Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 F ulltrúar áðsfundur Sambands ísl. sveitarstjórna: Hinn 12. og 13. mars s.l. var haldinn 35. fundur fulltrúaráðs Sambanda isl. s veitarrélaga i Stvkkishólmi og sátu hann á fimmta tug manna, 34 fulltrúa - ráðsmenn, forsvarsmenn lands- hlutasamtaka sveitarfélaganna og nokkrir gestir. Var fjallað um fjölmörg mál m.a. verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga, sam- starf um tölvuþjónustu, fasteignamat, eignarnám i þét- býli, tryggingarmál, skólamál, og gerðar margar ályktanir. Fara þær hér á eftir ásamt svipmynd- um frá ráðstefnunni sem ólafur Torfason i' Stykkishólmi tók fyrir Þjóðviljann. með tilfærslu á tekjum milli þess- ara aðila og auknum verkefnum sveitarfélaga verði mætt með aukinni hlutdeild þeirra i óbein- um sköttum. (Jöfnunarsjóði). Vinnumálasamband sveitarfélaganna Fulltrtlaráðið lýsir stuðningi sinum við stofnun vinnumála- sambands sveitarfélaganna með frjálsri aðild þeirra. Felur fundurinn stjórn Sambands isl. sveitarfélaga að vinna að undir- búningi málsins og að boða til Jón G. Tómasson formaður Sambands fsl. sveitarstjórna setur ráöstefnuna f fundarsal Hótels Stykkis- hólms. Ljósm,-óT Ákveöid að stofna vinnumálasamband Stefna ber að hreinni verkaskiptingu Fulltrúaráð sambands ísl. sveitarfélaga lýsir ánægju með störf verkaskiptinganefndar og leggur áherslu á útgáfu og dreif- ingu nefndarálitsins i heild. Full- trúaráðið fagnar áformum fé - lagsmálaráðuneytisins um endurskoðun sveitarstjórnarlaga. Fulltrúaráðið bendir á sam- þykkt siðasta landsþings um að forsenda þess, að unnt verði að koma i framkvæmd tiilögum verkaskiptanefndar um aukin verkefni sveitarfélaga sé, að undirstaðan verði starfhæfar ein- ingar. Fulltrúaráðið mælir með þvi, aðá vegum félagsmálaráðu- neytisins og samtaka sveitarfé- laga verði mótuð stefna og gerð verkefnaáætlun um, hvernig staðið skuli að endurskoðun og breytingum á sveitarstjórnar- skipaninni. Fulltrúaráðið itrekar, að leggja beri áherslu á, að sveitarstjórnir komi sér sjálfar saman um, hvernig að samstarfi og/eða sameiningu þeirra skuli staðið. Fulltrúaráðið tekur undir þau sjónarmið, sem fram koma i 2. hluta álitsgeröar verkaskipta- nefndar, að stefna beri að hreinni skiptingu tekjustofna milli rikis og sveitarfélaga. Auka beri fjár- hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga annars vegar með þvi, að þau fái fulltog endanlegt vald yfirhinum ýmsu gjaldskrám fyrir þjónustu, sem þau veita að mestu eða öllu leyti án afskipta eða atbeina rikisvaldsins, þannig að gjald- skrám verði hagað eftir kostnaði. Sveitarstjórnir fái full umráð yfir einum skattstofni til að mæta mismunandi tekjuþörf sveitar- sjóða. Fulltrúaráðið telur einnig eðlilegt, að fjárhagslegum áhrif- um af tilfærslu verkefna milli rik- is og sveitarfélaga veröi mætt stofnfundar helst næsta haust. Að stofnun vinnumálasambandsins lokinni felur fulltrúaráðsfundur- inn stjórn Sambands isl. sveitar- félaga að óska eftir þeim laga- breytingum, sem hún telur, að gera beri á gildandi lögum um kjarasamninga sveitarfélaga til þess að vinnumálasambandið geti á sem árangursrikastan hátt komið fram fyrir þau sveitar- félög, sem aðild eiga að vinnu- málasambandinu, við gerð kjara- samninga. Samstarf um tölvuþjónustu Fulltrúaráðið fagnar þeim árangri, sem náðst hefur i sam- starfi sveitarfélaganna um tölvu- þjónustu og mælir með þvi, að starfsemi Samskiptamiðstöðvar sveitarfélaga verði efld. Sérstaka áherslu ber að leggja á námskeið fvrir bá starfsmenn sveitarfé - laga sem tölvukerfin nýta. Full- trúaráðið beinir þvi til stjómar, að Samskiptamiðstöð geti boðið þjónustu i endurskoðun. Sameina ber fasteigna- og brunabótamagn Fulltrúaráðið visar þvi til stjómar að beita sér fyrir breyt-, ingum á skráningu á mati fast- eigna i landinu, þannig að aukin hagræðing náist og haldbetri upplýsingar. í þessu sambandi' bendir fundurinn sérstaklega á eftirfarandi: 1. Einfalda ber upplýsingasöfn- unvarðandi fasteignir, og hætt verði að skrá og meta þætti, sem úreldast á örfáum árum. 2. Sameina bera fasteignamat og brunaiótamat fasteigna. Endurmatsverð fasteigna verði lagt til grundvallar bruna- bótamatinu. 