Þjóðviljinn - 07.04.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. aprll 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid ....og veistu hvað, amma? Pabbi og mamma rifust alveg ferlega af þvi að.... Fljúg- andi spila- víti? Sumum hefur alltaf þótt það áhættuspil að fljúga. Frá og með júni nk. ætla Singapore Arlines að gera það að áhættu- spili i alvöru. Til að ná til sin nýjum farþegum á leiðinni Los Angeles-Tokyo-Singapore ætlar SIA að koma fyrir peningaspila- kössum i vélum sinum. Verði viðtökurnar góðar ætlar flug- félagið að búa allar flugvélar sinar svipuðum tækjum. Sá sem átti hugmyndina er David Flexer, en hann hefur eytt nærri fjórum árum i að full- smiða létta spilakassa sem ganga fyrir rafhlöðum og full- nægja flugöryggisreglum. Nú ætlar hann að hefja framleiðslu slikra kassa, þúsund stykki á þessu ári. bettaerekki i fyrsta sinn sem uppfinningamaðurinn Flexer snýr séraðfluginu. 1959stofnaði hann fyrirtækið Inflight Motion Helgi gegn lesendum Mikill fjöldi lesenda simaöi fyrsta leik i skák sinni við Helga ólafsson, til Þjóöviljans I gær. Greinilegt var að lesendur vilja tefla ýmsar fjölbreytilegar byrjanir.eins og Sikileyjarvörn, Franska vörn, Caro-icann, en hlutskarpastur varð leikurinn l....-e7-e5. Helgi hefur þegar ákveöiö sinn næsta leik sem er 2. Rgl-f3 'm- w % yM ® “n* ■ I mm ðf |114}ii! i|| igMgg | abcdefgh Lesendur eiga þvl leikinn, og geta hringt i sima 81333, milli kl. 9 og 18. Sá leikur sem flestar tilnefningar fær er þá leikur lesenda. Ath. breyttan simatima. Picture Co. sem setti fyrstu kvikmyndasýningarvélarnar i flugvélar. Áður en hann hætti með það fyrirtæki höfðu 42 flug- félög keypt útbúnað hans. Sem stendur visa önnur flug- félög en SIA hugmyndinni um spilakassana á bug ýmist hneyksluðeða sem grini. British Airways segjast of heiðvirð til þess arna og talsmaður Japan Air Lines taldi hugmyndina fáránlega. ,,Ef við færum út i slikar öfgar — sem við ætlum okkur ekki, — þá myndum við mikiu frekar koma fyrir gamla, japanska, heita baðinu.” Eftir að Reagan var skotinn hefur hann orðið næstum þvi eins vinsæil f Bandarlkjunum og hann var á kjördegi. Liklega vinnur sá frambjóðandi næstu forsetakosningar sem tryggir sér eins og tvö banatilræði I kosningaslagnum. Rætt við Jóhann Óla Hilmarsson fyrrum eftirlitsmann tjarnarinnar: Sérþekking á fuglum látin lönd og leið Fyrir tæpum mánuði ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður starf umsjónar- manns Tjarnarinnar í Reykjavík, en árum saman hefur verið haft fræðilegt eftirlit með fuglunum þar, auk þess sem hlúð hefur verið að varpi. Jóhann óli Hilmarsson, sjálfmennt- aður f uglaf ræðingur, hefur haft þetta starf með höndum undanfarin ár og var hann tekinn tal i af þessu tilefni. — Hvert var upphafið að þessu umsjónarmannsstarfi? Við getum sagt að byrjunin hafi verið þegar fluttar voru endur frá Mývatni á árunum 1956 og 1957. Þær voru væng- stýföar og aldar á Tjörninni og Jóhann óli Hilmarsson: U ppbyggingastarfið i hættu maður fenginn til að gæta þeirra. Siðan urðu afkomendur þeirra fleygir og sumir þeirra ilentust sem varpfuglar á svæðinu. Starf þess manns sem sá um endurnar var lagt niður 1971 en siðan var það 1973 að ráöinn var eftirlitsmaður á ný að tilhlutan dr. Finns heitins Guömundssonar, fuglafræðings. Sá heitir Ólafur Karl Nielsen. Þá var allt komið I niðurniðslu, t.d. var krian hætt að verpa i stóra hólmanum. ólafur starf- aði við þetta þar til ég tók við. Hann hafði nokkuð frjálsar hendur viö að byggja upp starfið, en dr. Finnur var honum mjög innan handar, enda var honum mikiö kappsmál aö vel væri hlúð að fuglalifi Tjarnarinnar. — t hverju hefur svo þitt starf verið fólgið? Á vorin þarf að hirða hólmana og undirbiía varpið, lagfæra skemmdir af völdum iss og þess háttar. bá þarf að framkvæma reglulegar talningar allt árið, og skrá komu farfugla og verja varpið fyrir vargfugli. Einnig hef ég gert atferlisathuganir, fylgst með flækingsfuglum og séö um hreinsunarstörí og aðra umhirðu. Athuganirnar eru skráðar i dagbækur, sem ég hef skilað til garðyrkjustjóra sem umhirða Tjarnarinnar heyrir undir og einnig til Náttúrufræðistofnun- ar. Þá höfum við verið með ýms- ar tilraunir i sambandi við fjölgun tegund^t.d. voru s.l. vor flutt húsandaregg frá Mývatni og látin klekjast hér út, en húsöndin er fastur gestur á Tjörninni á sumrin eftir eggja- flutninga 1977. Vatnsmýrin er aðalvarpland þeirra fugla sem halda sig við Tjörnina, annarra en æðar- fuglsins, sem verpir i hólmun- um, en umhverfismálaráð hefur nú ákveðið að friða varpland i mýrinni. Er þetta starf ekki forsenda þess að fuglalifið við Tjörnina haldist i horfinu? JU, — ef enginn er til þess að fylgjast með, gæti fuglalifið hreinlega verið i hættu. Það má i þvi sambandi gjarnan minna á að 1973 voru krian og æöarfugl- inn svo til horfinn af tjarnar- svæðinu. Til að verjast aðvffandi hættum þarf lika að hafa glöggar upplýsingar um fuglana, háttu þeirra og viðbrögð, annars er hætta á að varnaraðgerðir komi of seint eða hafi ekki áhrif. Nú skilst mér að garðyrkjustjóri ætli að ráða mann i hálft starf við að hreinsa rus^ en það er engin trygging fyrir þvi að viðkomandi hafi nokkra þekkingu á fuglum. Þaö á þvi að láta alla sérþekkingu lönd og leitýog ég óttast aö öll uppbygg- ingarstarfsemi sé i hættu ef misvitrar skrifstofublækur hjá borginni eiga aö ráða þessum málum i einu og öllu. — j Jónas tekur lagið meö Hriseyjarkrökkunum — Mynd: Guðjón Björnsson. Glatt á hjalla í Hrísey Leikklúbburinn Krafla stóð nýlega fyrir kynningu á verkum Jónasar Arnasonar og var þar bæði upplestur og söngur. Jónas var sjálfur viðstaddur þessa kynningu verka sinna og tók þá m.a. þátt i almennum söng af þessum smitandi lifskrafti sem honum er svo eiginlegur. Börn og unglingar fengu að sækja lokaæfinguna og var þá tekin meðfylgjandi mynd þar sem Jónas syngur hraustlega i glöðum hópi. — G.Bj. < Q O CL,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.