Þjóðviljinn - 20.03.1981, Side 10
1« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. mars 1981.
SVÆÐISFUNDUR
Kaupfélögin á Suðurlandi halda svæðis-
fund með stjómarformanni og forstjóra
Sambandsins í félagsheimilinu Hvoli,
Hvolsvelli, laugardaginn 21. mars 1981
kl. 13.00 — 20.00.
Fundarefni:
1. Viðfangsefni Sambandsins.
Frummælandi: Erlendur Einarsson, for-
stjóri.
2. Samvinna kaupfélaganna og tengsl við
Sambandið.
Frummælandi: Oddur Sigurbergsson
kaupfélagsstjóri.
3. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar.
Frummælandi: Valur Amþórsson, stjórnar-
formaður Sambandsins.
4. Tengsl félagsmanna við kaupfélögin.
Frummælandi: Einar Þorsteinsson ráðu-
nautur.
5. Önnur mál — almennar umræður.
Félagsmenn kaupfélaganna eru hvattir til að
koma á fundinn.
Kaupfélag Ámesinga
Kaupfélag Rangæinga
Kaupfélag Skaftfellinga
Kaupfélag Vestmannaeyja
V erslunarmannaf élag
Suðurnesja
Allsherj aratkvæðagreiðsla
Stjórn og trúnaöarmannaráð Verslunar-
mannafélags Suðurnesja hafa ákveðið að
viðhaía allsherjaratkvæðagreiðslu um
kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir
starfsárið 1981. Framboðslistum sé skilað
til formanns kjörstjórnar Matta Ó.
Ásbjörnssonar Hringbraut 95 Keflavik
eigi siðar en kl. 24.00 mánudaginn 23.
mars 1981.
Kjörstjórn.
T æknif r æðingur' -
byggingarfulltrúi
Starf tæknifræðings hjá Hveragerðis-
hreppi er laus til umsóknar. Starfar einnig
sem byggingarfulltrúi. Laun samkvæmt
25. launaflokki BSRB. Umsóknarfrestur
er til 28. mars. Nánari upplýsingar hjá
undirrituðum á skrifstofu hreppsins, simi
99-4150.
Sveitarstjóri Hveragerðishrepps
HSHSK
mami
Frá ráðstefnu á vegum
Fræðsluráðs Reykjavíkur
Séð yfir ráðstefnusalinn I Hagaskóla. Ljósm. —eik.
Ánægjuleg þróun
félags- og tómstunda-
starfs í grunnskólum
Ráðstefnu um félags- og tóm-
stundastörf i grunnskólum
Reykjavikur lauk á föstudaginn
var, en fyrrihluti hennar stóö yfir
dagana 7. og 8. mars. Þátttakend-
ur voru skólastjórnendur, um-
sjónarmenn með félags- og tóm-
stundastarfi iskólunum, fulltrúar
foreldrafélaga, fulltrúar i
F"ræðsluráði og Æskulýðsráði,
starfsmenn Fræösluskrifstofu
Reykjavikur og fleiri sérfróöir
aðilar. Ráðstcfna var haldin á
vegum Fræðsluráðs en undirbún-
|ng önnuðust starfsmenn
■’ræðsluskrifstofunnar.
A ráðstefnunni kom fram ein-
dreginn vilji fyrir því að félags-
og tómstundastarf i grunnskólum
borgarinnar yrði eflt, og margir
lýstu yfir ánægju með þá þróun
sem á sér stað á þessum vett-
vangi. Einnig virtist það vera
samróma álit þátttakenda að
skólarnir ættu að fá að móta
starfið sem mest i samræmi við
óskirog áhuga sem vart yrði inn-
an þeirra og hjá foreldrum —
reglur um lengd og tiðni skemmt-
ana og ferðalaga yrðu að vera
sveigjanlegar.
Skiptar skoðanir voru um að
hvaða marki ætti að samræma
stjórnun og aðgerðir á vegum
Fræðsluráðs og Æskulýðsráðs,
sem gengst fyrir margs konar
tómstundastarfi fyrir nemendur í
7—9 bekk. Ávegum Fræðsluráðs
hefur hins vegar einkum verið
veitt fé til starfs fyrir yngri börn-
in, þ.á m. svokallaðs „opins
húss”þar sem foreldrareru með.
