Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Yfir 5 þús. meðlimir lón Diðriks íþróftamaður Borgarfiarð- ar 1980 A siðasta ársþingi UMSB, sem haldið var i síðasta mánuði, var Jón Diðriksson kjörinn „iþrótta- maður Borgarfjarðar 1980.” og hlaut hann veglegan farandgrip og silfurdisk til staðfestingar sæmdarheitinu. Jón vann mörg frækileg afrek á hlaupabrautinni á síðasta ári og keppti m.a. fyrir islands höndá oiympiuleikunum i Moskvu. 1 næstu sætum i kjörinu urðu Einar Vilhjálmsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, iris Grönfeldt og Gunnar Jónsson, allt iþróttafólk i fremstu röð héríendis. .. -,n8H Dómara- námskeið Dómaranámskeiö verður haldið i Haukahúsinu Hafnarfirði 21. og 22. mars. Leiðbeinandi verður Kristbjörn Albertsson. • • Lands- flokkagbma Landsflokkaglima verður háð i iþróttahúsi Kennaraháskólans næstkomandi sunnudag og hefst hún kl 14. Fjórir flokkar munu mæta til leiks. í UMSK Ungmennasamband Kjalarnes- þings, UMSK, hélt fyrir skömmu ársþing sitt. Þar kom m.a. fram, að fjöldi félaga i sambandinu er 13 með yfir 5 þús. skráða með- iimi. A ársþinginu var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er mjög ákveðið þeirri hugmynd, að skerða þann tima sem sjónvarpið ver i iþróttaefni. •• Ljómamót 1A Ljóma-badmintonmótið sem haldið er árlega á Akranesi i meistaraflokki karla og kvenna fer fram sunnudaginn 22. mars kl. 12.00 árdegis. Mótið fer fram i iþróttahúsinu við Vesturgötu og kemur allt besta badmintonfólk landsins til keppninnar. • • Jón Diðriksson, lengst t.v. (416), i 800 m hlaupiá olympíuleikunum i Moskvu. Nokkrir þátttakenda i Biáfjallagöngunni 1980. Einn leikur verður i fallkeppni j 1. deildar handboltans i kvöld. Fram og Haukar leika og hefst viðureignin kl. 20. i iþróttahúsinu v/Strandgötu i Hafnarfirði. Með sigri i kvöld geta Hauk- arnir endanlega tryggt stöðu sina i 1. deildinni. Sigri Fram eða verði jafntefli má segja, að allt verði áfram opið i báða enda. Haukar eru með 3 stig, KR með 2 stig og Fram er með 1 stig. Staðan i fallkeppninni er nú þessi: Haukar 2110 43:42 3 KR 2020 37:37 2 Fram 2011 39:40 1 Stefán Jónsson verður örugglega i fuilri ferð með Haukunum i kvöid og vist er að hann mun ekki láta sitt eftir liggja i slag- num. Ur einu í annað íþróttir /1 íþróttirb- íþróttir L J I Umsión: Ingólfur Hannesson. V J Umsjón: Ingólfur Hannesson. / „Tittlingaskíturiiin” var litlar 7 miljónir Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, talar út um ráðningamál Jóhanns Inga Gunnarssonar í viðtali við Iþróttablaðið ■ -£g hafna svona sögusögnum alfarið” i viðtali Ingva Hrafns Jónssonar við formann HSI, Július i íþróttablaðinu er komið inná hin svokölluðu „agabrot” í B-keppn- inni í Frakklandi. Þar gerir Július hreint fyrir sinum dyrum: ,,Þú heldur þvi fram, að frá þvi að þið hélduð utan 19. febrúar og þar til að þið lékuð siðasta leikinn 28. febrúar, hafi ekki verið um vinneyslu að ræða hjá leikmönnum? — Okkur sem stóðum að ferðinni er ekki kunnugt um það, og ekkert bendir til að svona hafi verið. Ég hafna svona sögusögnum alfarið. — Tölum ekki bara ekki um vinneyslu leikmanna, en þeir fóru i bjórinn? — Ekki er mér kunnugt um það. — Það var sem sagt engum leikmanni refsað eða hann settur út úr liðinu vegna neyslu áfengra drykkja, víns eða bjórs? — Nei. — Fullyrðir þú fyrir hönd HSt að um slíkt hafi ekki verið að ræða? — Að sjálfsögðu fullyrði ég það, meðan ég veit ekki ann- að. — Ég veit, að þaö kom fyrir oftar en einu sinni, að leik- menn laumuðust út og laum- uðust heim undir morgun? — Það er ekki rétt að það hafi komið fyrir oftar en einu sinni og að þeir hafi komið heim undir morgun er heldur ekki rétt. Þetta vandamál sem ég var að tala um var á þá leið, að nokkrir leikmenn fóru i gönguferð seint um kvöld og komu flestir fljótlega heim, en þeim siðasta mætti ég sjálfur klukkan hálffjögur. — Kallar þú ekki hálffjögur