Þjóðviljinn - 19.02.1981, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. febrúar 1981.
UQÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Kitstiórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. <
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi
björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason,
Sigurdór Sigurdórsson.
íþróttafréttdmaður: Ingólfur Hannesson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
llandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir.
Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Slöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Blaðaprent hf.
Reynsla
og fyrirhyggja
• Veðurhamurinn í byrjun vikunnar er enn ein áminn-
ingin um að aldrei má sýna náttúruöf lunum kæringar-
leysi, eða treysta því að tækniöld geri okkur í stakk búin
til þess að lifa áhyggjulaus um veður og vinda. Þjóð sem
í sífellu stendur f rammi f yrir hamförum af völdum eld-
gosa, jarðskjálfta, snjóflóða, skriðufalla og veðurgangs
á sjó og landi verður að sýna ýtrustu fyrirhyggju og
samábyrgð ef vel á að fara.
• Ljóst er að í óveðrinu hefur orðið verulegt og til-
f innanlegt tjón, en þó misjafnt eftirlandshlutum og jafn-
vel hverf um í þéttbýli. I sumum tilfellum er um að ræða
minniháttar tjón og smávægileg, en í öðrum alvarleg og
þar verður að koma til stuðnings heildarinnar með ein-
hverjum hætti. Fyrst liggur f yrir að sveitarfélögin kanni
tjónið, og komi niðurstöðum slíkrar könnunar á fram-
færi við rétta aðila, tryggingarfélög og stjórnvöld. Á
þeim grundvelli ber síðan að taka ákvarðanir.
• Þeir einstaklingar sem keypt hafa húseigendatrygg-
ingar, óveðurs- og foktryggingar og glertryggingar
standa vel að vígi eftir óveðrið. Hið sama er ekki að
segja um bíleigendur, þvi jafnvel reglur trygginga-
félaganna um altryggingu bila virðast ótrúlega flóknar
og kúnstugar. Almennt má segja að tryggingarskilmálar
hjá félögum hér séu alltof flóknir, skilyrðin sem upp-
fylla þarf til þess að njóta bóta óljós aðgöngu fyrir
almenning, og nauðsynlegt að brýna það fyrir trygg-
ingaraðilum að skilmálar þeirra verði skýrari en áður,
eins og tryggingaráðherra bendir á í viðtali við blaðið í
dag.
• Fyrir nokkrum árum voru sett lög á Alþingi um Við-
lagatryggingu íslands, og er þar gert ráð fyrir bótum á
brunatryggðum eignum vegna tjóns af völdum náttúru-
hamfara, öðrum en óveðurs og foks. í framhaldi af
óveðrinu nú i vikunni hlýtur það að koma til alvarlegrar
skoðunar, hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta lögum um
Viðlagatryggingu íslands, þannig að hún nái framvegis
til óveðurstjóns.
• Viðlagatryggingin er skyldutrygging á öllum fast
eignum og því hafa landsmenn allir tekið þátt í að búa
sig undir að bæta þeim tjón,sem í framtíðinni verða illa
úti í náttúruhamförum. Af óveðrinu má draga þann lær-
dóm,að það geti komið sér vel að taka á sig minniháttar
byrðar á líðandi stund í hærri iðgjöldum til Viðlaga-
tryggingar í því skyni að menn standi betur að vígi and-
spænis slíkum náttúruhamförum.
• Ölíklegt er hinsvegar að Bjargráðasjóður komi við
sögu eins og eftir fárviðrið 24. september 1973, er hann
veitti 40 sveitarfélögum vaxtalaus og óverðtryggð lán til
þess að endurlána til þeirra sem beðið höfðu umtalsvert
tjón af völdum óveðursins. Þegar kuldi og haf ís herjaði á
Norðlendinga á árinu 1979 átti sá sjóður að hlaupa undir
bagga, enda stendur óveðurstjón lögum samkvæmt
honum einna næst. Þegar núverandi rikisstjórn tók við
varð að byrja á því að taka lán til þess að sjóðurinn gæti
staðið viðskuldbindingarsínarvegnaársinsl979 og hefur
hann því enga tekjustofna nú né f jármagn aflögu. Bæði
stjórn Bjargráðasjóðs og tryggingaráðherra virðast
telja eðlilegra að leysa mál af þessu tagi innan trygg-
ingakerfisins með breytingum á lögum um Viðlaga-
tryggingu heldur en á vegum sjóðsins með beinum f ram-
lögum úr ríkissjóði.
