Þjóðviljinn - 17.03.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.03.1981, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 17. mars 1981. Þriöjudagur 17. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Gat aldrei orðið rósabraut Jtín var besti smiður og verklag- inn svo af bar og Runólfur var mikill og þekktur vatnamaður. Hann var alveg séni vatnamaður. Þvi segir Þórbergur Þórðarson frá þvi, og var þá búinn að biöa tvo daga eftir að komast yfir á heimleið til Reykjavikur aö aust- an: „Þegar ég sá Runólf á þess- um fallega hesti, þá fannst mér Skeiðará minnka”. Runólfur fylgdi þeim hjónum yfir ána og þaö gekk allt vel. Einsog þú veist var nú Þórbergur talinn hund- heiðinn, en hann sagði nú samt, þegar komið var á bakkann vestanmegin: ,,Ja, guði sé lof, að við erum komin yfir”. — Þið þurftuð mikið að feröast, var það ekki. Hvert var farið i kaupstað? — Yfirleitt á Höfn, en kom fyr- ir, að farið væri vestur til Vikur. A Höfn var kaupmaöur Þórhallur Danielsson, prýðismaður og gerði ekki upp á milli rikra og fátækra. Það var eitthvað annað á Djúpa- vogi. Hjá Þórhalli keypti ég minn uppáhaldshest, jarpa hryssu á 80 „Ég hef þreifað á guös mætti, skal ég segja þér.” Hann er hundrað ára I dag: Sveinn Bjarnason, fyrrum bóndi i öræfum, siðar verkamaður viö höfnina i Reykjavik. Sprækur og hress til likama og sálar. Minnug- ur og hafsjór af fróðleik. í tilefni afmælisins geröi Þjóðviljinn Sveini heimsókn á Ljósvallagötu 32 fyrir helgina og fyrsta spurn- ingin var eðiilega, hverju hann þakkaði það að hafa náð þessum háa aldri og haldiö sér svona vel. — Guði, fyrst og fremst. Og ég hef þreifað á guðs mætti, skal ég segja þér. Það var einu sinni að ég var að veiða fugl i Ingólfshöfða og sé þá að það muni hægt að komast út að kletti einstökum, sem þar stendur, en þar var mik- iö af álku. Ég stekk og það gengur vel, hef háfinn I vinstri hendi og hef mig upp með þeirri hægri. En þaö bilar þá haldið I klettabrún- inni þegar til átti að taka og nú ekki annað fyrir mér en fara beint i sjóinn. En einhvernveginn snýst ég við og kem kylliflatur á bakið á klöppina. Menn sem horfðu á úr „Sumar voru skágengar og stirðar, svo ómögulegt var að stýra þeim.” alla mennina. Lengst átti hún pabba, 111 ár. Hann dó þegar ég var 10 dra. Ég var elstur af sjö. Við vorum 5 albræður, einn hálf- bróðir og ein hálfsystir. Nú erum við aðeins tveir eftir á lífi, ég og Guðmundur bróðir minn, sem býr i sama húsi og er 92 ára. Tveir aðrir komust yfir nirætt. Við bjuggum að Hofi þar til ég var 19 ára, fluttum þá að Fagur- hólsmýri og þar var ég i 20 ár, en þá fluttum viö i Skaftafell, og þar var ég önnur 20. Við höfðum jarðabýtti þegar við fluttum að Mýri, jörðin á Hofi var svo litil. En hin var litlu betri, að visu voru þar slægjur ntígar, en beitin var engin. Við vorum lengi saman, systkinin, og gekk furöulega að komast i sæmileg efni. Þegar við komum að Mýri áttum við 22 ær og 12 sauði, en þegar við fórum áttum viö um 200 fjár og 111 sauði. En það var ekki Mýri að þakka, heldur góöum nágrönn- um. Við fengum aö láta ærnar ganga i Neslandi og sauðina i „Dýrðlegt var að fá brýrnar, simann, útvarpið og blessað raf- magnið.” á þessum tima sem varla gátu kltírað nafnið sitt. — Nei, skóli. Ég fór aldrei I sktíla. Vist langaði mig til þess, þótt ég hefði e.t.v. ekki haft hæfi- leika til þess. Helst hefði ég viljað lesa guðfræði eða sögu. En