um nótt, rétt fyrir leik, að koma heim undir morgun? — Jú vissulega, enda voru þeir er siðast komu heim ekki meö i leiknum um kvöldið. — Sást þú vin á þessum manni? — Nei. — Nú veit ég að eitt sinn er þú varst að fara á veitingahús með fréttamönnunum sem fylgdu liðinu, til þess að rabba við þá, að þá voru tveir leik- menn þar fyrir, en þeim var gert viðvart og þeir flýttu sér út um bakdyrnar? — Já, þetta er rétt, en hverj- ir gerðu þeim viðvart og hvers vegna? Og hver er ástæðan fyrir þvi að formanni HSl var ekki sagt frá þessu?.. — — ... Það eru til gamlar sögur af ævintýralegum ferð- um islenskra iþróttamanna og það er einu sinni svo, að menn halda lengst á lofti gömlum sögum. Ég get aðeins sagt, að við hjá HSl höfum ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu undanfarin ár. Ég er að mörgu leyti sammála Hilmari um það, að ef við treystum þess- um mönnum til að koma fram fyrir tslands hönd i heims- meistarakeppninni þá hljótum við að treysta þeim persónu- lega. — Hversu stór hópur átti þátt i þessu agabroti, sem þú kallar svo? — Það voru sex menn. — Þriðjungur landsliðsins? — Já. — Attu þessi agabrot þátt i útreiðinni sem við fengum? — Nei, mér er alveg sama hversu hátt menn hrópa um það, ég visa þvi algerlega á bug. — Ef við þá ljúkum þessum kapitula og göngum út frá þvi að aðeins hafi verið um sak- laust og vinlaust agabrot að ræða... — Ég sagði aldrei að aga- brot væru saklaus.” Bláfjallaganga 1981 Laugardaginn 11. apríl, kl. 2 eftir hádegi hefst almennings- ganga á skiðum. (Ef veður leyfir). Gengið verður frá Blá- fjöllum til Hveradala um Þrengsli. Þetta er um 16 km. leið og létt ganga. Mikill hluti leiðar- innar er undanhald. Þátttaka er öllum heimil oe til- kynnist skrifstofu Skiðafélags Reýkjavikur að Amtmannsstig 2, föstudaginn 10. april kl. 18-21, i allra siðasta lagi kl. 12, laugardag við Bláfjallaskála. Þátttökugjald er kr. 70.- og greiðist á innritunar- stað. Þeir sem þess óska geta fengiðhressingu á leiðinni og eins er framreidd heit súpa og drykkir á áfangastaö og er það innifalið i þátttökugjaldinu. Talsverður hvellur varð i heimi handboltamanna s.I. sumar, þeg- ar Ijóst var að Jóhann Ingi Gunn- arsson yrði ekki ráðinn sem landsliðsþjáifari fyrir keppnis- timabilið sem nú er senn á enda. Menn deildi þá mjög á um það hverjar launakröfur Jóhann hefði gert og hve stóran þátt þær áttu i þvi að honum var hafnað. 1 siðasta hefti Iþróttablaðsins gerir Július Hafstein, formaður HSl, grein fyrir sjónarmiðum sins sambands i fjörlegu viðtaii: Fer litill hluti þess hér á eftir: „Eftir keppnina i Danmörku var mörkuð sú stefna að ráða einn þjálfara til að sjá um liðið næstu fjögur ár og var Jóhann Ingi Gunnarsson ráðinn. Siðan gerist það i sumar vegna ágreining um laun, sem sumir vilja halda fram að hafi verið tittlingaskitur að hann hættir og Hilmar tekur við? — Það væri gleðilegt að þeir Framhald á bls. 13 V íðavangshlaupi Islands frestað Þar sem mikill klaki og snjór er enn yfir öllum túnum hefur verið ákveðið að fresta Viðavangs- hlaupi íslands sem vera átti á Selfossi n.k. laugardag til sunnu- dagsins 12. april. Þær þátttökutil- kynningar sem nú þegar hafa verið sendar inn gilda áfram en tekið verður við nýjum fram til 6. april. Alafosshlaup Umf. Afturelci- ingarsem vera átti 11. april hefur verið fært fram i staðinn og verður það haldið n.k. laugardag 21. mars og hefst kl. 14:30. Keppt verður i þremur flokkum karla og kvenna, þ.e. fædd 1968 og siðar, fædd 1965-67 og fædd 1964 og fyrr. Keppendur mæti við iþrótta- húsið að Varmá til skráningar Fram og Haukar leika í kvöld eigi siðar en kl. 14 sama dag og verður þeim ekið að upphafsstað hlaupsins. Aætlunarbifreið fer frá Umferöarmiðstöðinni kl. 13:15 og frá Hlemmi nokkrum minútum siðar. Nánari upplýsingar um .ílaupið gefur Jóhann S. Björns- ;son, simi 66377.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.