Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 12

Þjóðviljinn - 07.04.1981, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. april 1981 HAFNFIRSK MENNINGARVAKfi. fjórða • tíl • ellefta • apríl • 1981 í daq_________________________. Þriðjudagur 7. apríl: Kl. 20.30 Kammertónleikar í Hafnarfjarðarkirkju: Elín Guðmundsdóttir, sembal Gunnar Gunnarsson, flauta Ingi Gröndal, lágfiðla Jóhannes Eggertsson, selló Þorvaldur Steingrímsson, fiðla d morgun_____________________________ Miðvikudagur 8. apríl: Kl. 21.00 Leiksýning í Bæjarbíói: „Jakob eða agaspursmálið" eftir Ionesco endursýnt. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu 5. áfanga dreifikerfis á Keflavikurflugvelli. 15. áfanga eru 0 20 — 0 250 mm viðar ein- angraðar stálpipur i plastkápu. Allt kerfið er tvöfalt og er lengd skurða alls um 7,8 km. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustig 36 Njarðvik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9, Reykjavik gegn 1000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja miðvikudaginn 22. april 1981 kl. 14.00. Laus staða forstjóra Brunabótafélags Islands Laus er til umsóknar staða forstjóra Brunabótafélags íslands skv. lögum nr. 9/1955 um Brunabótafélag íslands. Staðan veitist frá og með 1. júli n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 1. main.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 31. marsl981. arhlutverkið heiur skiljanlega lagt ýmsar skyldur á herðar hon- um — þ.á.m. þá að stela ekki sen- unni um of sjálfur. Clark Terry kom með fleiri góða með sér en „bara” big band- ið„ en eins og góðum sjómanni sæmdi geymdi hann það besta þar til siðast. Það var þvi ekki fyrr en farið var að siga allvel á siðari hluta tónleikanna að hann kallaði sinn gamla félaga og sam- starfsmann Chris Wood fram á sviðið. Einhver undarlegur mis- skilningur var i gangi i blöðunum fyrir tónleikana um Chris nokkurn Wood, saxófón- og flautuleikara og einn af þrem aðalmönnum i bresku hljómsveit- inni Traffic. Þegar til kom reynd- ist um allt annan mann að ræða, en fyrir mina parta hefði ég ekki með neinu móti viljað skipta, þvi að blúsinn sem Woods byrjaði á að taka fannst mér einn af há- púnktum kvöldsins og einnig þótti mér hann gera hinum gamla slagara Here comes that rainy day einkar ljúf skil. Ekki spillti heldurfyrir hinn stórskemmtilegi „muldur”-dúett sem þeir félag- arnir Terry og Woods tóku saman við mikla hrifningu áheyrenda. Eitt átti þó Terry enn eftir í pokahorninu, söngkonuna Michele Becjham. Eftir að hafa hlýtt á söng hennar þetta kvöld getur enginn efast um að þessi unga söngkona á mikla framtíð fyrir sér. Hún byrjaði að taka hinn sigilda ,,1 got it bad and that dint good” með miklum til- þrifum, en fór siðan út i hálfgerða syrpu af lögum, þ.á m. A-tisket, a-tasket” er reyndar einskonar samnefnari fyrir Ellu Fitzgerald. Ekki vantaði kraftinn og tilfinn- inguna þar — ef nokkuö var, fannst mér hún halda heldur aftur af sér. Það kæmi mér á óvart ef hún verður ekki orðin stórt nafn eftir nokkur ár. Skömmu siðar lauk svo þessum ágætu tónleikum, en undarlegt nokk: án þess að hljómsveitin væri klöppuð upp. Þetta eru einu jasstónleikarnir sem ég man eftir þar sem þetta hefur ekki verið gert og verð ég að lýsa undrun minni á fólkinu að þrauka ekki smástund lengur i klappliðinu jafnvel þótt klukkan væri langt gengin eitt. Enn furðulegra er slikt háttalag með tilliti til þess að við munum varla eiga neinn kost á almenni- legum tónleikum fyrr en i fyrsta lagi næsta haust. Og það verður vist nógu helviti langt að biða þangað til. Clark T erry Það var skiljanlega margt um manninn i Háskólabiói s.l. föstu- dagskvöld, enda ekki á hverjum degi sem mörlandinn fær tækifæri til að berja heilt „big band” augum og það undir stjórn ekki ómerkari manns