Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 18% Vestur-Þjóðvetja vilja fá Hitler aftur Hatur á Gydingum, útlendingum, menntamönnum og þingræði Nýnasistar í Vestur- Þýskalandi haf a lengst af verið afgreiddir í um- ræðu með því, að þar færu fámennir hópar fá- ráðlinga, sem lítil hætta stafaði af. Nú hefur hins- vegar komið fram, að næstum því fimmti hver þegn ríkissins hefur sterkar taugar til Hitlers- tímanna og 13% kjósenda hafa mjög öfgakennd hægrisjónarmið— svo að nýfasismi hefur sannar- lega af nógum orkulind- um að ausa. Athugun þessi var gerð að frumkvæði kanslaraembættis- ins og stóð í eitt ár. Niður- stöðurnar þóttu það iskyggileg- ar að Helmut Schmidt hefur haldið skýrslu um athugun þessa leyndri mánuðum saman. Það var svo hið þekkta vikurit Spiegel sem komst yfir hana og upplýsti m.a. að 18% vestur- þýskra kjósenda teldi að það hefði verið betra að lifa undír alræði Hitlers en nú. 13% kjós- enda aðhylltist ótvirætt ýmis þau sjónarmið sem eru talin einkenna „öfgamenn til hægri”' t.a.m. eru þeir gyðingahatarar og vilja helst að sterkur „leið- togi” sé yfir þeim. Um það bil helmingur þessa fólks mælir með pólitiskum hermdarverk- um — og ætti það út af fyrir sig . að auðvelda skilning á þvi að ofbeldisverkum nýnasiskra sveita hefur fjölgað verulega i landinu á seinni misserum. Hafa ekkert lært Það er huggun harmi gegn, að aðeins um f jögur prósent yngstu kjósenda sem eru á aldrinum 18—21 árs hafa hin nýnasisku sjónarmið. En þeim mun út- breiddari eru þau i efri aldurs- flokkum, einkum hjá fólki sem komiðeryfir fimmtugt. Með þvi að það er einmitt þetta fólk sem man Hitlerstimann af eigin raun, sýnist hér komin enn ein staðfesting á þvi, að fólk lærir ekki af sögunni. Hinn dæmigerði „nýnasisti” er einmitt kominn yfir fimmtugt, mestar likur eru á þvi að hann eigi heima i smá- bæ, sem hefur 2000—5000 ibúa og þá i landinu sunnanverðu. Stríðið Bandamönnum að kennai Rannsóknin sýnir ennfremur, að þetta hægralið lætur sér gyð- ingaofsóknir Hitlers i léttu rúmi liggja, og margir eru sjálfir gyðingahatarar. Þessu fólki þykir litið til vestur-þýska hers- ins koma og telja hann litils virði i samanburði við her Hitlers. Þeim finnst áð stjórn Vestur-Þýskalands sé ekki ann- að en leikbrúða i höndum sigur- vegaranna i heimsstyrjöldinni siðari. Það fylgir sögunni, að hægrimenn þessir telja að það hafi.einmitt veriö Bandamenn t nýnasistahópunum sjálfum er mest ungt fólk, en meira en nóg er af foreldrum til að hvisla þeim orð i eyra... Meira en tiundi hver maður ját- ar á sig gyðingahatur. Aletrun á götuhorni i Köln: Burt með Gyðinga. sem neyddu Hitler til að fara i strið: það sýnir að annaðhvort er uppfræðslu i sögu gifurlega ábótavant i landinu eða þá að hér sannast enn að menn heyra alls ekki þær staðreyndir sem menn vilja ekki heyra af þvi að þær trufla þá veruleikamynd sem þeir hafa gert sér. Allt er „hinum" að kenna Þessir fjölmörgu aðdáendur Hitlers vilja að Vestur-Þýska- land eignist „einn sterkan flokk” sem geti tekið til bæna hið „óvirka þing”. Þeir telja að það fyrsta sem ný og sterk þýsk stjórn eigi að gera sé að henda i fangelsi fjórum af hverjum fimm blaðamönnum og menntamönnum! Þetta hægralið vill einnig visa úr landi farandverkamönnum, sem þeir telja stórhættulega þýsku þjóðerni. Ofan á allan fjandskap við málfrelsi, þingræði, vinstri- menn hverskonar og mennta- menn, eru hinir nýju nasistar afar gramir út i Bandarikja- menn, sem þeir telja að hafi drekkt hefðbundnum verðmæt- um Þýskalands i „kókakóla- heimsvaldastefnu og eiturlyfj- um . áb tók saman A skiltinu stendur: „Mönnum er ráðið frá þvi að baða sig á milli brimbrjóta 41 og 42, en þar er leitt fram úrgangsvatn. Það er hreinsað og undir eftirliti yfirvalda, en