Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. mars 1981. Sparisjóður vélstjóra AÐALFUNDUR Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Borgartúni 18, laugardaginn 21. mars n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lögð fram tillaga um breytingu á 14. gr. samþykkta fyrir Sparisjóð vélstjóra. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra föstudaginn 20. mars i af- greiðslu sparisjóðsins að Borgartúni 18, og við innganginn. Stjórnin. V eðura thugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til árs- dvalar, sem væntanlega hefst i lok júli- mánaðar 1981. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar at- hyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 15. april n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildar- stjóri áhaldadeildar Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavik. ,, Lausar stöður heilsugæslu- M læknis og tryggingalæknis Lausar eru til umsóknar tvær læknis- stöður: 1) . Staða læknis við heilsugæslustöð i Borgarspitalanum, Reykjavik. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðiviður- kenningu eða reynslu i heimilislækning- um. Um laun fer skv. launakerfi rikisstarfs- manna. 2) . Staða tryggingalæknis við Trygg- ingastofnun rikisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðiviðurkenningu eða langa starfsreynslu. Um laun fer skv. samningi Læknafélags Reykjavikur fyrir sérfræðinga. Stöðurnar veitast frá og með 1. júni n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu fyrir 20. april n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. mars 1981. • Blikkiðjan Asgarði 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 Finnbogi Hermannsson, varaþingmaöur Framsóknar: Staðfestir tilvist ^ynisamkomulags’ ’ Segir að ekki sé hœgt að taka ákvarðanir um framkvœmdir á Kefla víkurflugvelli, nema með samþykki allra aðila stjórnarsamstarfsins A fundi neðri deild&r i gær las Sighvatur Björgvinsson upp um- mæli sem hann haföi eftir Finn- boga Hermannssyni varaþing- manni Famsóknarflokksins á Vestfjörðum en þar segir Finn- bogi að fyrir hendi sé samkomu- lag n)illi stjórnarliða um að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar i rikisstjórn nema með samþykki allra aðila stjórnar- samstarfsins. Sighvatur haföi þessi ummæli eftir Finnboga i simtali viö hann á miðvikudag, en svipuð ummæli haföi Finnbogi viðhaft i Dagblaðinu sama dag. Sighvatur Björgvinsson óskaði eftir þvi aö fá að ræða þetta mál utan dagskrár i gær og beina ákveðnum spurningum um málið til Steingrims Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins. Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar sagöi að hann hefði rætt þetta við Steingrim Her- mannsson og hefði Steingrimur bent á að þetta mál hefði fengið nægilega umræðu utan dagskrár á Alþingi. Sagðist Sverrir hafa metið þessi rök sjávarútvegsráð- herra gild og þvi væri það hans á kvörðun að heimila ekki umræðu um málið utan dagskrár nú. Hér á eftir fara ummæli Finn- boga Hermannssonar i sima við Sighvat Björgvinsson á miöviku- dag. Finnbogi hefur staðfest þessi ummæli: „Frétt Dagblaðsins um sam- komulag stjórnarflokkanna hefur verið lesin fyrir mig. Ég staðfesti, að allt, sem þar er eftir mér haft, er rétt eftir haft. Ástæðan fyrir þvi, að ég skýrði frá samkomulaginu sem gert var milli oddvita hinna þriggja aðila rikisstjórnarsamstarfsins er sú að ég tel fyrirhugaðar fram- kvæmdir á Keflavikurflugvelli vera brot á þvi samkomulagi i þeim anda, að enginn einn aðili geti tekiö ákvörðun um slikt stór- mál, sem ríkisstjórnin þarf öll um að fjalla. Ég tel ótvirætt, að Alþýðu- bandalagið geti stöðvað þessar Finnbogi Hermannsson