Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.02.1981, Blaðsíða 17
•*in 28. febrúar til 1. mars 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17 Bregður fyrir sem parti af s j úkrabíl’ Það gerðist hér á dög- unum að við Játvarður Jökull Júlíusson á Miðja- nesi i Reykhólasveittókum tal saman. Röbbuðum við víttog breitt um mannlífið þar í sveitinni og raunar FYRRI HLUTI sitt hvað fleira. Tognaði svo úr tali okkar að vel má að ekki þyki við hóf að birta það allt i einu tbl. en þá kemur framhaldið bara i öðru. Hefst þá spjallið — Hvernig var tiðarfariö frá þvi i vor og til þessa? — Sumarveöráttan var einkar hagstæö öllum gróöri og atvinnu, enda spratt svo vel i högum sem á túni og i görðum. Svo hvessti sjaldan og hey fauk óviöa og þangsláttumenn viö Breiðafjörö höföu oft gott næöi. Á sláturtiðinni komu hriðar og trufluðu og töfðu fyrir við aö flytja fé norðan frá Djúpi. Þaö tókst þó á endanum. Framan af vetri var ekki sem verst en nú hafa gengið nær óslitin harðindi lengi. Jörö er viöa i klakabrynju og isalög eru mikil. — Hvernig gekk heyskapurinn i sumar? — Agætlega. t ööru eins grasári hljóta veikliðaöir bændur þó aö lenda i þvi aö sum túnin spretta úr sér og þau hey verða létt. — Er mikið um votheysgerö og súgþurrkun? — Hérna þekktist góö votheys- verkun á stöku bæ áður en flat- gryfjubyltingin varð. Fjórar flat- gryfjur eru komnar i gagniö i Reykhólasveit og sú fimmta var byggð i haust. Þegar heyjaö er i flatgryfjur er hægt aö ljúka hey- skapnum i einum rykk áöur en grös tréna. Þaö heyrir til undan- tekninga aö ekki sé einhver súg- þurrkun, i þaö minnsta súgþurrk- unarkerfi. Skepnuhöld og búskaparhættir — Hvaö segiröu um skepnuhöld og búsafuröir? — Skepnuhöld voru góö en tvi- lembur meö alfæsta móti hjá mörgum. Þaö er slátrað úr þremur hreppum i A-Barð. i Króksfjaröarnesi og frá nokkrum bæjum við Inn-Djúp. Meöalþyngd dilkaskrokka þar i haust var 16.08 kg. á móti 14,11 kg. haustið 1979. Sumir drógu úr fóöurbætisgjöf vegna kjarnfóöurskattsins og fengu þvi minni mjólk. — Eru búin yfirleitt „blönd- uð”? — Enginn býr meö kýr ein- göngu en margir bændur eiga enga kú. Það er þversögn að þeir kýrlausu skuli eiga eins mikiö undir m jólkurflutningunum komiö eins og reynslan sýnir. Mjólkurflutningarnir til Búöar- dals færa einum fjórtán kýr- lausum sauöfjárbændum neyslu- mjólkina upp i hendurnar. Ég er hræddur um aö þaö sé hvorki borgaö né metiöeins og vert væri. Ég má til aö geta þess aö Búö- dælingar hafa stundað mjólkur- flutningana héöan að vestan meö miklum sóma siöan þeir tóku við þeim á kælitanksbilunum. Reyk- hólasveit er útvörður og enda- punktur umdæmis Mjólkursam- sölunnar i Reykjavik. Jafnan er mikiö undir útvöröunum komiö og á þaö ekki sist við hér. Ætli það þekkist viðar á landinu aö mjólkurbillinn sé látinn ryðja leiöina fyrir snjóhefil Vegageröar rikisins, eins og stundum er á Svinadal i Dölum? — Er eitthvað um félagsbú? — Þaö er á þónokkrum bæjum að tvær kynslóðir búa i félagi, en formið er mismunandi fastmótaö. Nokkuö er um annarskonar félagsbú, aö systur einvörðungu eða systkini búi félagsbúi. — Stunda bændur einhverjar aukabúgreinar? — Þær geta varla talist og mér er ekki kunnugt um að neinn hugsi til lobdýraræktar, svo dæmi sé nefnt. Hinsvegar eru alveg ótrúlega margir, sem vinna ein- hverskonar aukavinnu meö bú- skapnum. A sumum jörðum — og þeim ekki fáum — mætti tala um hjáverkabúskap. Helst er þá