• En að fleiri atriðum þarf að hyggja og fyrir tíu
mánuðum skipaði tryggingaráðherra nefnd til þess að
kanna möguleika á því að tryggja landsmenn fyrir tjóni
á stórmannvirkjum, eins og virkjunum og raflínum,
vegna meiriháttar náttúruhamfara. Slíkar tryggingar
eru vafalaust dýrar, en þó nauðsynlegar, ef við ætlum að
hafa í heiðri lágmarks fyrirhyggju gagnvart framtíð-
inni, eins og ráðherra hefur bent á. öll reynsla okkar
segir að við getum hvenær sem er átt von á verulegum
skakkaföllum og tjóni af völdum náttúruhamfara.
Tryggingamál einstaklinga og þjóðarinnar í heild verða
að vera í samræmi við þau reynsluvisindi.
----ekh
Hlfppt
! Framhaldssaga
Framhaldssaga hefur nú
I verið rakin um stund i Tim-
, anum og Morgunblaðinu, i henni
■ er brotist um á hæl og hnakka,
I og þótt menn verði ekki sárir
E eru þeir afskaplega móðir.
a Sagan hófst á þvi, að á ein-
■ hverri veikleikastund sálar-
I innar féll Þórarinn Þórarinsson
| Timaritstjóri i þá synd að
■ hlusta á liðsmann sinn Jónas
■ Guðmundsson, stýrimann i
I menningunni, en Jónas hafði
I áður hlustað á Indriða G. Þor-
■ steinsson og Hilmar Jónsson.
■ Niðurstaðan varö sú, að Þórar-
I inn skrifaði leiðara sem gerði
mun hafa gefist upp við leikrita-
gerðina að mestu eða öllu. Hann
vildi þó ekki leggja skáld-
skapariðju alveg á hilluna. Til
þess að tryggja sér nokkurn
vinnufrið gekk hann til liðs við
þá sem höfðu ófrægt hann”.
Þetta kallar Þórarinn að
Matthias hafi verið „barinn til
ásta” og segir að svo muni hafa
farið um fleiri höfunda.
Eigi hræöist ég...
Vitanlega er Matthias litið
hrifinn af þessari málsmeðferð,
enda er hún lika tóm vitleysa.
Hann skrifar heillanga grein um
málið i blað sitt i gær og segir þá
meðal annars um Þórarin:
„Sist af öllu átti ég von á, að
hann færi að gera mér upp litil-
mennsku og margvislegar
Samsæris
sálarfrœöi
Satt að segja erum við ekki ■
miklu nær um samsæriskenn- |
ingar Þórarins, þótt hann hafi |
notað tækifærið til að senda ■
Matthiasi kveðju „undir rós og I
belti”. Þórarinn er, eins og I
menn vita, ekki einn um kenn- |
ingar af þessu tagi. Það versta •
er að þegar i þeim er vikið að I
einhverjum tilteknum persón- j
um (náttúrlega hlýtur sá sem |
lengst hefur skrifað um nýjar ■
bækur i Þjóðviljann að vera inni I
i myndinni) — þá reynist það |
gjörsamlega út i hött að gera |
minnstu tilraun til að afneita ■
samsærisaðild. Kenningasmið- I
irnir gera ekki annað en hress- |
Undir merki
Don Quijote
■r óftkiljanlrg
‘ Ixirri Ut».
Þórarinsion.
Barðir til
ásta
i aó ) mu aó því. aó Moripinblaóió hafi
•itthvert handalax- ■:* -----
Fyrir nokkrum árum sýndi Þjóðleikhúsið leikrit
eftir nýjan höfund, sem margir höföu gert sér góð-
ar vonir um fyrirfram, þar sem hann haföi unniö
sér viöurkenningu sem orösnjall og hugmyndarik-
ur rithöfundur.
Styrmw Qunnaraaon
marga menn ákaflega hissa.
Þar var óspart látið að þvi
liggja, að þótt Morgunblaðið og
Þjóðviljinn skömmuðust sitt á
hvað,færi á milli þeirra blaða
leyniþráður menningarsam-
særis, sem réði þvi, hverjir
væru taldir skáld á tslandi og
hverjir ekki.
ETT yann sjálfur
Klippari sagði frá þessu i
Þjóðviljanum og spurði nánar
út i þetta merkilega menningar-
samsæri, en fékk að sjálfsögðu
engin svör. Aftur á móti urðu
Morgunblaðsmenn reiðir og
skrifuðu leiðarastúf um Þórar-
in og sögðu á þá leið, að Þórar-
inn gripi til þess að veifa
framan i landsmenn menn-
ingarsamsæri ihalds og rauðliða
vegna þeirrar vondu samvisku,
sem hann hefði af þvi sjálfur að
leiða komma til áhrifa á öðrum
sviðum.