það kom ekki til mála á þessum tima og þau voru svo fátæk, foreldrar minir. Þegar séra Ólafur kom, þá kom hann með 5 nýjar bækur með sér. Það voru nýir sálmar, og mér þótti merkÚegt að sjá þessar bækur. Ég man eftir, að þegar séra ólafur kom þá var alveg hörmung aö heyra sönginn, en þaö gjörbreyttist eftir að hann kom. Hreppsstjórinn var forsöngv- ari, en þegar hann hætti, var ég gerður að forsöngvara og var það uppundir 20 ár og lika meðhjálp- ari um tima. Ég hafðialla tið yndi af tónlist og söng. Einu sinni kom séra Hallgrim- ur biskup að sunnan og með hon- um Friðrik sonur hans, þá nýbak- aður prestur. Hallgrimur var aö segiég. — ,,JU það verður kominn snjór”, segir hann. Jæja, þegar ég er að spretta af hjá Vagnsstöðum i Borgarhöfn þá fer að moka niður og drifa með austan golu, hægri.og þegar ég er kominn austur i Smyrla- bjargarfót sé ég ekki orðið fram- fyrir fæturna á mér. Þarna er áin Kolgrima, og ég var hálfsmeykur við hana í svona veðri, svo ég fer að Skálafelli og gisti, en þar er brúarræfill á Kolgrimu. Morgun- inn eftir er kominn snjór i hné, en hann minnkar svo eftir þvi sem austar dregur og austur i Nesjum var svotil alveg autt. Frá Skála- felli hélt ég austur að Þinganesi og gisti þar, en þar var Jón bróö- ir minn þá vinnumaður, og hann kemur siðan með mér að Höfn. Við tökum vörurnar og á heimleið fer ég ofarlega og kem að Stóra- bóli. Ég var þarna ókunnugur og spyr hvort hættur séu þar i kring. Nú, ég kemst siðan upp á veginn og held að Hólmi, þar sem bjó Gisli hreppstjóri frændi minn, og gisti hjá honum. Þaöan held ég landi héldu mig annaðhvort bein- brotinn eða dauðan en ég var þá óbrotinn og háfurinn við hliö mér, óbrotinn lika. Þetta var krafta- verk guðs. Siðan kemst ég upp aftur á öðrum stað, hef þarna 36 álkur, en þá var farið að flæða og ég mátti koma mér heim. — Er þaö eitthvaö sérstakt sem þú hefur borðaö sem þú þakkar þessa góöu heilsu um æv- ina? — Það er þá helst fuglinn úr Höfðanum. Ég held aö við bræöur höf- um oröiö hraustir af honum. Ég fór að veiða þar fyrir alvöru 16 ára; þetta var flnn matur, fuglinn og nýmeti. Við drukkum lika alltaf mikla mjólk, saltkjöt höfð- um við, en litinn fisk nema það sem keypt var, þurrkaðan salt- fisk frá Höfn eða Vestmannaeyj- um. — Hvaö boröaröu núna? — Mest brauð með miklu smjöri og svo súrmjólk eða skyr með rjómablandi. Er oröinn litið fyrir kjöt. Og brennivin hef ég drukkiö um ævina, en i hófi. Mér þykir það gott, en hef aldrei drukkið mig útúr. Hef fengið marga flösku hér heima, en úti á götu hef ég aldrei drukkiö! Sveinn er fæddur á Hofi i öræf- um, rétt við kirkjudyrnar, segir hann, þetta voru örfá spor útaö kirkjunni. Faðir hans var Bjarni Jónsson og móöirin Þuriður Runtílfsdtíttir, ættuö úr Vestur- Skaftafellssýslu. — Það er með fyrstu minning- um minum, þegar Hofskirkja var byggð, segir hann. Þar var yfir- smiður Páll snikkari Pálsson, sonur séra Páls i Hörgsdal. Mað- ur var alltaf að sniglast þarna I kring og þeir gáfu mér spýtur i hús og sitthvað annað. Missti þrjá eiginmenn Móðir min var þrigift og missti Hnappavallalandi. I Skaftafelli bjuggum við i Selinu. — Har var best aö búa af þess- um stöðum? — 1 raun og veru i Skaftafelli ef samkomulagið milli bæjanna hefði verið eins og þaö átti að vera. Þetta voru smáolnbogaskot stundum og þurfti að fara vel að þeim Böltabræðrum, einkum Oddi Magnússyni, sem öllu réð . Þetta var