Þjóðviljinn - 17.03.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. mars 1981. Jómfrúrœða Þórðar Skúlasonar á Alþingi: Nauðsynleg þjónustustarf- semi verði flutt heim í hérað Leggur til ad á Hvammstanga verdi starfrækt umboðsskrifstofa frá sýslumannsembættinu á Blönduósi Þórður Skúlason sem setið hefur á þingi sem varamaður fyrir Ragn- ar Arnalds flutti jómfrú- ræðu sina sem þingmað- ur i siðustu viku. Mælti hann fyrir tillögu um bætta þjónustu við ibúa Vestur-Húnavatnssýslu. Ræða Þórðar fer hér að meginefni á eftir: „Herra forseti. A þingskjali 473 leyfi ég mér aö flytja tillögu til þingsályktunar um bætta opin- bera þjónustu viö ibúa Vestur- Húnavatnssýslu. Tillögugreinin hljóöar svo meö leyfi hæstvirts forseta: „Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö vinna aö þvi aö á Hvammstanga veröi starfrækt umboösskrifstofa frá sýslu- mannsembættinu á Blönduósi, þar sem m.a. veröi skrifstofuhald sýslusjóös og sjúkrasamlags Vestur-Húnavatnssýslu, umboö Tryggingastofnunar rikisins, inn- heimta þinggjalda og veömála- bækur.” Skipting Húnavatnssýslu Ariö 1907 er Húnavatnssýslu skipt i Austur- og Vestur-Húna- vatnssýslu. Astæöa þeirrar skipt- ingar hefur eflaust veriö sú aö ibúunum og löggjafanum hefur veriö ljóst aö landfræðilegar ástæöur og miklar vegalengdir kæmu i veg fyrir aö ibúar Húna- vatnssýslu, óskptrar, gætu mynd- aö eina félagslega heild. Þaö er fyrir löngu ljóst, aö þessi skipting Húnavatnssýslu i tvær sýslur var skynsamleg ákvöröun og tekin á réttum tima. Þaö er engin tilvilj- un aö sýslunefndir Húnavatns- sýslna hafa löngum veriö starfs- samari og tekiö aö sér fleiri og stærri verkefni heldur en aörar sýslunefndir. En þaö er fyrst og fremst þvi að þakka að sýslu- skiptingin var á sinum tima löguð aö héraöslegum þjónustusvæöum og byggö upp i kringum verslun- arstaöi.sem eru þannig i sveit settir aö allir ibúar sýslnanna eiga auövelt meö að sækja þang- aö alla daglega þjónustu. Hvammstangi er verslunar- og þjónustumiðstöö Vestur-Húna- vatnssýslu. Hann byrjar aö byggjast um líkt leyti, eöa litlu áöur en Húnavatnssýslu er skipt, en áöur höföu ibúarnir sótt versl- un um langan veg, ma. tilBlöndu- óss'. og Borðeyrar. Þegar eftir sýsluskiptin hófu ibúar sýslunn- ar, bæöi i gegnum sýslunefnd og i frjálsu félagsstarfi, uppbyggingu verslunar og alhliða þjónustu á Hvammstanga. Allar götur siöan hefur sú þróun haldiö áfram. A Hvammstanga er vöruhöfn fyrirVestur-Húnavatnssýslu. Þar er skipað upp þungavöru sem dreifist um alla sýsluna, og þaðan eru fluttar iandbúnaðar- og sjávarafuröir. Kaupféiag Vestur- Húnavatnssýslu rekur þar versl- un og sláturhús og kjötvinnslu, og mjólkursamlag, trésmiðju og bakarí i samvinnu við aðra. Þar er verslun Sigurðar Pálmasonar h/f, gamalgróiö verslunarfyrir- þingsjá tæki er kaupir og selur afuröir bænda úr sýslunni allri og rekur sláturhús. Þar er bátaútgerö og vinnsla sjávarafla fer þar ört vaxandi. Allar stofnanir sýslu- sjóös Vestur-Húnavatnssýslu eru á Hvammstanga. Eins er þar Sparisjóður Vestur-Húnavatns- sýsluog Sjúkrahús Hvammstanga, sem einnig er elliheimili. Þar eru nú samtals um 35 rúm og i tengslum við þaö er rekin tveggja lækna heilsu- gæslustöð. Þá eru flestir hreppar sýslunnar nú aö byggja saman á Hvammstanga átta ibúöir fyrir aldraöa. Bæjarhreppuri Stranda- sýslu er einnig aðili aö þessu samstarfi, en Bæhreppingar hafa um langan tima sótt læknisþjón- ustu til Hvammstanga og verið i