við teljum samt það sé betra að fara I sjóinn annarsstaðar. Með vinarkveðju. Cheminova h.f....” Þarna fannst kvikasilfur í fiski og kræklingi. Mengun í dönskum fiskafurðum Fiskveiðibann var ekki sett á fyrr en út- flutningurinn var í hættu Fyrir viku var í breska útvarpinu BBC varað við dönskum fiski: sjávarút- vegsráðuneytið hafði jafn- vel krafist innf lutnings- banns vegna kvikasilfurs- eitrunar í fiski sem veiðst hafði vestast í Limafirði og í Norðursjónum út af Harboeyrartanga. Danska stjórnin brá við skjótt og bannað fiskveiðar á þessu svæði og hefur miklar áhyggjur af því að tíðindi þessi spilli mjög fyrir orðs- tfr danskra f iskafurða. Fyrir þrem árum varð nokkur hvellur út af eitrun frá verk- smiðju sem Cheminova heitir og liggur á tanga þessum. Þaðan hafði efni sem nefnist ethyl- parathoin siast út i sjó og fannst það i hundruðum dauðra fugla á ströndinni. A sömu slóðum fund- ust og uppbelgdir dauðir fiskar. En einhvernveginn var málinu eytt með þeim hætti að ekki þótti alveg vist hvaðan eiturefnin kæmu og kom ekki til neinna ráð- stafana af hálfu yfirvalda. Sinnuleysi. Það hefur heldur ekki til þessa haft nein áhrif, að fiskimenn þar um slóðir hafa vitað af þvi að eitthvað af úrgangsefnum frá verksmiðjunni hefur siast út i sjó og liffræðinemar við Árósa- háskóla (en háskólinn er reyndar eigandi Cheminova) sendu fyrir tveim árum kæru á fyrirtækið til lögregluyfirvalda. Það er ekki fyrr en sex miljarða króna gjaldeyristekjur af út- flutningi fisks frá Danmörku eru i húfi, eftir að bresk rannsóknarstofa finnur háskalegt magn af kvikasilfri i Limafjarð- arfiski, að eitthvað er gert. Tals- maður fiskimanna i Thyborön, Kaj Rosenkvist, hefur sagt i blaðaviðtali, að fiskimenn hafi kvartað við umhverfisverndarráð og ráðuneyti yfir háskalegu um- burðarlyndi við efnaverksmiðj- una, en það hafi ekki borið árang- ur. Hver á aö borga? Erik Holst umhverfismálaráð- herra hefur látið i ljós þá skoðun að það sé ekki óeðlilegt að rikið taki þátt i þeim kostnaði sem nú verður af þvi að hreinsa upp eftir efnaverksmiðjuna — á þeim for- sendum að úrgangsgryfjur henn- ar séu „syndir fortiöarinnar” frá þeim timum þegar ýmis ákvæði gegn mengun voru ekki enn i gildi gengin. En talað er um að sótt verði um 25 miljónir króna til rik- . isins til að kosta brottflutning eit- urefna frá svæðinu. Ráðherrann visar sök á þvi, að ekki var brugð- ist við kvörtunum sem fyrr komu fram yfir eitri frá Cheminova, til staðaryfirvalda, en það sé þeirra hlutverk að meta háskann. Fiskveiðibanniö mun að sögn ekki koma hart niður á fiski- mönnum i Thyboön, þvi að niu ti- undu hluta afla sins sæki þeir miklu lengra út á Norðursjó. (Skv. Information) Verkbann sett á danska prentara Danskir blaðaútgefendur hafa itrekað ákvörðun sina um að efna til verkbanns á um 7000 prentara og stöðvast þar með útgú dag- blaða annarra en nokkurra vinstri blaða. Er þetta gert vegna þess að prentarar hafa hafnað mála- miðlunartillögu. Vilja blaðaút- gefendur og atvinnurekendasam- bandið berýnilega sýna prent urum i tvo heima til þess að aðrir viti hverju þeir eigi von á, ef þeir haldi sér ekki innan dansks kreppuramma i launamálum. Blaðaútgefendur ætla að reyna i fyrstu að senda annað starfsfólk blaða og prentsmiðja heim á at- vinnuleysisstyrki ( sem eru greiddir af rikinu að mestu), en siðan er liklegt að einnig þetta fólk lendi i verkbanninu beinlinis. Blaðamenn eiga einnig i launa- deilum við útgefendur, en til þeirra kasta kemur nokkru siðar — prentaraverkbannið gæti hins- vegar skollið á strax þann fyrsta april. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins mins Brynjólfs önfjörð Steinssonar Hulda Steinþórsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.