Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. mars 1981. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 k1. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Konur sem gagn- rýnendur! Hvernig er það með lesendur bjóðviljans,eru þeir alveg stein- hættir að nenna að stinga niður penna til þess að halda uppi ein- hverri umræöu i þessu blaði okkar, sem vissulega mætti vera hressilegra? Ég er til dæmis mjög hissa á þvi að eng- inn (sérstaklega kvenkynsvera) skuli hafa látið orð frá sér heyra um leikritið KONA eftir þau Darió Fo og France Rame. Að minum dómi er þar á ferð leikverk sem gefur færi á um- ræðum, sérstaklega eftir slappan og áhugalausan dóm Sverris Hólmarssonar i Þjóð- viljanum löngu eftir frumsýn- ingu Alþýðuleikhússins. Það kemur svo greinilega fram að leikdómendur, fleiri en Sverrir, hafa litinn áhuga og skilning á leikverkum sem fjalla um konur. Við fáum að heyra að vonandi sé þetta nú ekki svona slæmt hér, það sem sagt er eigi við italiu (Mbl), verkið sé skemmtilegt, en, en, en. Ég er orðin þreytt á þvi að lesa alltaf dóma eftir karlmenn hvort sem um er að ræða kvik- myndir, leikrit eða ballett. Ég er svo oft ósammála. Það er hægt að túlka list á marg- vislegan hátt og fólk sér mis- munandi hluti út úr verkum. Og konur oft annað en karlar. Ég vil beina þeim eindregnu tilmælum til Þjóðviljans að hann fái konu til aö skrifa á móti Sverri (ekki það að Sverrir er oft mjög góöur), en það er ekki hægt að ætla einum manni aö sinna öllum leiksýningum og það þrengir sjónarhornið meira en svo að við kvensur ættum að sætta okkur við það. Hvað segja aðrir lesendur um þetta? Er ekki kominn timi til að fá fjöl- breyttari skrif um listir, af hverju láta lesendur ekki frá sér heyra? Eigið þið kannski flest eftir að sjá konurnar þrjár i A1 þýðuleihúsinu? Kemur slíkt verk okkur ekki við, höfum við ekki allar sömu sögu að segja? Katrín frá Stendur til bóta Guðrún Agústsdóttir stjórnar- formaður Strætisvagna Reykja- vikur hafði samband við Lesendadálkinn vegna kvart- ana Systu úr Skipasundi i blað- inu á miðvikudag yfir að enginn strætisvagn gegni frá skipti- stöðinni á Hlemmi að Land- spitalanum, þar sem hún vinnur auk fjölmargra annarra, auk þess sem fjöldi borgarbúa á þangað erindi oft á ári. — Þetta er hárrétt hjá kon- unni, sagði Guðrún, þarna er slæmt gat i kerfinu þar sem alveg vantar tengsl milli Hlemms og spitalans. Hins- vegar vildi ég gjarnan að það kæmi fram, að góðar strætis- vagnasamgöngur eru á milli hinna fjölmörgu hverfa i Arbæ og Breiðholti og Landspitalans ogennfremur, að endurskoðun á kerfinu öllu er að hefjast sam- kvæmt samþykktstjórnar SVR i desember sl. og verða þá vonandi bætt slik göt hjá okkur ekki siður en þeim i Kópavog- inum. lesendum Hvar eru gulrætumar tólf? Aumingja Kalli kanína hefur falið gulræturnar sínar svo vandlega að hann getur ekki fundið þær. Geturðu hjálpað honum að leita og fundið 12 gulrætur í myndinni? í> Spaug Mamma: — ,,Soffía, þú mátt ekki verða reið og átt ekki að segja Ijótt. Þú ættir að tem ja þér að gef a mýkri svör." Þegar litli bróðir Soffíu tók næst upp á því að stríða henni og angra hana stundu síðar, kreppti Soffía litla hnef- ann sinn framan í hann og sagði: „Drulla". Barnahornid Söknuður um sumar I kvöld er er bandarisk sjto- varpsmynd