vara- þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum framkvæmdir með tilvisun til samkomulagsins um, að engar meiriháttar ákvarðanir verði teknar i rikisstjórninni nema með samþykki allra aðila stjórnar- samstarfsins með sama hætti og ég tel að aðrir aðilar samstarfsins geti með sama hætti stöðvað ákvarðanir, sem þeir eru á móti og telja vera meiriháttar, með visan til þessa samkomulags.” —Þ Tillaga 10 þingmanna um veðurfregnir í átvarpi: Verði á 3 tíma frestí allan sólarhringinn Tiu þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu þar sem skorað er á samgöngu- ráðherra að beita sér fyrir þvi að veðurfregnir i útvarpi veröi jafnan byggðar á nýjustu upplýs- ingum Veðurstofunnar og útvarp þeirra verði með jöfnu millibili á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn og oftar ef sér- stakar aðvörunar er þörf. Skal stefnt að þvi, að þetta komi til framkvæmda i nóvember næst- komandi. 1 greinargerð meö tillögunni segja flutningsmenn að nú séu stórar eyður á landgrunni Islands hvað varðar veðurathuganir. Bent er á tvo möguleika til lausnar. Annars vegar að koma fyrir svokölluðum rekbaujum suðvestur af landinu. Sjálfvirkur búnaður baujunnar sendi út veðurfregnir sinar sem fjar- skiptaþjónusta Veðurstofunnar gæti tekið við um gervihnött. Hins vegar er bent á þann möguleika aö öll skip verði skylduð til aö senda inn veðurlýsingu jafnhliða tilkynningaskyldu. Flutningsmenn tillögunnar eru Pétur Sigurðsson, Alexander Stefánsson, Jósep H. Þorgeirs- son, Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson, Tryggvi Gunnarsson, Stefán Jónsson, Lárus Jónsson, Salome Þorkels- dóttir og Jóhann Einvarðsson. —Þ Nýr Norðurlandasamningur um félagslegt öryggi: Énginn mætti á fund! Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra mælti á fimmtudag fyr- ir frumvarpi um staöfestingu á nýjum Norðurlandasamningi um félagslegt öryggi, en Svavar undirritaöi þennan samning fyrir Islands hönd á fundi Norður- landaráös 5. mars s.1.,1 framsögu Svavars kom fram að svo sjálf- sögð þættu nú öll ákvæði um fé- lagslegt öryggi á Norðurlöndum að slikt efni væri ekki lengur talið fréttnæmt. Þannig heföi utan- rikisráðherra Dana boðaö til blaðamannafundar vegna undir- rituiíar samningsins en enginn blaöamaður eða ljósmyndari hefði mætt. I máli félagsmálaráðherra kom fram aö nýmæli er i hinum nýja samningi að tekin eru af öll tvi- mæli um það að hann skuli taka til tryggingagjalda ekki siður en tryggingabóta. Óvissa i þessu efni hef- ur á liðnum árum valdið þvi að i sumum tilvikum hfur ýmist átt sér stað tvigreiðsla gjalda eða gjaldfrelsi. Enn fremur eru i samningnum ákvæöi um greiöslu feröakostnaðar manna, sem veikjast eða slasast á ferðalögum á Noröurlöndum utan heimalands sins, en lausn þessa máls hefur um langt skeið veriö meðal áhugamála Norðurlandaráös. Loks má nefna ákvæði um að biðtimi annars staðar á Norður- löndum nýtist þegar úrskurö skal um rétt til viðbótarliíeyris, þ.e. lifeyris úr lifeyrissjóði. Gert er ráð fyrir að islenska lif- eyrissjóöakerfið falli undir hinn nýja samning og tengist þannig allsherjar lifeyrissjóðum eða allsherjar kerfi lifeyrissjóða hinna samningslandanna. Af þvi leiðir að varðveist getur réttur, sem ella mundi glatast, þegar um er að ræða starf um skamman tima utan heimalands, og enn Framhald á bls. 13 HM W LAUSSTAÐA Staða forstöðumanns félagsmiðstöðvar i Árbæjarhverfi er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Æskulýðsráðs Reykjavikur, Fri- kirkjuvegi 11, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 15. april 1981. Æskulýðsráð Reykjavikur. Simi 15937.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.