meira og minna skylt, fólkiö I sveitinni. Sumt vildi bara ekki eiga nema helst systkinabörn við sig. Það var komið rótgróið heilsuleysi i sum- ar ættirnar. Enginn skóli — Hvernig var meö skóla? Hvar lærðuö þiö? — O, blessaður vertu. Þarna var enginn skóli. Það var kennt heima og svo fylgdist presturinn með. Fyrsti presturinn sem ég man eftir var séra Sveinn Eiriks- son, en kona hans, Sigriöur, var dóttir Bjarna amtmanns. Það var nú að byrja um þetta leyti far- skóli að nafninu til, en ég komst aldrei i hann. Að lesa lærði ég mest sjálfur'. Amma min sýndi mér stafina og svo kom hitt fljótt af siálfu sér. Séra Sveinn var 10 ár i Sandfelli, ég var 7 ára þegar séra Ólafur Magnússon tók við. Hann kom i húsvitjun að kanna kunnáttuna og náði i bók óg lét mig lesa. Ég las allt reiprenn- andi. „Hvað, þú kannt þetta, strák- ur,” segir hann og flettir upp ann- arsstaðar. En ég les það lika. „Nú, ekki kanntu bókina alla,” segir hann. „Þú hlýtur að lesa”. Ég var þá 8 ára og hann kenndi mér að skrifa. Hélt utanum hönd- ina á mér og stýrði. Svo átti ég að æfa mig. Þaö voru sniðnar bækur meö forskrift, en ég skrifaði aldrei nema illa, bræður minir voru betri. Fööurbræður minir gátu allir skrifað, enda prýðis- greindir menn, en það voru sumir spyrja unglingana og séra Ólafur kemur og spyr mig, hvort ég vil ji ekki hitta biskup. Ég sagði nú, að ég væri orðinn fimmtán svo ekki þyrfti að spyrja mig. En hann vildi þetta endilega. Það var svo létt sem hann spurði um, sem bet- ur fer, að ég gat svarað öllu. Ég man alltaf, hvaö hann var tignar- legur maður, Hallgrimur Sveins- son, ekki hár, en með fallegar, sterkar herðar. Faðir hans var lika sterkur, talinn þriggja marka maður að kröftum. Gamla fólkið svangt — Var nóg að borða hjá ykkur I uppvextinum? — Það var nú stundum af skornum skammti. Ég man þó aldrei eftir sulti meðan faðir minn lifði, og þeir ekki, yngri bræður minir, en i 3—4 ár eftir að hann dó var litiö til. Þessi visa eftirGuðmund Guðmundsson lýs- ir þvi vel, hvernig oft var þá: Oft var ég þá svangur og oft á höndum kalt, og þaö var þungur gangur, er þrumdi éliö svalt, aö hirða um fé og fjós og hátta úti I horni viö hálfdimmt grútarljós. En mér var nú aldrei kalt. Móö- irmin var myndarkona i höndun- um og sá um að viö ættum alltaf heila og góöa sokka og vettlinga að setja á okkur. Viö áttum bjargálna og góða foreldra, sem fóru vel með pabba sinn og mömmu og hugsuðu vel um þau. En það var hörmulegt hvernig sumu gömlu fólki leið. — Það var i sömu tötrunum ár út og ár inn og það var oft sársvangt. — Þiö hafiö liklega fengiö aö taka til hendinni, bræöurnir, eftir aö þiö misstuö fööurinn? — Ojú, það var oft mikið aö gera, ekki sist fyrir þessa þrjá elstu bræöur; mig, Jón og Runólf. krónur 1922. Þetta var önnur fallegasta hryssan á landinu og ég nefndi hana Brönu eftir tröll- konunni I sögunni. Kaupstaðarferð Ég get reyndar sagt þér sögu af erfiöri kaupstaöarferð sem ég fór. Ég var þá svona 27 ára gam- all, þetta var skömmu eftir hátið- arnar og viö áttum geymda tvo hestburðiaf matvöru á Höfn. Nú, ég fer af stað snemma morguns, þaö var gott veöur, en veikt frost, svo það varð að fara utar- lega á vötnunum. Ég kem að Reynivöllum og fæ þar góðar móttökur Þorsteins Árnasonar, en brdðir hans Björn segir viö mig: „Það veröur komið annað veöur á morgun. Það er þannig hringur kringum sólina”. „Bless- aður, Björn, segðu ekki