Hvammstangalæknishéraði. Að visu var Bæjarhreppur fluttur undir Hólmavikurumdæmi sam- kvæmt lögum um heilbrigöis- Björgunarnet Markúsar: Alþingi vill kanna notagildi þeirra Alþingi samþykkti i siðustu viku tillögu frá Helga Seljan um aö skora á rikisstjórnina aö láta kanna notagildi björgunarnets Markúsar B. Þorgeirssonar með það fyrir augum, að séu þetta talin nauösynleg öryggis- tæki, þá skuli um þaö sett ákvæöi i reglugerö um öryggis- mál, aö skip skuli búin þessum netum svo og aö þau séu tiltæk á hafnarsvæöum. Þá gerir samþykktin ráö fyrir aö leitaö veröi umsagnar hags- munaaöila, svo sem Farmanna- og f iskim annasam ban ds ‘fPg* íslands, tslands, Sjómannasambands Landssambands útvegsmanna og farmskipaeig- enda. —þ Tillaga sjávarútvegsráöherra: Skarkolaveiðar verði leyfðar í Faxaflóa Steingrímur Hermanns- son mælti á miðvikudag fyrir frumvarpi sem hann flytur um leyfi til drag- nótaveiða í Faxaflóa. Gert er ráð fyrir að leyfið sé bundið við veiðar á skar- kola. Þá er gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnunin geri tillögutil ráðherra um skipulag þeirra veiða m.a. um aflamagn, veiðitíma, veiðisvæði og f jölda veittra leyfa. Frumvarpiö er ekki flutt sem stjórnarfrumvarp þar sem ekki er samstaöa um þaö I rikisstjórn. í umræöum um máliö lýsti dóms- málaráöherra þeirri skoöun sinni aö mörg og mikilvæg rök mæltu gegn tillögu Steingrims. Garðar Sigurðsson lýsti stuöningi viö frumvarpiö og sagöi mikilvægt aö breyta reglum til aö stuöla aö aukinni veiöi á fiskiteg- undum eins og kola er væri van- nýttur. Matthias Bjarnason lýsti einnig stuðningi viö frumvarpiö nema aö þvi leyti aö hann taldi ekki rétt aö Hafrannsóknastofnun geröi tillögu um fjölda leyfa þvi slikt ætti aö vera á vegum stjórn- valda. —þ þjónustu frá 1978. Þaö var gert aö Bæhreppingum forspurðum, og i algerri óþökk þeirra og þvi vil ég beina til háttvirtra þingmanna aö þessu þarf að breyta. A siðustu árum hefur veriö komiö á fót lög- gæslu og viðgeröarþjónustu fyrir Sima og Rafmagnsveitu rikisins sem þjónar sýslunni allri. Varla þarf aö taka þaö fram að á Hvammstanga er auövitað fyrir hendi margskonar þjónusta önn- ur sem ekki veröur talin upp hér. Þjónusta sýslumanns- embættis ekki næg Af þessu má fullljóst vera að flestir sýslubúar eiga oft erindi til Hvammstanga, og þangað vilja þeir geta sótt sem viötækasta og besta þjónustu. Þjónusta sýslu- mannsembættisins er þess vegna eina opinbera þjónustan sem sýslubúar þurfa aö hafa greiöan aögang að og ekki er fyrir hendi á Hvammstanga. Dómsvald og lög- gæsla er ekki nema hluti af þvi starfi sem unnið er við sýslu- mannsembættið. Ýmisskonar skrifstofuhald annað er stór hluti starfseminnar. Innheimta þing- gjalda, sjúkratryggingagjalda, söluskatts, launaskatts, bifreiða- gjalda, kirkju- og kiÁjugarðs- gjalda og fleiri gjalda fyrir rikis- sjóö og aöra er einn þátturinn. Skrifstofuhald sjúkrasamlags er annað, umboðsstörf fyrir Trygg- ingastofnun rikisins er sá þriöji. Ýmiskonar skráningar eru einn- ig veigamikill þáttur, þinglýsing- ar, stimplun afsala og kaup- samninga, útgáfa veöbókavott- orða og fleira þess háttar. Allt er þetta þjónusta sem þegnar lands- ins þurfa að hafa sem greiðastan aðgang að. Greiður aögangur skattgreiö- enda að innheimtustofnunum er mikilvægur bæöi fyrir innheimtu- menn og gjaldendur, m.a. vegna ákvæða um álagningu dráttar- vaxta. Greiö upplýsingamiðlun eyöir lika óþarfa tortryggni og misskilningi