Skeyti
til Matthíasar
Jæja. Þórarinn gat náttúrlega
ekki tekið þessu þegjandi. Skrif-
aði hann á laugardaginn leiðara
i blað sitt, þar sem hann eins og
reyndi að verða við áskorun um
að nefna ákveðin dæmi af Sam-
særinu mikla gegn Jónasi stýri-
manni og bræðrum hans. Hann
nefndi að visu engin nöfn. En
hann sá svo um að allir máttu
skilja sem vildu. Inntak leiðar-
ans var i stuttu máli á þessa
leið:
Einu sinni skrifaði Matthias
Johannessen ritstjóri leikrit
sem var sýnt i Þjóðleikhúsinu.
Þá, segir Timaritstjórinn kom
„harðsnúinn hópur sem vill
beygja skáld og rithöfunda til
ákveðins forms og átrúnaðar i
skáldskap og öðrum listum” og
skaut leikritið i kaf með harðri
gagnrýni Og svo gerðist, segir
Þórarinn, svofelld harmsaga:
„Svo þungt féll þetta hinum
unga leikritahöfundi að hann
ávirðingar aðrar i forystugrein-
um sinum, enn siður að hann
færi að telja lesendum sinum
trú um slikar ávirðingar, þegar
hann trúir þeim ekki sjálfur, en
þarf samt af einhverjum
ástæðum á þeim að halda i póli-
tisku ströggli sinu — og þá
svifst hann einskis. Eða hver
trúir þvi, að kommúnistar hafi
barið mig til ásta vegna óláta út
af einu leikriti eftir mig fyrir
mörgum árum? Ég hef skrifað
önnur leikrit, sem litil eða engin
læti hafa orðið út af og tel rétt að
láta öðrum eftir leikhúsin i bili.
Þar er löng biðröð. Eða hver
trúir þvi, að ég hafi orðið svo
hræddur við marxistana að ég
hafi nánast hætt að skrifa?”
Og svo kemur aftur itrekun á
fyrra stefi: það eru ekki við
Morgunblaðsmenn sem erum i
samsærí við kommanna heldur
þiöTimamenn. Eða eins og þar
segir:
„Við (ritstjórar Morgun-
blaðsins) höfum reynt að benda
á, að þeir sem nú eiga samstarf
við kommúnista bæði i rikis-
stjórn og borgarstjórn Reykja-
vikur hljóti fremur að teljast til
samsærismanna en við”.
Af hverju
Don Quijote?
Ýmislegt fleira hefur
Matthias um málið að segja,
sem vonlegt er. Það er þó
undarlegt, að hann skuli undir
lok greinarinnar og i fyrirsögn
spyrða saman þá Þórarin
Timaritstjóra og Don Quijote,
sem barðist við vindmyllurnar
og hélt sig vera að leggja risa að
velli. Likingin er kannski freist-
andi — en þýðingarmeira þó að
gleyma þvi ekki, að Don Quijote
er einhver göfugust persóna i
heimsbókmenntunum og passar
þvi illa inn i þá framhaldssögu
sem nú var rakin.
•a
ast allir við — allar útskýringar
eru þeim ekki annað en stað-
festing á þvi, að viðkomandi
gangi með vonda samvísku!
Eða þá að hann sé svo afskap-
lega slóttugur við að afvopna þá
sem á varðbergi sitja gegn véla-
brögðum andskotans. (Likt þvi
og Guðmundur H. Garðarsson
telur að sósialistar skjóti i
sundur áróður og sjálfshól
Sovétmanna til þess eins að
gera veg þeirra meiri!). Nei, sá
sem er á kafi i samsærissúp-
unni, mun ekki ljós sjá, það er
margreynt.
Þjóöarballett
En svo eru lika til þeir sem
veifa samsærum öðru hvoru, án
þess að trúa á þau sjálfir. Þeim
er þetta allt partur af hinum
pólitiska leik. I þeim efnum er
fyrir löngu upp komin föst hlut-
verkaskipan, sem mótaðist
þegar á árum Nýsköpunar-
stjórnarinnar. Borgaralegur
flokkur vill fá sósialista með i
rikisstjórn — ekki af neinum
kærleikum, vitaskuld, heldur til
að auðvelda sambúð sina við
verkalýðshreyfinguna. Sá
flokkur til hægri eða i miðju,
sem ekki er með i sliku
stjórnarsamstarfi, hann rekur
upp stórar rokur: það er verið
að leiða kommúnista til áhrifa,
lýðræðið er i hættu! En mun að
sjálfsögðu ganga til samstarfs
við sósialistaflokkinn sjálfur
siðar meir, ef honum þurfa
þykir. Og sá sem þá er i
stjórnarandstöðu mun taka upp
kommúnistaspangólið eins og
ekkert hefði i skorist. Og svo
koll af kolli.
Með öðrum orðum, góðir
hálsar: andi yðar skelfist ekki.
Þetta er allt saman partur af
hinum islenska þjóðarballett
þar sem viss háski er fastur
liður i listrænum áhrifabrögð-
um. > _^áb
skorrið