staðan sú, aö konan býr i rauninni og það á skattframtalinu. En hér eru reyndar aukabú- greinar þar sem er æöarvarpið og þangtekjan. Mér telst til að ein 17 eða 18 heimili hér i sveit hafi ein- hverskonar tekjur af dúnhirð- ingu, raunar æriö mismiklar. Æðarvarpiö eykst sumsstaöar og hefur færst á land. Menn geta sér til um skýringar á þvi. All- nokkur áhugi er á þvi aö hlúa aö varpinu og sinna þvi, enda mikið i aöra hönd, ef vel lánast. Félagiö Æðarvé nær yfir Dalasýslu og Austur-Baröastrandarsýslu. Fél- agsmenn skattleggja sjálfa sig til aö geta verðlaunað svart- baksdráp og borga margföld verölaun samanborið viö verð- laun rikisins. Fiskirækt i ánum i innsveitinni hefur reynst torsótt og borið sára- litinn árangur. Sveiflast sitt á hvað — Hve mörg býli eru I sveit- inni? — Nú eru heimili á Reykhólum sem næst 25 en fyrir 1930 voru Reykhólar eitt af 30 lögbýlum i sveitinni. Af þeim 30 bújöröum, sem þá voru, eru nú 9 alveg i eyði. Samt er nú búiö á 26 býlum. Þvi valda nýbýlin sem hafa risiö eftir 1930. Ekki er sagan öll sögö enn, þvi 4 nýbýli hafa lagstniður aftur. Eru þó ekki nærri allar sveiflur taldar, sem hafa orðiö á búsetu i sveitinni, tvi- og þribýlin á ýms- um timum og sum enn þann dag i dag. — Hve margir eru ibúar sveitarinnar, fækkar þeim eöa fjölgar, helst kannski i horfinu? — Fólki hefur ýmist fækkað eöa fjölgað. Stuttu fyrir miöja öldina voru hér nær 250 manns. Fækkað niöur undir 190 næst áður en Þör- ungavinnslunnar fór að gæta. Hefur fjölgað i 225 1. des. 1979. — Er eitthvað um byggingar og ræktun? — Nýrækt er næsta óveruleg seinustu árin. Þegar frá eru taldar flatgryf jurnar sem um var getið er litið um útihúsabygg- ingar. Fjósiö brann i Mýrartungu i haust og var byggt nýtt og stærra i staöinn. Framkvæmdir, félagslíf og skólamál — Hvaö um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins? — Búiö er aö hrinda i fram- kvæmd helstu áformum um skólabyggingu. Hitaveita er komin á Reykhólum, vatns- og skolplagnir og óumflýjanleg vegagerð þar. Búiö er aö kanna hug hreppsnefndar til hugmyndar ^ um athvarf fyrir aldrað fólk, hvort ætti að koma þvi upp á Reykhólum. Er þar brýnt verk- efni en ekki þori ég að spá hve langt þaö á i land. En skilyröin eru allgóð og þörfin næsta brýn. Liklega yrði aö koma til samstill- ing allra krafta eins og i Kópa- vogi. — Hvað viltu segja um félags- lifiö? — Þaö er þónokkur strjálingur af mannamótum allt i allt, en ekki mikil reisn yfir félagslifinu á þessari sjónvarpsöld. Þó er margt sér til gamans gert, bæbi á sumri og vetri og sumir leggja talsvert á sig til aö halda i horf- inu. Stundum tekst vel til og ágætlega, miöaö við fámennið, en stundum ber lika dökka skugga yfir þegar Bakkus ber við himin. — Hvernig háttar um skólamál hjá ykkur? — Grunnskólinn á Reykhólum er fullbyggður að kalla. Þó þyrfti fleiri ibúöir fyrir kennara. Skól- inn er nú fyrir þrjá hreppa. Fyrstu árin eru börnin i Gufu- dalssveit og Geiradal i skóla heimafyrir. Kennarar viö skólann eru 6 auk stundakennara. Skóla- stjóri siðan i haust er Unnar Þór Böövarsson, sem var á Birkimel undanfarið. — Hvernig eruð þið settir meö samgöngur? — Þar er nú fljótt yfir sögu að fara. Vestfjaröaleið heldur uppi áætlunarferðum tvisvar i viku milli Reykjavikur og Króks- fjaröarness, á þriðjudögum þegar vegurinn er ruddur og á föstu- dögum þegar forsjónin hefur alveg frjálsar hendur um færöina og veðrið. Áætlunarflug að Reykhólum er