og stuölar ab betri innheimtu. Ekki þarf að eyða löngu máli i að útlista nauðsyn þess að fólk hafi góöan aðgang að skrifstofu sjúkrasamlags, sem sér m.a. um ýmsar endurgreiðsl- ur t.d. tannlækninga og sjúkra- flutninga. Sama er að segja um umboö Tryggingastotnunar rikisins. Ég óttast hreint og beint aö vegna erfiðleika á samskiptum viö tryggingaumboöiö, þá leiti fólk ekki bótaréttar sins. Við skulum hafa þaö i huga að hér er fyrst og fremst um fólk að ræða sem gengur ekki heilt til skógar, er óframfærið og á ekki gott með aö afla sér upplýsinga. Forsvars- menn sveitarfélaganna eiga lika mikil viöskipti við sjúkrasamlag- iö, m.a. vegna greiösluþátttöku sveitarsjóöanna. Sama er aö segja um sýslusjóð sem fjár- magnaöur er meö áiögum á sveitarsjóöina. Þá má geta þess aö nær öllum fjármunum sjúkra- samlags V-Húnavatnssýslu og sýslusjóös er ráöstafaö i Vestur- Húnavatnssýslu. Húsnædi fyrir hendi Alla þessa þjónustu þurfa ibúar V-Húnavatnssýslu aö sækja til sýslumannsembættisins á Blönduósi. Hvammstangabúar þurfa þá að aka 120 km., en þeir sem lengst eiga aö sækja um 200 km. Þess er hins vegar skylt aö geta, aö sýslumaöur hefur sýnt góðan vilja til aö bæta þjónust- una, þó innan þess ramma aö skrifstofuhaldiö veröi áfram á Blönduósi. Þannig kemur fulltrúi hans oftast einn eftirmiðdag i viku til Hvammstanga og er þá meö viðtalstima. 1 flestum tilvik- um er biöstofan viö afgreiðslu- herbergi þeirra þéttsetin og þó eru f jölmargir sem gefa sér ekki tima til aö bíöa, heldur reyna aö leysa mál sin eftir öörum leiöum. Sýslusjóður V-Húnavatnssýslu er nú að byggja 500—600 fermetra Þdrður Skúiason húsnæöi, þar sem m.a. er áætlaö aö koma upp héraösbókasafni, lögregluvaröstofu og fleira. Þaö veröur þvi strax á þessu ári hús- næðisaðstaða fyrir þá þjónustu- starfsemi, sem viö ibúar V-Húna- vatnssýslu viljum flytja inn I sýsluna,og er húsið m.a. byggt meö það fyrir augum. Auðveld- asta og fljótvirkasta leiöin til úr- bóta i þessu máli tel ég þess vegna að sé sú, sem þingsálykt- unartillagan gerir ráö fyrir, aö umboðsskrifstofa frá sýslu- mannsembættinu á Blönduósi veröi starfrækt á Hvammstanga. Loks skalá þaöbent, aö óliklegt er, að umtalsverður kostnaðar- auki hljótist af þvi aö koma skrif- stofunni á fót á Hvammstanga. Fyrst og fremst er um það að ræöa aö flytja þjónustustarf- semi, sem nú er unnin annars staöar,heim I héraö til þeirra ibúa sem hún á að þjóna. Sá kostnað- arauki er a.m.k. smávægilegur miðaö við þá hagkvæmni, er um- boðsskrifstofan heföi I för með sér fyrir ibiia V-Húnavatnssýslu og ályktun þessi miðar aö”. —Þ Tryggð réttar- staða fisk- iðnaðar■ manna Garðar Sigurðsson formaður sjávarút vegsnefndar neðri deildar Alþingis mælti í síðustu viku fyrir nefndarálitum er varða breytingar á lögum um Fiskvinnsluskóla og lögum um Framleiðslu- eftirlit sjávaraf urða. Garöar sagöi aö markmiö lagabreytinganna væri aö tryggja réttarstööu fisk- iðnaðarmann*, er þeir hafa lokiö prófi frá Fiskvinnslu- skólanum, og setja skýrari ákvæði um lokapróf, verklegt próf, svo og starfsþjálfun aö prófi loknu. Jafnframt sé meö breytingunum stefnt aö þvi aö afmarka betur en nú er gert filutverk Fiskvinnsluskólans og Framleiðslueftirlitsins varöandi námskeiöahald fyrir matsmenn svo og endur- menntun þeirra. ..Neöri deild Alþingis hefur nú samþykkt breytingarnar og er máliö komiö til umfjöll- unar efri deildar. —Þ-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.