Þjóðviljinn - 19.02.1981, Page 5
Fimmtudagur 19. febrúar 1981.
ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 5
Svört bók um bandarísk fjárlög:
s
Helmingur af því sem hann tekur
af þutfandi fólki fer beint í herinn
Ronald Reagan hefur
messað yfir þjóð sinni í
sjónvarpi/ stunið þungan
yfir „mestu efnahags-
öngþveiti síðan í krepp-
unni miklu"/ yfir hnign-
andi gengi þess dollara-
seðils sem hann handlék á
skerminum æfðum leik-
aratilburðum/ og yfir
alltof háum útgjöldum
rikisins. Reagan er< eins
og menn vita/ harðákveð-
inn í því/ að reyna að
hressa við efnahagslífið
með því að lækka skatta í
áföngum og þar með
ýmisleg útgjöld.
Enn vita menn ekki hvernig
sparnaðartillögur Reagans
munu endanlega lita út. En
menn hafa nú þegar milli hand-
anna Svarta bók, sem fjárlaga-
nefnd hefur sett saman, og
hefur að gevma miög róttækar
áætlanir. Aðalhöfundur þessara
tillagna er David Stockman,
sem hefur tekið að sér að stýra
fjármálunum fyrir Reagan i
anda seðlahyggjunnar svo-
nefndu. Er það meira en ómaks
vert að skoða hvað það er sem
hin nýja stjórn ætlar einkum að
spara á næstu árum.
Samkvæmt Svörtu bókinni
ætlar stjórn Reagans að draga
úr útgjöldum til annarra þarfa
en hernaðarfegra um 14—15
miljarða á þeim mánuðum sem
eftir eru af fjárlagaárinu 1981.
Næsta ár á að skera niður um
40—50 miljarða og enn meira á
þarnæsta fjárlagaári.
Fátæklingar og
atvinnuleysingjar
Megininntak þeirra tillagna
sem David Stockman og hans
starfshópar hafa smiðað fyrir
Reagan er blátt áfram fólgið i
niðurskurði á „félagsmálapökk-
unum”. Til dæmis að taka á að
þrengja möguleika þurfandi á
að fá „matarmiða” opinbera
fyrirgreiðslu til kaupa á
matvælum) um 2,6 miljaröa
dollara á næsta ári. Það á að
draga úr útgjöldum til niður-
greiðslu á mat á dagvistarstofn-
unum og skólum um 25% og
spara þar með miljarð dollara.
Þá á að draga úr greiðslum
rikisins á lækniskostnaði fátæk-
linga og spara strax á þessu ári
100 miljónir dollara, einn milj-
arð á næsta ári — og væntanlega
allt að ellefu miljarða þegar
komið er fram á árið 1985.
Stokman vill einnig draga úr
atvinnuleysisbótum. Það verður
gert m.a. með þvi að hætta
greiðslum sem gera einstökum
rikjum mögulegt að greiða at-
vinnuleysisbætur lengur en 26
vikur. Um leið á að hæta við
svonefnda CETA-áætlun, en
henni er ætlað að koma i störf á
vegum hins opinhera mönnum
sem lengi hafa verið atvinnu-
lausir. Með þvi móti heföu
sparast nær fjórir miljarðar
dollara árið 1982.
Hætt viö orkunýjungar
Aðstoð við framleiðslu á
Reagan leikur sér að dollaraseðli.
Stockman er aöalhöfundur niðurskurðartillagnanna.
nýjum orkugjöfum og við út-
flutningsiðnað verður dregin
saman um sem svarar sex milj-
orðum dollara á næsta ári. Til
að mynda verður hætt við fimm
áætlanir sem stjórnin hefur
stutt, sem miða að þvi að fram-
leiða nýjar tegundir eldsneytis,
t.d. oliu úr oliumenguðu bergi.
Ennfremur verða skornir niður
A hverju ætlar Reagan
að spara?
þeir sjóðir sem eiga að auðvelda
Innflutnings- og útflutnings-
bankanum að greiða fyrir sölu á
bandariskum varningi erlendis
(t.d. á þotum frá Boeing).
Þá verður dregið mjög úr
hagkvæmum lánum til bænda
og annarra dreifbýlismanna og
rafveitur i sveitum munu ekki
lengur hafa aðgang að ódýrum
rikislánum.
Menning og
öryrkjar
Umhverfisverndarmenn fá
sitt kjaftshögg: skornir verða
niður verulega styrkir til
vinnslu úr úrgangi ýmisskonar.
Og eins og að likum lætur
verður menningin fyrir barðinu
á skærum hægrimanna: fram-
lög til lista og mennta verða
minnkuð um helming, meðal
annars verður dregið úr fram-
lögum til flutnings á sjónvarps-
efni sem á að vera farvegur
fyrir fræðslu og menntir
umfram það sem venjulegt aug-
lýsingasjónvarp bandariskt
annast. Smám saman verða
lagðir niður námsstyrkir til
barna verkamanna, sem eru á
eftirlaunum, eru örkumla eða
látnir. 1 þvi sambandi mætti
einnig minna á, að dregið
verður úr greiðslum til öryrkja
— á að spara 600 miljonir
dollara á þeim á næsta ári en
alls 5,4 miljarða á kjörtimabili
Reagans.
