Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 32
uúÐvmm Abalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra stíjrfsmenn blaösins iþessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Helgin 28. febrúar til 1. mars 1981 Kristín Kvaran formaður Fóstrufélags íslands Kjaramál fóstra hafa verið f brennidepli síðustu viku enda voru dagheimili á Akureyri og í Kópavogi lokuð framan af vikunni vegna uppsagna þeirra. Kristin Kvaran heitir formaður Fóstrufélags tslands og hún er nafn vikunnar að þessu sinni. — Eru fóstrur „ósvifinn þrýstihópur” sem setur fram „óbilgjarnar kröfur”.? Nei, alls ekki. Það sýnir lika sá stuðningur sem við höfum fengið, einkum frá foreldrum. Margirhafa sagt að við skylduín treysta var- lega á stuðning foreldra þvi þegar kjarabarátta okkar færi að bitna á þeim, myndu þeir ekki styðja okkur lengur heldur sndast gegn okkur. Hins vegar hefur það sýnt sig nú bæði á Akureyri og i Kópavogi, með örfáum undantekningum, að foreldr- ar, sem eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins hafa sýnt okk- ur skilning jafnvel þótt dag- heimilin væru lokuð. Þetta sýnir að kröfur okkar eru ekki óbilgjarnar að mati alls þessa fólks. — Nú eru kjör ykkar ærið misjöfn. Er ekki nauðsynlegt fyrir ykkur að gerast sjálf- stæðir samningsaðilar? Það er hægara sagt en gert, þvi til þess þyrfti að breyta lögum BSRB, sem gera ráð fyrir að slikt félag hafi aðeins einn samnings- aðila. Við erum hins vegar starfsmenn allra sveitar- félaganna svo það gengur ekki. Um þetta var mikið rætt á kjaramálaráðstefnu okkar nýlega og reyndar sett nefnd til að kanna allar leiðir i þessu sambandi. — Núerskortur á fóstrum og Fósturskólinn ckki full- setinn. Hver er skýringin, þegar sýnt er að þörf er fyrir mun fleiri dagvistarstofn- anir? Það segir sig sjálft að launin eru ekki fýsileg fyrir ungt fólk sem getur gengið inn á skrifstofu án fram- haldsmenntunar og fengið mun betrilaun. Sjálf vann ég á skrifstofu áður en ég fór i þriggja ára fóstrunám og sú staða sem ég var i, er nú mun betur launuð en fóstru- starfið. Fólk hugsar sig þvi tvisvar um og fer ekki i þetta nám nema óskaplegur áhugi og vilji sé fyrir hendi og jafn- vel þá er spurning hvað fólk endist. Svo eru til sveitar- félög sem gjarnan vilja halda f fóstrur, gera sér grein fyrir mikilvægi starfs þeirra og leggja áherslu á góðan aðbUnaö. Hér vil ég nefna Hornafjörö sem dæmi og reyndar allt Austurland. — Attu von á hörðum slag I Reykjavlk? Ég tel rétt að vera viö öllu bUin. Hins vegar eru fóstrur búnar að sjá, aö þaö sem gildir er samstaðan og hún er fyrir hendi. —AI. Þaö var ekki kryddsfld heldur kalkún sem var á borðum þjóðhöfðingjanna gær áður en sest var við há- borðið og „krydsilden” hófst. Hér sést forseti islands Vigdis Finnbogadóttir með forystumönnum danska blaðamannaklúbbsins. Ljósm. Ragnar Th. DB-mynd. Vigdís og Margrét í eldlínunni: Búvöruverðið ákveðið: 5,4-9,6% útsöluverðs Nýtt búvöruverð tekur gildi 1. mars og hækkar þvi útsöluverð landbúnaðarvara eftir helgina um 5,4—9,6%. Verðlagsgrundvöllur bónd- ans hækkar um 8,82%. Rikisstjórnin staðfesti i gær tillögur 6 manna nefndar um þessa hækkun, sem kemur að jöfnu á afurðir af sauðfé og nautgripum og á kartöflur. Samkvæmt bráða- birgðalögunum frá ára- mótum eiga launþegar að fá hækkunina bætta 1. júni i þeim verðbótum