þetta”, En ég er sáttur við lífið, segir Sveinn Bjarnason, sem er 100 ára í dag, hefur riðið vötn og bjargað strandmönnum, baslað í búskap og þrælað á eyrinni, en aldrei gifst..... áfram snemma morguns, en þeg- ar kemur I Suðursveit fer heldur að þyngja og snjórinn að vaxa. Skarphéðinn á Vagnsstöðum kemur i' veg fyrir mig og biður fyrir bréf, — þá var nú stundum verið að spara póstburðargjöldin, — og um kvöldið kemst ég út að Reynivöllum og gisti þar. Þor- steinn gengur með mér út i hól- ana, segist óttast aö nú sé mikill snjór á sandinum. Ég held áfram og fer nú utarlega, beint útá fjöru og vestur fjöruna að Jökulsá, vissi að þaö var skarð i öldunni yst við jökulbrúnina og ætla aö reyna þar. En þegar ég kem útá Nýgræðinga er allt stopp og ég kemst ekki lengra. Þar er hörð skel ofaná snjónum og hann brjóstdjúpur. Ég er nú á báðum áttum, hvaö á að gera, — á ég að fara að snúa við og fara i Suöur- sveitina aftur? Fer útá Nýgræð- inga, en þarna renna öll vötn á Breiðamerkursandi I einn ós. Og ég er þá svo stálheppinn, að það er bláfjara og dálitil skör. Ég var ekki hræddur við vatniö, en ég var hræddur um að þarna væri kannski sökkvandi bleyta. Nú, ég fer útí og kanna botninn og fer yf- ir og náði vatnið þá I axlir. Svo sný ég til baka og ætla yfir með hestana. Ég var með þau Toppu og Skol. Nú, Toppa fer strax niður skörina, en Skolur spyrnir á móti ög vill ekki úti. Ég teymi hann að, og ýti svo af öllum kröftum, hrindi honum niöurfyrir og læt klifin á hann. Þau voru hnýtt saman og þaö var rétt að ég gæti látið bæði uppá i einu. Þarna var svo djúpt, að það rann yfir lend- arnar á hestunum. Ég óð á undan þeim og það get ég sagt þér, svo feginn var ég þegar viö komum útá fjöruna aftur, að mér fannst ég bara vera kominn heim. Það vildi mér til, hvað veðrið var gott og blæjalogn. Ég fer úr jakkanum og vind úr honum mestu bleytuna og fer svo af stað með saraa. Þarna var greitt og hart undir fótinn útað öldunni, en siðan fæ ég slæmt að Hnappavöll- um, en þangað þurfti ég að fara að skila bréfinu til þeirra Hjá- leigubræðra. Þeir vildu að ég gisti, en ég tek það ekki i mál og fer mina leiðheim. En um kvöldið kemur jíósturinn að vestan og þegar honum er sagt, að sandur- inn sé bráðófær, og hann verði að fara fjöruna, er ég beðinn að fara með, nýkominn heim. Ekki var mér um það, en læt til leiðast, en segi honum, að ég fari þá gang- andi, hestana taki ég ekki aftur. Við komum svo i ósinn og ég hjálpa honum yfir. Þarna sást enn brautin min og hann fer hana, en ég labbaði heim og var kominn klukkan að ganga fjögur eftir há- degið. Hálf var þetta nú lúalegt eftir hina ferðina. — En það var ekki nóg með að þið hjálpuðuð innlendum ferða- mönnum. Lentirðu ekki lika stundum i björgunarstörfum við strönduð skip? — Ojú. Það var nú oftar en einu sinni. Ég get sagt þér sögu af strandi, sem mér er minnisstætt. Það var austur á Bakkafjöru, að þar strandaði þýskur togari. Það var stórrosi i sjónum, útsynnings- frassi og flæddi hérumbil uppá hákamb, en fjaraði svo langt út á milli, að það var nærri þurrt út að togaranum. Mennirnir um borð voru alveg trylltir, og hreppstjór- inn spyr: „Vill enginn fara út að skipi og reyna að ná.