Gullöld hjá
hernum
En eins og Reagan forseti
hefur tekið fram, þá munu út-
gjöld rikisins ekki dragast
saman að sama skapi og félags-
legri þjónustu mun hraka i
landinu. Verðbólgan mun gera
sitt til að halda uppi útgjöldum
— en þó einkum hernaðarút-
gjöldin. Búist er við þvi, að hinn
nýi og herskái varnarmálaráð-
herra, Caspar Weinberger,
muni leggja til, og Reagan fyrir
sitt leyti samþykkja, að á fjár-
lagaárinu 1982 verði 220 milj-
örðum dollara varið til hersins.
Það er 24 miljörðum meira en
Carter hafði lagt til og 55
miljörðum meira en Pentagon
hefur úr að spila á yfirstandandi
fjárlagaári. Þar með hefði i
einni svipan verið étinn upp
helmingur af þeim peningum,
sem Reagan vill helst spara á
atvinnuleysingjum, öldruðum
og börnum fátækrahverfanna.
—áb
Mikill
ágreiningur
enn
um fisk-
veiðistefnu
Efnahags-
bandalagsins
Þýskur togari: i þessari lotu var mest deilt um fiskveiðisamkomulag við Kanada
' ■ '-W * pöi ]
r
áfram
Þjóðverjar veiða
þorsk við Grœnland
A fundi sjávarútvegsráðherra
Efnahagsbandalagslanda i fyrri
viku var samþykkt að leyfa
þýskum togurum að halda áfram
að veiða þorsk viö Austur-Græn-
land fram til 10. mars. Einnig var
samið um skiptingu rækjukvóta
við Grænland. Aö öðru leyti mis-
heppnuðust tilraunir ráðherranna
til að ná ná samstöðu um fisk-
veiðistefnu Efnahagshandalangs-
ins.
Samkomulagið felur það i sér,
að þeir vesturþýskir togarar sem
hafa verið á veiðum við Austur-
Grænland geta veitt á næstu
vikum 2000 smálestir af þorski til
viðbótar þeim afla sem þeir höfðu
áður fengið leyfi Dana til að
veiða, þrátt fyrir mótmæli græn-
lensku landstjórnarinnar.
Rækjukvóti aukinn
Sjávarútvegsráðherra Dana,
Karl Hjörtnæs, gekkst inn á þessa
tilslökun við Vestur-Þjóðverja
eftir að honum haföi meö
nokkrum erfiðismunum tekist að
fá rækjukvótann við Grænland
hækkaðan i 30 þúsund lestir i ár.
Upphaflega hafði verið áformað,
að ekki væri ráðlegt að leyfa
nema i mesta lagi 28 þúsund lestir
við Grænland, og grænlenska
landsstjórnin hafði þegar gefið út
veiðileyfi til grænlenskra fiski-
manna fyrir 27 þús lestum. Með
þvi að þoka kvótanum upp verður
dönskum fiskimönnum svo leyft
að veiða 1000 smálestir af rækju
við Vestur-Grænland, norð-
mönnum 1000 lestir, færeyingum
600 og frökkum 400. Þá lagði fyrr-
greindur ráðherrafundur EBE
blessun sina yfir það, að Græn-
lendingar vilja leyfa sjálfum sér
að veiða meira af laxi i sjó en
áður, eða 1270 tonn á ári i stað
1190.
Kanadasamningurinn
Fundur ráðherranna ein-
kenndist annars af djúpstæðu
ósamkomulagi og ýfingum milli
Josefs Ertls, sjávarútvegsráð-
herra Vestur-Þýskalands og hins
breska starfsbróður hans Peters
Walkers. Walker haföi komið i
veg fyrir aö samþykkt yrði á
fundinum samkomulag viö
Kanada, sem hefði m.a. gefið
vestur-þýskum togurum mögu-
leika á að veiða 10.000 lestir af
þorski i kanadiskri landhelgi
gegn vissum tollaivilnunum á
innfluttum fiskafurðum frá
Kanada til Efnahagsbandalags-
ins.
Breski ráðherrann haföi á fund-
inum andmælt samkomulaginu
viö Kanada á þeim grundvelli, að
þaö gæti leitt til þess að breski
markaðurinn fylltist af kana-
dlskum flökum — en þróun
nokkur hefur þegar orðið i þá átt,
breskum fiskimönnum til sárrar
gremju. Ég verð myrtur ef ég
kem heim með slikan samning,
sagöi Walker á fundinum i
Brussel.
Bremerhaven lokað
Josef Ertl visaði i staöinn til
erfiöleika vesturþýskra fiski-
manna, sem hafa nú þegar hafið
mótmælaaðgerðir gegn stefnu
eða stefnuleysi Efnahagsbanda-
lagsins i fiskveiðimálum. 1 fyrri
viku stöðvuðu þeir danska og
hollenska flutningabila sem voru
á leiðinni með fisk til Bremer-
haven og stöðvuðu löndun á fiski
úr útlendum togurum þar i borg.
Segjast þeir vera reiðubúnir til að
halda lengi áfram slikum að-
gerðum.
Sem fyrr segir komust
ráðherrarnir ekki aö samkomu-
lagi, en ákváðu að gera enn eina
tilraun tilað smiða sjávarútvegs-
stefnu fyrir EBE i Brussel þann
niunda mars. Ekki er búist við
miklum árangri af þeim fundi.
Vestur-Þjóðverjar eru taldir lik-
legir til að tengja beint saman
viðræður um fisveiöar og land-
búnaðarstefnu EBE, sem þeir
telja kostnaðarsamarifyrir sig en
önnur aðildarriki EBE.
áb tók saman.