alveg úr sögunni en þó mun vera hægt aö fá flugvél til aö millilenda einu sinni i viku, ef pantab er fyrirfram. Farþega-,,markaður- inn” er alltof litill til skiptanna millibila og flugvéla. Og ékki ein- asta það. Fjöldi fólks ferðast á og með einkabilum áriö um kring svo sérleyfisbilarnir veröa hart úti þótt þeir hafi póstflutningana. Versti gallinn viö sérleyfisferðir Vestfjaröaleiöar er sá, aö þeir skuli ekki fara alla leiö aö Reyk- hólum þann timaársins, sem ekki er fært til Isafjaröar. Siminn i Reykhólasveit er Æöarvarp eykst i Reykhólasveitinni. „Mér telst til aö ein 17-18 heimili i sveitinni hafi einhverskonar tekjur af dúnhiröingu", segir Játvaröur Jökull. mhg ræðir við Játvarð Jökul Júlíusson í Miðjanesi í Reykhólasveit um mannlífið þar vestra - heldur veikur fyrir og bilar oft. Hér er gamall sveitasimi og enn á loftlinum viöasthvar. Þegar lin- unum slær saman veröur allt einn hrærigrautur. Þegar þær slitna slær á dauðaþögn. Huldulinurnar eru svo enn ein sagan og þær hafa ekki gott orö á sér og sist meöal simamanna sjálfra. Rafmagnið er á könnu Orkubús Vestfjaröa og Orkubúið er i úlfa- kreppu þrátt fyrir Vesturllnu. Viö erum i sérhólfi meö Stranda- mönnum. Má segja um Orkubúið að viöa standi fé þess fótum. Annaö mál er hve traustum. Yfir- stjórnin er auðvitað á tsafiröi. Svo er undirdeild á Hólmavik og loks útibú þeirrar undirdeildar hér. Það er spottakorn abfaraef Hólmvikingar þurfa hingaö i vetrarfæri. Þegar best lætur má komast um Laxárdalsheiöi. Annars getur þurft suöur Holta- vörðuheiði. I vetur skemmdist rafmagnsleiðslan mikiö vegna saltstorku og þá sýndu aðstæö- urnar sig illiiega. En ég ætla ekki að halda fyrirlestur um Orkubúiö. Þeir þar gera efalitð eins og þeir geta. Læknisþj ónustan — Hvernig er að ykkur búiö meö læknisþjónustu i Reykhóla- sveit? — Þrir hreppir i Austur-Barða- strandarsýslu voru skikkaðir i umdæmi H-2 i Búðardal og Reyk- hólalæknishérað var lagt niöur. Hrepparnir eru búnir aö koma upp svonefndri heilsugæslustöð i Búðardal i 100—180 km. fjarlægð. Þar eru tveir læknar aö öllum jafnaöi svo þar verður tæpast læknislaust. Aörar greinar læknisþjónustunnar eu þessar i stuttu máli: Læknir kemur vikulega að Reykhólum, ,,á stofu” og er svo- sem hálfan dag. Héraöshjúkr- unarkona er hér fyrir vestan Gils- fjörö (i Garpsdal) og hún hefur yfirumsjón meö apóteki á Reyk- hólum og vinnur með lækninum þar i hvert sinn. Ég vil ekkert vera aö skafa utan af þvi en leyfa mér aö segja, að væri hjúkrunar- konan hér ekki þá væri fyrir- komulagiö illþolandi til lengdar. Lengi fram eftir öldinni voru héraðslæknar eins og hverjir aðrir menn meö mönnum, ná- grannar, vinir og góökunningjar, þátttakendur i flestum mann- legum samskiptum, leiötogar eða liösmenn góöir. Læknar á hest- baki voru virkt afl i sveitamenn- ingunni. Aöra sögu er aö segja af vakta- læknum á heilsugæslustöbum nú- oröið. Manni flýgur stundum i hug, aö þeir séu stöðluö eintök frá einhverri sérhæföri færibanda- framleiöslu. Þeim rétt bregöur fyrir sem parti af sjúkrabil, kannski i 10 minútur eöa kortér. Mergurinn málsins meö þessa blessaða drengi er sá, aö viðstaöa þeirra hvers og eins i umdæm- unum er svo stutt að hvorki eru þeir almennilega búnir að finna sjálfa sig eöa fólkið i héruöunum áöur en þeir eru foknir á ný út i veður og vind einhvers framapots innanlands ef ekki utan. (Framh. siöar). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.