-i tóg frá þeim?” „Ég get reynt”, segi ég. Hreppst jórinn kemur með streng og ég segi mönnum að fara sitt á hvorn endann og reyna vel á hann fyrst. Svo tek ég strenginn og stekk i sprettinum og kemst út að strandinu. Þeir henda strax til min spotta, en miðuðu ekki rétt og ég næ honum ekki I fyrstu lotu, en i annarri. En um leið riður ólgan yfir, og ég I kaf, en komst svo á strengnum i' land. Siðan var tog- ast á og komið með sterkari linu þangað til þeir gátu farið á henni, hangið neðan I og komist þannig i land. Kokkurinn fórst Þetta gekk nú misjafnlega, þeir slitnuðu af, en voru þá komnir það nálægt landi, að við gátum hjálpað þeim. Það voru fjórir við aö taka mennina af; Guðmundur brtíðir minn, Sigurður Árnason, Gisli Bjarnason og Þorsteinn yngri í Hjáleigunni. Mennirnir skulfu, en þeirkomust allir i land, þangað til eftir voru einir um borð skipstjórinn og kokkurinn, en hann var svo feitur, að það var eiginlega auðséð að hann mundi ekki komast.Og skipstjórinn hefði átt að láta hann vera eftir um borð og við hefðum svo náð hon- um daginn eftir. En skipstjórinn skipaði honum út á linuna og þarna hangir þessi vesalingur þangað til hann missti takið og sjtírinn tók hann. Svo kom skip- stjórinn sjálfur, hann var ungur maður, 26ára og hinn rösklegasti. Hann var rétt kominn að landi þegar hann varð uppgefinn og slitnaði af. Hæg alda skolaði hon- um út, en siöan aftur inn og þá náðum við honum. Það var auð- séð, að hann átti ekki að deyja. Morguninn eftir var hægt að komast alveg að togaranum og var þá skipað upp eins og mögu- legt var hinu og öðru úr honum en nóttina eftir fór hann I blásvarta kaf og náöist ekki I neitt meira úr honum. Það strönduðu oft skip á sönd- unum og voru sum lengi að velkjast þar. Oft komust menn- imir i sæluhús i Kálfafellsmelum, ágætt hús, þar sem nóg var af teppum og mat. En stundum var ekki mannbjörg, og menn rak i fjörurnará eftir. Það var ánægju- legt þegar tókst að bjarga þeim. Lengi framsóknar- maður Hafðirðu áhuga á pólitik, Sveinn? — Ja, ég hlustaði alltaf á eld- húsdagsumræðurnar og var Framsóknarmaður nokkuð lengi, en stó6 svo alveg á sama. Ég var aldrei stifur á þessu og ég het alltaf dáðst mikið að Magnúsi Kjartanssyni. Þaö er góður maö- u-. Einu sinni kom I sveitina Arnór Sigurjónsson og var visað til þess i Hæðunum; þeir voru taldir kommúnistar. En þeir báöu okk- ur að hýsa Arnór. „Við getum þaö vel”, segi ég. — „Þið vitið, aö hann er kommúnisti”. — Mig varöar ekkert um það, það eru allir jafn velkomnir”. Ég var nú ekki heitari en það. Við lánuðum honum hest að Svinafelli og þar fékk hann annan að Hofi. Það rigndi og Arnór varð holdvotur. Þegar á fundinn kom á Hofi segir hann: „A ég að fara að segja nokkuð? Ég verð þá liklega að fara að skrifa ræðu”. Hann skrif- aði nú enga ræðu, en hann talaði og fórst það vel,kútvelti meira að segja stækustu framsóknarkon- um i hlátri. Þetta var fluggáfaöur maður. — Hvenær fluttirðu til Reykja- víkur? — Ég kem I bæinn 1945. Mamma dó 1942 og siðustu fimm árin fyrir austan var ég hjá Runólfi Jónssyni i Sandfelli, en þeirvoru þá farnirað tinast burt, bræður minir. Ég kom snemma á sumri, og bjóst ekki við góðu, hélt að ég mundi kannski ekki fá vinnu. Ftír fyrst i kaupamennsku I tvo mánuði hjá frænku minni á Melavöllum, en siðan fékk ég vinnu hjá Rikisskip þar sem unnu tveir bræður minir fyrir. Þar var ég svo i yfir 20 ár. Ekki óyndi einn dag — Það hafa Hklega verið viö- brigöi fyrir þig aö koma úr þess- ari afskekktu sveit fyrir austan? — Það er óhætt um það. Þetta var talin einhver afskekktasta sveit á landinu, eyðisandar á báða bóga, 