Tæplega helmingur þess fjár,
sem varið er til félags- og tóm-
stundastarfs i grunnskólum
Reykjavikur i ár, kemur hins
vegar úr rikissjóði i samræmi við
ákvæði reglugerðar um félags-
störf og félagsmálafræðslu.
A ráðstefnunnikom fram áhugi
á að félags- og tómstundastarf
tengdist sem best hinu almenna
skólastarfi en ekki náðist að ræða
að neinu ráði um vænlegar leiðir i
þáátt. Almennugildi þessa starfs
var hins vegar lýst á ljósan hátt i
framsöguræðu sem Arnfinnur
Jónsson, skólastjóri, flutti á
fyrsta degi ráðstefnunnar: ,,Það
þroskar nemendur og býr þá und-
ir ýmis störf i lifinu, s.s. í ýmsum
samtökum, t.d. launþegasamtök-
Ingi Kristinsson, skólastjóri,
greinir frá umræðum i hóp sem
fjallaði um félags- og tómstunda-
starf fyrir börn og ungiinga.
um. Það auðveldar nemendum
siðar að nýta sér á jákvæðan hátt
sifellt auknar tömstundir — sam-
hliða styttum vinnutima. Það
bætir andannf skólanum, en þá er
lika skilyrði að samstarf takist
milli nemenda og kennara og
skólastjórnar og gagnkvæmur
skilningur riki milli sömu aðila.
Þátttaka kennara i félagsstarfinu
getur auðveldað þeim m jög önnur
samskipti og annað samstarf við
nemendurna i hinu venjulega
skólastarfi.”
Skiptar skoðanir komu fram á
ráðstefnunni um skemmtanahald
i skólunum um helgar. Sumir
skólamenn töldu lltinn áhuga á
því að aðrir álitu að það gæti
komið niður á fjölskyldutengsl-
um. Samstarfsnefnd Fræðsluráðs
og Æskulýðsráðs um tómstunda-
og félagsmál i' grunnskólum borg-
arinnar hefur hins vegar lagt til
„að opið hús og dansskemmtanir
verði á föstudaga og laugardags-
kvöldum.” Að öðru leyti kom
fram eindreginn áhugi á að nýta
húsnæði skólanna sem best fyrir
hvers konar félagsstarf og
skemmtanahald. I því sambandi
var bent á nauðsyn þess að mótuð
yrði skýrari stefna af hálfú
borgaryfirvalda um það hvort
halda ætti áfram byggingu sjálf-
stæðra félags- og tómstundamið-
stöðva I hverfunum eða nýta
skólahúsnæði enn frekar en nú er
gert.
Reynir Karlsson, æskulýðs-
fulltrúi rikisins, lýsti þvi yfir sið-
asta dag ráðstefnunnar, að þar
væru til umræðu þrir jákvæðir
þættir sem hann hefði litið orðið
var við að ræddir væru annars
staðar á landinu: Aukin þátttaka
foreldra, frumkvæði og ábyrgð
nemenda og starfsemi i skólunum
um helgar.
Sigurður Tómasson, varafor-
maður Fræðsluráðs, sleit ráð-
stefnunni og sagði m.a.: „ — að i
Fræðsluráði og meðal Reykvik-
inga almennt væri mikill áhugi á
eflingu félags- og tómstunda-
starfs i skólum, bæði til þess að
styrkja tengsl foreldra og barna
við skólann og laga hann að aukn-
um samfélagslegum kröfum”.
Astæða væri til að minnast þess
sérstaklega að fulltrúar foreldra-
félaga hefðu tekið þátt í ráðstefn-
unni. Að lokum þakkaði Sigurður
ráðstefnustjóra, starfsmönnum
Fræðsluskrifstofu Reykjavi'kur,
framsögumönnum, hópstjórum
og öllum þeim sem lögðu sitt til að
ráðstefnan mætti takast jafn vel
og raun varð á.
Skýrsla verður gefinút um ráð-
stefnuna og er ætlunin að leggja
hana til grundvallar frekari um-
ræðum um þessi mál.
H.B.
Stjórnandi ráöstefnunnar, Haraldur Finnsson yfirkennari, og ritararnir: Gunnar örn Jónsson, kennari
og Karl Kafnsson, kennari.