sem þá koma á laun. Vegna þessarar búvöru- hækkunar hefur rikisstjórnin . ákveðið að auka niöur- greiðslur um 3,1 miljón króna á þeim tiu mánuðum sem eftir eru ársins og er gert ráð fyrir sliku á fjár- lögum. Enn er eftir aö taka ákvörðun um niðurgreiðslur á ull til ullariðnaðarins. Verð á einstökum vöruteg- endum talið i krónum eftir hækkun hafði enn ekki verið reiknað Ut i gærkvöldi. — vh Hnyttin tilsvör og klapp Opinberri heimsókn forsetans lauk í gœr Fagnaðarlætin i „kryddsfldar- veislunni” i gær náðu hámarki þegar Vigdis svaraði þeirri spurningu hvernig fyrirsagnir hún vildi helst sjá i blöðunum i dag: „Visindin hafa sigrað” á að vera yfirfyrirsögn en aðalfyrir- sögn með stóru letri: „Kjarnorkuvopnum hefur verið útrýmt". Og svo má standa með smáu letri úti i horni að Margrét og Vigdis hafi staðið sig vel i eld- linunni. Og það gerðu þær svo sannarlega, að sögn fréttaritara Þjóðviljans i Kaupmannahöfn. En gefum honuin orðið: Á hádegisverðarfundi danska blaðamannaklUbbsins i dag með Vigdisi Finnbogadóttur og Margréti Þórhildi Friðriksdóttur var engin kryddsild á borðum, heldur kaldur kalkun. Hins vegar voru þær i eldlinunni (d: krydsild) og virðulegustu blaða- menn Danmerkur skutu á þær kurteislegum en þó háskalegum spurningum. Það var greinilega hinn drottn- ingarholli (að minu mati snobb- aði) hluti danskrar blaðamanna- stéttar sem hafði tryggt sér miða að þessum fyrsta hádegisverðar- fundi klúbbsins, sem Margrét drottning hefur viljað sækja. Blaðamannafundurinn var lika eins konar samkvæmisleikur heldra fóiks: spurt var ismeygi- legra spurninga og klappað fyrir vel orðuðum svörum. Orðsn jöll og órög Þótt Vigdis hafi ekki mælt á móðurmáli sinu var hún sýnu orð- snjallari en Margrét, kannski vegna þessaö hún var óragari við að láta skoðanir sinar i ljós. En Margrét hefur lika lært ýmislegt af Vigdisi á þessari stuttu dvöl eins og drottningin tók skýrt fram á fundinum og hún var djarf- mæltari en hún á vanda til. A fundinum var fjallað um aðskilnað tslands og Danmerkur 1944 og spurt hvernig konurnar tvær hefðu uppTifað þann atburð. Þá var rætt um handritin og spurt hvernig færi um þau á tslandi. Vigdis svaraði þvi til að með þau væri farið eins og ungabörn: Þau væru stúderuð af alúð allan dag- inn og lögð varlega til svefns um nætur. Mestur fengur var i þeim svör- um sem lutu að stöðu kvenna sem þjóðhöfðingja og fór fuliur helm- ingur timans i þær umræður. Vig- dis lét i ljós þá skoðun að konur ættu ekki að tileinka sér siði kari- manna i þessum stöðum, heldur halda áfram að vera konur. Þá væri aukin von á friði i heiminum. Margrét gaf hins vegar til kynna að hún hefði einungis rétt á að vera drottning vegna þess að hún á engan bróður, en þessi skoðun Margrétar hefur áður vakið reiði danskra jafnréttissinna. Þá voru þær spurðar að þvi hvort konur yrðu að lita vel út til að komast i háa stöðu. Vigdis svaraði að bragði að allar konur litu vel Ut og gat Margrét þar engu við bætt. Eins gott að kynin eru ekki eins Einhver ihaldskurfur spurði hvenær timi væri til kominn að hætta öllu tali um að konur og karlar væru fædd jöfn. Margrét svaraði þvi að bæði kynin væru búin jafn miklum hæfileikum en til allrar hamingju væru þau ekki eins. „Þá værum við eins og kóralar og það væri alls ekki skemmtilegt”. Klöppuðu blaða- menn lengi fyrir þessari