40 km frá Hnappavöll- um austur að fyrsta bæ i næstu sveit, Reynivöllum, og 36 km frá Skaftafelli vestur að Núpsstað. Lengi vel var allt lokað, þangað til kraftaverkið skeði, að farið var að brúa vötnin. En ég fékk ekki óyndi einn ein- asta dag fyrir sunnan og sagði seinna, að ég hefði betur verið farinn fyrir lifandi löngu úr öræf- unum. — Hver fannst þér mesta breyt- ingin við aö koma suöur? — Mér fannst mest um vert aö vera alveg sjálfráöur, þurfa ekki annað en taka visst verk, taka á móti vörum, hlaða upp og af- greiða út — það varð að skipa öllu I réttar skorður, svo vörur færu á réttan stað, en þetta fannst mér létt verk. — Hvaö um félagslifið? — Ég var nú aldrei i neinu svo- leiðis hér og þetta var ekki mikið fyrir austan. Það var t.d. ekki byrjað að dansa fyrr en um alda- mót; áður var bara sungið, ætt- jarðarljóð og þessháttar, og svo var spilað. Ég var að dansa þetta þangað til 1936, þá hætti ég alveg. Það var dansað hingað og þang- að, menn lánuöu stofurnar, svo var byggt fundarhús á Hofi og það lika notað til að dansa i. Sumar voru skágengar! — Fannst þér gaman að dansa? — Já. Ég spilaði lika dálitið fyrst á harmonikku, en hætti þvi, vildi langtum heldur dansa við kvenftílkið; það er að segja, sum- ar, alveg vissar. Þær kunnu ekk- ert margar, voru stirðar og sum- ar skágengar, svo ómögulegt var að stýra þeim. — Hvaö kom til aö þú eignaðist nikkuna? — Þaö strandaði 1906 togari rétt fyrir austan Ingólfshöföa og mennirnir komust allir af. Þarna var ljtímandi laglegur piltur, á að giska 16—17 ára, og ég lánaði hon- um sokka og buxur, og svo þegar honum var farið að hitna vel, hljóp hann eftir pokanum sinum og tekur upp harmonikku, ein- falda, og segir, að ég skuli eiga hana. Hún var lengi notuð þessi harmonikka. Ég var mikið fyrir söng, dans og hljómlist. — Hvcrnig stendur á aö þú giftir þig aldrei? — Ég hefði gift mig ef ég hefði Framhgld á bls. 13 Afmælisvísa Hundrað ár til heilla hafa sporin Sveins teygst frá gullöld timans um tún og bjargflug eins. Gunnar Valdimarsson frá Teigi á dagskrá Friður kúgunar og skorts er enginn friður vegna þess að við vitum » um möguleika til saðningar og frelsis og þekkjum það samtryggða vald sem vill halda öllu í óbreyttu horfi Vald og vígbúnaður Haukur Már Haraldsson „for- maður Islensku friöarnefndar- innar” ritar grein i Þjóðviljann 10. mars sl. og fjallar þar um vig- búnaðarkapphlaup risaveldanna. Gefur hann sér þá forsendu að meður þvl aö Bandarikin og bandamenn þeirra eru betur vig- búin en Sovétrikin og fylgirlki þeirra (sem út af fyrir sig er ugg- laust laukrétt) þá stafi vigbún- aðarkapphlaupið af viðleitni Bandariskra til að auka forskot sitt, en Sovéskir séu blásaklausir þótt þeir haldi I humáttina á eftir keppinautum sinum, hvað víg- búnað snertir. Og vlgbúnaöur einn og sér sé það sem mannkynið hljóti aö hafa mestar áhyggjur af. Það er best að segja þaö strax, að inntak þessarar kenningar þekkj- um við úr ræðum þeirra Brésnefs, Krústsjofs, Stalins I 35 ár. Mér þótti rétt að hafa tilvitn- unarmerki után um kenningar- heiti greinarhöfundar „formaður tslensku friðarnefndarinnar”, og ég bið lesendur að athuga, að þetta heiti gefur hann sér sjálfur. Það er ekki hótfyndni min. Greinarhöfundur vill sem sé leggja áherslu á hlutverk sitt, og er hann að sjálfsögðu vel’að þvi kominn. Rússar eiga ekki hljóðtákn fyrir germanskt „h” i stafrófi slnu og mun hafa