á dagskrá kl. 22.30. Myndin ber heitiö Sökn- uður um sumar og er gerð á árinu 1973. A árunum siðari heimstyrjaldarinnar er hjóna- band konu að nafni Ellen Hailey að fara i vaskinn, en hún á bágt með að viðurkenna það. Hún vill ekki skilja við mann sinn en fer þess i stað i orlof ásamt 15 ára gamalli «sQ«. Sjónvarp Ty kl. 22.30 dóttur sinni, og vonast til að á eftir renni upp i hjónabandinu betri tið með blóm i haga. Aðalhlutverkin eru i höndum Barböru Bain, Kay Lenz og Michael Moriarty, en þýöandi er Kristmann Eiðsson. Hver verður biskup? Þeir hafa þegar valið sér kandidatana til biskupsfram- boðs, fréttamenn sjónvarps- ins, og ræöir ólafur Sigurös- son i Fréttaspegli kl. 21.20 í kvöld við þá þrjá sem honum þykja liklcgastir: Séra Arn- grím Jónsson Háteigspresta- kalli, séra Ólaf Skúlason Bú- staðaprestakalli og séra Pétur Sigurgeirsson Akureyrar- prestakalli. Þá verða tekin fyrir fram- tiðarbyggingasvæði Reykja- vikur, en gert er ráð fyrir hörðum deilum i borgarráöi i dag um þær tillögur sem fyrir liggja. Sigurður Harðarson formaður skipulagsnefndar borgarinnarogDavið Oddsson borgarfulltrúi þræta um þetta i kvöld. Leiguflug er ofarlega á baugi og mun Björn Jónsson hjá flugmálastjórn útskýra reglur þaraðlútandi og þeir Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða og Björn Theódórsson ma rkaðsstjóri Flugleiða skýra sin sjónarmið. L Sjónvarp kl. 21.20 Spánn og tran Bogi Agústsson fréttamaöur sér um erlenda hlið Frétta- spegilsins og ætlar aö fjalla um valdaránstilraunina á Spáni nýlega, en komiö er i ljós, að mun fleiri en i fyrstu vartalið voru viðriðnir málið. Verður sýnd fréttamynd úr spánska þinginu. Þá fjallar Bogi um ástand og horfur i tran og valdabar- áttuna þar, kemur einnig smávegis inná styrjöldina við Irak. 1 þessu sambandi verður sýnt örstutt viðtal sem Magn- ús Guðmundsson tók upp i sambandi við Kvennaáratugs- ráðstefnu SÞ i Kaupmanna- höfn i sumar við hjúkrunar- konu frá Iran, sem hafði frá öðru að segja en hinir opin- beru fulltrúar landsins á ráð- stefnunni. — vh Sveinn Skorri byrjar lesturinn Indriði Einarsson i kvöld Æviminningar Indriða Einarssonar t kvöld kl. 22.40 byrjar Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor að lesa æviminn- ingar Indriða Einarssonar, ,,Séð og lifaö”. Þetta verk kom fyrst út árið 1936 og var siðan endurútgefið árið 1972. Indriði Einarsson fæddist árið 1851 og lést 1939. Hann lauk prófi i hagfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla og var fyrsti háskólamenntaði Is- lendingurinn i þeirri fræði- grein. Hann starfaði sem hag- fræðingur á Islandi m.a. i fjár- máladeild stjómarráðsins frá 1904og annaðist útgáfu Lands- hagsskýrslna 1882—1911 og ritaðiallmikiðum hagfræöileg efni. Hann var einn af for- vigismönnum bindindishreyf- •Útvarp kl. 22.40 ingarinnar og var lengi stór- templar. Auk þess var Indriði einn af fmmkvöðlum islenskrar leik- ritunar. Kunnasta leikrit hans. „Nýársnóttin”, var frumsýnt árið 1871 af skóla- piltum i Reykjavik. Hann lét eftir sig allmikið af ritverkum sem ekki hafa verið prentuð m.a. þýðingar á 14 leikritum eftir Shakespeare. Auk alls þessa má geta þess að Indriði var á sinum tima einn ötulasti talsmaður fyrir stofnun Þjóð- leikhúss á Islandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.