athuga- semd, sem er óvenju djörf af Margrétar hálfu. Hins vegar náðu fagnaðarlætin hámarki þegar Vigdis svaraði þeirri spurningu hvernig fyrir- sagnir hún vildi helst sjá i blöð- unum á morgun. „Visindin hafa sigrað” á að vera yfiríyrirsögn, en aðalfyrirsögn meö stóru letri: „Kjarnorkuvopnum hefur verið útrýmt”. Og svo má standa með smáu letri Uti i horni að Margrét og Vigdis hafi staðiö sig vel i eld- línunni. Brosandi blaðamenn Og það gerðu þær svo sann- arlega. Blaðamennirnir luku brosandi Ur rauðvinsglösum sin- um og héldu glaðir heim. Flestir höfðu skrifað samviskusamlega hjá sér hvaða stórmenni sátu hægra og vinstra megin við Vig- disi og Margréti og borðfélagar minir sögðu að lsland gæti ekki fengið betri auglýsingu en Vigdisi meðallan sinn yndisþokka. Blaðamannaíundinum var sjónvarpað hér i Danmörku á föstudagskvöld og er það þriðja kvöldið i röð sem Vigdis og Island eru áberandi i sjónvarpsdag- skránni. Opinberri heimsókn forsetans lauk þá einnig en i dag mun hún vera með Islendingum i Kaupmannahöfn og halda heimleiðis á sunnudag. GesturGuðmundsson/Kinh. Island - Pólland 16-25: Varaliðið lagði landann Frá Ingólfi Ilannessyni iþrótta- fréttaritara Þjóðviljans stöddum i Frakklandi. — Það verður erfitt að rifa sig uppúr þessari lognmollu. Menn verða að fara að leika hver fyrir annan og það er vandséð annað en i að illa fari í leiknum gegn israels- mönnum i dag. Ég sé ekki fram á stóra breytingu i þessum efnum” sagði Hilmar Björnsson lands- liðsþjálfari I samtali við blaða- mann Þjóðviljans aö loknum leik islands og Póllands i B-keppninni i Frakklandi i gær. Pólverjar sem notuðust mestan hluta leiksins við varalið sitt sigruðu örugglega með 25 mörkum gegn 16. Pólverjar byrjuðu með sitt sterkasta lið inná og náðu þegar forystunni 1-0. Landanum tókst að jafna 1-1 og 2-2 en aftur komust pólskir yfir 4-2, 5-2 og 6-5. Þá kom einn af þessum margfrægu dauðu köflum i leik islensku strákanna Pólverjarskoruðu 5 mörk i röð og breyttu stöðunni i 11-5. Islendingar reyndu að klóra i bakkann og af haröfylgi tókst að' minnka muninn i tvö mörk en pólskir áttu tvö siðustu mörkin i hálfleiknum og staðan þvi 13-9 i leikhléi. Barningurinn hélt áfram I upphafi siöari hálfleiks 13-11, 15- 12, og 14-16. Þá lét Axel ver ja hiá sér vitakast og i kjölfarið hrundi gjörsamlega leikur islenska liðs- ins. Pólverjar skoruðu næstu 4 mörk og þar með var búið að steinrota landann. Lokatölurnar urðu siðan 25-16 fyrir Pólland. Mörk tslands skoruöu: Stefán Halldórsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson 4(2), Axel Axelsson 3, Steindór Gunnarsson 2 og Bjarni Guðmundsson 1. Leikurinn i gærkvöldi var nánast beint framhald af hörmu- lega lélegri frammistöðu liðsins hérna i B-keppninni. Að visu sýndu strákarnir baráttuvilja og ákveöni á stundum en þeir kaflar vörðu oftast stutt. Eini leik- marður liðsins sem eitthvað kvað að, var markvörðurinn ungi Einar Þorvarðarson nýliðinn i landsliðinu. Þá átti Stefán Halldórsson ágæta kafla i sókn- inni. önnur úrslit leikja i B-keppn- inni i gær voru þessi: Sviþjóð- Holland 18-18, Frakkland-Austur- riki 19-12, Tékóslóvakia-Búlgaria 22-17, Israel-Noregur 21-20 og Sviss-Danmörk 20-25. Islendingar leika i dag við Israelsmenn um 7—8 sætið i keppninni. — IngH./ — lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.