skapast sú venja að þeir noti sitt „g” 1 stað- inn I germönskum eiginheitum. Gott ef þeir kalla ekki Hamborg Gamborg. Af þessu skapast stundum kynlegar en þó kunnug- legar nafngiftir. Ég býst við þvi að greinarhöfundur verði að una þvi að heita hjá Rússum Gaukur en ég aftur Gjalti. Má raunar vera að þarna hitti Rússar nagl- ann á höfuðið. Það er ekki oft sem „tslenska friðarnefndin” kynnir sig opin- berlega. Hins vegar er hún ekki alveg óþekkt okkur Alþýöubanda- lagsfólki, og við höfum oröiö vör við þá áráttu hennar að reyna að koma eggjum slnum I annarra hreiður. Sá er vlst háttur gauks- ins meðal fugla. „tslenska friðarnefndin” hefur hingað til ekki veriö mikið fyrir fjölmiðlaljósin en læðst til okkar flokksmanna sumra á slö- kvöldum og boðið fyrirgreiöslu um feröalög i austurveg: Ráð- stefna I Austur-Berlin, friðarþing i Varsjá, kynnisför til Moskvu, hressingardvöl við Svartahaf. Gerið þið svo vel! Heimsfriöar- ráðið borgar. (Og svo er hvislað aö þeim sem langar I ókeypis lystireisu: Við verðum að koma Alþýðubandalaginu I tengsl við heimsfriöarhreyfinguna til að efla skilning flokksmanna á al- þjóðamálum. Það dugir ekki annað en hamla á móti Nató- ferðalögunum hans Manga Þórðar). Friðarþing I Varsjá — æ, af er sú tlö, nú eru Pólverjar vist upp- teknari af sjálfum sér en heims- friðnum (ég er aö gera friöarfor- manninum upp huganir). Vel má minnast þess aö I haust, þegar Pólverjar voru alveg friðlausir að stofna sin óháðu verkalýösfélög, þá hélt héðan utan af tslandi einn af starfsmönnum Alþýðusam- bands tslands (blaðafulltrúi ASl og ritstjóri Vinnunnar I einni og sömu persónu). Skyldi hann hafa fariöað heimsækja Pólverja til að miðla þeim af reynslu okkar I baráttu gegn fjandsamlegu rlkis- valdi og harösviruöu atvinnurek- endavaldi samspyrtu? Nei, hann sneiddi hjá garöi Pólverja, fór austar og heimsótti einmitt þá merkilegu valdhafa sem telja verkalýðsvald grannrikisins vera meiri ógnun við sinn friðarstól en allt vopnavald vesturheimsk- unnar. Erindi Islenska sendi- mannsins var að „kynna sér blaöaútgáfu verkalýðshreyf- ingarinnar I Sovétrikjunum” (haft eftir reykvisku dagblaði). Það er llklega lærdómur sem kemur hinni ábyrgu islensku verkalýðshreyfingu aö góðum notum og heldur okkur sem lengst frá pólsku upplausninni, eða hvað? Þaö var aö minnsta kosti ekki fyrr en eftir þetta sem það fréttist, að blaöstjóri Alþýðusam- bands tslands væri einnig orðinn „formaöur Islensku friðar- nefndarinnar”. Nú er það meö friðinn eins og ástina, þaö eru til þúsund aö- ferðir, eins og Ovidius benti rétti- lega á. En „formaöur tslensku friðarnefndarinnar” þekkir bara eina aöferð: samninga risa- veldanna hvors við annað. Og er mikil trú hans á orðheldni hern- aðarfursta og pólitiskra ævin- týramanna vestursins, sem hann i öðru orðinu talar svo fyrirlitlega um. En Sovétingar vita viö hverja þeir eiga að leita samninga: fremur við Nixon en við Carter, heldur við vestræna hernaðar- fursta en vib pólskan verkalýð. Var ekki Hitler eini maðurinn sem Stalln nokkru sinni treysti? Brésnef finnst kúrekinn Reagan býsna álitlegur til að gera félag við. Allar fréttir benda i þá átt. Vist má okkur standa ógn af vopnabúrum heimsins. En er ástæöa til að gera mikið veður út af þvi, hvort eyðingarmáttur risaveldanna er 15-föld heims- byggöin eöa 16-föld? Það ragar varla mikið okkur Vestfirðinga þegar svalviðrið gnýr. Vopn er