3. Flatarmáls- og rúmmáls- útreikningar verði samræmdir á milli Fasteignamats rikisins og annarra opinberra aðila. 4. Skráning frumgagna yfir fasteignir getifarið fram hjá þeim sveitarfélögum, sem þess óska. Rikið kosti framhaldsnám Fulltrúaráðið visar til fyrri samþykkta sinna og almennrar afstöðu sveitarstjórnarmanna um, að eðlilegast væri að fram- haldsnám að loknum grunnskóla verði á vegum rikisins og kostnað af þvi, sbr. ályktanir fulltrúa- ráðsfunda 1979 og 1980. Samaðild rikis og sveitarfélaga að rekstri framhaldsskóla horfir ekki til gleggri verkaskila milli þessara aðila. Með hliðsjón af þróun þessara mála i undanförnum árum, en sveitarfélögin hafa mörg talið sig tilþess knúin að taka þátt i fram- haldsskólamenntuninnni með stofnun fjölbrautaskóla, og þar sem setning laga um samræmdan framhaldsskóla er brýnt hags- munamál, fellst fulltrúaráðiö á, ið stjórn sambandsins haldi ifram viðræðum við mennta- málaráðuneytið um frv. til laga um fjármál framhgldsskóla i grundvelli greinargerðar um stöðu endurskoðunar á lagaá- kvæðum um skólakostnað, þar sem gert verði ráð fyrir samaðild að rekstri hluta þessa skólastigs. Fulltrúaráðið taldi >brýnt, að mál þetta nái fram að ganga á yfirstandandi Alþingi og samþykkti að fela stjórn sam- bandsins og sjö manna nefnd, sem til þess var kosin ásamt stjórninni, að fylgjast með fram- vindu endurskoðunar laga- frumvarps um framhaldsskóla og að taka afstöðu til væntanlegra lagafrumvarpa til nýrra skóla- kostnaöarlaga á grundvelli ábendinga fundarins um einstök efnisatriöi. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, NeskaupstaiV og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Heykjavfkur. Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórftungssambands Vest- firftinga. Salóme Þorkelsdóttir, sveitarstjórn Mosfellshrepps, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarstjórn Reykjavíkur og Kristján Benedikts- son, formaður borgarráðs Reykjavikur. Blaðbera vantar strax! Miðbær Sólvallagata Hávallagata DJOBVIUINN Siðumúla 6 s. 81333. KRAKKAR! Blaðberabíó i yRegn- boganum. Blaðberabíó Ævintýri Takla Makan heitir myndin sem blaðberum Þjóðviljans er boðið upp á um helgina. Spennandi mynd um fjársjóði i tröllahöndum... Sýnd i Regnboganum, Sal A,kl. 1. n.k. laugardag.GÚ6askemmtun! Önnur mál Fulltrúaráðið itrekar fyrri samþykktir varðandi lagasetn- ingu um eignarnám lands i þéttbýli. Fulltrúaráðið beinir þvi til stjómar sambandsins, að fundin verði leið til að tryggja betur eignir landsmanna gegn hvers konar tjónum, sem fást ekki bætt i núgildandi tryggingakerfi. Fulltrúaráðið fagnar stofnun Hitaveitusambands sveitarfé - laga. 1 tilefni Alþjóðaárs fatlaðra beirur fundurinn þvi til allra sveitarfélaga að þau taki málefni fatlaðra þegna sinna til sérstakr- ar meðferðar. F élagsmálanámskeið verður haldið dagana 23. mars til 6. apríl og mun það standa i 6 kvöld. Viðfangsefni: Framsögn, ræðumennska, fundarstjórn og fundarreglur. Leiðbeinendur verða Baldvin Halldórsson leikari og Steinþór Jóhannsson frá MFA. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofum félaganna. Verkamannafélagið Dagsbrún Verkakvennafélagið Framsókn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.