en trompetsnill- ingsins Clark Terry. Að sjálf- sögðu var það Jassvakning sem átti heiðurinn af komu hljóm- sveitarinnar til landsins og er þetta reyndar mesta stórvirki sem þeir góðu menn hafa hingað til ráðist i. Reyndar var undir- ritaður hálfhræddur um að þetta yrði of stórt fyrirtæki, þ.e.a.s. bæði mjög erfitt að láta enda ná saman fjárhagslega, en einnig fannst mér þetta koma niður á starfsemi félagsins og þá með til- visun til þess að nú er bráðum liðið hálft ár frá Abercrombie- hljómleikunum. Vist er þó, að Jassvakning hefur um árabil verið langötulasta aflið við að rjúfa þá tónlistarlegu einangrun sem komið hefur verið á hér á landi og stafar af ööru — og meira — en háum flugfargjöldum. fjórir á básúnu, fjórir á trompet svo og pianó, bassi og trommur að vanda, en auk þessa gripu svo hljómsveitarmeðlimir i ýmis önnur hljóðfæri þegar þurfa þótti. Ekki kann ég að nafngreina ein- staka hljómsveitarmeðlimi né heldur ætla ég að gera upp á milli þeirra, þeir skiluðu allir sinu hlutverki með prýði og ekki var að sjá að aldurinn háði þeim mikið en ég hygg að meðalaldur þeirra hafi varla getað verið mikið yfir tvitugt. Eins og gengur og gerist var mest um sóló hjá saxófón- og trompetleikurunum og fengu þeir allir a.m.k. eitt tækifæri til að þenja hljóðfærin sin. B á s ú n ul e i k a r a r n i r gleymdust heldur ekki og ryðma- sveitin fékk lika að komast að. Greinilegt að Terry reynir að dreifa sólóunum eins jafnt og hægt er og gætir þess að jafnvægi haldist bæði i sólóum sem i' „almennri” spilamennsku — allt eins og góðum stjórnanda sæmir. Sérstaka athygli vakti kannski að það var kona sem sá um að En hálft ár er mjög langur timi fyrir sárþjáð jassfrik. Hvað með það, ég hefði ógjarnan viljað missa af þessum tónleikum og þeir voru svo sannarlega þess viröi að færa einhverjar fórnir fyrir. Vil ég þvi nota tækifætið til að bska forsvarsmönnum Jass- vakningar til hamingju með enn einn Stórsigurinn og vona jafn- framt að þeir láti heyra frá sér aftur og það sem allra fyrst. En nú er vist löngu kominn timi til að ég snúi mér að efni greinar- innar, þ.e. tónleikunum sjálfum. Eins og fram kom i blöðunum fyrir tónleikana var hér um að ræða hátt i tuttugu manna stór- hljómsveit eða „big band”, eins og það heitir á útlensku, skipað ungum og efnilegum hljóðfæra- leikurum en undir stjórn hins vlð- fræga og gamalreynda trompet- leikara Clark Terry. Ferli Clark Terry hefur þegar verið gerð nokkuð góð skil hér I blaðinu og ætla ég ekki aö fara að endurtaka þaö, en þetta er aðeins ein af mörgum hljómsveitum sem hann hefur stjórnað um ævina. H1 jóðfæraskipanin innan hljómsveitarinnar var nokkuð hefðbundin: tveir á tenórsaxa, tveir á altó, einn á baritón,, blása „stóra hormð”, þ.e. bari- tónsaxinn, vigalegasta (og þung- lamalegasta) hljóðfærið I band- inu og er það vægast sagt mjög undarlegt (NB — ég er ekki að segja að það hafi komið að sök), bæði með tilliti til hljóðfærisins, en ekki siður vegna þess hversu sjaldgæft það er að sjá konu I slikri hljómsveit (og raunar jass- hljómsveitum yfirleitt) öðruvisi en i stöðu söngkonunnar. Hún tók sólóið i laginu „Carney” sem skrifað var til minningar um e.t.v. mesta baritón-saxófónleik- ara fyrr og siðar, Harry heitin Carney, og get ómögulega skilið annað en kallinn hefði verið hæst- ánægður með frammistöðu hennar. ClarkTerry (eða „C.T.”eins og hann mun vist vera kallaður af vinum sinum og aðdáendum) greip svo sjálfur i trompetinn eða fluegelhornið milli þess sem hann stjórnaði hljómsveitinni af al- kunnri röggsemi. Ekki þarf að hafa mörg orð^um hljóðfæraleik meistarans — hann uppfyllti allar vonir er við hann voru bundnar — og þótti manni aðeins leitt að hann skyldi ekki spila meira sjálfur kappinn, en stjórn-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.