vald, sist er þvi að neita. Og þaö skiptir meginmáli, ég vil segja öllu máli, hvers konar vald það er sem stendur að hverju vopnabúri. Hverjir eru hags- munir þess valds? Hver er viljinn á bakvið vopnin? Hagsmunir auðsins á aöra hliö, viljinn til valds á hina hliö — eru þetta ekki helstu kennimerki risanna? For- sendur eru sagöar óllkar en út- koman er svipuð og getum við kallaðfátæklinga E1 Saívadors og Afganistans til vitnis um þaö. Afganir ganga út i visan dauö- ann og kjósa hann heldur en að lifa undir járnuöum hæí. Pól- verjar vita ofur vel um herstyrk „vina sinna og verndara”, en ögra vaidinu eigi að siður. Það eru nefnilega til sterkari kenndir en hræðslan viö það að veröa vopnbitinn. Matur og mannréttindi, réttur til lifsbjargar og sjálfs- forræðis — þetta eru sterkustu hreyfiöfl þeirrar sögu sem skrifuö er I andstöðu viö hernaðarkerfi austurs og vesturs. Það hefur talsvert verið skrifað af þeirri sögu eftir miðbik 20. aldar, bæði hjá okkur I hinni riku Evrópu og i heimsálfum hungursins. Hér er hina sönnu friðarbaráttu að finna, þvi að friður fátæktar, kúgunar, valdleysis og skorts er nútlma- manninum enginn friöur. Það er vegna þess að við vitum um möguleika til saðningar og frelsis, og við þekkjum þaö sam- tryggða vald sem vill halda óbreyttri stöðu. Tal um andstæöur austurs og vesturs er oft á tlðum yfir- breiðsluhjal hinna samtryggöu hagsmuna. Hernaðarkerfi risa- veldanna þurfa hvort á öðru að halda til réttlætingar sér og við- halds. Sprunga I múrinn er hættu- lég. Samningar eru sjálfsagöir þótt ekki sé nema um áhrifasvæði i og afskiptaleysi af framferði valdhafa, hvors i sinum garði. Þaö er staöreynd að Kremlverjar vilja miklu heldur harðsviraða heimsvaldasinna við stjórnvölinn I Washington en linkulega stjórn- málamenn sem eru óduglegir I lögreglustjórn sins heimshluta. Það er ósegjanlegur styrkur fálk- um, bæöi austurs og vesturs, þegar þeir geta sýnt fram á for- dæmi hins aðiljans við að aga sitt óhlýöna fólk. Samningar austurs og vesturs eiga sér ekki aöeins staö á ráöstefnum, heldur einnig beinlinis i aðgerðum á borð við þær sem nú eru uppi IE1 Salvador og I Afganistan. Hver er þá hlutur dvergþjóöar á Sóley sólu fegri? Við hljótum að verjastkrumlum risanna eftir þvi sem við höfum hamingju til, og við þurfum ekki að snerta skikkju neinna „friðarhöfðingja” til að öölast trú á eigin málstað. Þjóð- frelsismálstaöur okkar nærist ekki á herfræöilegum tölum um sprengjur og vlgtól heldur á rétt- lætistilfinningu okkar sjálfra. Nú sem endranær eru Islenskir hernámsandstæöingar á milli Skyllu og Karibdýsar, og þar er vandrötuð leið eins og kviður herma. Sá andstæðingur sem viö t erum I návigi viö er ekki banda- riski herinn og stjórnendur hans heldur islenskir umboðsmenn og þjónar. Og skugginn úr austri er staöreynd. Engu fagna banda- rlsku agentarnir meir heldur en þvi, að unnt sé að spyrða okkur , hernámsandstæðinga saman við vini Brésnefs. Takist þaö, er búið að binda okkur á hagsmunaklafa hernaöarkerfanna og gera rödd okkar áhrifalausa. Þaö er liður I samtryggingu austurs og vesturs að láta dvergþjóö eins og okkur ekki komast upp með sjálfræði gagnvart risa. Þaö skilur félagi Brésnef mæta vel. Eitt af hlut- verkum „tslensku friðarnefndar- innar” er þvl einmitt þetta að læða gaukseggi inn til hernáms- andstæðinga. 12. mars 1981. Hjalti Kristgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.