamsæri. Meðal annars lét
yfirvaldið gera falsaða útgáfu
af La Convictions, blaði Sylvio
Ciaudes, kristilegs sósialista,
sem nú er i fangelsi: átti sú
fölsun að sýna framá tengsli
Claudes við kommúnista og út-
læga presta frá Haiti sem um
hrið hafa verið landflótta i New
York.
Baby Doc stóð einkum
stuggur af hinum óháðu út-
varpsstöðvum, sem fluttu
fréttir á máli alþýðunnar,
kreólafrönsku — en 80% al-
mennings kann hvorki að lesa
né skrifa. Með útvarpsstöövum
og óháðum blööum var að skap-
ast pólitiskur vettvangur sem
forsetaklikan óttaðist. Og eins
og Michéle Montas frá útvarps-
stöðinni Haiti Inter. hefur tekið
fram við landa sinn Leo Joseph,
sem býr i útlegð i New York, þá
erákvörðunin um handtökurnar
tekin i þeirri vissu aö bandarisk
stjórnvöld hafi öðrum hnöppum
aö hneppa en aö refsa Haiti-
stjórn fyrir mannréttindabrot.
Flóttamenn.
Forsetaklikan hefur og verið
mjög óhress yfir þeirri athygli
sem flóttamannastraumur frá
Haiti hefur vakið. Haitibúar
hafa þúsundum saman flúið
örbirgðina i heimalandi sinu á
bátkænum, og flestir reynt að
komast til Florida. Stundum
hafa þeir strandað eða veriö
hirtir á leiðinni og sendir aftur
til Haiti, þar sem lögreglumenn
tóku til að berja þá strax á
bryggjum. Margir hafa komist
til Bahamaeyja, en stjórnin þar
ætlar nú að gera gangskör að
þvi að reka alla „ólöglega”
Haitibúa þaðan, en þeir eru
25—40 þúsund. Bandarikja-
stjórn ætlar að borga reikning-
inn fyrir heimsendinguna, m.a.
til að tryggja að þessir Haiti-
búar reyni ekki að smygla sér i
land á Florida, eins og margir
landar þeirra hafa þegar gert.
Spilling.
Stjórnvöld á Haiti hafa og
viljaö þagga niöur i gagnrýnum
röddum vegna fundar sem hald-
inn var i Port-au-Prince i
desember: þar komu saman
Jcan-Claude Iluvalier: gjaldeyrislánið fór I brúökaupiö...
fulltrúar ýmissa rikja sem hafa
veitt Haitistjórn fjárhagsað-
stoð, m.a. Bandarikjanna,
Frakklands og Vestur-Þýska-
lands. Mikiö af erlendri aðstoð
hefur nefnilega farið i súginn
hjá Baby Doc og hans liði. Til
dæmis eyddi hann 5—7 miljón-
um dollara i brúökaupsveislu
sina i mai i fyrra, en það er
svipuð upphæö og hann fær til
láns hjá Alþjóðlega gjaldeyris- |
sjóðnum á sl. ári. En seinna á ■
sama ári varð stjórnin að viður- ■
kenna aöhún sæi engin ráð til að J
flytja til þurfandi manna þau ■
3000 tonn af hveiti sem franska I
stjórnin hafði gefið i neyðar- J
hjálp eftir að fellibylur gekk yfir |
hið gæfulitla blökkumannalýð- ■
veldi i Karibahafi.
— áb. tók saman.